Eintak

Tölublað

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 36

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 36
Váismenn í vondum málum Valsmanna Hún var ekki burðug knátt- spyrnan sem áhorfendum var boð- ið upp á í gærkvöldi í leik Vals og Breiðabliks. Leikurinn einkenndist helst af ótrúlegum byrjendamistök- um Valsliðsins í vörninni og tveim- ur auðveldum Blikamörkum í kjöl- far þeirra. Valsmenn komu á óvart með því að stilla Oavíð Garðarssyni upp í vörninni sem hægri bakverði. Lið- inu hefur gengið bölvanlega að skora í sumar og Davíð hefur verið einna mest ógnandi í framlínu liðs- ins. í>að er því í hæsta máta undar- legt að taka eina brodd sóknarleiks liðsins í vörnina enda sýndi það sig í leiknum, Blikum stóð langtímun- um saman engin ógn af sóknar- mönnum Valsmanna sem fengu heldur litla sem enga hjálp. Bæði mörk Blikanna í fyrri hálf- leiknum komu, eins og áður sagði, eftir glundroða og mikil mistök í vörn Valsliðsins. Ifyrra skiptið gaf Davíð á Grétar Steindórsson sem skoraði auðveldlega framhjá Lárusi Sigurðssyni markverði Valsmanna og í seinna skiptið var það Rastislav Lazorik sem hrein- lega stakk Atla Helgason af við miðlínuna og átti ekki heldur í erf- iðleikum með að skora. Einhvern veginn læðist að manni sá grunur að einhvern tíma hefði Lárus varið þau skot sem hann fékk á sig í gær- Áfall fyrir Skagamenn Nú er ljóst" að lengri tíma mun taka fyrir Skagamann- inn Sigurð Jónsson að jafna sig eftir uppskurð sem hann gekkst undir en áður var talið. Að- gerðin tókst ekki fullkomlega og blæddi nokkuð inn á magann með fyrrgreindum afleiðingum. Sigurður sagði í viðtali við EINTAK í gær að hann teldi enn að tvær vikur liðu þar til hann gæti einbeitt sér að fullu. „Mað- ur er enn hálf aumur í löppun- um og ég verð bara að sjá til hvernig þetta þróast." Sigurður missir því af tveimur næstu leikjum liðsins og kannski fleirum. Skagamenn eigast við Keflvíkinga í kvöld, við Eyja- menn eftir helgi og í bikarleik við KR á föstudagskvöld. „Ég er nú þegar byrjaður að hugsa um þann leik og vona bara það besta," sagði Sigurður. © kvöld ;eri þessi ungi markvörður virðist vera í mikilli lægð um þessar mundir. *•* 1 seinni hálfleik fór Valsmönnúm að ganga aðeins betur að spila bolt- anum á mili sín og sóknir liðsins fóru að ganga mun betur fyrir sig. Eiður Smári fór að verða meira áberandi án þess þó að sýna neitt sérstakt. Lítil ógnun Valsmanna upp við mark andstæðinganna er sérstakt undrunarefni og hreint óskiljanlegt hvaða taktík Kristinn Björnssonþjálfari beitir við liðs- uppstillingar sínar og líklega er ekki langt í að Valsmenn skipti um þjálfara, eða „karl í brúnni" eins og einn gamall Valsari kallaði inn á völlinn. Rétt undir lok leiksins komu svo tvö mörk með litlu millibili. Fyrst skoraði Sigurbjörn Hreiðarsson laglegt mark og rétt undir lok leiks- ins bætti Arnar Grétarsson þriðja marki Blika við. Breiðablik lék á köflum ágætlega í leiknum og var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með Lazorik á vinstri kantinum. „Þetta var alveg frábært," sagði Arnar Grétarsson eftir leikinn. „Baráttan var góð hjá okkur og mér fannst liðið standa vel saman. Svo var sérstaklega mik- ilvægt að Lazorik skyldi skora, hann leikur jafnan mjög vel og því er gott fyrir sjálfstraustið hjá hon- um að skora." Kristinn Björnsson þjálfari Vals vildi ekkert láta hafa eftir sér eftir leikinn. Hann hefur enda um margt að hugsa, mórall liðsins virð- ist vera í molum, menn eru með skeytasendingar sín á milli í liðinu og slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra í hópíþrótt. Valsliðið hefur aldrei leikið í annarri deild en breyting kann að verða þar á ef svo heldur fram sem horfir. Næsti leik- ur liðsins gegn KR á eftir að fara illa ef liðið leikur aftur eins og í gær- kvöld. Fylkismönnum bætist liðsstyrkur Ómar Bendtsen íFylkí KR og Fylkir komust seint í gær- kvöld að samkomulagi um lán á sóknarleikmanninum Ómari Bendtsen til Fylkis út þetta keppnistímabil. Ómar, sem skoraði grimmt fyrir KR í fyrra og komst í u-21 árs landsliðið, hefur ekki kom- ist í lið KR-inga í sumar og því var ákveðið að leigja hann til Fylkis- manna. Átta lið höfðu falast eftir Ómari en Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, vildi ekki gefa hann lausan nema í stuttan tíma. Einnig yar skilyrði frá hendi KR að Ómar færi ekki til liðs í fyrstu deild til að hann þyrfti ekki að mæta félögum sínum. Ómar verður því löglegur með Fylkismönnum í bikarleiknum í næstu viku gegn Leiftri. Orðrómur hefur einnig verið uppi um að Sigurður B. Jónsson sé á leið frá félaginu en sá orðrómur hefur ekki fengist staðfestur. Hann hefur átt í erfiðleikum með að komast í liðið hjá KR og því hafa önnur félög spurst fyrir um hann.© Mft1KHjw^«MaMHal-HI__M-MI—Hi WorldCupUSfm ALLTUM HM94 Markvörður Búlgara Með kolfinn ílagi 32 Nú fyrst fer að verða gaman FjórðungsúrslHin Enj (_að leikmenn eða dómarar sem fá rauða spjaldiö? 30 Nígería hársbreidd frá sigri ítalir grétu af gleði 31 Stefan Effenberg „Égferá puttanum" 31 Vatnaskil á HM '94 Hveijir hafa verið bestir? 35 Leið liðanna í keppninni Hvetjir fara hvert oghvemig? 32 Kanarnir gáfu Brössum ekkert eftir Brasilíumenn betri 30 rrc-.i ¦ <___!

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.