Eintak

Tölublað

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 14

Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 14
/ A Landsmóti hestamanna á Hellu átti sviplegur atburður sér stað. Gýmir, hestur hjónanna Hulda Gústafsdóttur og Hinriks Bragasonar brotnaði á vinstri framfæti með þeim afleiðingum að fella þurfti hestinn. Hinrik reið Gými, sem hafði verið efstur í forkeppninn á Landsmótinu og benti fátt til annars en að hann myndi sigra í A-flokki gæðinga. Gauti Bergþóruson Eggertsson tók Hinrik tali. Konungur gæðinganna brotnaoí á siðasta degi og hann vissi nákvæmlega hvernig ég hagaði mér á baki. Við þekktum hverja hreyfmgu hvor hjá öðrum. Svona samband er það, sem er mest gefandi við hestamennskuna. Það er líka á þeim, sem árangur byggist. Það er þess vegna hrikalegt þegar þau slitna svona skyndilega og upp úr þurru. Það var eins og að missa fjöl- skylduvin að þurfa að láta fella Gými. Þegar þessu var aflokið fór ég bara heim og vakti fram eftir. Svo reyndi ég að sofna. Þetta var svo óbugnalegt og ótrúlegt áfall. Við vorum bunir að stefna að þessu svo lengi. Ég hafði þjálfað Gými í heilt ár fýrir þetta mót. Stanslausar æfíngar. Og núna virtist þetta allt vera að ganga upp. Hann var hæst- ur í forkeppninni á landsmótinu. Hann virtist því ætla að sigra í A- flokki gæðinga þar sem að jafnaði er harðasta keppnin. Það benti fátt til þess annar en þetta væri að tak- ast. Að við værum að ná marki, sem við vorum svo lengi búnir að stefna að. Svo allt í einu á síðasta degi þá fótbrotnar hesturinn. Og örstuttu síðar þarf ég að láta fella hann. Þetta er ólýsanlegt áfall. Það tekur langan tíma að jafna sig eftir svona.“ Cæðingur gæðinga Gýmir kom í heiminn árið 1984 að Vindheimum í Skagafirði undan Sval frá Glæsibæ og Skjónu frá Vindheimum. Það kom snemma í ljós að hér var óvenjuefnilegur bestur á ferðinni. „Þetta er einn mesti gæðingur, sem uppi hefur verið. Hann var í rauninni búinn að sigra alla keppni, sem hann hafði farið í. Það voru bara örfá mót, sem hann fór verðlaunalaus frá,“ segir Hinrik. Það eru orð að sönnu. hræðilegu afleiðingum. „Það komu upp meiðsli fyrir tæpum hálfum mánuði. Þá var hestinum gefin fúkalyf og bólgueyðandi lyf. Þetta náði hins vegar að jafna sig fyrir mótið.“ Þetta staðfesti Helgi Sig- urðsson dýralæknir í Morgunblab- inu. I gær krafðist Félag tamninga- manna opinberrar rannsóknar á málinu vegna gruns um að Gýmir hafi verið staðdeyfður skömmu fyr- ir keppni vegna meiðsla. Nokkur gremja ríkir hjá Hinrik vegna fram- gangs félagsins. Og Hulda Gúst- afsdóttir kona hans er heldur ekki mild á manninn í samtali við EiN- TAK. Hún situr í stjórn félagsins en segist samt sem áður ekkert hafa frétt af þessum aðgerðum fýrr en í fjölmiðlum. „Hér virðast bara vera nokkrir einstaklingar innan félags- ins á ferðinni,“ segir hún. Og Hulda er ekki par hrifm af þessum Gróusögum eins og gefur að skilja. „Þetta er bara bull og vitleysa,“ seg- ir hún. „Svo eru það samstarfs- menn okkar, sem dettur í hug að bera þetta á borð.“ Hinrik telur að það sé líklega best að rannsókn fari fram. „Það kemur sterkast út fyrst svona sögur eru á kreiki á annað borð“ segir hann. Hulda tekur það skýrt fram að strax eftir slysið hafi þau beðið um rann- sókn á hvað hafi gerst og látið setja hestinn í krufningu. Þessi áskorun Félags tamningamanna var því til algerrar óþurftar og fullkomlega tilefnislaus að þeirra mati. Hestamennskan Hinrik er 26 ára gamall og á eins og hálfs árs dóttur með Huldu. Hann byrjaði snemma að áhuga að hestamennskunni. „Ég hef verið í hestamennsku frá því ég man eftir mér,“ segir hann og bætir við að hann hafi byrjað að hafa atvinnu af hestum strax sextán ára gamall. Nú er hann kominn með eigin tamn- ingastöð í Víðidal. „Ég veit ekki hvað það er sem heldur manni í þessu. Ætii það sé ekki sambandið við hestana. Það gefur manni lík- lega mest. Svo er líka hægt að hafa ágætis tekjur úr þessu. En auðvitað er þetta harður bissness eins og allt annað núna. Maður verður að vera útsjónasamur og duglegur.“ Hinrik er ekki aðeins í tamning- um. Hann stundar einnig stórfelld- an útflutning á hrossum. f fýrra sendu hann og Hulda til dæmis 650 hesta til útlanda. „Það koma hérna oft útlendingar og kaupa eins og 20 hesta. Við sjáum um að koma þeim í bæinn, senda þá í læknisskoðun og loks koma þeim í skip eða flug- vél.“ „Það er mikil eftirsókn eftir ís- lenskum hestum ytra. Markaður- inn hefur verið stærstur í Þýska- landi. Við höfum líka verið að flytja töluvert út til Svíþjóðar. Núna er- um við hins vegar að gera okkur vonir um að markaðurinn sé að stækka í Bandaríkjunum. Við fór- um með dálítinn hóp þangað í júní og ég er raunar á leiðinni þangað núna til að fylgja því eftir og verð í viku. Ég er að fylgja stóði, sem við sendunt þangað ég og kunningi minn, og á að fara rétt utan við New York-borg á búgarð, sem hef- ur verið með töluvert af íslenskum hestum. Þar verða þeir settir á sölu- sýningu.“ Um framtíðina segir Hinrik: „Maður reynir bara að standa sig í því, sem maður er að gera. Fyrst þarf ég að komast yfir þessa hluti og jafna mig aðeins á þeim. En auðvit- að þýðir ekkert að hætta.“© Hinrik Bragason eigandi og knapi Gýmis. „Hann datt niður og ég heyrði íhonum eitthvað kvalahljóð. Ég fann að það var eitthvað meira en lítið að. Og þetta gerðist svo snöggt. Eg hugsaði auðvitað fyrst og fremst um að stöðva hestinn og reyna að koma mér afbaki til að sjá hvað væri á seyði. Þegar ég var kominn afbaki og sá að löppin dinglaði þarna fékk ég ólýsan- legt sjokk. Ég vissi hvorki iþennan heim né annan. “ Gróusögur Það er ekki laust við að Hinriki og Huldu konu hans sárni sögurn- ar, sem fóru af stað þegar eftir slys- ið. Gengu þær flestar út á að Gýmir hafi verið meiddur fyrir keppni, en deyfður skömmu áður með þessum „Hann datt niður og ég heyrði í honum eitthvað kvalahljóð. Ég fann að það var eitthvað meira en lítið að. Og þetta gerðist svo snöggt. Ég hugsaði auðvitað fýrst og fremst um að stöðva hestinn og reyna að koma mér af baki til að sjá hvað væri á seyði. Þegar ég var kominn af baki og sá að löppin dinglaði þarna fékk ég ólýsanlegt sjokk. Ég vissi hvorki í þennan heim né annan,“ segir Hinrik Bragason hestamað- ur. Hann varð fyrir því áfalli að hest- ur hans, Gýmir frá Vindheimum, fótbrotnaði á Landsmóti hesta- manna á sunnudag í þá mund er keppni var að ljúka. Brotið var svo slæmt að fella varð hestinn. Fram að þessu virtist einsýnt að Gýmir færi með sigur af hólmi J A-flokki gæðinga. „Ég var að ríða á brokki. Þá klöppuðu áhorfendur og við það fældist Gýmir og fór á tölt. Við vor- um á það mikilli ferð að hann réði ekki við töltið og fór því yfir á skeið. Á skeiði er alitaf hætta á því að hestar slái saman fram og aftur- fótum. Það virðist hafa gerst þarna." „Ég er búinn að skoða þetta á myndbandi aftur og aftur. Mér virðist sem hann hafi gripið á sig og slegið hægri afturfæti í kjúkulið vinstri framfótar. f fýrsta skrefinu sér maður að það gerist eitthvað. í öðru skrefi virðist hann grípa á sig aftur og löppin gefur sig. I þriðja skiptið, sem hann fer fram með vinstri framfótinn fram, virðist hann vera kominn alveg í sundur,“ segir Hinrik. Eftir þetta hökti hest- urinn í þrjátíu til fjörtíu metra á berum beinenda vinstri framfótar. Þá tókst Hinrik loks að stöðva hann. „Það var greinilegt að hann fann til í upphafi. Það virtist samt dofna á skammri stundu. Það auðvitað eins með hestinn og manninn. Þeg- ar maður til dæmis missir fingurna í vélsög tekur hann stundum ekki eftir því. Líkaminn deyfir þetta svo snögglega upp. Sársaukinn kemur ekki fyrr en seinna. Varnarkerfi hestsins og mannsins er svipað að þessu leyti.“ „Það komu strax íjórir dýralækn- ar mér til aðstoðar. Hesturinn var umsvifalaust deyfður. Síðan var farið með hann rakleiðis á dýraspít- alann á Hellu til Grétars Harðar- sonar dýralæknis. Þar var reynt að Röntgenmynda fótinn, sem hafði Gýmir átti einstæðan feril. Hann tók fyrst þátt í keppni fimm vetra gamall og náði góðum árangri. Þegar hann var aðeins sex vetra gamall náði hann hins vegar ár- angri, sem eftir var tekið. Á Lands- mótinu á Vindheimamelum varð hann í þriðja sæti í forkeppninni en í úrlitunum náði hann sér upp í annað sætið. Næsta skref á frama- brautinni var á íjórðungsmótinu á Gaddastaðaflötum ári seinna. Þar sigraði Gýmir í A-flokki gæðinga. Fyrr um vorið hafði hann hlotið 9,39 í einkunn, sem er hæsta ein- kunn, sem gefin hefur verið á þeim vettvangi. Margt annað mætti tína til. Það var því enginn venjulegur hestur, sem fótbrotnaði með svo eftirminnilegum hætti á landsmót- inu á sunnudaginn. Skaði Hinriks og konu hans Huldu Gústafsdótt- ur er því ekki aðeins tilfmningar- legur heldur einnig fjárhagslegur. Gýmir hefur verið metinn á allt að fjórar milljónir. „Fjórar milljónir eru mjög há tala,“ segir Hinrik. „Annars er mér illa við að vera að nefna einhverjar tölur í þessu sam- bandi." Að sögn Hinriks er hann þó með einhverjar tryggingar, en þær munu þó aldrei bæta fjárhagslegt tap hans að fullu. I bígerð var að selja Gými til Skándinavíu. „Hann hefði líklega aðallega verið notaður til útreiða. Ef til vill eitthvað í keppni líka,“ segir Hinrik. Gýmir á blússandi skeiði. verið vafinn strax og þetta gerðist. Þegar farið var að opna umbúðirn- ar kom hins vegar ljós að það var ekkert til þess að mynda. Fóturinn hafði farið alveg í sundur. Þetta var skelfilegt að sjá. Beinið stóð bara út úr. Það var ekkert annað að gera í stöðunni en að fella hestinn." Gífurlegt áfall „Það hafa náttúrulega allir hestar karakter. En þessi hestur var mjög sérstakur. Hann var öðruvísi en all- ir þeir sem ég hef átt við. Milli mín og hans mynduðust mjög sterk tengsl. Hann var einfaldlega félagi minn. Við vorum farnir að þekkja hvorn annan mjög vel. Ég vissi ná- kvæmlega hvernig hann hreyfði sig og brást við tilteknum aðstæðum 14 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 4

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.