Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 1
Hagfræðingar um bjart-
sýnisspá Dav-
íðs Oddssonar
Lrtil
ástædatil
aðfagna 6
„Ég tel að ég geti verið fréttamaður og setið
í stjórn fyrirtaekisins sem fulltrúi starfsmanna
á sama tíma. Ef Elín Hirst heldur öðru fram
er hún að kasta rýrð á mína persónu og segja
að ég sé óheiðarlegur. Hún ætti að líta í eigin
barm,“ segir Eggert Skúlason sem var sagt
upp störfum á fréttastofu Stöðvar 2 á mánu-
daginn. Eggert segist vera í stríði við Elínu og
sakar hana um að hafa sagt sér upp störfum
vegna þrýstings frá Sigurði G. Guðjóns-
syni, stjórnarformanni nýkjörinnar stjórnar
Islenska útvarpsfélagsins. Elín segir þessar
ásakanir staðlausa stafi og ástæður uppsagnar
Eggerts hafi eingöngu byggst á faglegu mati
hennar.
„Ég taldi það stefna hlutleysi og trúverðug-
leika fréttastofunnar í hættu að hann sæti í
stjórninni. Að halda að Sigurður hafi beitt
mig einhverjum þrýstingi er hrein firra,“ seg-
ir Elín.
Eggert dregur í efa stuðningsyfirlýsingu
starfsmanna fréttastofunnar við Elínu en hún
segir að á tuttugu manna fundi fréttamanna
og annars starfsfólks fréttastofunnar sem
haldinn var á mánudaginn hafi það verið
samdóma álit að það væri ekki við hæfi að
fréttamaður sæti í stjórn fyrirtækisins.
Það er athyglisvert að Eggert bar það ekki
undir Elínu, fréttastjóra sinn, að hann settist í
stjórn fyrirtækisins og frétti hún það fyrst að
hann hefði tekið þar sæti um hádegi á laugar-
daginn eftir að stjórnarkjörinu lauk.
Eggert neitar því að það valdi ákveðnum
hagsmunaárekstri að hann sitji í stjórn fyrir
hlut Jóhanns Óla og segist ekki vera nein
strengjabrúða.
Eggert fékk í gær skriflegt uppsagnarbréf í
hendurnar þar sem ekki er óskað eftir því að
hann vinni þriggja mánaða uppsagnarfrest
sinn en hann segist vera láta „góða menn
skoða þetta mál.“©
sfðu 9
Hinrik Bragason,
eigandi Gymis
Dían Valur var við
dauðans dyr
Búlgarínn braggast
4
Lyfjapróf sjaldgæf
í íslenskum fótfoolta
2
Geir A. Gunnlaugsson,
stjórnarformaður Iðn-
lánasjóðs
Skýrsla Rflcisendur-
skodunar hrekur
ásakanir á hendur
sjóðnum 12
Sumar í næstum
heila viku! 18
Fótbolti er enginn leikur
Hengjum dómar-
ann í slánni! 20
Nafngifir á götum
borgarinnar
Hvada TVyggvi er
þetta á TVyggvagöt-
unni? 22
leið til
ar að drekka
Átökin á Stöð 2 - Fréttastofuþátturinn
erístríði