Eintak

Tölublað

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 4
ÓQEÐFELLDASTA FRÉTT VIKUNNAR Áreiðanleiki smokka Margar fréttir kepptu um titilinn „ógeðfelldasta frétt vikunnar“ að þessu sinni. Afbitinn eyrnasnepill á Ólafsfírði, köttur sigrar í vísna- keppni og stuðningur Arafats við íslenskan þekkingarútflutning, svo nokkuð sé nefnt. Ógeðfelldasta frétt vikunnar birtist hins vegar á baksíðu Ttmans í gær og fjallaði um áreiðanleika smokka. Smokka- innflytjandi nokkur gerir sig þar © Frjáls fjölmiðluti stœkkar eti skuldar í útlöndum © Myndlistin brýst inn í bílageymslur © Ævisaga Óla Kr. á leiðinni Irjáls fjölmiðlun I hf. hefur aukið umsvif sín mjög á undanföm- um missemm. Auk þess að gefa út DV hefur fyrirtækið seilst inn á prentmarkaðinn, það er stór hluthafi í Við- skiptablaðinu, gefur út Tímann og hefur auk þess reynt fyrir sér með útgáfu vasa- brotsbóka. Þá hafa þeir Sveinn R. Evj- ÓLFSSON og Hörður Einarsson, tvíeykið í Frjálsri fjölmiðlun, lengi haft áhuga á sjónvarpsrekstri og meðal annars með það í huga réð- ust þeir i að kaupa Hampiðjuhúsið. í Ijósi alls þessa hafa menn velt því fyrir sér hvort k ii’i Frjalst .ohaö dagblaö fjármagn Frjálsrar fjölmiðlunar eigi sér engin takmörk. EINTAK hefur fyrir því óyggjandi heimildir að erfitt geti verið að kreista peninga út úr fyrirtækinu og þannig hafa tvær erlendar fréttaþjónustur lokað á \DV þar sem reikningur upp á þúsundir Bandaríkjadala hefur ekki fengist greiddur þrátt fyrir ítrekaða innheimtu um nokkurra mánaða skeið... ikil myndlistarsýning hefst í bílageymslunni undir Borg- arkringlunni á laugardag- inn. Samstarfshópur ungra lista- manna stendur fyrir sýningunni og koma þeir frá Islandi, Bandaríkjun- um, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Mexíkó og Þýskaiandi. Listamenn- irnir eru á fjórða tug og njóta 4000 fermetra húsnæðis. Engin takmörk eru fyrir þeim efnum sem unnið er með og eru þar á meðal málverk, veggmyndir, lágmyndir, skúlptúrar, Ijóð og hljóð. Sænska listakonan Monika Larsen-Dennis hafði frumkvæði að sýningunni en hún hefur dvalið hérlendis við nám og störf... Bókaútgáfan Skjaldborg hyggst gefa út ævisögu Óla Kristjáns Sigurðssonar, forstjóra í Olís, fyrir næstu jól. Bjarka Bjarnasyni hefur verið fal- ið að skrifa bókina og er hann þeg- ar farinn að safna efni. Bjarki hefur skrifað greinar í rit ýmissa félaga- samtaka og einnig skrifaði hann barnabók sem gefin var út fyrir síð- ustu jól. Þess má geta að Eyjólfur Sigurðsson, útgáfustjóri Skjald- borgar, er bróðir Óla heitins... Fimmtudagurinn JO. júní Mér leiöist í sól. Sólskin er ekkert fyrir okkur hugsuðina. Meira aö segja Karl Marx rakaði af sér spámannskeggið í sólinni í Marokkó og hef- ur ábyggilega litiö út fyrir að vera enn vitlausari en hann var. Nei, sólin er fyrir fíflin sem eru úti í öllum görðum að grilla. Einu sinni bauö Davíð mér í svona grillpartí. Það var svo sem allt í lagi. En nú er hann orðinn svo fínn að hann fer til Þingvalla og pantar grillmatinn af Valhöll yfir íforsætisráðherrabústaðinn. Og eins sérkenni- legt og það hljómar hef ég ekki komið þangað síðan Steingrímur var forsætisráðherra. Og mig langar ekki neitt. Sólin og helvítis grillmaturinn er fyrir fíflin. Föstudagurinn 1. júlí breiðan sem umboðsmaður sænsku smokkasamtakanna RFSU og kvartar sáran undan því að gæðaeftirlit með smokkum sé ekk- erthér á landi og apótekum eftir- látið eftirlit með þeim, hvernig sem því er riú háttað. Umbinn telur þessa skipan mála „lýsa vítaverðu kæruleysi, enda séu smokkar vara, sem ekki mcgi bregðast." 1 fréttinni segir frá Evrópustöðlum smokka, en þeir mega ekki vera styttri en 17 cm, sem væntanlega er með- altyppalengd í Evrópu. Hins vegar verður maður að efast um að blaðamaður viti til hvers varan er notuð þegar greint er frá því að Evrópusmokkurinn þurfi að rúma 18 lítra af lofti til þess að vera gjald- gengur hjá Jacques Delors og hans nótum. Þá er afar fróðlegt að lesa að þeir þurfi að geta lengst um 700 prósent (væntanlega fyrir it9 cm mennina) og þola 39 Newtona kraft, en einhvern veginn efast maður um að ísak gamla hafi órað fýrir því að geta hans yrði höfð til viðmiðunar í rekkjubrögðum. Þetta er náttúrlega allt einkar ógeð- fellt. Ekki nóg með að hér á landi sé maður, sem játi að vera um- boðsmaður sænskra áhugamanna um smokka og telji sig vera þess umkominn að prédika yfir íslensk- um heilbrigðisyfírvöldum á sama tíma og hann er að flytja smokka inn í gríð og erg, heldur þarf hann að fjalla um kynlíf eins og hver annar mekanisti. Til þess að gera fréttina enn ógeðfelldari er rætt við landlækni, sem jarmar undir þetta og harmar að fjárveitingavaldið hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja fé í það áhugamál hans að setja á laggirnar tilraunastofu á þessu sviði. Ef þessir menn fengju að ráða væri vafalaust stofnuð Gæðaeffirlitsstofnun dömubinda og Rannsóknastofnun eyrnapinna að ógleymdri Axlabandatilrauna- stofu Háskóla Islands, en eins og alkunna er, má þessi vara alls ekki bregðast þegar mest á reynir. © Dían Valur var við dauðans dyr „Viðbrögð fólks hafa verið mjög jákvæð eftir að ég hætti hungurverkfallinu og hamingju- óskunum hefur rignt yfir mig,“ segir Dían Valur Dentchev sem lauk lengsta hungurverkfalli í sögu þjóðarinnar á miðvikudag í síðustu viku. „Fólk er sérstaklega ánægt fyrir hönd sonar míns eins og ég er sjálfur," segir hann. „Mér finnst ótrúlegt hvað það þarf lítið til að breyta lífsýn manns. Um leið og maður finnur að eðlileg mannréttindi manns eru virt breytist allt. Undanfarin ár hef ég oft verið á barmi örvæntingar og átt erfitt með að sofa en nú er ég glaður og lít bjartsýnum augum til framtíðarinnnar.“ Dían Valur hefur að mestu leyti hvílt sig og safnað kröftum eftir að hungurverkfallinu lauk en á fimmtudagskvöldið fór hann engu að síður á fund hjá félaginu Fjölskylduvernd í Langholts- kirkju og ávarpaði gesti fundar- ins. Honum var tekið með miklu lófataki en félagar í samtökunum hafa fylgst grannt með baráttu hans. Fjölskylduvernd er félagsskap- ur þeirra sem telja sig hafa farið illa út úr samskiptum sínum við félagsmáiayfirvöld en margir þeirra hafa misst forræði barna sinna. Dían Valur var stuttorður en hrærður yfir móttökunum og gat ekki varist tárum. Á firndin- um sagði tólf ára stúlka einnig sögu sína en hún var tekin frá for- eldrum sínum ung að aldri og skilin að frá systkinum sínum. Sagði Dían Valur að frásögn * IN L.OVING MEMORY OF THOSE ‘ý.v ■ WHO DIED ON HUNCER STRtKE JN H-Blocks Long Kesh 5 MARCH OCTOBER 1981 Vol. Bobby Sands aced 27 S ? Bt 66DAYS VOL. FR ANCIS HUCHES 25 12-5-81 59 ■ • < ?*>,?*>**■& ~ .< k .% Vol Raymond MLCRECSH 24 21-5-8161 V u. PATSY O HARA • * 24 21-5 81 61 • ’ VOLjOE MÍDONNELL • • 10 8-7-8161 • • VOL.MARTIN HURSON * * 24 l?-7-8l 46 * * VOL.KEV1N LVNCH • • 25 1-8-81 71 ' 1 Vol.KIERAN Doherty • • 25 2-8-81 71 * • Vol.Thomas MíIlwee • • 23 8 8-81 62 ‘ * VOL.MICKY DEVINE • 1 27 20 88160 * * THEIR COMRADES OIED ON HUNCF.R STRIKE ENCLKNO Vol.Michael cauohan aced 24 3-6 74 65DAYS Vol.Frank STACG * 1 14 12-2-76 62 ’ • ar lÁttb Súás áé Jo raB Sia6 hennar hefði snert sig mjög djúpt eins og aðra fundargesti sem voru úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Hungurverkfall er löngu kunn baráttuaðferð þeirra sem hafa gefist upp á öðrum Ieiðum til að ná fram markmiðum sínum en flestir gefast upp á því áður en veruleg hætta á dauða þeirra er á ferðum. Það er misjaftit hversu lengi NAFNSPJALD VIKWNNAR Nafnspjald þessarar viku á Shirlé Klein-Carsh, sem er forstjóri Kanadísku geimverutilkynningaskyldunnar, Canadian UFO Contact Network. Ritháttur nafns hennar er vanalega Shirley, en á nafnspjaldinu fylgir hún líkast til rithætti vitsmunavera frá öðrum hnöttum. Hún tekur reyndar líka fram á nafnspjaldinu aö hún sé listamaður og hefur sennilegast hannað nafnspjaldið sjálf, en á því eru vafalaust torræð tákn, sem aðeins geimverur og bestu vinir þeirra geta lesið úr. Fram kemur að heimilisfang Shirlé er í Bresku Kól- umbíu, en óneitanlega veldur það nokkrum vonbrigðum að hún skráir ekki heimilisfang skrífstofu sinnar, sem vafalaust er í námunda við Betelgás (beygt til hægri Við Alderbaran). Á móti kemur að þeir, sem eiga erindi við hana á skrifstofutíma, nota sjaldnast póst- eða símaþjónustu, enda alkunna að hugsanaflutningur er áreiðanlegasta samgönguleiðin yfir óravíddir geimsins. Canadian UFO Contaci Metworfc Artist Ph: (604) 597-5822 Fax: (604) 597-6915 6973-129th Street, Surrey, B.C. Canada V3W 9A9 menn geta lifað af að vera í svelti og fer það mest eftir líkamlegu at- gervi og þrótti viðkomandi ein- staklings. Oftast er miðað við þá 40 daga sem Kristur var í eyði- mörkinni án þess að matast, sem hámarkslengd hungurverkfalls, en dæmi eru þó til um að menn hafi lifað allt að helmingi lengri tíma án matar. Þeir hafa þó ekki lifað af sveltið því oftast verður líkaminn fýrir varanlegum skemmdum eftir að hafa verið 50 daga án fæðu og upp úr því verður ekki aft- ur snúið. Á legsteininn á mynd- inni hér við hliðina eru rit- uð nöfh tíu skæruliða írska lýðveldishersins sem létust vegna hungurverkfalls í Long Kesh-fangelsinu á Norður-frlandi árið 1981 og nöfn tveggja félaga þeirra sem létust af sömu orsök- um í Englandi. Eins og ffam kem- ur á myndinni lést sá fyrsti þeirra eftir 46 daga svelti en hungur- verkfall Díans Vals Dentchevs stóð í 49 daga. Hann er nú óðum að hressast Með samanburði við þennan legstein skæruliða IRA, sem létust úr hungurverkfalli, kem- ur greinilega fram hversu litlu mátti muna að hungurverkfall Díans Vals Dentchevs endaði með ósköpum. og þeir læknar sem hafa fýlgst með honum telja að hann muni ná sér að fullu. Þeir eru undrandi yfir hversu fljótt hann virðist ætla að ná sér því hann hefur þegar bætt á sig 6 kílóum á þeim átta dögum sem eru liðnir frá lokum hungurverkfallsins. „Ég er byrj- aður að drekka próteindrykki og kjötseyði og borða fisk,“ segir Dí- an Valur, „og líkami minn virðist vinna eðlilega úr því. Ég var meira að segja orðinn svo hress strax á föstudag að ég labbaði út í búð.“ Um helgina mun Dían Val- ur í fyrsta skipti fá að njóta sam- vista við son sinn ffá því í október í fyrra. Hann viidi að lokum koma þakklæti sínu til þeirra fjöl- mörgu lesenda EINTAKS sem Iögðu málstaði hans lið á meðan hungurverkfallið stóð yfir.© Enn er sól og ég finn hvernig fiflum fjölgar. Þegar ég var aö keyra um bæinn sá ég meira aö segja hann Kjartan á stuttbuxum úti í garöi. Það var eins og hann heföi oröiö fyrir bráöum greindarskorti. Lét eins og honum liði vel utan jakkafatanna. Sjálfur var ég í smekklegum sum- arjakka, léttum.og víðum buxum og Ijósbrúnum mokkasíum. Ég er þaö sigldur aö þótt aö þaö komi 15 stiga hiti hrapa ég ekki niður á stutt- buxna- og jogginggallastigið. Ég held áfram að hugsa. Laugardagurinn 2. júlí Meiri sól og fleiri fífl, grilllykt um allan bæ og allir sem komu fram í sjónvarpsfréttunum voru á tennisboium úti í garöi aö reyna aö vera frjáls- legir. Algjör fífl. Og meira að segja þeir einu sem voru i jakkafötum í fréttunum — stjórnar- mennirnir á Stöð 2 — töluðu líka eins og fffl. Ef þetta sólskin heldur áfram mun allt hér fara til fjandans. En þrátt fyrir aö þaö gerist mun ég halda sönsum. Standa einn og lekker á sumar- jakkanum mínum, hlæja við og benda mönnum á aö ég hafi séö þetta fyrir. Sunnudagurinn J. júlí Ennþá meiri sól. Og ekkert færri fífl en fyrri dag- inn. Og ég er orðinn einmana. Ég er að velta því fyrir mér hvort þaö sé nokkuð skárra hlutskipti aö vera eini maöurinn meö viti í Reykjavík en aö vera þorpsfíflið í Oxford. Ef til vill er eini munur- inn sá að ef þú ert eini maöurinn meö viti þá veist þú aö hinir eru fífl. En ef til vill hugsar fífliö einmitt svona. Heldur aö allir hinir séu asnar. Og samkvæmt þessu getur allt eins veriö að ég sé fíflið en liöiö sem hangir kringum grillin í Reykjavík og á Þingvöllum séu fíflin. Mánudagurinn 4. júlí Það rifjaðist upp fyrir mér hvað ég hafði verið aö hugsa í gær þegar ég horfði á fréttirnar í kvöld. Davíð Oddsson sat þá eins og asni fyrir endann á borði ríkisstjórnarinnar og boðaði aö kreppunni væri lokiö. Héóan í frá lægju allar leiöir upp á viö. Og hann flissaði á meöan. Hví- líkt fífl, hugsaöi ég og fékk ekki einu sinni sting fyrir hjartaö á meöan. Mér er alveg sama hvaö Davíö heldur. Ég ætla ekki aö taka þátt í þessari vitleysu. Ég kæri mig ekki um sól og góöæri. Ég er skuggans maður og kreppunnar. Og ég veit að minn tími mun koma. Þriðjudagurinn 5. júlí Ennþá er gula fífliö á himnum. Skælbrosandi. Og þegar ég labbaöi niöur í bæ fann ég heimsk- una hrannast upp á gangstéttunum og á Aust- urvelli lá hún eins og hráviði um allan völl. Sjálfur var ég meö handrit af grein í tímaritið mitt undir hendinni og virtist eini maöurinn sem hugsaði í dag. Mig langaði i kaffi á Café París en lét þaö ekki eftir mér. Mér fannst ég alveg eins geta fariö í drekkutíma á Laufásborg eins og aö vera í selskap meö þessum kjánum. Miðvikudagurinn 6. júlí Sól, sól, sól. Sól, sól, sól. Sól, sól, sól.Þegar ég horfi á þessar fyrstu línur í dagbók minni fyr- ir þennan dag er ég ekki lengur viss um aö ég sé með tullum sönsum. Næst fer ég aö skrifa aö bara vinna en enginn leikur geri hvern dreng leiðan og rýk út meö exi aö drepa börn. En ég ætla aö harka af mér. Þótt allir aðrir falli niöur í dýpsta kæruleysi mun ég standa fast í fæturna og halda sönsum. Og koma út tímaritinu mínu sem mun sanna fyrir þessum fíflum aö lífið er eitthvaö miklu meira en grill, stuttbuxur og endalaust dæs yfir hvaö þaö sé gott veöur. 4 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.