Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 23
tíma hins vegar ekki spilla fyrir
nafngiftinni að við þessa götu
bjuggu margir stýrimenn, ásamt
fjölskyldum sínum.
Hestagötur
Skjólin í Vesturbænum eru dænii
um vel heppnaðar nafngiftir. Allar
göturnar þar bera seinni nafnliðinn
-skjól, en fyrri nafnliðurinn vísar til
hestanafna. Þannig má finna Sörla-
skjól, Frostaskjól, Faxaskjól og
Granaskjól. I nágrenninu er einnig
annað skemmtilegt nafn sem minn-
ir á hestamennsku, en það er Kapla-
skjólsvegur. Nafnorðið Kaplar er
gamalt orð yfir hesta, og skjólið er
sagt koma til, þar sem á þessum
slóðum voru hlaðnir garðar, til að
veita útigangshestum skjól.
Og fugla
Ffestanöfn eru ekki einu dýra-
nöfnin sem ráða nafngiftum í
Reykjavík. Á Grímsstaðaholtinu
eru það fuglanöfnin sem ráða ríkj-
um, Fálkagata, Smyrilsvegur og
Þrastargata. í Fossvoginum má
einnig finna Álftaland, og í því
hverfi sjást einnig bústaðir yfirnátt-
úrulegra vera, í Áifalandi og Huldu-
landi.
Hlíðin mín fríða...
Talsvert margar götur í Reykjavík
heita eftir sveitabæjum annars stað-
ar á landinu. Nöfn á borð við Bol-
holt, Búðagerði, Einholt, Dunhagi
og Engihlíð eru dæmi um þessa teg-
und nafngifta. Barmahlíð er einnig
gott dæmi, en sú gata heitir eftir
samnefndum bæ í Austur-Barða-
strandasýslu, en það var einmitt um
það býli sem Jón Thoroddsen
kvað þekkt ljóð, sem hefst á orðun-
um „Hlíðin mín fríða, hjalla meður
græna...“ Einnig eru til dærni um
að götur séu nefndar eftir örnefn-
um á sérstökum jarðmyndunum.
Dæmi um þetta er gatan Dverg-
hamrar, sem nefnd er eftir sér-
kennilegum stuðlabergshömrum
skammt frá bænum Fossi á Síðu í
Vestur-Skaftafellssýslu. Annað
dæmi um þetta er Gerðuberg, gata
og samnefnd menningarmiðstöð í
Breiðholti, en gatan og húsið draga
nafn sitt af hamrabelti í Hnappa-
dalssýslu.
C, D og E
Skiptar skoðanir hafa verið um
götunöfn í gegnum tíðina og víst er
að þar ræður smekkur manna og
málvitund miklu um afstöðu
þeirra. Nafngiftir gatna í Breiðholti
þóttu á sínum tíma vera komnar í
ógöngur og nú nýverið hafa rnargir
hrist hausinn yfir nafninu Ingólfs-
torg, en áður hefur torgið verið
kallað Hallærisplanið, Steindórs-
plan og Hótel íslandsplan. Úti á
Granda finnst einnig einkennilegt
götunafn, Járnbrautin. En senni-
lega þarf að fara yfir bæjarmörkin,
til Kópavogs, til að finna smekk-
lausustu nöfnin. í iðnaðar- og
þjónustuhverfinu í austurhluta
Kópavogs er að finna götur sem
heita einfaldlega Gulur, Rauður,
Grænn og Grár. Annars staðar í
sama hverfi eru götunar C, D, E og
K, L, M, N. ©
(Mikið af upplýsingum þeim, sem hér
koma fram, eru úr bók Páls Líndals,
Reykjavík Sögustaður við Sund.)
Gatan Laugalækur er kennd við samnefndan læk, sem
kom upp í Laugamýri við Þvottalaugar, en laugarnar
höfðu afrennsli í lækinn. Öðru hverju fundust álar í lækn-
um og á síðustu öld áttu þeir það til að synda yfir i sund-
laugarnar og hrella þar blásaklausa baðgesti.
W. Fischer sem var kaupmaður í höfuðstaðnum á ofan-
verðri 19. öld, er einn af fáum útlendingum, sem tekist
hefur að fá heila götu nefnda eftir sér, Fischersund í
Grjótaþorpinu. Hann naut aðdáun samtímamanna sinna
eftir að hafa gefið ríkulega peningagjöf í sjóð, sem
styrkti föðurlaus börn í Keflavík og Reykjavík. Fischer
stofnaði einnig sjóð til að styrkja unga menn og fátæka
til náms í sjómannafræðum, eins og segir í bók Páls Lín-
dals um Reykjavík. Nafngiftin hefur þó valdið nokkrum
vandræðum eins og sést á sögunni um lögregluþjóninn,
sem hirti upp róna í Fischersundi. Laganna vörður var
ekki viss um hvernig ætti að stafa nafnið, svo hann dró
rónann upp brekkuna og út á Garðastrætið; það nafn var
auðveldara að skrifa í skýrsluna.
ur barón, Charles Gouldrée Boilleau. Hann sló talsvert
um sig meðan hann dvaldi hér, keypti Hvítárvelli í Borg-
arfirði og lét reisa fjós, þar sem nú er Barónsstígur 4.
Fjós þetta þótti hið mesta mannvirki, tók 50 kýr og var
fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík. Reksturinn gekk þó
ekki sem skyldi og baróninn fór illa út úr þessum fram-
kvæmdum. Minning hans lifir þó enn í nafni götunnar, en
Nói-Síríus eignaðist síðan fjósið og var þar með starf-
semi sína.
aldamót þótti götustæðið að norðanverðu þvílíkt svað að
vafasamt þótti að leggja strætið, enda seig land í ná-
grenni Tjarnarinnar talsvert. Lagningu götunnar lauk þó
árið 1906, en um tíma gat brugðið til beggja vona að
verkinu lyki nokkurn tímann. Þess vegna þótti við hæfi
að gatan hlyti nafnið Vonarstræti.
Grensás. Sú kenning hefur heyrst að nafnið sé komið frá
dönskum embættismönnum, sem töldu að á hæðinni
væru landamerki bæjanna Reykjavíkur og Lauganess;
„Bygrensen". Líklegri skýring er hins vegar sú að nafnið
sé dregið af tófugreni, því finna má forskeytið „Grens“ á
nokkrum stöðum á landinu og einu sinni var til bærinn
Grensás í Húnavatnssýslu.
Skuggahverfisins. Hverfisgata er annað, en hún liggur í
gegnum svæðið þar sem Skuggahverfið var. Hverfið dró
nafn sitt af tómthúsbýlinu Skugga, sem reist var í byrjun
18. aldar. Lítið var um efnamenn í Skuggahverfinu og
það var nokkuð einangrað frá öðrum hverfum í Reykja-
vík. Lífsbaráttan hefur á stundum verið nokkuð hörð hjá
íbúum þessa hverfis, ef marka má þessa gömlu vísu,
sem mun vera kveðin í upphafi 18. aldar.
Gunna i Skugga er mikil mugga
mömmu sína vill eigi hugga.
Þórður nagaði þurran ugga
þegar hann Gisli dó i skugga.
unni var formlega gefið nafn af bæjaryfirvöldum. Áður
hafði hún verið kölluð Strandgata og þar áður Reipslag-
arabraut, eftir kaðlageymslu, sem þar var í tengslum við
Innréttingar Skúla Magnússonar. Götulína Hafnarstrætis
fylgir fjörukambinum, sem nú er löngu búið að fylla upp
í, og þess vegna er gatan (eða götulínan) friðlýst í dag.
En Hafnarstrætið átti sér einnig sínar dökku hliðar. Út-
sala ÁTVR var lengi í Hafnarstræti 5 og við götuna voru
reknar misvirðulegar veitingastofur, þar sem menn gátu
blandað. í alþýðumáli var það síðan kallað að sá væri
„kominn í [Hafnar]strætið“, sem lentur var á útigangi
vegna drykkjuskapar. í Hafnarstræti 15 var síðan rekin
veitingastofa, sem bar það glæsilega nafn Reykjavíkur
Bar, og þeir sem þar voru þaulsetnastir, fengu með tíð
og tíma viðurnefnið barónar. Viðurnefnið slípaðist til
með tíð og tíma og varð að lokum einfaldlega „róni“,
sem enn lifir góðu lífi.
gata landsins er Aðalstræti og á þeim tíma, sem Reykja-
vík var að byggjast upp, bar þessi gata sannarlega nafn
með rentu. Næstum öll stjórnsýsla og atvinnurekstur í
Reykjavík fór fram við hana, og þar voru einnig heimili
ýmissa góðborgara, flestra danskra. Aðalhlutverk göt-
unnar spilltist heldur ekki fyrir þá sök að þar var lengi
eina vatnsból bæjarins og þar með fréttamiðstöð bæjar-
búa. Veitingahúsið Fógetinn stendur á lóð númer tíu við
Aðalstræti, en það er eitt elsta hús borgarinnar og í eina
tíð var gapastokkur staðsettur í námunda við horn Aðal-
strætis og Fischersunds. Gapastokkur þessi var settur
upp fyrir tilstuðlan fyrsta bæjarfógetans í Reykjavík og
stóð uppi á árunum 1804 til 1808. Ekki er vitað um fjölda
þeirra sem lentu í honum.
stiftamtmaðurinn hafði fengið aðsetur sitt í Stjórnarráðs-
húsinu þótti ástæða til að byggja brú yfir Lækinn, þar
sem Austurstræti (sem þá hét Langastétt) endaði að
norðan. Eftir það varð gatan sem nú heitir Bankastræti
að samgönguleiðinni upp í Þingholtin. Árið 1834 var reist
bakarí, þar sem nú er Lækjarbrekka og eftir það var gat-
an við hliðina nefnd Bakarabrekka. En þegar Landsbank-
inn var opnaður í brekkunni árið 1886, í steinhúsinu þar
sem nú er snyrtivörubúðin Stella, þótti Bakaranafnið ekki
nógu virðulegt og Bankastrætisnafnið var tekið upp.
Nafnið var þó ekki nóg til að gefa götunni blæ virðuleika,
því um aldamótin var kvartað yfir því að gatan væri stór-
hættuleg á vetrum, nema vegfarendur væru því betur
skæddir. Svo rammt kvað að þessu að gatan var upp-
nefnd Banastræti. Nokkrum árum síðar var kvartað yfir
glæfraiegum sleðaferðum barna og unglinga niður
brekku og árið 1910 er lýst yfir óánægju í Vísi með mold-
arhauga sem séu til trafala og óþrifnaðar í Bankastræt-
inu.
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994
23