Eintak

Útgáva

Eintak - 24.05.1994, Síða 32

Eintak - 24.05.1994, Síða 32
Stórleikur KR-inga í seinni hátfleik leiddi til 5.0 sigur á Blikum. KR-ingar sýndu það og sönnuðu í gær að það er engin tilviljun að þeim er spáð meistaratitli í 1. deild- inni í ár. Eftir nokkuð tíðindalaus- an íyrri hálfleik, þar sem KR-ingar þó misnotuðu vítaspyrnu, tóku þeir öll völd í þeim síðari og sýndu allar sínar bestu hliðar, reyndar með dyggri hjálp öftustu varnar- manna Blika sem áttu hreint afar slæman dag. Breiðablik varð snemma fyrir því áfalli að missa Val Valsson meidd- an af leikvelli. Við þetta riðlaðist leikur þeirra töluvert og vörnin átti í miklum erfiðleikum með að stilla strengi sína, sérstaklega í seinni hálfleik. Bæði liðin fengu vítaspyrnur í fyrri hálfleik, KR-ingar eftir að Kardaklíja markvörður gerðist brotlegur. Kardaklíja, sem fékk áminningu frá Gylfa Orrasyni fyr- ir vikið, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Óskars Hrafns Þor- valdssonar með tilþrifum. Áður hafði Kristján hjá KR varið spyrnu Arnars Grétarssonar. I seinni hálfleik fóru hlutirnir að gerast hjá KR. Miðjan fór að nýta kantana töluvert betur og fram- herjarnir að ógna meira en þeir höfðu áður gert. Kantmennirnir fóru að taka góðar rispur ásamt skemmtilegum sprettum frá bak- vörðunum Óskari Hrafni Þorvalds- syni og Izudin Daða Dervic. Dervic má gera meira af því að æða upp kantinn, hann býr yfir miklum hraða sem nýtist vel í upphlaupum. Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson og síðast en ekki síst James Bett, nýkominn frá Skot- landi, áttu stórleik í síðari hálfleik. UBK - KR 0:5 Maður leiksins: Tómas Ingi Tómasson KR Mörk: Tómas Ingi Tómasson (68., 82., 85 v.), James Bett (72., 89) UBK - Hajrudin Karda- klíja, - Vilhjálmur Har- aldsson, Sigurjón Krist- jánsson, Úlfar Óttarsson (Rastislav Lazorak), Valur Vals- son (Jón Þórir Jónsson), Einar Páll Tómasson, Guðmundur Guðmundsson, Hákon Sverris- son, Arnar Grétarsson, Grétar Steindórsson, Kristófer Sigur- geirsson. KR - Kristján Finnboga- son, - Óskar Hrafn Þor- valdsson, Izudin Daði Dervic, Þormóður Egils- son, Sigurður B. Jónsson, Rúnar Kristinsson (Sigurður Ragnar Eyjólfsson), Hilmar Björrisson, James Bett, Salih Heimir Porca (Magnús Orri Schram), Heimir Guðjónsson, Tómas Ingi Tómas- son. Þeir létu boltann ganga vel og dól- uðu ekki of mikið með hann, nokk- uð sem stundum hefur viljað bera við hjá KR-ingum. Sendingarnar heppnuðust vel og ekki spillti fyrir að framherjinn, Tómas Ingi Tóm- asson, var í feiknaformi og lék frá- bærlega. Fyrsta markið kom eftir baráttu fyrir framan vítateig Blikanna. Tómas Ingi Tómasson var þar að verki og hann átti effir að koma meira við sögu. t næsta marki KR- inga voru Tómas Ingi og Bett í að- alhlutverkum. Tómas Ingi tók skemmtilega rispu hægra megin að vítateignum eftir sendingu frá Bett, gaf aftur á Bett sem setti hann ör- ugglega í mitt markið. Við þetta var sem allur vindur væri úr heima- mönnum, varnarmennirnir fóru að gefa eftir og þriðja mark KR-inga kom eftir hræðileg mistök í öftustu vörn Blika. Þar náði Tómas Ingi boltanum af Einari Páli Tómas- syni og skoraði auðveldlega fram- hjá Kardaklíja markverði. Varnarmenn Blika voru aftur í aðalhlutverki skömmu síðar þegar Salih Heimir Porca stal boltan- um af varnarmanni Blika, sólaði markvörð Blikanna, Kardaklíja, sem brá á það ráð að fella Porca. Gylfi Orrason var ekki í nokkrum vafa, dæmdi réttilega vítaspyrnu og veitti Kardaklíja aðra áminningu og þar með rautt spjald. Blikarnir voru þar með orðnir einum færri og handboltajaxlinn, Jón Pórir Jónsson, sem leikur með Blikum, varð að klæðast markmannstreyj- unni. Tómas Ingi Tómasson .skor- aði örugglega úr vítaspyrnunni og fullkomnaði þar með þrennu sína í leiknum. Síðasta markið skoraði síðan skotinn James Bett. Hann fékk ágæta sendingu við vítateigslínuna og vippaði boltanum afskáplega snyrtilega yfír Jón Þóri í markinu og skoraði þar með fimmta mark KR-inga. Blikarnir vilja örugglega gleyma Kardaklíja FÆR RAUðA SPJALDlð Markvörður Breiðabliks, Kardakijía, gaf KR-ingum tvær vítaspyrnur, fékk gult fyrir bæði brotin og fór af velli með rautt. Hér brýtur hann í seinna skiptið á Salih Heimi Porca. þessum leik sern allra fyrst, en áttu þó ágæta spretti inn á milli og þefðu getað skorað á undan KR- ingum. Einar Páll Tómasson átti hreint hrikalegan leik og þarf ör- ugglega að taka sig saman í andlit- inu. Þó er engin ástæða til að ör- vænta, liðið er ekkert dæmt til að falla eins og sumir vilja halda fram. KR-ingar spiluðu hreint stór- kostlega síðustu mínúturnar og verða aðeins að passa sig á að of- metnast ekki. Staðreynd eins og sú að liðið lék í gærkvöldi án tveggja lykilmanna er mikið áhyggjuefni fyrir önnur lið og sömuleiðis þá lykilmenn því erfitt er að breyta 5:0 sigurliði. © Markalaust jafntefli Þórs og IBV fyrir norðan Friðrik bjargaði Eyjamönnum Talsverður vorbragur var á við- ureign Þórs og IBV í fyrstu umferð 1. deildar Islandsmótsins í knatt- spyrnu, sem fram fór á Akureyri í gærkvöldi. Knattspyrnan var ekki rismikil sem liðin buðu upp á á ósléttum vellinum. Leikurinn ein- kenndist af miðjuþófi á löngum köflum og mikið var um tilviljana- kenndar sendingar. Þórsarar fengu þó mun fleiri marktækifæri og voru miklu hættulegri í sóknaraðgerð- um sínum. En Friðrik Friðriks- son, markvörður ÍBV, sá við öllum skotum sem hittu á markið og sýndi meistaraleg tilþrif þegar á reyndi. Eyjamenn geta þakkað hon- um að þeir sneru heim með annað stigið. Gestirnir byrjuðu betur, en smám saman náðu heimamenn yf- irhöndinni. Lengst af síðari hálfleik réðu Þórsarar ferðinni og færin voru þeirra. Sveinn Pálsson átti gott skot framhjá á 58. mín. og tveimur mínútum síðar skallaði Júlíus Tryggvason yfir fyrir opnu marki. Páll Gíslason skaut fram- hjá á 77. mín. og Friðrik þurfti síð- an að taka á öllu sínu sex mínútum síðar þegar hann varði skalla Hreins Hringssonar sem kom inn á sem varamaður. Þórsarar voru sprækir á köflum og óheppnir að missa stig á heima- velli. Bestur í liði þeirra var Lárus Orri Sigurðsson sem barðist af krafti í vörninni. Ormarr Örlygs- son skapaði oft hættu á hægri kantinum, sérstaklega í fyrri hálf- leik, og Páll Gíslason stóð sig vel í framlínunni. Dragan Vitorovic átti einnig góða spretti og ljóst er að þar fer afburðalipur og Ieikinn leik- maður. Honum var skipt út af um miðjan seinni hálfleikinn sem kom á óvart. Friðrik bjargaði Eyjamönnum og átti mjög góðan leik í marki ÍBV. Steingrímur var líflegur í framlín- unni en fékk lítinn stuðning. Átján ára strákur, Bjarnólfur Lárusson, sýndi oft skemmtilega takta og vert að íylgjast vel með honum í sumar. Talsvert mæddi á sterkri vörninni en það virtist vanta grimmd í Eyja- menn þannig að sóknartilburðirnir voru ekki upp á marga fiska. Leikurinn var auðdæmdur og skilaði Eyjólfur Ólafsson dómari hlutverki sínu með prýði. Hann gaf þremur leikmönnum gul spjöld fyrir brot; Lárusi Orra Sigurðssyni í Þór og Þóri Ólafssyni og Bjarnólfi Lárussyni IBV. O Aukablaðum 1. deildarliðin Viðtal við James Bett 24 Bandaríkjamenn Reka tilraunadeild fyrir nýjar reglur 2 Hallur Hallsson Eraðrétta skútuna af Liðið sem íslend- ingar munu halda með í HM94 Allt um fyrstu umférð Islands- mótsins ÞÓR - ÍBV 0:0 Maður leiksins: Friðrik Friðriksson ÍBV Þór - Ólafur Pétursson, Július Tryggvason, Lár- us Orri Sigurðsson, Sveinn Pálsson, Örn Viðar Arnarson, Ormarr Örlygs- son, Dragan Vitorovic (Hreinn Hringsson 75. mín.), Þórir Ás- kelsson, Birgir Þór Karlsson, Páll Gíslason, Bjarni Sveinbjörnsson. IBV - Friðrik Friðriksson, Friðrik Sæbjörnsson, Magnús Sigurðsson, Heimir Hallgrimsson, Jón Bragi Arnarsson, Þórir Ólafs- son, Hermann Hreiðarsson, Sumarliði Árnason, Bjarnólfur Lárusson, Nökkvi Sveinsson, Steingrímur Jóhannesson.

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.