Eintak

Tölublað

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 12

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 12
 Ríkisendurskoðun gagnrýnir störf Iðnlánasjóðs Skýrslan hrekur ásak anir á störf sjóðsins segir stjómarformaðurinn. í skýrslunni kemur fram gagnrýni á samskipti Iðnlánasjóðs við Ós hf. en ásökunum um ólögmætt athæfi er hafnað. „Ég tel að skýrsla Ríkisendur- skoðunar hreki þær ásakanir sem fram hafa komið á stjórn Iðnlána- sjóðs. Stjórn sjóðsins hefur enn ekki komið saman, en á næsta fundi verður væntanlega fjallað um þessa skýrslu,“ segir Geir A. Gunn- laugsson stjórnarformaður Iðn- lánasjóðs. Nýverið voru kynntar niðurstöður skýrslu sem Ríkisend- urskoðun vann fýrir iðnaðarráðu- neytið um samskipti Iðnlánasjóðs og fýrirtækisins Óss hf. og tengdra fyrirtækja, sem voru umsvifamikil í byggingageiranum fyrir nokkrum árum. I fréttatilkynningu sem iðn- aðarráðuneytið gaf út segir að þótt gagnrýna megi stjórn sjóðsins og starfsmenn fyrir að hafa ekki farið nógu gætilega í viðskiptum sínum við Ós, sé hins vegar ekki hægt að saka sjóðinn um ólöglegt athæfi, eða bótaskylda mismunun. „Eflaust hefði verið möguleiki að gera hlut- ina öðruvísi og það er eðlilegt að eftir svona stórmál endurskoði menn vinnureglur sínar,“ segir Geir. „En ákvarðanir um þessar lán- veitingar voru teknar eftir þeim reglum sem þá giltu og á grundvelli bestu fáanlegu upplýsinga. það er hins vegar auðvelt að vera vitur effir á.“ Beiðni um upplýsingar hafnað Upphaf rannsóknarinnar má rekja til beiðni sem þeir Einar Hálfdánarson fýrrverandi fram- kvæmdastjóri Byggingariðjunnar, og Sveinn Valfells hjá Steypu- stöðinni hf. lögðu inn hjá Iðnlána- sjóði um upplýsingar um samskipti sjóðsins við Ós hf. Grunur hafði vaknað um að ekki væri allt með felldu í þeim viðskiptum og voru þau meðal annars kærð til Sam- keppnisráðs. Sú kæra var síðan dregin til baka. Beiðni þeirra félaga um upplýsingar hjá sjóðnum var hafnað á forsendum bankaleyndar en Einar segir að samkvæmt stjórn- sýslulögum hafi þeir átt rétt á-þeim. „Þessa niðurstöðu kærðum við til iðnaðarráðuneytisins, sem fór síðan fram á rannsókn Ríkisendurskoð- unar.“ Geir er ekki sammála því að stjórnsýslulögin taki til þessarar beiðni. „Þessari beiðni Einars og Sveins var hafnað á grundvelli laga um bankaleynd og ég tel að sú ákvörðun hafi verið réttmæt, enda er tekið undir þá skoðun í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Reyndar tel ég að þessar ásakanir hafi verið settar fram í hita leiksins og tek þær alls ekki sem gagnrýni á mín störf í stjórn Iðnlánasjóðs,“ segir Geir. Fyrirtækið Ós hf. varð endanlega gert upp á síðasta ári og eftir mikinn málarekstur yfirtók Iðnlánasjóður eignir þess. Sjóðurinn rak fýrirtæk- ið í nokkra mánuði á síðasta ári, en hófst síðan handa við að selja eignir þess. „Ríkisendurskoðun gagnrýnir ekki þær aðferðir sem stjórnin beitti þar, enda er okkar hlutverk að verja hagsmuni sjóðsins,“ segir Geir. Ekki óeðlilegar lánveitingar Lánveitingar Iðnlánasjóðs til Óss hf. hófust fýrir tæpum áratug og Geir segir að miðað við þær reglur sem þá giltu um lánveitingar sjóðs- ins hafi þær ekki þótt óeðlilegar. „Þessar reglur hafa tekið stakka- skiptum á síðustu fimm árum og effirlit og aðhald með þeim fýrir- tækjum sem fá lán hjá iðnlánasjóði er mun meira en þá var,“ segir Geir. Tilefni rannsóknarinnar á sam- skiptum sjóðsins við Ós hf. voru ásakanir sem bornar voru á Iðn- lánasjóð um ólölegt athæfi og Geir segir að þær ásakanir hafi verið bornar til baka. „Ég tel að í skýrsl- unni sé ekki tekið undir ásakanir í garð Iðnlánasjóðs og að auki er ekki gagnrýnt hvernig stjórnin varði Geir A. Gunnlaugsson „Reglur um útlán Iðnlánasjóðs hafa tekið stakkaskiptum á síð- ustu fimm árum og eftirlit með fyrirtækjum sem fá lán hjá sjóðnum er mun meira en áður var. “ hagsmuni sjóðsins, eftir að ljóst var hvert stefndi í málefnum Óss,“ segir Geir. Ónógt aðhald „í sjálfu sér get ég fallist á að fjár- málastofnanir veita ekki fýrirtækj- um sem þær lána fé nægilegt að- hald. Þetta á við um Iðnlánasjóð, eins og aðrar fjármálastofnanir. Er- lendis er eftirlit bankastofnana með fýrirtækjum mun harðara og fýrr er gripið inn í starfsemi þeirra, ef grunur vaknar um að ástandið sé orðið slæmt. Hér á landi er þessu öðruvísi far- ið og fýrirtækjum leyfist stundum að draga það að skila uppgjöri til lánastofnana sinna. Þar með skap- ast sú hætta að stofnanirnar viti hreinlega ekki hvert ástandið er í fyrirtækjunum og dragi það fram úr hófi að grípa til aðgerða til að verja hagsmuni sína. Fjölmörg dæmi eru til um þetta, enda hafa lánastofnanir verið að afskrifa gríð- arlegar upphæðir á síðustu árum, sem eflaust væru ekki veittar í dag. En það er alltaf auðvelt að vera vit- ur eftir á og þegar þessi lán voru veitt, var kannski erfitt að sjá fyrir hvernig aðstæður í efnahagslífmu áttu eftir að breytast,“ sagði Geir A. Gunnlaugsson. © Mjög hefur dregið úr ásókn í siglinganámskeið jþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur í sumar, en síðustu sumur hafa oftast myndast biðlistar með börnum, sem vilja komast á nám- skeiðin. Skýringin við þessari fækk- un er talin slysið, sem varð í fyrra þegar ungur drengur lenti í skrúfu á hraðþát á siglinganámskeiði. Það var þó ekki haldið hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavikur... Borgin ýtir undir svarta vinnu Háskólartemi með undir- verktaka í svartri vinnu Verktakinn sem sér um að mála yfirborðsmerkingar á götur borgar- innar, og hefúr gert svo undanfarin tvö ár, er með undirverktaka í svartri vinnu hjá sér samkvæmt nýj- asta tímariti Dagsbrúnar sem Verka- mannafélagið Dagsbrún gefur út. Þar segir að verktakinn sé nemi í viðskiptafræði við Háskóla Islands og sé enginn maður á launaskrá hjá honum eftir því sem næst verður komist. „Engum launatengdum gjöldum svo sem tryggingagjöldum er skilað inn af vinnu þeirra og engin lífeyris- sjóðsgjöld eru greidd," segir í tíma- ritinu. Bent er á að starfsmenn slíks verk- taka séu algerlega réttindalausir, slasist þeir, veikist eða láta lífið í vinnuslysi. lafnframt hefur heyrst að lögreglan og Vinnueftirlitið hafi haft afskipti af ökutækjum sem og vinnutækjum verktakans. Þegar fúlltrúi á skrifstofu gatna- málastjóra er spurður af hverju borgin sé að ýta undir svarta at- vinnustarfsemi segir hann að við- skiptafræðineminn hafi boðið lægri upphæð í verkefnið en sá sem ann- aðist það áður. Sá verktaki hafði starfsmannamálin á hreinu og hafa starfsmenn skrifstofúnnar verið að furða sig á núverandi fýrirkomulagi að sögn fulltrúans. Sigfús Jónsson, forstjóri Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborgar, tekur fyrir að aðeins sé gengið að lægstu tilboðunum hjá borginni. Aðspurður segir hann það vissu- lega vandamál þegar forráðamenn nýrra verktakafýrirtækja séu í raun menn með vafasama sögu. „Eins og staðan er í dag er vand- inn enn meiri vegna atvinnu- ástandsins og hversu margir eru illa settir og taka því meiri áhættu en ella,“ segir Sigfús. „Maður er vissu- lega búinn að heyra í gegnum árin um verktaka sem standa skil á öllu sínu, borga alla skatta og gjöld en horfa á aðila sem eru að keppa við þá sem hlaða þessu upp hjá sér og rúlla síðan. Þeir fýrrnefndu eru eðli- lega ekkert ánægðir með að vera í samkeppni við slíka menn.“ © 0 % Guðný Halldórsdóttir kvik- myndaleikstjóri hefur munn- inn fyrir neöan nefið og þaö kemur berlega í Ijós í viðtali sem Vikublaöið átti við hana fyrir viku. Guðný er nýkjörinn bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins í Mosfellsbæ og ræðir bæjarmálin í viðtalinu. íþróttir eru eitur í hennar beinum og lætur Guðný ýmislegt flakka þar að lút- andi eins og til dæmis þetta: „Ég hef mikla óbeit á íþróttaleikvöng- um, veit ekki betur en hroðaleg fjöldamorð hafi verið framin á slík- um stöðum... Þetta er orðið of ein- stefnulegt, þessar miklu keppnis- greinar. Að sumu leyti finnst mér þær ýta undir ofbeldi hjá krökkum. Foreldrar koma að horfa á leiki og standa þarna og hvetja börnin áfram eins og grýlur í áhorfenda- stúkunum. Ég get ekki séö ein- hverja fagra hugsun á bak við þetta." Guðný talar einnig um þá miklu þrýstihópa sem íþróttahreyf- ingin hafi að baki sér og segir að hafi Afturelding svona mikinn tíma til að vera í boltaleikjum, eigi fé- lagsmenn bara að reisa íþrótta- mannvirkin í sjálfboðavinnu... . Þeim sem sárast hefur sviðið UNDAN HEIMSÓKN HERSKIPA Á UNDANFÖRNUM ÁRUM HEFUR EFLAUST LÉTT VIÐ AÐ SJÁ ÞETTA PAR Á GÖNGU UM BÆINN. að veikir nokkuð þær fullyrð- ingar, að tilboð Jóhanns Óla Guðmundssonar til stjórnar starfsmannafélags (slenska útvarþsfélagsins um að það skipaði mann í stjórn fyrirtækisins, hafi ver- ið með hagsmuni starfsfólksins í huga að sá sem gerði tilboðið fyrir hans hönd var PÁLL MAGNÚS- son. Ráll mun hafa komið með þetta tveimur dögum fyrir hlut- hafafundinn og lagt á það þunga áhersiu að farið yrði með það eins og mannsmorð. Þess var líka vandlega gætt að enginn utan stjórnar starfsmannafélagsins frétti hvað væri á seyði. En þetta voru ekki einu tilmæli Páls þvi hann bar einnig þau boð að fulltrúi starfs- manna ætti að vera karlmaður af fréttastofunni og varamaður, kona úr stjórn starfsmannafélagsins. Mun Páli hafa verið umhugað um að Eggert Skúlason yrði fyrir val- inu sem fulltrúi fréttastofu, enda eru þeir góðir vinir. Er það mál manna, sérstaklega í Ijósi afleiðinga þess að boðinu var tekið, að þetta hafi verið djöfullegt plott til að valda usla meðal starfsmanna sem hing- að til hafa staðið svo til algerlega fyrir utan átökin i fyrirtækinu. Þann- ig var hægt að slá tvær flugur í einu höggi, valda nýjum meirihluta vandræðum strax í upphafi stjórn- artíma hans, en einnig mun Páll hafa hugsað starfsmannafélaginu þegjandi þörfina því það hafnaði því að gefa út stuðningsyfirlýsingu við hann þegar hasarinn var sem mestur... að er altalað meðal starfs- manna Stöðvar 2 að búið sé að ganga frá því að franski sjónvarpsrisinn Canal Plus kaupi hlutabréf minnihlutans sem hefur undanfarnar vikur reynt stíft að selja þau. Samkvæmt því sem starfsmennirnir segja á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum kaup- samningsins... Veitingastaðnum Hressó var lokað í gær vegna margra mánaða vangoldinnar húsa- leigu að sögn KFUM-manna sem eiga húsið. Sigurður Ólason sem hefur rekið veitingahúsið undanfar- in fjögur ár heldur því hins vegar fram að ástæðan sé tilkomin vegna þess að samningur hans og hús- eiganda hafi verið úti og ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi. Áfengissalan á staðnum hafi löngum verið þyrnir í augum KFUM-manna en þeir hafi sætt sig við hana á sínum tíma á þeim for- sendum að leigan væri tvöfölduð. Sigurður segir að ekki sé nokkur leið að reka stað án vínveitingaleyf- is og greiöa 500 þúsund í leigu á mánuði og því verði ekki framhald á rekstrinum í sama húsnæði. Varð- andi skuld sína við KFUM segir hann að eigandinn hafi ekki staðið sig í viðhaidi á húsnæðinu en hann hafi lagt milljónir í endurbætur á undanförnum mánuðum. Hann skuldi þeim því ekki neina pen- inga... á hefur heyrst að Sigurdur Ólason skuldi einnig Haf- steini H&sler í Geysi og eiganda húsnæðis Casablanca margra mánaða leigu vegna rekst- urs síns á skemmtistaðnum við Skúlagötuna. I fyrradag mun hafa verið farið fram á útburðarleyfi á Sigurði verði hann ekki búinn að greiða leiguna innan 7 daga. Eins og kunnugt er missti Casablanca vínveitingaleyfi sitt fyrir skömmu og undanfarnar vikur hefur staðurinn verið rekinn sem unglingaskemmti- staður... 12 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.