Eintak

Tölublað

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 17

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 17
Er eithvaðyarið í að ferðast á íslandi ef maður hefur engan sérstakan áhuga á landslagi? Stöðugt er verið að hvetja fólk til að sækja ísland heim og talað ,um að hér sé fjölbreytt náttúra pg skemmtilegtfólk. Er eitítwað til í því? Loftur Atli Eiríksson athugaði það. 3 i á vatnai otareiö a Ævintýraferðir fyrir íslenska ofurhuga Undanfarið hefur verið mikill áróður í gangi í auglýsingum varðandi ferðalög innan- lands. Margir halda að hið eina, sem hægt er að gera, sé að horfa á landið í gegnum bílglugga af hring- veginum eða fara í göngutúra og berjamó. Þótt það sé ágætt út af fyrir sig er slíkur ferðamáti lítt skemmtilegur til lengdar og nýir og spennandi ferðamöguleikar eru því farnir að skjóta upp kollinum í auknum mæli, Víða um land eru nú boðnar ýmis konar ævintýra- ferðir fyrir þá, sem vilja vera þátt- takendur, en ekki bara áhorfendur í ferðum sínum. EINTAK kannaði nokkra af þessum nýju ferðamögu- leikum. Sjóstangaveiði er vinsælt sport erlendis, en þrátt fyrir að allt sé vaðandi í fiski í kringum okk- ur eru einungis örfá ár síðan sport- veiðimenn fóru að renna í hafið, Stemmningin úti í Faxaflóa er engu lík, að sögn þeirra sem það hafa reynt og fáir koma tómhentir heim eftir slíka veiðiferð. Ferðabær býður upp á sjóstanga- veiði í Faxaflóa, en lagt er upp frá Reykjavíkurhöfn fjórum sinnum í viku kl. 16.00. Ferðin tekur um 3 1/2 klst. og kostar kr. 4.800. Það þarf ekkí að taka veiðigræjur með sér, því notkun á þeim og kaffiveit- ingar eru innifaldar í verðinu. Lundinn er algengasti fugl á Is- landi, en Lundey er norðan við Viðey. Mikið fuglalíf er í eyj- unni og siglingar um sundin blá á vegum Ferðabæjar njóta sífellt meiri vinsælda. Siglt er í kringum eyjarnar og stoppað stutt í Viðey og kostar tveggja tíma túr kr. 2.900. J Þegar líða tekur á sumarið kem- ur hvalurinn nær ströndinni og frá miðjum júlí er hægt að fara í þriggja stunda hvalaskoðun- arferðir út á Faxaflóá. Þar má sjá hrefnu og hnísu og þegar utar dregur glittir oft í stórhveli á borð við steypireyði. Fyrst við megum ekki skjóta er tilvalið að skoða þessar tilkomumiklu skepnur í skemmtisiglingu sem tekur um 3 klst. og kpstar það kr. 2.900. Hjólreiðar njóta aukinna vin- sælda og Hjólaferðir eru með skemmtilegar ferðir um Suð- urnes fyrir þá, sem vilja skilja blikkbeljuna eftir heima og njóta nátúrufegurðar Reykjaness á fjallar hjólum. Ferðin hefst við skiptistöð Almenningsvagna í miðbæ Hafn- arfjarðar og endar í Bláa lóninu. Hún kostar 4.000 kr. fyrir mann- inn en Hjólaferðir leggja til tvær stærðir af fjallahjólum, regnföt og hjálma. Léttur málsverður að Vig- dísarvöllum er innifalinn í verðinu. Fylgdarbíl er með hjólreiðarmönn- unum, sem flytur farangur þáttak- enda og einnig er hægt að hvíla sig í hónum ef menn faraað lýjast. Leiðin er 51 km og reiknað er með að hún taki um 6 klst. Farið er um Djúpavatnsleið og Grindavík þar sem landslag er einstaklega fjöl- breytilegt og hentugt til fjallahjól- reiðar. I Bláa lóninu gefst ferðálún- um hjólreiðagörpum tækifæri til að hvílast í fögru umhverfi Svart- engis, en að því loknu er þeim ekið aftur til Hafnarfjarðar. Hestaleigan í Laxnesi í Mos- fellssveit er steinsnar frá Reykjavík, en þaðan eru skipulagðir reiðtúrar kl. 10.15 og 14.15 daglega. Oftast er riðið að Fjallfossi, sem er annálaður fyrir fegurð sína og tekur reiðtúrinn tæpa 3 tíma. Þeir sem eru óvanir þurfa ekkert að óttast því framboð- ið á hestum er fjölbreytilegt, allt frá úrvalsgæðingum til hinna mestu róiyndisskepna. Kostnaðurinn á mann er kr. 2.500, en hægt er að fá verulegan afslátt ef fjölskyldur eru saman á ferð. Hvítá er ein af fallegustu og kraftmestu ám landsins og kjörin til siglinga á gúmbát- um. Skammt frá Gullfossi og Geysi eru Drumboddsstaðir en þar hafa Hvítárferðir aðsetur sitt. Farið er niður 7 kílömetra langan kafla í ánni í 9 til 15 manna bátum og tek- ur ferðin urn einn klukkutíma. Áð- ur en lagt er af stað er farið yfir helstu öryggisatriði og þáttakendur fá lánaða flotgalla til fararinnar. Vanur r.æðari, sem þekkir ána vel, er með í ferðum, en þátttakendur geta ráðið hvort þeir taka þatt í : róðrinum eða sitja bara og njóta fararinnar um stórbrotin gljúfur árinnar. I ánni skiptast á flúðir og lygnur, en eftir ferðina er boðið upp á kaffi og meðlætL Vérð á manninn er kr. 3.500 enkr. 3.000 ef átta eða fleiri eru um borð í bátnum. Fljótasiglingar hafa lengi verið með vinsælustu ævintýraferðum erlendis, en mikið af íslendihgum sækja í þessar ferðir á Hvítá. Hvítá rennur úr Hvítárvatni undir Langjökli, en nýlega var farið að skipuleggja siglingar um vatnið. Notaðir eru stórir og hraðskreiðir gúmbátar og 18 til 20 fullorðnir komast fyrir í hverri ferð. Siglt er frá brúnni yfir Hvítá og á leiðinni yfir vatnið eru helstu ísjakar skoð- aðir. Náttúrufegurð er stórbrotin á þessum slóðum og jökullinn er glæsilegur að sjá af vatninu. Stálið, sem siglt er upp að við Norðurjök- ulinn, er 20 tíl 30 metra hátt og þáttakendur sjá hveraig molnar úr því og hrynur ofan í vatnið. Ferðin 'tekur um eina og hálfa klukku- stuhd og kostar áMihu kr. 1.300 til kr. 1.600 eftir fjölda þátttakenda. Glæsileg aðstaða til ferða og gistinga býðst nú á Vatna- jökli. Hægt er að fara í dags- ferð á jökulinn með flugi frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði, en þaðan er ekið að jöklinum, þar 'sem tekið á móti farþegum við skála Jöklaferða á Hálsaskeri við Skálafellsjökul. Þaðan er farið með vélsleðum eða snjóbíl í eins til tveggja tíma ferðir að Miðfellsegg- og inn að Birnudalstindum, sem eru í 1.345 metra hæð, og að Grjót- botni. Staldrað er við á jöklinum í um það bil 3 klukkustundir þar sem þáttakendur geta byggt snjó- karla, leikið golf og þegið hressingu í skálanum, en þar er boðið upp á alls kyns veitingar. Frá skálanum er ekið að Jökulsárlóni á Breiðamerk- ursandi og farið í siglingu á milli jakanna á lóninu. Jökulsárlón er eitt af merkustu náttúruundrum Suðausturlands og þar eru einstak- ir möguleikar til myndatöku, Flogið er aftur til Reykjavíkur frá Höfn, en allur pakkinn kostar 24.400 kr. Ef flugfarinu er sleppt er hægt að fara í sömu ferð frá Skafta- felli, Kirkjubæjarklaustri og Höfn , fyrir 9.700 kr. Jöklaferðir eru einn- ig með lengri ferðir á Vatnajökul, en gistirými fyrir 30 manns er í ;. Jöklaseli. Þáttakendum í ferðum j. Jöklaferða er séð fyrir öllum út- s búnaði og það eina sem þeir þurfa að taka með sér eru sólgleraugu. T ^ rá Akranesi er hægt að fara í Wýmsar spennandi sjóferðir með \ Andreu 3. Gunnar Leifur, eigandi bátsins, er ekki af baki dottinn þótt hann hafi misst glæsi- legan sjóstangveiðibát í bruna rétt fyrir utan Reykjayík í vetur, en með honum var hægt að fara á sjó- skíði. Gunnar á ennþá skíðin og segir að ef sjóskíðabakterían sé að drepa einhvern hljóti að vera hægt að koma slíku við af Skaganum. • Klukkutímalöng sjóskíðáferð kost- ar um 3.000 kr, en þriggja tíma tíma sjóstangaferð er á 4.000 kr. Allur útbúnaður og veitingar eru innifaldar í ferðinni. Ef veiðimennirnir eru kátir og léttir skellir Gunnar stundum litl- um slöngubát fyrir tvo ofurhuga aftan í vélbátinn, en það er meiri- háttar ævintýri að skoppa á honum yfir hafflötinn. Þeir sem vilja kynna sér hvað er að fmna undir yfir- borðinu geta farið í ævintýralegar köfunarferðir frá Akranesi og gefur upplýsingamiðstöð ferðamanna í bænum allar upplýsingar um þær. ^ átt er skemmtilegra en að • Wbruna á vélsleða yfir jökul- \ breiður landsins. Fjöldi fyrir- tækja eru starfræktur í námunda við alla helstu jökla þar sem hægt er að leigja vélsleða eða fara í ferðir með snjóbílum á þá. Sumstaðar er ágætis aðstaða til skíðaiðkuhnár, en mörgurri skíðamönnum finnst ekkert jafnast á yið að fara á stutt- buxum niður jöklanna. Algerig leiga fyrir véJsíéða er rúmiega 3.000 kr. á klst. ^ jöldi smárra leiguflúgfélaga er Wrekinn um land allt. Sum \ þeirra bjóða skipulagðar út- sýnisferðir fyrir hópa, en einnig er hægt að leigja vél með flugmanni fyrir ótrúlega lítinn pening. Vest- urflug á ísafirði er t.d. með flug yfir ^ P perlu íslenskrar náttúru á Horn- ströndum fyrir 5.000 krónur en ferðin tekur um einn klukkutíma. f jallaferðir og útivist njóta sífellt meiri vinsælda meðal Islend- inga. Þeir sem eru orðnir al- varlega sjúkir af fjallgöngubakter- íunni geta nú fengið leiðsögn til klifurs á hæstu tinda landsins hjá vönum fjallamönnum. Islenskir fjallaleiðsögumenn eru með tveggja til 17 tíma gönguferðir fyrir þriggja manna hópa og stærri frá Skaftafelli. Verðið er frá 1.000 kr. upp í 7.500 kr eftir því hvert farið er. Lengsta ferðin er á Hvannadals- hnúk og er göngugörpum séð fyrir jöklalínum, mannbroddum og ís- öxum. Margir útlendingar sem koma til Islands segja áð toppur- inn á ferðlaginu sé að fara í Drangey. Jón Eiríksson, sem stundum er kallaður Eyjarjarlinn, sér um að koma ferðalöngum í eyj- una, en hahn hefur sigið þar í bjarg í fjörtíu ár. Míkið er af fugli í eyj- unni, en ferðin þangað tekur um 5 til 6 klukkustundir með uppgöngu. Jón hefur gert miklar endurbætur á lendingiinni og gönguleiðinni upp í eyna, erihún erþverhnípt ogekki fyrir lofthrædda að freista þar upp- göngu. Lagt er upp í ferðirnar frá Sauðárkróki og Reykjum, en þar er nú búið að hlaða upp grjóti í kringum Grettislaug og vinsælt er að feta í fótspor fornkappans og baða sig í lauginni þegar komið er til baka. Ferðin kostar 3.000 kr., en Jón er til viðtals um helmings af- slátt ef menn kjósa að synda til lands. Hér hefur verið stiklað á stóru í sambandi við ýmiskonar æv- intýraferðir víða um land. Framboðið er orðið slíkt að sama virðist hvar drepið er niður fæti á landinu, alls staðar er hægt að fara í óvenjulegar og spennandi ferðir, sern þurfa ekki að kosta mikla pen- inga. ísland er ágóðri leið með að verða sú parádísferðamannsins, sem við viljum vera láta, en það er engin ástæða til að láta alla þessa nýju ferðamöguleika útlendingum eftir. Ferðamálafulítrúar eru starf- andi í.öllum landsfjórðungum og ástæða er að hyetja fólk að leita til þeirra eftir frekari upplýsingum. I Reykjvík er rekin myndarleg upp- lýsinganiiðstöð fyrir ferðamenn í Bankastræti 2 og starfsfólkið þar er boðið og búið til að veita þeim Íijónustu sína jafnvel þótt þeir séu slendingar.© FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994 17

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.