Eintak

Tölublað

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 10

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 10
dag verður Jörmundur Ingi settur inn í embætti allsherjagoða ásatrúarmanna á íslandi. Þessi söfnuður er nú orðinn nánast hversdagslegur þrátt fyrir að hugmyndir flestra Islendinga um ásatrú sé það alls ekki. Ef til vill er það vegna þess að nútíma-ásatrúarmenn eru einhvern veginn ólíklegir til þess að kasta sér fram á sverð sín fremur en deyja sóttardauða. Gauti B. Eggertsson kannaði hvað þessum mönnum gengi til - annað en að þeir ætluðu sér að drekka með goðunum í Valhöll að lokinni þessari vist. I samneyti við goðin J íslenskir ásatrúarmenn Innsetning allsherjargoða Ása- trúarfélagsins fer fram í kvöld og mun Jörmundur Ingi Hansen verða settur í embættið. Athöfnin fer þannig fram að allsherjargoðinn kemur ríðandi niður Almannagjá með 10-12 manna íylgdarliði. Þaðan ríður hann að Flosagjá og endar förin loks úti í hólma í Öxará. Þar sver Jörmundur eiða í embætti sitt með fornum eiðstöfúm. í kjölfarið fara svo fram nokkrar hefðbundnar athafnir. Þegar þessu er lokið halda félagsmenn í Valhöll og setjast að mat og drykk og blóta æsi. Þessi innsetning markar tímamót í sögu Ásatrúarfélagsins vegna þess að Jör- mundur leysir Sveinbjörn Bein- teinsson af hólmi sem gegndi embættinu frá stofnun félagsins þar til hann lést fyrir skömmu. Klækjabrögð Ásatrúarfélagið var stofnað formlega 1973 eftir töluvert þjark um að fá félagið viðurkennt af yfir- völdum. Fyrst um sinn sáu emb- ættismenn dómsmálaráðuneytisins nefnilega enga ástæðu til að lög- gilda félagið. Það var ekki fyrr en heiðingjar grófu upp kennslubók Ólafs Jóhannessonar, lagapró- fessors og þáverandi dómsmálaráð- herra, sem þeim tókst að þoka mál- inu áfram. í henni er að finna klausu þess efnis að trúfrelsi ríki á íslandi og menn geti „til dæmis auðveldlega stofnað ásatrúarfélag“ ef svo ólíklega vill til að nokkur maður hafí áhuga á því. Þegar dómsmálaráðherra var bent á þessa klausu gat hann ekki annað en fall- ist á löggildingu ásatrúarfélags. Það er raunar vegna þessa texta í kennslubók Ölafs sem félagið heitir Ásatrúarfélagið en ekki til dæmis Félag heiðinna manna sem Erling- ur Andrés Jónsson, lögsögumað- SlGURÐUR ÞÓRÐARSON „Iðrunin skipar engan heiðurs- sess í okkar siðaboðskap. Hún er aukaatriði. Annars verður þetta til dæmis eins og hjá Ra- spútín. Hann varalltafað fara í bað með unglingum. Þegar menn heyklsluðust á þessari hegðun sagði hann að menn yrðu ekki hólpnir nema þeir iðr- uðust. Og menn gætu ekki iðr- ast nema þeir syndguðu. “ Erlingur Andrés Jónsson „Erlend ásatrúarfélög eru meira í einhverri víkingadýrkun. Ég sá til dæmis myndband um daginn frá dönskum ásatrúarmönnum. Þeir létu eins og hreinir villi- menn. Þeir komu fyrst ríðandi á íslenskum hestum með al- væpni. Þeir voru jafnvel með al- vöru skildi og bitu í skjaldrend- urnar og orguðu eins og geð- sjúklingar. Síðan byrjuðu þeir að berja sverðunum íhausinn hver á öðrum. Þetta var reyndar sprenghlægilegt að sjá. Að lok- um settust þeir að mat og drykk. Ekki var atgangurinn skárri þá. Veislan leit út eins og verstu senurnar í myndunum hans Hrafns Gunnlaugssonar. “ ur og framkvæmdastjóri félagsins, segir að hefði verið mun eðlilegra. ,Æsir eru í rauninni tákn náttúru- aflanna,“ segir hann. Trúboð óþarft 1 Ásatrúarfélaginu eru nú 178 fé- lagar. Ástæðu þess að þeir eru ekki fleiri má fyrst og fremst rekja til þess að í siðareglum Ásatrúarfélags- ins segir að trúboð sé óþarft sem flestir túlka á þann veg að það sé bannað. „Við höfum enga sérstaka trú á því að menn verði hólpnir fyr- ir það eitt að þeir séu heiðnir,“ seg- ir Sigurður Þórðarson sem hefur verið meðlimur í Ásatrúarfélaginu allt frá upphafi. „Við höldum því fram að menn verði dæmdir af verkum sínum. Þá skiptir engu máli hvort þeir séu kristnir, mús- limar eða heiðnir. Þetta er ekki eins og hjá kristnum. Hjá þeim er aðal- atriðið trúarbrögðin sjálf og er iðr- unin stærsti hlutinn af þeim. Iðr- unin skipar engan heiðurssess í okkar siðaboðskap. Hún er aukaat- riði. Annars verður þetta til dæmis eins og hjá Raspútín. Hann var alltaf að fara í bað með unglingum. Þegar menn heyklsluðust á þessari hegðun sagði hann að menn yrðu ekki hólpnir nema þeir iðruðust. Og menn gætu ekki iðrast nema þeir syndguðu. Hugtök eins og synd og iðrun eru ekki höfuðatriði í okkar huga. Menn eru dæmdir af því sem þeir gera. Einhver iðrun breytir engu um það. Ef þeir gera eitthvað rangt verða þeir einfald- lega að bæta fyrir það með verkum sínum.“ Misjafnar forsendur Menn eru á misjöfnum forsend- um í Ásatrúarfélaginu. Sumir til að viðhalda fornum menningarverð- mætum, aðrir vegna þess að sam- komurnar eru svo skemmtilegar og enn aðrir af trúarlegum ástæðum. Sigurður Þórðarson telur að lang- flestir fylli síðasttalda hópinn, þótt hitt skipti vissulega einhverju máli. „Ég held að þetta sé yfirleitt spurn- ing um lífsafstöðu," segir hann. Lífsafstöðu sína byggja heiðnir aðallega á Eddukvæðunum og þar má kalla Hávamál og Völuspá höf- uðrit. „Við heiðnir höfum ekki heilög trúarrit eins og margir aðrir. Það er engin biblía hjá okkur,“ seg- ir Sigurður. „í raun eru þetta mjög frjálsleg trúarbrögð og það ríkir mikið umburðarlyndi hjá heiðnum mönnum. Þetta sést best á því að það ríkti algert trúfrelsi hér á fyrstu árum Islandsbyggðar þegar heiðni var við lýði. Það var ekki fýrr en ár- ið 1000 sem kristnir menn beittu sér fyrir því að önnur trúarbrögð yrðu bönnuð og trúfrelsi aflagt. Það orkar því vissulega tvímælis að halda upp á afmæli kristninnar á Þingvöllum árið 2000 þar sem fyrsta lýðræðislega löggjafarþingið var stofnsett." Sigurður bætir af- sakandi við að annars sé það and- stætt heiðnum hefðum að agnúast út í aðra trúarhópa eða bara aðra menn yfirleitt. „Hófsemd í orðum og æði eru kjörorð heiðinna manna,“ segir hann. Stundum ekki kynsvall „Sumir halda að við höldum ein- hverjar messur. Svo er ekki. Þetta eru einfaldlega samkomur,“ segir Erlingur. „Fyrst komum við saman og borðum. Það er kallað að matast í samneyti við goðin. í upphafi máltíðar er blótið sett. Að borð- haldi loknu er blóthelgi slitið og þá er þetta eins og hver önnur sam- koma. „Á samkomunum fara menn oft í forna leiki á borð við hráskinna- leik og bændaglímu. Þá er vinsælt að kveðast á og fara með rímur. Er þetta félag þá bara léleg afsök- un til aðfara á fyllerí? „Nei, þetta eru ekki bara fyllerí. Menn þurfa ekki að lesa mikið í Hávamálum til að sjá að þar er mjög varað við víndrykkju. Megin- inntak heiðinnar trúar er nefnilega að menn séu ábyrgir gerða sinna. Það eru þeir ekki ef þeir eru fullir. En vissulega kemur það fyrir innan Ásatrúarfélagsins að menn drekki yfir sig eins og annars staðar. Stundum hefur maður heyrt ein- hverjar goðsagnir um kynsvöll? „Kynsvall er ekki til í Ásatrúarfé- laginu. Hins vegar er ekkert til í heiðni sem heitir synd. Maður sem er ábyrgur gerða sinna syndgar ekki. Það er í rauninni ekkert bann- að í heiðnum sið svo lengi sem menn bera ábyrgð gerða sinna.“ Ásatrúarmenn halda fastar sam- komur þrisvar sinnum á ári. Vor- blót er að jafnaði á sumardaginn fyrsta eða jafndægrum 16. mars. Þá er sólstöðuhátíð haldin á Jóns- messu og jólablót 23. desember. Einnig eru haldin önnur blót ef tækifæri gefst til. Ásatrúarfélagið er sífellt að færa út kvíarnar. Nú er það farið að standa fyrir hjónavígslum, ung- lingavígslum, nafngift og jafnvel greftrun. „Við höfum ekki ennþá fengið eigin grafreit og erum því enn að jarðsetja menn í kristnum kirkjugörðum,“ segir Erlingur. „Við erum nú þegar búnir að sækja um grafreit og það stefnir allt í að úr því verði. I umræðunni er ákveðið land í Kópavogi.“ Ásatrúarmenn fjölmennir erlendis Ásatrúarfélög eru ekki aðeins starfandi á íslandi. Bæði í Evrópu og Bandaríkjunum má finna ara- grúa safnaða. I Bandaríkjunum einum er talið að allt að 600.000 manns séu í einhverjum félögum sem tengjast ásatrú í dag. Einnig varð talsvert vart við heiðin áhrif hjá nasistum Þýskalands og má nefna að hakakrossinn er tákn Þórshamars í heiðnum sið. Erling- ur segir að nasisfni eigi nákvæm- lega ekkert skylt við heiðni þó nas- istar hafi reynt að hampa henni öðru hverju. Heiðnir menn séu umburðarlyndir og það sé til dæm- is skrifað í Hávamálum að fatlaðir, sem nasistar fyrirlíta mjög, eigi að vera fullgildir í samfélaginu. Hann segir að félögin erlendis misskilji oft boðskap heiðninnar. „Þetta eru oft félög sem eru meira í einhverri víkingadýrkun. Ég sá til dæmis myndband um daginn frá dönsk- um ásatrúarmönnum. Þeir létu eins og hreinir villimenn. Þeir komu fyrst ríðandi á íslenskum hestum með alvæpni. Þeir voru jafnvel með alvöru skildi og bitu í skjaldrendurnar og orguðu eins og geðsjúklingar. Síðan byrjuðu þeir að berja sverðunum í hausinn hver á öðrum. Þetta var reyndar spreng- hlægilegt að sjá. Að lokum settust þeir að mat og drykk. Ekki var at- gangurinn skárri þá. Veislan leit út eins og verstu senurnar í myndun- um hans Hrafns Gunnlaugsson- ar.“ Erlingur segir að þeir hafi lítil samskipti við ásatrúarmenn er- lendis. Stundum sé hins vegar haft samband við þá og þeim send fréttabréf. Ásatrúarfélagið íslenska er eina félagið í heiminum sem er viðurkennt af yfirvöldum. 1 Bret- landi og Noregi munu að vísu ein- hver félög fá viðurkenningu innan skamms. „Það er mikill misskiln- ingur ef menn halda að heiðnin gangi út á einhverja víkingadýrkun. Siðfræði heiðinnar gengur út á að menn eigi að haga sér með ábyrg- um hætti, lifa í sátt við náttúruna og allra síst að drepa mann og ann- an. Þá má benda á að víkingar voru í miklum minnihluta á Islandi og í Noregi,“ segir Erlingur. Sigurður Þórarinsson bendir á að vígaferli og vopnaburður hafi ekki hafist að neinu marki fyrr en kristnin tók við. Þingvallanefnd í fýlu Það hefur verið mikið á seyði hjá ásatrúarmönnum að undanförnu. Mönnum er enn í fersku minni átökin um allsherjargoðann. Þá JÖRMUNDUR INGI HANSEN var kjörinn allsherjargoði Ása- trúarfélagsins ekki alls fyrir löngu. í kvöld sver hann forna eiðstafi að embætti sínu á Þing- völlum. Svo verða æsir blótaðir í Valhöll. buðu sig fram Haukur Halldórs- son og Jörmundur Ingi Hansen. Nokkur óvisssa var um hvernig kjörið átti að fara fram þar sem Sveinbjörn Beinteinsson hafði alltaf verið sjálfkjörinn allsherjargoði og engum datt í hug að efast um for- ystu hans. Það vor því engar reglur til um hvernig ætti að velja í emb- ættið. Að lokum tókst mönnum þó að koma sér saman um fyrirkomu- lag. Nokkur málefnaágreiningur var á milli frambjóðenda. Haukur er heldur nýr í félaginu og vildi stækka félagið og nema úr gildi bannið við trúboði auk ýmissa ann- arra róttækra hugmynda. Jör- mundur stóð hins vegar fyrir hin gömlu gildi í félaginu. Hann var einn stofnenda þess og jafnan hægri hönd Sveinbjörns og staðgengill hans ef hann forfallaðist. Það er kannski stærsta ástæðan fyrir því að hann náði kjöri. Menn vissu hvað þeir höfðu en ekki hvað þeir myndu fá. Þegar allherjargoðinn var kjörinn kom fram í fjölmiðlum að innsetn- ingin ætti að fara fram í Almanna- gjá. Við þetta fyrtist Þingvallanefnd vegna þess að ekki hafði verið sótt um neitt leyfi fyrir slíku. I kjölfarið ætluðu þeir að meina ásatrúar- mönnum aðgang að helgustu stöð- um Þingvalla. Þangað ættu þeir ekkert erindi. „Það sem þeir gerðu sér ekki grein fyrir,“ segir Erlingur, „er að það voru heiðnir menn sem helguðu Þingvelli sem þingstað, ásatrúarmenn völdu staðinn og sköpuðu helgina. Við bentum þeim á þetta og sem betur fer leystist málið í sátt og sam- lyndi. Við höfum fengið óformlegt vilyrði til þess í framtíðinni að fá fullan aðgang að Almannagjá. Að þessu sinni verðum við þó að fara út í hólmann þar sem Þingvallanefnd vill hlífa staðnum eftir 17. júní.“ Ætla að reisa hof Það er tvennt sem er helst á döf- inni hjá félaginu á næstunni. Ann- ars vegar er í bígerð að reisa Svein- birni Beinteinssyni minnisvarða úr stuðlabergi. Hins vegar ætla ásatrú- armenn að reisa hof. „Við stefnum að því að láta nútíma byggingalist mæta fornri," segir Erlingur. „Ann- ars hefur líka verið talað um að reisa byggingu í líkingu við norsku staf- kirkjurnar. Þær eru að öllum líkind- um eftiröpun gamalla heiðinna hofa enda einstæðar í veröldinni." Gefum Sigurði að lokum orðið: „Það er mikill misskilningur út- breiddur um lífsýn heiðinna manna, sem til að mynda lýsir sér í hugtakaruglingi. Börnum er kennt að þau megi ekki blóta en það þýðir í raun að sýna djúpa virðingu og trúarlega lotningu. I huga fólks eru heiðingjar trúleysingjar, múham- eðsmenn, ribbaldar eða eitthvað þaðan af verra. Heiðni er samstofna orðinu heiðarlegur og heiður í merkingunni skýr eða tær. Heiðnin byggir á umburðarlyndi, heiðar- leika, drengskap, virðingu fyrir landinu og náttúrunni og ábyrgð einstaklingsins. Og þetta eru hin sí- gildu gildi íslendinga." © 10 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.