Eintak

Tölublað

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 20

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 20
Það eru alltaf einhverjir vitleysingar, sem vilja halda því fram að fótbolti sé bara leikur. Þetta er langt frá því að vera rétt eins og til dæmis dauði kólumbíska leikmannsins Andres Escobars sýnir. Jón Kaldal rekur hér nokkur önnur dæmi, sem sanna ^ ^ að allt annað er leikur en... Fotbottmn erlífío Það er langt síðan ég hætti að leika fótbolta undir merkjum ein- hvers félags. Síðustu ár höfum við spilað reglulega nokkrir félagar úr gamla hverfinu við annan hóp úr öðru hverfi. En þetta hefur ekki breytt því, að þegar fótbolti er ann- ars vegar er ég dálítið eins og dr. Jekyll og Mr. Hyde. Almennt tel ég mig fremur dags- farsprúðan og seinþreyttan til vandræða, en þegar ég kem inn á fótboltavöll breytist ég; í fótbolta læt ég eins og John McEnroe gerði þegar hann var upp á sitt „besta“ á tennisvellinum, nema hvað ég skamma ekki dómarann heldur samherja mína þegar mér finnst þeir ekki leggja sig alla fram. Sér- staklega fer það í taugarnar á mér þegar menn nenna ekki að drattast í vörnina. Sjálfur hleyp ég alltaf til baka og það hefur komið fyrir að ég hafi verið fullákafur við að reyna að verjast í vonlausri aðstöðu. Það gerðist einmitt í fyrrasumar þegar löng sending kom inn fyrir vörnina hjá mínu liði á einn and- stæðinganna, sem var á auðum sjó fyrir framan markið. Ég átti litla möguleika á að koma í veg fyrir að hann skoraði, en reyndi samt. Ég kom á harðahlaupum og ætlaði að renna mér fyrir boltann. Ég missti af boltanum, sem lenti í netinu, en náði hins vegar andstæðingnum. Hann hentist upp í loft og þegar hann lenti við hliðina á mér kom hár smellur sem lét ákaflega illa í eyrum. Þessi félagi minn er mikill baráttumaður og þó að hann engd- ist um af kvölum á vellinum skreið hann í áttina til mín og reyndi að sparka í mig. Hann hætti þó að hugsa um að hefna sín eftir smástund, gat reyndar ekki annað, svo mikið verkjaði hann í fótinn, og félagar hans aðstoðuðu hann út af og við kláruðum leikinn. Það kom svo í ljós þegar hann fór upp á slysavarðstofu að hann var með slitin liðbönd og tvífótbrotinn. Þetta kom auðvitað illa við mig, en það var þó langt frá því að ég gæti ekki sofnað á kvöldin út af þessu. Þegar menn spila fótbolta geta þeir alltaf átt von á því að svona lagað gerist og ef þeir geta ekki tekið því, verða þeir bara að snúa sér að boccia eða einhverri álíka hættulausri íþrótt. Ég hef orðið var við það í gegn- um tíðina að margir geta ómögu- lega skilið af hverju ég er að æsa mig svona þegar ég spila fótbolta og segja við mig að þetta sé nú einu sinni bara leikur. Því er ég gjörsam- lega ósammála. Ég hef nokkru sinnum reynt að spila fótbolta með þessu hugarfari: að hann væri bara leikur, og mér dauðleiddist. Það verður að vera einhver æsingur, keppni og hasar í fótboltanum, annars er þetta ekkert gaman. Þess vegna get ég ekki skilið þegar menn nenna ekki að hlaupa í vörn, hoppa upp úr tæklingum; berjast ekki. Og ég er langt í frá einn um þá skoðun að fótbolti sé miklu meira en leikur. Fótbolti er nefnilega lífið í augum margra, hitt er bara leikur í saman- burði við hann. Fótboltinn er ekki leikur ítölsku knattspyrnuáhugamenn- irnir sem tóku á móti á móti ítölsku landsliðsmönnunum með því að henda í þá úldnum ávöxtum árið 1966, eftir að Italía tapaði fyrir Norður-Kóreu 1-0 í Heimsmeist- arakeppninni á Englandi og féll þar með úr keppni, fannst fótboltinn ekki vera leikur. Og það fannst ekki heldur argentíska leikmanninum, sem meig fyrir framan búningsher- bergi enska landsliðsins eítir tapleik Argentínu fyrir Englandi í sömu keppni. taka fótboltann svo alvarlega að líf 3 þeirra sem klikka í leiknum getur íegið við. Ítalía átti frábært knatt- spyrnulið á fjórða tug þessarar ald- ar. ítalir urðu heimsmeistarar 1934 þegar keppnina fór fram á heima- velli þeirra og þó þeir mættu með svo til nýtt lið til Frakklands fjórum árum síðar náðu þeir að verja titil- inn eftir hörkuúrslitaleik við Ung- verja. Það var reyndar eins gott fyr- ir ítölsku leikmennina og þjálfar- ann að þeir unnu leikinn því skömmu áður en hann hófst barst skeyti frá Róm, frá engum öðrum en II Duce, Mussolini sjálfum, þar sem stóð stutt og laggott: „Vinnið éða deyjið." Áhugi á fótbolta getur líka reynst banvænn, eins og áhangendur ítalska liðsins Juventus fengu að reyna, þegar þeir fóru árið 1985 að horfa á liðið sitt keppa við Liverpo- ol um Evrópubikar meistaraliða í Belgíu. Skömmu áður en leikurinn 9 hófst varð fjandinn laus á áhorf- endapöllunum á Heysel-leikvang- inum í Brussel þegar fótboltabull- um frá Englandi lenti saman við kollega sína frá Ítalíu. Þegar lög- reglunni tókst loks að skakka leik- inn lágu í valnum 39 ítalir. Milljón- ir manna um allan heim, sem bjuggust við að sjá tvö frábær knattspyrnulið eigast við, urðu í Staðinn vitni að átökunum á áhorf- endapöllunum í beinni útsendingu sjónvarps. Knattspyrnuheiminn setti hljóðan. Fótboltinn gerir fólk vitstola sama hvar það býr í heiminum Nýjustu fréttir enn norðar í álf- unni benda til þess að fótboltinn eigi það til að gera fólk vitstola sama hvar það býr í heiminum. Norðmenn hafa ekki beinlínis haft orð á sér fyrir sérstakan blóð- hita, en leikur Noregs við Italíu í riðlakeppni HM í Bandaríkjunum virtist setja ýmsa hressilega úr jafn- vægi. Einhver tók sig til dæmis til, þegar Ijóst var að norska landsliðið hafði tapað leiknum, og henti sjónavarpinu sínu ofan af svölun- um á íbúð sinni, sem var á fjórðu hæð. Þetta flokkast væntanlega undir það að drepa boðbera slæmra tíðinda. öllu svakalegri atburður vegna þessa leiks var að norsk kona drap manninn sinn með skærum eftir að þau höfðu lent í rifrildi yfir því hvort hún ætti að fylgjast með því hvort Norðmönnum tækist að jafna eða ekki. Hér á íslandi hefur kriattspyrnan sem betur fer ekki orðið beinlínis til mannskaða, J ekki . enn þá að minnsta kosti. Næst sem við Is- lendingar höfum komist þvi að upplifa slíka voðaatburði er sjálf- sagt þegar Guðjón Þórðarson þá- verandi þjálfari Skagamanna beit Einar Kárason Frammara og rit- höfund í nefið í lokahófi knatt- spyrnumanna á Hótel íslandi í fyrra haust. Ástæðan fyrir þeim hasar var að Guðjóni sárnaði að Einar skyldi ekki minnast einu orði á lA-liðið í ræðu, sem sá síðar- nefndi hélt í hófinu. Sýnir þetta að knattspyrnan getur jafnt fengið menn til að sleppa sér hér á landi sem annars staðar. Hrikalegustu afleiðingar knatt- spyrnuleiks urðu hins vegar eftir leik Hondúras og E1 Salvador í undankeppni fyrir HM 1970. Leik- urinn fór fram í El Salvador og lykt- aði með því að heimamenn báru sigur úr býtum. Skipti þá engum togum að hondúraski herinn blés í herlúðra og gerði innrás í E1 Salva- dor. Spratt upp úr þessum blóðugt stríð sem kostaði marga lífið, þó a það stæði stutt. Segið svo að fótboltinn sé bara leikur. © Fótboltinn er óútreiknanlegur eins og tilveran sjálf og þar getur verið skammt milli lífs og dauða eins morð kólumbíska varnar- mannsins Andres Escobar sýnir. Það, sem hann vann sér til sakar, var að senda boltann óviljandi í eig- ið mark, þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að andstæðingur reglan einn af fararstjórum liðsins þar sem hann var á leynilegum fundi með mafíunni. Kólumbískir kókaínbarónar höfðu neytt for- ráðamenn knattspyrnusambands- ins þar í landi til að hafa útsendara þeirra með í för. Barónarnir höfðu hótað því að ef ekki yrði látið und- an kröfum þeirra yrðu fjölskyldur inum. Maður á að minnsta kosti erfitt með að gera sér í hugarlund að Islendingar tækju einhvern tím- ann upp á því að brenna brúðu, sem væri eftirlíking af landsliðs- þjálfaranum Ásgeiri Elíassyni, þótt landsliðið tapaði. En þetta gerðu einmitt Brasilíumenn þegar landsliðið þeirra tapaði fyrir Hol- tvígang í riðlakeppninni — fyrir Ungverjalandi og Portúgal — og komst ekki áfram. Það bætti ekki úr skák að á sama tíma geisaði skæð drepsótt í Brasilíu, svo fólk hrundi niður í hrönnum. Eftir hrakfarir brasilíska landsliðsins var drepsótt- in umsvifalaust endurnefnd og kölluð Feola-pestin í höfuðið á leikmanna landsliðsins drepnar. Og það er eins og Kólumbíumenn láti sér ekki segjast. I keppninni, sem nú fer fram í Bandaríkjunum, léku þeir svipaðan leik þegar þeir sendu skipun um að leikmaðurinn Gabri- el Gomez yrði settur út úr liðinu fyrir leikinn við Bandaríkin, ella yrði fjölskyldur hans og þjálfarans Maturana drepnar. Gomez þekkti auðvitað sína menn, harðneitaði að spila og lýsti því yfir að hann teldi knattspyrnúferli sínum í Kólumbíu lokið. Drepsótt nefnd í höfuðið á þjálfara Kólumbíumenn eru aldeilis ekki einir um að sýna skoðanir sýnar á fótbolta á öfgafullan hátt. Það hefur löngum loðað við Suður-Ameríku að þar skiptir fótboltinn skiptir meira máli en annars staðar í heim- landi í Heimsmeistarakeppninni 1974 sem haldin var í Vestur- Þýskalandi. Og þeir létu sér ekki einungis nægja að brenna brúðu, sem var eftirmynd þjálfarans, held- ur báru eftirmyndir leikmannanna í líkkistum um Rio de Janeiro. Það hefur einhvern tímann verið sagt að það sé eitt af erfiðari störf- um, sem hæ'gt er að kjósa sér í heiminum, að vera þjálfari lands- liðs í Suður-Ameríku. Þar þykjast allir hafa vit og skoðun á því hverjir eiga að skipa landsliðshópinn og ef ekki gengur sem skyldi eru þjálfar- arnir gagnrýndir miskunarlaust. Brasilía varð Heimsmeistari tvisvar í röð: 1958 og 1962. Fyrir vik- ið voru væntingarnar Brasilíu- manna fyrir keppnina 1966, sem fór fram í Englandi, að vonum miklar. Að sama skapi voru vonbrigðin gríðarlega þegar landsliðið tapaði í landliðsþjálfaranum. Eins og gefur að skilja þorði Feola ekki að láta sjá sig í Brasilíu fyrr en mörgum mán- uðum eftir keppnina. Tele Santana, sem eitt sinn þjálfaði brasilíska landsliðið, sagði í þessu sambandi að í Brasilíu væru 150 miljón landsliðsþjálfarar, sem hver hefði sína skoðun á málefnum landsliðsins og Alfio Basile, sem þegar er farið að tala um að verði íátinn hætta með argentíska lands- liðið vegna þess að liðið féll úr keppni í 16 liða úrslitunum, sagði áður en keppnin hófst í Bandaríkj- unum að ef hann ætti að taka mark á öllum þeim ráðleggingum, sem hann fengi, þyrfti hann að láta 70 leikmenn spila í einu. „Vinnið eða deyið“ Það er langt í frá að það séu ein- göngu þjóðir Suður-Ameríku, sem næði til hans. Fyrir þetta mátti Escobar gjalda með lífi sínu. En dauði hans þurfti ekki að koma á óvart. Kólumbía er á margan hátt geggjað land og þar hefur fótbolt- inn löngum verið uppspretta ódæðisverka. Það er ekki lengra en fimm ár síðan knattspyrnudómari var skotinn til bana í miðjum leik í kólumbísku fyrstu deildinni. Ein- hver áhangandi heimaliðsins var ósáttur við dómgæslu hans og gerði sér lítið fyrir og dróg upp byssu og skaut hann. Þessi atburður vakti heimsathygli og kólumbísk stjórn- völd sáu sér ekki annað fært en að leggja deildarkeppnina niður í kjöl- far morðsins. Það hefur ýmislegt gengið á í kól- umbískum fótbolta á milli þessara tveggja morða. Skömmu eftir að kólumbíska landsliðið kom til HM á Italíu 1990 handtók ítalska lög- 20 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994 [

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.