Eintak

Tölublað

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 28

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 28
r ÉQVEITÞAÐEKKI HALLGRIMUR HELGASON ^^r^ Það er gaman aðþessu Ég veit það ekki. Jú. Maður er mættur á flotholtið sem flýtur enrif seigfljótandi silfurlitu lognhafi og sólin síbjört yfir vomandi, eins og jójó í fimum höndum, upp og nið- ur en aldrei down. Og sjálfur er maður dáldið upp og niður og kannski dáldið til baka. Svona fyrstu dagana. Eitthvað Rewind í sálinni eftir að maður hefur spólað sig afturábak í tíma, og úrið á handleggnum: Tímamismunur 2 klst. Maður endurtekur með sjálfum sér tvo tíma sem óáreittir Iiðu áfram í París og er dáldið með „endurtekið efni" fyrstu dagana: „Ég? Ég kom á sunnudaginn..." „Já ætli maður verði ekki eitthvað fram á haustið..." Saklaus einföld, streit og leiðinleg svör við skemmtilegum spurningum. Það þarf nokkrar bar- ferðir til að komast í gamla íslenska gírinn og geta svarað með stæl og útí hött, með óvæntum sendingum útá vinstri kant... borðsins þar sem einhver rammíslenskur Romario tekur við boltanum og sendir inn í teig, teygandi bjórinn úr glasinu um leið. Islendingar eru skemmtilegir og hafa skemmtigildið ofar öllu, skipulagningu þjóðhátíðar og öðr- um alvarlegum hlutum. Umræðan um „hver bar ábyrgðina?" fellur í skuggann af hlátrinum (skuggi af hlátri) yfir óförum annarra. „Ha, ha, ha...kórinn var búinn að vera að æfa í allan vetur og sat svo bara fastur í blikkskafli á heiðinni, fiill rúta af þjóðbúningadúkkum með þvalar hendur og ekki einu sinni tekið lagið í þessa fimm tíma...ha, ha, ha." ÞAÐ MÁ HAFA GAMAN AÐ ÞESSU. Þetta er íslenskur frasi sem ekki finnst svo glatt í öðrum málum. Um að gera að hafa gaman að þessu og svo bíðum við öll eftir áramótas- kaupinu til að geta hlegið dátt síð- asta hlátri ársins yfir öllum óförum þess. - Og rnaður reynir að hafa gaman að þessu, þó bjórinn kosti 40 franka og Bjarni Feí sé enn að lýsa leikj- unum á HM, á risatjaldi inná Glaumbar, tuðandi um „sigur Brasilíumanna á Brasilíumönn- um". En þegar maður er búinn að segja 17 sinnum hæ niður Lauga- veginn og það átjánda virðist í upp- siglingu kemur yfir mann anorak- urinn og maður breytist í „útlend- ing á Islandi", á fiallaklossunum fyrir utan bókabúð Máls og menn- ingar að skoða þýsku blöðin og kaupa Smekkleysu-kort með ís- lenska fánanum „Hálf öld, heil þjóð" sem síðan er hægt að raða í hakakross þegar heim er komið. Is- lendingar eru skemmtilegir og geta haft gaman að flestu. Hálf öld, rall- hálfþjóð. Það er ekki fyrr en ég hitti Daní- el Þorkel Magnússon myndlist- armann á förnum Laugavegi og hann nýkominn ofan af Kjarvals- stöðum frá því að lóðsa Hollands- drottningu á milli rýmisverka, að þetta rennur allt saman saman fyrir manni: Hann réttir mér hendina, ekki til að heilsa, heldur til að leyfa mér að lykta og af íslenskri smiðs- hönd hans leggur fágaðan drottn- ingar-ilm. Það er gaman að þessu. Hver? Jóhannes B. Guðmundsson, oftast kallaður Jóhannes grínari er einn af þeim mönnum sem setja skemmtilegan svip á bæjarlífið. „Ég fékk grínaranafnbótina, því ég er svo góður í að herma eftir stjórn- málamönnum," segir Jóhannes. Hvað? Jóhannes er öryrki og hefur verið frá vinnu lengi. Hann greip því tækifærið fegins hendi þegar hon- um var boðið að leika Ola einbúa í Bíódögum Friðríks Þórs Frið- rikssonar. Hann gerir samt ekki mikið úr leikhæfileikum sínum. „Ég kem fram á tveimur stöðum í myndinni," segir Jóhannes. „í ann- að skiptið stend ég við girðingu og krakkarnir eru að stríða mér en í hitt skiptið eru þau að horfa á bíó og ég kem og dreg tjaldið frá og þá hlaupa þau öll út." Hvernig? Jóhannes segir að Friðrik Þór og Ari Kristinsson hjá Islensku kvik- myndasamsteypunni hafi komið að máli við sig og boðið sér hlut- verkið í Bíódögum. „Ég leik líka í næstu mynd þeirra félaga en hún heitir Cold Fever. Hún verður ekki frumsýnd fyrr en í janúar eða febrúar og er núna í lokavinnslu. Þar leik ég Old man en Bríet Héð- insdóttir fer með hlutverk eigin- konu minnar. Senan með okkur var tekin fyrir ofan Selfoss og Bríet var alltaf að gefa mér að borða. En við töluðum ekkert frekar en ég gerði í Bíódögum." Hvaðan? Jóhannes er fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð en fluttist til Reykjavíkur árið 1970. Hann starf- aði um tíma í skipasmiðjunni Stál- vík í Garðabæ og hjá Hampiðj- unni. Hann er ómenntaður leikari en leikhæfileikar hans virðast með- fæddir því hann stendur sig vel í Bíódögum. B I I N BÍOBORGIN Reality Bites •** Góð skemmtun fyrir unglinga. Fjandsamlegir gíslar Hostile Hostages •• Nokkuð nálægt þvíað vera „ dúndur grínmynd", eins og segir fauglýsingnnunni. Angie ••• Mannlegmynd, indælogþó nokkuð lyndin. Af lífi og sál Heart and Souls • Sjaidan fynd- in en alltaf væmin mynd um tólk sem dinglar milli lífs og dauða vegna óuppgerðra hluta úr jarðvistinni. Sem sagt eitt þreyttasta efni kvik- myndasögunnar. Hús andanna The House of the Spirils •••• Frábær leikur. Myndin verðuraldrei leiðinleg þrátt lyrirþriggja tima setu. BÍÓHÖLLIN Bíödagar ••• Falleg en dúlítið gölluð mynd. Byrjar vel en leiðist út í hállgerða ára- mótasketsa og endar ílangrijarðartðr. Tómur tékki Blank Check •• Sagaaldreng sem kemst að þvíað það besta í veröldinni er ókeypis með þvíað eyða milljón dollurum á sex vikum og hvila sig i faðmi fjölskyldunnar á þeim sjöunda. ••*• segir Davíö Alexander, 9 ára. Hvað pirrar Gilbert Grape What's Eating Gilbert Grape •** Ein alþessum myndum sem maður gleymir sér yfir. Þru mu-Jack * Ástralir elska Paul Hogan og þreytasteflaust ekki á að sjá hann íþessari mynd. Öðru máli gegnir um íslendinga. Ace Ventura •••• Ógeðslega, ógeðslega fyndin ffyrsta sinn en tóltsinnum ieiðinlegri í næstaskipti, —segir Davið Alexander, nfuára gagnrýnandi barnaefnis ÍEINTAKI. Leynigarðurinn The Secret Garden •• Hug- Ijúf fjölskyldumynd, sem er talleg frekaren skemmtileg. HÁSKÓLABÍÓ Græögi Greedy • Úttalegþvæla. Veröld Waynes 2 Wayne's World 2 ••• Sannkölluð gleðimynd. Brúðkaupsveislan The Wedding Banquet •• Gaman mynd um homma ífelum. Blue Chips • Mynd um þjálfara sem spillist af sigurlðngun og brýlur lögmál áhugamennsk- unnar. Eins konar áskorun til KR- inga að halda þolinmæðinni. Þrátt fyrirgóða meiningu drukknar boðskapurinn íeigin væmni. Þeirsem ekki hafa gaman afkörfubolta þjást. Beint á ská 331/3 Naked Gun 331/3 The Final Insult • Frekar dapurleg tilraun til að hatda lifi íþessari seríu. Með góðum hug mí þó hlæja hér og hvar. Nakinn Naked ••• Hin ágætasla skoðunar- ferð um lægstu lendur Englands, neðan mittis og hungurmarka. Listi Schindler's Schindler's List •••• Verðskulduð Óskarsverðlaunamynd Spielbergs. Allirskila sínu besta og úr verður heljarinnar mynd. LAUGARÁSBÍÓ Serial Mom •• John Waters-mynd sem einlægir aðdáendur hans geta sjáltsagt hatt gamanaf. Lögmál leiksins Above The Rim • Myndum kðrtubolta og gæja. Ögrun Sirens •• Innihaldslaus og snubbðtt saga sem hefði mátt klára tyrir hlé. Þótt sumar konurnar séu tult jussulegar geta karlar skemmt sér við að horta á preslstrúna. Og konurnar á Hugh Grant. Þessi tvö eiga stjörnurnar. REGNBOGINN Gestirnir Les Visiteurs ••• Frönsk della sem má hafa mikið gaman af. Sugar Hill • Sýrópið og sykurinn drýpura! tjaldinu íeinn og hállan lima áður en myndin byrjar tyrir alvöru. Stuttu siðar er hún búin. Nytsamir sakleysingjar Needful Things •• Djðfullinn stígur upp tiljarðar og breytir írið- sömu þorpi í hállgert helvíti. Venjubundinn Stephen King. Píanó •*• Óskarsverðlaunaður leikur íað- al- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga. Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol- ate *** Ástir undir mexíkóskum mána. STJÖRNUBÍÓ Bíódagar íraun er atriðið þar sem bóndinn fer ísagnakeppni við Kanann nægt tileini til að sjá myndina. Stúlkan mín 2 My Girl 2 ••• Myndsem er um og fyrir gelgjur—og ágæt sem slík. Þeir sem eru komnirylir hana eða hata aldrei orðið fyrir henni geta meira að segja halt nokkuð gaman af. Tess í pössun Guarding Tess ••• Hæg, Ijúf og líklega indæl gamanmynd með smá spennu ílokin. Söguþráðurinn skiptir ísjálfu sér ekki miklu eins og ímörgum svipuðum myndum heldur andinn sem svílur ytir vötnun- um. Fíladelfía Philadelphia •••• Frábærtega leikin. Það hata atlir gott aíað sjá þessa mynd og ekki kæmi á ðvart þótt hún yrði notuð sem kennsluefni íalnæmisvörnum þar lil annað betra býðst. Dreggjar dagsins Remains of the Day •••* Magnað verk. SÖGUBÍÓ Lögregluskólinn — Leynilörtil Moskvu Police Academy— Mission to Moscow. • Yf- irþyrmandi vitteysa sem er alltaí sjaldan skemmtileg. Bændur í Beverly Hills The Beverly Hillbilli- es • Eftil villerþað vegnaþessað Islendingar voru aldrei atdir upp við sjónvarpsþættina, sem myndin er byggð á, en einhvern veginn fer hún fyrir ofan garð og neðan. Rokna Túli ••• Talsett teiknimynd sem börnum linnst bara nokkuð gaman af. ¦-- 28 FIMMTUDAGUR 7. JULI 1994 -

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.