Eintak

Tölublað

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 34

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 34
Nú fer fyrst að verða gaman... Fjóröungsúrsliiin Nú erannam umferð heimsmeistarakeppninnar lokiðog eftirstanda þau átta lið sem staðið hafa afsérstórviðrin og skothríðír andstæðinganna. Afátta bestu liðum heims um þessar mundir eru sjö frá Evrópu og aðeins eitt frá Suður-Ameríku. Bjöm IngiHrafnsson rýnirhéríþessa stórleiki helgarinnar. Boston, 9. júlí kl. 16:00. ítalía - Spánn Þessi leikur gæti orðið mjög skemmtilegur. Spánverjar eru með mjög skemmtilegt og sókndjarft lið en Italirnir hafa skorað mörkin þegar mest hefur á reynt. Spænska liðið hefur tekið gríðar- legum breytingum frá því sem áður hefur þekkst hjá liðinu. Clemente, þjálfari liðsins, tók út gamlar stór- stjörnur eins og Rafael Martin Vasquez og Emilio Butragueno og sagði að liðið hefði aldrei náð neinum árangri með þá í aðalhlut- verki. I stað þessara gamalreyndu kappa og fleiri slíkra valdi Cle- mente unga og óreynda leikmenn, marga frá stórliðinu Barcelona. Þótt landsleikir spænsku leik- mannanna séu ekki margir hafa þeir samt mikla leikreynslu og frammistaða þeirra í leikjunum til þessa hefur haft yfir sér lítinn byrj- endabrag. ítalirnir eru öllu meira spurn- ingamerki. Liðið hefur alla burði til að fara alla leið en stundum er eins og karakterinn vanti. Ekki vantar stórstjörnur, Signori, Maldini, Donadoni, Massaro og að ógleymdum Roberto Baggio eru nöfn sem flestir þekkja en einhvern veginn hefur það viljað loða við ítali að spila betur með félagsliðinu heldur en með landsliðinu. Liðið á enn eftir að sýna stjörnu- leik og í sannleika sagt hafa leikir þess hingað til verið langt frá því lýsingarorði. Liðið hefur þó sýnt viss batamerki og leikur liðsins gegn Nígeríu sýndi að það brotnar ekki þegar á móti blæs heldur berst á móti. Þar sýndi einnig besti knatt- spyrnumaður heims 1993, Roberto Baggio, fyrst hvað í honum býr með tveimur mikilvægum mörk- um og hver veit hvað hann gerir í næsta leik? Það er nefnilega sagt að ítalska liðið leiki nákvæmlega eins og Baggio gerir hverju sinni. Dallas, 9. júlíkl. 19:30 Holland - Brasilía Ef hinn leikurinn verður skemmtilegur þá er þetta rjóminn á Rúmenski snillingurinn Gheorghe Hagi skorar hér glæsilegt mark gegn Argentínumönnum á sunnudagskvóld. Þetta mark tryggði Rúmenum áframhaldandi þáttöku í keppninni og mæta þeir Svíum í fjórðungsúrslitum. toppinn. Þetta verður líklega sann- kölluð veisla fyrir fótboltafíkla, létt- leikandi og liprir Brasilíumenn gegn þungum en duglegum Hol- lendingum. Bæði lið komust í gegnum sextán liða úrslitin án teh'andi erfiðleika. Brasilíumenn áttu í erfiðleikum með að skora gegn Bandaríkja- mönnum en einhvern veginn var sigurinn aldrei í hættu. Hollend- ingar áttu heldur engan stjörnuleik gegn Irum en þeir skoruðu þó tvö mörk og komust aldrei í hann krappann. Hollendingum hefur töluvert verið legið á hálsi fyrir brothættan og áhættusaman varnarleik bg það gæti verið mikilvægt gegn sóknar- liði Brassanna. Menn eins og Ron- ald Koeman og Wim Kieft eru ekki til stórræðanna lengur í vörn- inni og oftar en ekki beita þeir brögðum til að stöðva eldfljóta framherja andstæðinganna ef þeir eru komnir í bandræði. Frank Rijkaard hefur hins vegar engu gleymt og ljóst er að hann styrkir liðið mikið. Helsti styrkur Hollend- inganna liggur í lipru miðju- og kantspili og afgreiðslum Dennisar Bergkamp í mark andstæðing- Gamla brýnið Rudi Völler skorar hér annað mark sitt gegn Belgum. Þjóðverjar spiluðu skínandi knattspymu gegn Belgum á laugardag og með sama leik ínæstu leikjum fara þeir líklega alla leið. anna. Brasilíumenn eru með eitt sterk- asta lið heims um þessar mundir. Varnarleikur liðsins hefur tekið al- gjörum stakkaskiptum og er nú ör- uggur og sterkur án þess þó að höf- uðeinkenni liðsins, stórhættulegur sóknarbolti, hafi þurft að líða fyrir. Menn eins og Romario, Rai og Bebeto spila betur en flestir aðrir og lið sem hefur efni á að hafa menn eins og Branco og Ronaldo á bekknum hlýtur að fara langt. NewYork, 10. júlíkl. 16:00 Þýskaland - Búlgaría Enn heldur veislan áfram. Þjóð- verjar spila aldrei betur en í mikii- vægum leikjum og frammistaða þeirra í leiknum við Belga á laugar- daginn hlýtur að vera Búlgörum nokkurt áhyggjuefni. Þeir þurfa þó varla að kvarta sjálfir, þeir hafa unnið þrjá síðustu leiki sína við Grikki, Argentínumenn og nú síð- ast Mexíkómenn, og eru komnir í fjórðungsúrslit sem er meira en lið- ið hefur nokkru sinni gert. Helsta stjarna Búlgara er án efa 1 framherjinn Hristo Stoichkov. Drengurinn sá er baneitraður í ná- munda við mark andstæðinganna og með fjórum mörkum í jafn- mörgum leikjum liðsins hefur hann endanlega sannað sig sem einn af hættulegustu sóknarmönn- um heims. Orðrómur um að lið hans, Barcelona, vilji hann burt eru vægast sagt undarlegar i ljósi frammistöðu hans í HM. En búlgarska liðið er ekki bara Stoichkov. Þar eru einnig leikmenn eins og Konstandinov og mark- vörðurinn frábæri Borislav Mik- hailikov. Liðið hefur leikið skyn- samlega og passað sig á því að reyna ekki eitthvað sem það ræður ekki við. Samt er hætta á því að Þjóð- verjar reynist þeim of stór biti að kyngja og draumurinn verði úti um kvöldmatarleytið á sunnudag. En það getur nú samt allt gerst í fót- bolta... Þjóðverjar eru auðvitað sér kap- ítuli út af fyrir sig. Lið hefur ekki þótt leika vel í keppninni að Belga- leiknum undanskildum. Aga- vandamál hafa verið tíð og alls kyns illdeilur hafa sett svip sinn á liðið. Konur leikmanna hafa kvartað yfir banni á allri bólfimi og ein helsta stjarna liðsins, Stefan Effenberg var sendur heim fyrir að sýna löngutöngina sína full frjálslega. Samt koma þeir alltaf sterkir. Klinsmann er enn einu sinni í feiknaformi og „gamlinginn" Rudi Völler sýndi með tveimur mörkum sínum gegn Belgum að hann hefur engu gleymt. Helst hafa meiðsli Lothars Mattheusar varpað skugga á möguleika liðsins en ekki er útséð um frekari þátttöku hans í keppninni. San Fransisco, 10. júlí kl. 19:30 Rúmenía - Svíþjóð Það er eitt einkenni þessarar keppni að viðhorf manna til ein- stakra liða hefur breyst. Þannig hafa Hollendingar skyndilega orðið leiðinlegir og Svíar skemmtilegir(l). Menn hafa jafnvel gengið svo langt að fara að halda með Rúmeníu sem hefði verið eins og að halda með Víði í Garði fyrir keppnina. Svíar og Rúmenar eru nefnilega lið sem hafa komið mjög svo skemmtilega á óvart í keppninni hingað til. Bæði hafa leikið aðlað- andi knattspyrnu, gert mörg glæsi- leg mörk og falleg og bæði hafa á að skipa mönnum sem hægt er að halda sérstaklega upp á, Svíar hafa Martin Dahlin og Rúmenar Ghe- orghe Hagi. Svíum var ekki spáð sérstakri vel- gengni fyrir lokakeppnina. Þeir voru þó taldir í hópi hinna sterkari en ekki líklegir til að ógna veldi gömlu kandídatanna um krúnuna frægu. Þeir hafa hins vegar gert mikið af því að skora mörk, Dahlin sérstaklega, og jafntefli gegn Brasil- íumönnum sýnir svo ekki verður um villst að sænska liðið er sterkt. Samt er erfitt að halda með Svíum. Það er bara erfitt. Þess vegna tippa ég á konunga Khar- patafjallanna, Rúmenana. Þeir hafa nú líka aldeilis spilað skemmtilega knattspyrnu. Hagi hefur sýnt ótrú- lega leiki og sendingarnar hjá hon- um eru eins og þegar Ásgeir Sig- urvinsson var upp á sitt besta. Ekki hefur síðan spillt fyrir að nánast allt hefur gengið upp sem leikmenn liðsins hafa verið að taka sér fyrir hendur; Hagi skoraði frá kantin- um, Dimitrescu með glæsilegri aukaspyrnu og Petrescu þegar all- ir áttu von á fyrirgjöf. Rúmenar eru að mínu mati betra liðið í þessum leik og því tippa ég á sigur þeirra. Þó skal það viðurkennt að möguleikar sænskra eru einnig allnokkrir og því verður spennandi og skemmtilegt að sjá. © ¦i í « 4 í 34~E FIMMTUDAGUR 7. JULI 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.