Eintak

Tölublað

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 18

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 18
Veðrið hefur verið svo gott í Reykjavík undanfarna daga að Tómas Guðmundsson nagar sig eflaust í handarbökin yfir því að vera ekki uppi núna. Hafi gamlir símastaurar einhvern tímann haft ástæðu til að syngja og verða grænir aftur er það nefnilega nákvæmlega núna. Þótt það byrji ef til vill fljótlega að rigna og úrhellið eigi kannski eftir að streyma stanslaust þangað til það fer að snjóa verður þessa sumars ætíð minnst sem verulega góðs sumars bara vegna undanfarinna hlýindadaga. Gerður Kristný og Bonni Ijósmyndari fóru um Reykjavík til að kanna hvað fólk hefði fyrir stafni í góðviðrinu sem geisaði í borginni. Sumar í Reykjavík Nauthólsvík er tilvalinn staður til að rekast á útivistarunnendur. Á steinbryggju situr Einar Már Þóris- son „alveg að verða þriggja" flötum beinum. Hann heldur á veiðistöng með mynd af Mikka mús á. Á lín- unni er hnýtt blá gúmmí-sökka. Einar Már er niðursokkinn við að kasta út sökkunni og draga hana inn aftur. „Svo lengi sem hann heldur að fiskur bíti á er þetta skemmtilegt," segir Margrét Einarsdóttir, móðir Einars Más. „Þarna kemur fiskur," hrópar drengurinn þegar hann dregur inn línuna. Við sem nærstödd erum sjá- um greinilega ekki það sama og hann og ekki Ijóst við að manni finnist maður vera að missa af ein- hverju mikilvægu. Skammt frá er fiölskylda að gera sandkastala eins og þá sem fólk gerir á útlenskum ströndum. Margrét Þorsteinsdóttir og Snorri Braga- son heita hjónin og synirnir ¦ _ eru tveir, Daníel fimm ára og Snorri þriggja ára. „Við erum að hleypa vatninu út í sjóinn," segir Snorri og bendir á kastalasýkið. Snorri eldri hefur komið í Nauthólsvíkina síðan hann var smástrákur. Nú kemur hann með fjölskylduna þangað af og til að vinnu lokinni. Stundum fara þau heldur upp í öskjuhlíð eða Elliðaárdalinn. „Það er um að gera að nota þau útivistarsvæði sem bjóð- ast," segir Snorri. framhaldsnámskeiði," segir Ágúst H. Rúnarsson n ára broddaklippt- ur strákur. Hann ætlar að vinna á togara þegar hann verður stór. „Ég hef aldrei dottið í sjóinn," seg- ir hann. „En Stulli bróðir minn hef- ur dottið út í. Hann er 9 ára." í Öskjuhlíðinni hvílir fjögurra manna flokkur úr unglingavinnunni lúin bein. Honum er illa við ásókn fjölmiðla því honum er ætlað að vinna stanslaust allan daginn án þess að hvíla lúnu beinin. „Við erum almennt mjög dugleg en starfið er dálítið lýjandi í svona Kristófer Snæbjörnsson, Lórens Karlsson og Ólafur Gunnarsson „Við förum líka stundum að Draumstöðum enþað köllum viðpúttvöllinn á Miklatúni." segir Guðrún Ólafs- o -q cn 8- «0 CO O >o S I S s Ö) o JS 55 w 2 Aldreí dottid i sjóinn Krakkarnir á siglinganám- skeiði íþrótta- og tómstunda- ráðs bíða spennt í appelsínu- gulu björgunarvestunum eftir því að vera hjálpað af stað í litl- um seglskútum. „Ég er búinn með tvö byrj- endanámskeið og nú er ég á hlýindum,' dóttir. Flokkurinn starfar aðallega á opn- um svæðum á við leikvelli þar sem hann slær grasið og sinnir öðrum garðyrkjustörfum. „Þetta er fín vinna og það er gott að fá að vinna úti," segir Hulda Hlín Magnúsdóttir. { Elliðaánum fiska menn ekki meira en Einar Már. „Það er tregt í dag vegna sólarinn- ar og svo er áin vatnslítil," segir Guðmundur Jóhannesson sem stendur í vöðlum út í ánni og sveiflar stönginni. Stefán Björnsson situr á steini rétt hjá og tekur undir orð Guð- mundar. „Það er of bjart fyrir fiskinn og hann hreyfir sig minna í svona hita. Svo er líka meira ónæði í kringum ána þegar vel viðrar," segir Stefán. Eftir eilitla þögn bætir hann kankvís við: „Aftur á móti er allt í lagi að fá ekkert í svona góðu veðri." Þeir Guðmundur og Stefán eru í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur svo þeir fá úthlutaðan hálfan dag í ánni á hverju sumn. Ekki finnst /jNGUNN EYJÓLFSDu; riR OG AriNA KOLBRÚN JENSDÓTTIR þeim það nóg en félag-./. arnir eru of margir til að hægt sé að breyta því. Til að bæta upp skortinn sækja þeir í Sognið. Fyrir framan Fjölskyldugarðinn er hægt að rekast á afskaplega fjörmik- ið fólk sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna þegar kemur að líkamsrækt. Atli Vagnsson skokkar þar um í hitanum. Hann lætur veðrið ekki hafa áhrif á það hvaða íþróttir hann stundar og skellir sér jöfnum hönd- eróbikk, golf, hjólreiðar og SlGURÐUR RÓBERTSSON, GUÐMUNDUR HÁRLAUGSSON, ASGEIR HRAFNK ' ' - ' '¦ sund svo eitthvað sé nefnt. Svo er hann þotinn. Þau Sigurður Kjartansson og Jenný Jónsdóttir búa í Gnoðar- voginum og finnst fátt eins notalegt og að hjóla ofan í Laugardal. „Við stundum líka skokk og er- óbikk," segir Sigurður. Svo eru þau líka þotin. Sigríður Pétursdóttir, af- greiðsludama í Fjölskyldugarðinum, er ánægð með aðsóknina sem blíð- viðrið hefur átt sinn þátt í. „Gestirnir eru aðallega á aldrinum það sem ekki má." Óskar ætlar að taka sér sumarfrí ef veðrið heldur áfram að vera svona gott. Litast um í Laugardalnum í Laugardalnum er múgur og margmenni enda ekki aðeins í laug- ina og grasagarðinn sem fólk sækir, heldur hefur Fjölskyldugarðurinn og Húsdýragarðurinn bæst við. ,Það er bara verst að allir verða að vera orðnir 140 cm til að fá að fara f torfærubflana bát heldur en til dæmis sumarbústað eða hest. Ef maður á sumarbústað þarf að reyta arfa og ef maður á hest getur maður dottið ofan af honum," segir Þórir. Hann hefur siglt á bátnum til Isa- fjarðar en Bjarni hefur aftur á móti siglt um öll heimsins höf á fraktskip- um. Hann er með húðflúr á hægri upphandlegg þar sem gefur á að líta orðin Sailor's Grave. „Ég lét gera þetta í Antwerpen. Þetta var vinsælt í kringum 1960," segir bróðir Sean. Hann vinnur nú í landi en fór með skútu til Noregs fyrir tveimur árum. í Reykjavíkurhöfn skammt frá Kaffivagninum dyttar Óskar Guð- mundsson að báti sínum sem ber nafnið Gunni. Óskar siglir Gunna á við annan mann. „Ég var á sjó í gær og fer aftur á morgun. Ég nýti bara þennan dag til að dytta að bátnum," segir Óskar. „Nú er það kolinn sem verið er að veiða en að- allega veiðist BlRGIR VlGNISSON, ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON OG ÞORSTEINN AÐALSTEINSSON ,Það er skemmtilegast að komast í straumvatn.' 18 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994 *f"j

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.