Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 28
ÉC/ VEIT PAÐ EKKI
HALLGRÍMUR HELGASON
'~V
Það er gaman
að þessu
Ég veit það ekki. Jú. Maður er
mættur á flothoitið sem flýtur enn í
seigfljótandi silfurlitu lognhafi og
sólin síbjört yfir vomandi, eins og
jójó í fimum höndum, upp og nið-
ur en aldrei down. Og sjálftjr er
maður dáldið upp og niður og
kannski dáldið til baka. Svona
fyrstu dagana. Eitthvað Rewind í
sálinni eftir að maður hefur spólað
sig afturábak í tíma, og úrið á
handleggnum: Tímamismunur 2
klst.
Maður endurtekur með sjálfum
sér tvo tíma sem óáreittir liðu
áfram í París og er dáldið með
„endurtekið efni“ fyrstu dagana:
„Ég? Ég kom á sunnudaginn...“ „Já
ætli maður verði ekki eitthvað fram
á haustið...“ Saklaus einföld, streit
og leiðinleg svör við skemmtilegum
spurningum. Það þarf nolckrar bar-
ferðir til að komast í gamla íslenska
gírinn og geta svarað með stæl og
útí hött, með óvæntum sendingum
útá vinstri kant... borðsins þar sem
einhver rammíslenskur Romario
tekur við boltanum og sendir inn í
teig, teygandi bjórinn úr glasinu
um leið.
íslendingar eru skemmtilegir og
hafa skemmtigildið ofar öllu,
skipulagningu þjóðhátíðar og öðr-
um alvarlegum hlutum. Umræðan
um „hver bar ábyrgðina?" fellur í
skuggann af hlátrinum (skuggi af
hlátri) yfir óförum annarra. „Ha,
ha, ha...kórinn var búinn að vera
að æfa t allan vetur og sat svo bara
fastur í blikkskafli á heiðinni, full
rúta af þjóðbúningadúkkum með
þvalar hendur og ekki einu sinni
tekið lagið í þessa fimm tíma...ha,
ha, ha.“
ÞAÐ MÁ HAFA GAMAN AÐ
ÞESSU.
Þetta er íslenskur frasi sem ekki
fínnst svo glatt í öðrum málum.
Um að gera að hafa gaman að þessu
og svo bíðum við öll eftir áramótas-
kaupinu til að geta hlegið dátt síð-
asta hlátri ársins yfir öllum óförum
þess.
Og maður reynir að hafa gaman
að þessu, þó bjórinn kosti 40 franka
og Bjarni Fel sé enn að lýsa leikj-
unum á HM, á risatjaldi inná
Glaumbar, tuðandi um „sigur
Brasilíumanna á Brasilíumönn-
um“.
En þegar maður er búinn að
segja 17 sinnum hæ niður Lauga-
veginn og það átjánda virðist í upp-
siglingu kemur yfir mann anorak-
urinn og maður breytist í „útlend-
ing á íslandi“, á fjallaklossunum
fyrir utan bókabúð Máls og menn-
ingar að skoða þýsku blöðin og
kaupa Smekkleysu-kort með ís-
lenska fánanum „Hálf öld, heil
þjóð“ sem síðan er hægt að raða í
hakakross þegar heim er komið. Is-
lendingar eru skemmtilegir og geta
haft gaman að flestu. Hálf öld, rall-
hálfþjóð.
Það er ekki fyrr en ég hitti Daní-
el Þorkel Magnússon myndlist-
armann á förnum Laugavegi og
hann nýkominn ofan af Kjarvals-
stöðum frá því að lóðsa Hollands-
drottningu á milli rýmisverka, að
þetta rennur allt saman saman fyrir
manni: Hann réttir mér hendina,
ekki til að heilsa, heldur til að leyfa
mér að lykta og af íslenskri smiðs-
hönd hans leggur fágaðan drottn-
ingar-ilm. Það er gaman að þessu.
©
Nafn: Jqhannes B. Quði
Fæðingardagur: 14. áé
Háð: 150 cm
Þyngd:50 kg
Háraiitur: Svartur
Augnlitur: Grænn
Hver?
Jóhannes B. Guðmundsson,
oftast kallaður Jóhannes grínari er
einn af þeim mönnum sem setja
skemmtilegan svip á bæjarlífið. „Ég
fékk grínaranafnbótina, því ég er
svo góður í að herma eftir stjórn-
málamönnum,“ segir Jóhannes.
Hvað?
Jóhannes er öryrki og hefur verið
frá vinnu lengi. Hann greip því
tækifærið fegins hendi þegar hon-
um var boðið að leika Ola einbúa í
Bíódögum Friðriks Þórs Frið-
rikssonar. Hann gerir samt ekki
mikið úr leikhæfileikum sínum.
„Ég kem fram á tveimur stöðum í
myndinni,“ segir Jóhannes. „I ann-
að skiptið stend ég við girðingu og
krakkarnir eru að stríða mér en í
hitt skiptið eru þau að horfa á bíó
og ég kem og dreg tjaldið frá og þá
hlaupa þau öll út.“
Hvernig?
Jóhannes segir að Friðrik Þór og
Ari Kristinsson hjá Islensku kvik-
myndasamsteypunni hafi komið
að máli við sig og boðið sér hlut-
verkið í Bíódögum. „Ég leik líka í
næstu mynd þeirra félaga en hún
heitir Cold Fever. Hún verður ekki
frumsýnd fyrr en í janúar eða
febrúar og er núna í lokavinnslu.
Þar leik ég Old man en Bríet Héð-
insdóttir fer með hlutverk eigin-
konu minnar. Senan með okkur
var tekin fyrir ofan Selfoss og Bríet
var alltaf að gefa mér að borða. En
við töluðum ekkert frekar en ég
gerði í Bíódögum.“
Hvaðan?
Jóhannes er fæddur á Suðureyri
við Súgandafjörð en fluttist til
Reykjavíkur árið 1970. Hann starf-
aði um tíma í skipasmiðjunni Stál-
vík í Garðabæ og hjá Hampiðj-
unni. Hann er ómenntaður leikari
en leikhæfileikar hans virðast með-
fæddir því hann stendur sig vel í
Bíódögum.
B í Ó I N
BIOBORGIN
Reality Bites *** Góð skemmlun fyrir
unglinga.
Fjandsamlegir gfslar Hostile Hostages **
Nokkuð nálægt þvl að vera „ dúndur grínmynd",
eins og segir I auglýsingnnunni.
Angie *** Mannlegmynd, indælogþó
nokkuð lyndin.
Af lífi og sál Heart and Souls * Sjaldan lynd-
in en alltaf væmin mynd um fólk sem dinglar
milli líls og dauða vegna óuppgerðra hluta úr
jarðvistinni. Sem sagt eitt þreyttasta elni kvik-
myndasögunnar.
Hús andanna The House of the Spirits
**** Frábær leikur. Myndin verðuraldrei
leiðinleg þrátt fyrir þriggja tíma setu.
BÍÓHÖLLIN
Bíódagar *** Falieg en dálitið gölluð
mynd. Byrjar vet en leiðist út íhálfgerða ára-
mótasketsa og endar I langri jaröaríör.
Tómur tékki Blank Check ★★ Sagaatdreng
sem kemst að því að það besta I veröldinni er
ókeypis með því að eyða milljón dollurum á sex
vikum og hvíla sig I faðmi fjölskyldunnar á þeim
sjöunda. **** segir Davíð Alexander, 9 ára.
Hvað pirrar Gilbert Grape What's Eating
Gilbert Grape ★** Ein alþessum myndum
sem maður gteymir sér ytir.
Þrumu-Jack * Ástralir etska Paul Hogan og
þreytast ellaust ekki á að sjá hann i þessari
mynd. Öðru máli gegnir um íslendinga.
Ace Ventura **** Ógeðslega, ógeðslega
lyndin I tyrsta sinn en tóllsinnum leiðinlegri I
næstaskipti, —segir Davíð Alexander, níuára
gagnrýnandi barnaeínis IEINTAKI.
Leynigarðurinn The Secret Garden ** Hug-
Ijút Ijölskyldumynd, sem ertalleg Irekaren
skemmtiteg.
HÁSKÓLABÍÓ
Græðgi Greedy * Óttaleg þvæta.
Veröid Waynes 2 Wayne's World 2 ***
Sannkölluð gleðimynd.
Brúðkaupsveislan The Wedding Banquet
*★ Gaman mynd um homma I felum.
Blue Chips * Mynd um þjállara sem spiitist
al sigurtöngun og brýtur lögmál áhugamennsk-
unnar. Eins konar áskorun lil Kfí- inga að halda
þolinmæðinni. Þrátt tyrir góða meiningu
drukknar boðskapurinn I eigin væmni. Þeir sem
ekki hala gaman alköríubolta þjást.
Beint á ská 331/3 Naked Gun 331/3 The
Final Insult * Frekar dapurleg tilraun til að
halda lili Iþessari seriu. Með góðum hug má þó
hlæja hér og hvar.
Nakinn Naked ★** Hin ágætasta skoðunar-
lerð um lægstu lendur Englands, neðan mittis
og hungurmarka.
Listi Schindler's Schindler's List ****
Verðskulduð Óskarsverðlaunamynd Spielbergs.
Allirskila sínu besta og úr verður hetjarinnar
mynd.
LAUGARÁSBÍÓ
Serial Mom ** John Waters-myndsem
eintægir aðdáendur hans geta sjállsagt hatt
gamanaf.
Lögmál leiksins Above The Rim * Myndum
körfubolta og gæja.
Ögrun Sirens ★* Innihaldslaus og snubbótt
saga sem helði mátt klára lyrir hlé. Þótt sumar
konurnar séu lull jussulegar geta karlar skemmt
sér við að horía á prestslrúna. Og konurnar á
Hugh Granl. Þessi tvö eiga stjörnurnar.
REGNBOGINN
Gestirnir Les Visiteurs *** Frönsk della
sem má hafa mikið gáman at
Sugar Hill * Sýrópið og sykurinn drýpural
tjaldinu í einn og hállan tlma áður en myndin
byrjar lyrir alvöru. Stuttu síðar er hún búin.
Nytsamir sakleysingjar Needful Things **
Djölullinn slígur upp til jarðar og breytir Irið-
sömu þorpi I háltgert helvíti. Venjubundinn
Stephen King.
Píanó *** Óskarsverðlaunaður leikur Iað-
al- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga.
Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol-
ate *** Ástir undir mexikóskum mána.
STJÖRNUBÍÓ
Bíódagar / raun eratriðið þarsem bóndinn ler
I sagnakeppni við Kanann nægt tilelni tíl að sjá
myndina.
Stúlkan mín 2 My Girl 2 ★★* Myndsem er
um og lyrir gelgjur—og ágæt sem slík. Þeir
sem eru komniryfir hana eða hala aldrei orðið
lyrir henni geta meira að segja haft nokkuð
gaman al.
Tess í pössun Guarding Tess **★ Hæg,
Ijúl og líklega indæl gamanmynd með smá
spennu I lokin. Söguþráðurinn skiptir I sjállu
sér ekki miklu eins og I mörgum svipuðum
myndum heldur andinn sem svílur ylir vötnun-
um.
Fíladelfía Philadelphia **** Frábærtega
leikin. Það hata allir gottalað sjá þessa mynd
og ekki kæmi á óvart þótt hún yrði notuð sem
kennsluelni I alnæmisvörnum þar til annað
betra býðst.
Dreggjar dagsins Remains of the Day
★*★* Magnað verk.
SÖGUBÍÓ
Lögregluskólinn — Leyniför til Moskvu
Police Academy— Mission to Moscow. * Yf-
irþyrmandi vitleysa sem er alltal sjaldan
skemmtileg.
Bændur í Beverly Hills The Beverly Hillbilli-
es ★ Eltil vill erþað vegna þess að Islendingar
voru aldrei aldir upp við sjónvarpsþættina, sem
myndin er byggð á, en einhvern veginn ler hún
lyrir olan garð og neðan.
Rokna Túli *** Talsett teiknimyndsem
börnum linnst bara nokkuð gaman al.
28
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994