Eintak - 07.07.1994, Blaðsíða 6
EINTAK
Gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Hafsteinn Egilsson
Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson
Dreifingastjóri: Trausti Hafsteinsson
HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI
Alda Lóa Leifsdóttir, Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason,
Björn Ingi Hrafnsson, Björn Malmquist, Bonni, Davíð Alexander,
Fríðrik Indriðason, Gauti Bergþóruson Eggertsson, Gerður Kristný,
Hallgrímur Helgason, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson,
Jón Kaldal, Jón Magnússon, Júlíus Kemp, Loftur Atli Eiríksson,
Óttarr Proppé, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurjón Kjartansson
og Sævar Hreiðarsson.
Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf.
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í lausasölu kr. 195.
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósenta afslátt.
Góð þjóðhagsspá en
vantar bara þjóð
sem hún á við
Það er illa komið íyrir forsætisráðherra sem þráir svo heitt að
auka vinsældir sínar og virðingu að hann boðar til blaðamanna-
fundar vegna minnisblaða frá Þjóðhagsstofnun Þórðar Friðjóns-
sonar. Og enn sorglegra er það þegar minnisblöðin eiga að boða al-
menningi það fagnaðarefni að kreppunni sé lokið og bjartari tíð
framundan.
Fyrstu árin eftir að Þórður tók við Þjóðhagsstofnun taldi hann
sig alltaf sjá að botni hagsveiflunnar yrði náð næsta haust. Og þeg-
ar hann leit til lengri tíma sá hann gósentíð með Grænlandsgöng-
um og álverum. Þegar hafði gengið á þessu í þrjú ár eða fjögur,
hætti Þórður að sjá vænkandi hag með haustinu en sá hann hins
vegar einhvers staðar rétt handan við hornið og alltaf innan þriggja
ára.
Nú þegar kreppan hefur staðið í sjö ár og framundan er langvar-
andi samdráttur í sjávarútveginum og engin teikn á lofti um að
aðrar atvinnugreinar bæti upp þann samdrátt hefur Þórður fundið
enn eitt tilefnið til bjartsýniskasts. Það er batnandi efnahagshorfur
á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Og Þórður leggur sam-
an tvo og tvo. Ef efnahagur þessara landa vænkast getur ekki annað
verið en eitthvað af góðæri þeirri skoli hér á land.
En í skýrslu Þórðar og þeirra Þjóðhagsstofumanna má einnig lesa
lýsingu á framtíðarhorfum í íslensku efnahagslífi. Þar kemur fram
að samdráttur heldur áfram í sjávarútvegi, atvinnuleysi mun ekki
minnka og að Þórður og félagar hafa ekki hugmynd um í hvaða
frekari ógöngur ríkisfjármálin muni fara eða hvort kjarasamningar
haldist innan einhverra skynsamlegra marka. Á móti spá þeir að út-
flutningur á iðnaðarvarningi og aukinn ferðamannastraumur til Is-
lands muni vega upp samdrátt í sjávarútvegi og krossa puttana og
gera ráð fyrir að glóruleysi ríkisfjármálanna verði með besta móti
íslenskra stjórnmálamanna og að hógværð hellist yfir kröfugerðar-
menn launþegahreyfinganna. Þetta með iðnaðinn og ferðamenn-
ina er náttúrlega bara ný Grænlandsganga og ágiskun Þórðar og fé-
laga um kjarasamninga og fjárlagagerð er líkast til álíka gáfuleg og
ef hún væri fengin með teningakasti - sem hún hugsanlega er.
Þeir sem lifa á íslandi og hafa fylgst með ráðleysi stjórnmála-
manna hér og vonleysi þeirra sem stunda viðskipti geta ekki smitast
af bjartsýniskasti Þórðar. Þeir geta ekki annað en farið með þennan
gamla húsgang: Þjóðhagspár Þjóðhagsstofnunar eru fínar — það
vantar bara þjóð sem passar við þær.
En Davíð Oddsson er bara ánægður með þetta minnisblað og
hann sér í því eitthvað sem hann vill sjá. Og þegar hann kynnti það
mátti einna helst skilja á honum að það væri fyrir snörpulega stjórn
hans á ríkisstjórn íslands að efnahagslíf í Evrópu og Ameríku væri
að braggast. Sá maður sem les þetta út úr spámannshatti Þórðar
hlýtur að hafa lifað lengi ráðalaus.
Ef Davíð Oddsson vonast eftir að almenningur eigi eftir að sætt-
ast við ríkisstjórn væri honum nær að snúa sér að því að vinna á
meinum íslensks efnahagslífs. Árangur af góðri stjórn mælist ekki í
spásögnum Þórðar Friðjónssonar heldur af uppgangi í atvinnulíf-
inu. Og það er ekkert sem bendir til að slíkt sé í vændum. Sama
hvað Þórður segir. ©
Ritstjórn og skrifstofur
Vesturgata 2,
101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
Forsætisráðherra kynnir drög að þjóðhagsspá:
Eriendar fjárfestingar verða að aukast,
segir Hannes Sigurðsson hagfræðingur VSÍ
Hagvöxtur hér á landi verður eitt
prósent á næsta ári, þrátt fyrir sam-
drátt í fiskveiðum. Þar kemur til
aukning á útflutningi iðnvara og
aukinn straumur ferðamanna
hingað til lands. Búist er við já-
kvæðum viðskiptajöfnuði við út-
lönd árið 1995, að landsframleiðsla
standi í stað á þessu ári og þjóðar-
tekjur aukist um 1,6 prósent á
næsta ári vegna batnandi viðskipta-
kjara á erlendum mörkuðum.
Þessar niðurstöður komu fram á
blaðamannafundi sem Davíð
Oddsson forsætisráðherra hélt á
mánudaginn. Þar kynnti hann spá
Þjóðhagsstofnunar um útlit efna-
hagsmála á þessu ári og næsta, en
slík spá er gerð á hverju sumri og
notuð við undirbúning þjóðhags-
áætlunar og fjárlagafrumvarps fyrir
næsta ár.
Cölluð spá
„Þetta er kannski einn liður Dav-
íðs Oddssonar í því að leysa krepp-
una og ég hef svo sem ekkert á móti
því að hann geti gert sér einn glað-
Guðmundur Magnússon
PRÓFESSOR í HAGFRÆÐI
„Spáin um að vextir og erlendar
skuldir lækki er til lítlls, ef halla-
rekstur ríkissjóðs verður viðvar-
andi næstu árin. “
Davíð Oddsson
FORSÆTISRÁÐHERRA
kynnti innihald spárinnar á
blaðamannafundi á
mánudaginn og sagði við það
tækifæri að ýmis teikn væru á
lofti um að efnahagskreppan
væri á undanhaldi.
an dag,“ segir Guðmundur Magn-
ússon, prófessor í hagfræði við
Háskóla Islands, um niðurstöður
spár Þjóðhagsstofnunar. „Það vant-
ar hins vegar ýmislegt í þessa spá,
þar á meðal upplýsingar um pen-
ingamagn í umferð og hallann á
ríkisrekstrinum. Spáin um að er-
lendar skuldir og vextir lækki er
nefnilega til lítils, ef hallarekstur á
ríkissjóði verður viðvarandi næstu
árin,“ segir Guðmundur. „Það er út
af fyrir sig rétt að útlitið í efnahags-
málum þjóðarinnar er nokkru
betra en verið hefur, en það lyktar
hins vegar af stjórnmálum, þegar
forsætisráðherra blæs í lúðra og
boðar til hvatningafundar, þegar
líkur eru á að landsframleiðslan
aukist um eitt prósent.“
„Ég get að nokkru leyti tekið
undir með Guðmundi að það eru
margir lausir endar í þessari spá,“
segir Björn Rúnar Guðmunds-
son, hagfræðingur hjá Þjóðhags-
stofnun, en hann vann að gerð
spárinnar. „Við gefum okkur
ákveðnar forsendur um þróun
launa á vinnumarkaði og við verð-
um að gefa okkur að ríkisstjórnin
haldi þeirri stefnu sem hún hefur
gefið út um halla á fjárlögum.
Öðruvísi getum við ekki unnið. Ef
þessar forsendur halda eru miklar
líkur á hagvexti á næsta ári,“ segir
Björn Rúnar.
Lítil ástæða
til að fagna
Hannes Sigurðsson, hagfræð-
ingur Vinnuveitendasambandsins,
segir að lítil ástæða sé til að fagna
spá um hagvöxt upp á eitt prósent á
næsta ári. „Við erum reyndar farin
að venjast verri fréttum en þessari,
en hins vegar munum við halda
áfram að dragast aftur úr öðrum
OECD þjóðum á næstu árum, tak-
ist okkur ekki að auka hagvöxtinn
hér á landi. Óvissuþættirnir í þess-
ari spá eru margir og nægir þar að
nefna að útlit er fyrir langa og erf-
iða launþegasamninga á næsta ári,
þar sem verkalýðsfélögin hafa
Björn Rúnar
Guðmundsson
hagfræðingur hjá Þjóð-
HAGSSTOFNÚN
„Forsendur fyrir auknum hag-
vexti eru stöðugleiki, lægri
verðbólga og jákvæður við-
skiptajöfnuður. “
ákveðið að koma ekki santeinuð til
samninga. Það er einnig útlit fyrir
að atvinnuleysi aukist á næsta ári.
Fólki fjölgar á vinnumarkaði, en
störfum heldur hins vegar áfram að
fækka. Til að vega upp á móti þessu
þyrfti að minnsta kosti tveggja pró-
senta hagvöxt á ári, en því er hins
vegar ekki til að dreifa hér,“ segir
Hannes.
Skortur á hagvexti
Björn Rúnar er sammála Hann-
esi um horfur á vinnumarkaði.
„Kerfisbundin aðlögun fyrirtækja í
atvinnurekstri hefur valdið fækkun
starfa og skortur á hagvexti hefur
síðan haft í för með sér að störfum
hefur ekki fjölgað aftur. Á síðustu
árum hefur atvinnuleysið hér þó
verið lágt miðað við aðrar þjóðir.
Það mikilvægasta er að nú eru horf-
ur á afgangi á viðskiptum við út-
lönd og tekist hefur að ná verðbólg-
unni niður. Þetta tvennt er for-
senda þess að við komumst út úr
kreppunni."
Heimatilbúinn vandi
í DV í gær var haft eftir Þorvaldi
Gylfasyni að orsök kreppunnar
væri heimatilbúin og stafaði af „... -
margra ára ábyrgðarleysi í hag-
stjórn og margþættum skipulags-
vanda í ríkisfjármálum, í banka-
málum og síðast en ekki síst í land-
búnaðar- og sjávarútvegsmálum.“
„Út af fyrir sig get ég verið sam-
mála Þorvaldi um nauðsyn á skipu-
lagsbreytingum í mörgum greinum
efnahagslífsins," segir Guðmundur.
„Ef sú breyting kemst á laggirnar á
næstunni mun hún skila okkur
arði, sem ekki er fólgin í fram-
leiðsluaukningu, heldur meiri gæð-
um og meiri þekkingu."
„Það er rétt að breytinga í sjávar-
útvegi og landbúnaði er þörf,“ segir
Björn Rúnar. „Ef þessi spá okkar
gengur eftir, skapast einmitt svig-
rúm til að takast á við þessar breyt-
ingar og þar með skapast mögu-
leikar á því að lækka erlendar
skuldir. Það eru auðvitað allir sam-
mála um að auka verði hagvöxt hér
á landi, en það getur enginn sagt
fyrir um nákvæmlega hvernig það á
að gerast. Ég bendi hins vegar á að
forsendan fyrir auknum hagvexti er
stöðugleiki, lægri verðbólga, og já-
kvæður viðskiptajöfnuður. Þessar
forsendur eru til staðar og munu
sennilega halda, allavega fram á
næsta ár.“
Erlendar fjárfestingar
nauðsyn
En Hannes hefur ákveðnar skoð-
anir á því hver leiðin út úr krepp-
unni sé. „Það sem þarf að gera er að
auka fjölbreytni atvinnulífs hér á
landi og það er grundvallaratriði í
því sambandi að fá erlenda fjárfesta
til að leggja fé í atvinnuskapandi
verkefni hér. Á hinum Norður-
löndunum leggja erlendir fjárfestar
tugi milljarða inn í efnahagskerfin
en á síðustu árum hafa erlendar
fjárfestingar verið litlar sem engar
Hannes Sigurðsson
HAGFRÆÐINGUR VSÍ
„Það er grundvallaratriði að fá
erlenda fjárfesta til að leggja fé í
atvinnuskapandi verkefni hér á
landi. “
hér á landi. Það er einnig spurning
hvort aðild að Evrópusambandinu
sé forsenda þess að við komumst á
kort erlendra fjárfesta og þar að
auki þurfum við hið fyrsta að jafna
það forskot í sölu sjávarafurða, sem
aðild Norðmanna hefur í för með
sér á Evrópumarkaði," segir Hann-
es. ©
Fjórar íslenskar myndir verða
sýndar í Nordisk Panorama
en það er norræn kvikmynda-
hátíð sem haldin verður i Reykjavík
í september. Myndirnar eru heim-
ildamyndin Húsey eftir Þorfinn
Guðnason, stuttmyndirnar Debut-
anten eftir Sigurð Hrelli Sigurðs-
son, Matarsýki eftir þá Arnar Jón-
asson og Reyni Lyngdal og Ertu
sannur eftir Jóakim Reynisson og
Lýð Árnason. Þær tvær síðast-
nefndu eru gerðar fyrir afskaplega
lítinn pening en Debutanten er hluti
lokaverkefnis Sigurðar við danskan
kvikmyndaskóla og er töluvert í
hana lagt. Athygli vekur að mynd
Þórs Elís Pálssonar Nifl sem
hann gerði fyrir Rikissjónvarpið fyrir
9 milljónir komst ekki í keppnina og
ekki heldur myndin Ásgríms
Sverrissonar Ferðin inn í miðju
jarðar sem er lokaverkefni hans við
breskan kvikmyndaskóla. Báðar
voru myndirnar teknar síðastliðið
sumar. Mynd Ásgríms var frumsýnd
í London í maí og verður brátt sýnd
í Japan en framleiðandinn er jap-
anskur. BBC hefur jafnframt sýnt
myndinni áhuga. Sömuleiðis sendi
Páll Steingrímsson heimildar-
mynd í forvalið sem ekki komst
áfram.
Alls taka 56 heimildarmyndir
og stuttmyndir þátt í keppn-
inni í haust frá öllum Norður-
löndunum. 140 myndir tóku þátt í
forvalinu og kemst því aðeins þriðj-
ungur í keppnina. í fyrsta sinn var
forvalsnefndin eingöngu skipuð ís-
lendingum og skipuðu hana þau
Arnaldur Indriðason kvikmynda-
gagnrýnandi Morgunblaðsins,
Laufey Guðjónsdóttir dagskrár-
fuiltrúi Sjónvarpsins og Óskar Jón-
asson kvikmyndaleikstjóri...
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994