Morgunblaðið - 07.01.2005, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AÐSTOÐIN BERIST STRAX
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær
ríki heims til að láta strax af hendi í
reiðufé einn milljarð dollara, rúm-
lega 62 milljarða króna, svo unnt
væri að bregðast af krafti við afleið-
ingum náttúruhamfaranna við Ind-
landshaf. Minnst 146.000 manns fór-
ust en óttast er að tala látinna geti
jafnvel tvöfaldast af völdum sjúk-
dóma og hungurs verði ekki brugðist
strax við.
Vextir gætu lækkað í 4%
Vextir á íbúðabréfum gætu lækk-
að í 4% við næsta útboð Íbúðalána-
sjóðs á íbúðabréfum. Haldi þróun á
ávöxtunarkröfu íbúðabréfa áfram
líkt og gerst hefur það sem af er ári
munu vextir á íbúðalánum til al-
mennings fara niður fyrir 4% fyrir
mitt þetta ár. Þetta kom fram í
Morgunkorni Íslandsbanka í gær.
Vill „nýja Marshall-aðstoð“
Breska stjórnin hyggst beita sér
fyrir áætlun, sem hún lýsir sem
„nýrri Marshall-aðstoð“, í barátt-
unni gegn fátækt í heiminum.
Stjórnin vill að aðstoðin felist í því að
allar skuldir fátækustu þjóða heims
verði afskrifaðar og fjárhagsaðstoð
við þróunarlöndin aukin um helm-
ing.
Spáð fyrir um skjálfta
Íslenskir vísindamenn telja að
hugbúnaðurinn Theme, sem Magnús
S. Magnússon hannaði fyrir 30 ár-
um, gæti nýst vel til að spá fyrir um
jarðskjálfta.
Theme er hannaður til að leyfa
öfluga mynsturleit í tímasettum
gögnum og var fyrst reyndur á sviði
jarðvísindanna árið 1997. Þá gafst
búnaðurinn vel en vegna fjárskorts
hefur ekki reynst unnt að halda
áfram á sömu braut.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 28/36
Viðskipti 12 Staksteinar 51
Erlent 14/16 Bréf 25
Höfuðborgin 19 Skák 41
Akureyri 20 Dagbók 40/42
Suðurnes 21 Brids 41
Landið 21 Leikhús 44
Listir 22 Fólk 46/49
Umræðan 24/25 Bíó 46/49
Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50
Viðhorf 28 Veður 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp-
héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
VÍKINGI Heiðari Ólafssyni píanó-
leikara var afhentur styrkur úr
Minningarsjóði Karls Sighvats-
sonar við athöfn í Hallgrímskirkju
í gær. Sigurjón Sighvatsson, bróð-
ir Karls heitins, afhenti Víkingi
styrkinn.
„Ég er í mjög dýru námi í New
York þar sem skólagjöldin eru
himinhá og því er ég óendanlega
þakklátur fyrir þennan stuðning,“
sagði Víkingur um styrkinn í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Vík-
ingur mun halda tónleika í Salnum
í Kópavogi nk. sunnudag og hefj-
ast þeir kl. 20.
Á myndinni eru auk Víkings og
Sigurjóns (f.v.) foreldrar Víkings,
Svana Víkingsdóttir og Ólafur
Óskar Axelsson, Jakob Frímann
Magnússon sem er í stjórn minn-
ingarsjóðsins, Valdimar Tómasson
og loks Haukur Guðlaugsson, for-
maður sjóðsins.
Morgunblaðið/Þorkell
Hlaut styrk úr Minningarsjóði
Karls Sighvatssonar
STJÓRNENDUR SÍF hf. hafa
ákveðið að fara fram á lögbann á
Seafood Union, nýju fisksölufélagi
sem átta fyrrverandi starfsmenn
SÍF hf. hafa stofnað og er ætlað að
fara í beina samkeppni við SÍF hf.
og dótturfélag þess, Iceland Sea-
food.
Markmiðið að skaða félögin
Í fréttatilkynningu frá SÍF hf.
kemur fram að stjórnendur félags-
ins telji að „tímasetning og umgjörð
uppsagna starfsmannanna sé með
þeim hætti að markmiðið hafi verið
að reyna að skaða félögin“. Í stuttu
samtali við Morgunblaðið sagði
Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF hf.,
að það væri klárlega brot á ráðn-
ingarsamningum meirihluta átt-
menninganna við SÍF hf. að hefja
starfsemi sem er í samkeppni við
félagið.
Íhuga ákæru á hendur
áttmenningunum
Einnig sagði Jakob að stjórnend-
ur SÍF hf. væru að íhuga ákæru á
hendur áttmenningunum en sam-
kvæmt fréttatilkynningu félagsins
„hefur verið ákveðið að óska eftir
lögreglurannsókn vegna rökstudds
gruns um að eigur og trúnaðar-
upplýsingar félagsins hafi verið
misnotaðar í þessu ferli“.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um Morgunblaðsins sögðu áttmenn-
ingarnir upp hinn 29. desember og
lýstu því þá yfir að þeir ætluðu í
samkeppni við SÍF hf. um sölu á
saltfiski og skreið.
Morgunblaðið náði í gærkvöldi
sambandi við einn áttmenninganna
en hann vildi ekki tjá sig um málið
að svo stöddu.
SÍF fer fram á lög-
bann á nýju félagi
Klárlega brot á ráðningarsamningi segir forstjóri SÍF
KJARASAMNINGUR sjómanna
sem undirritaður var 30. október sl.
milli Sjómannasambands Íslands,
Alþýðusambands Vestfjarða og
Farmanna- og fiskimannasambands
Íslands annars vegar og Lands-
sambands ísl. útvegsmanna hins
vegar, hefur verið samþykktur.
Samningurinn var samþykktur
með 57,6% gildra atkvæða. Alls
greiddu 1.513 atkvæði, eða 43,2%
þeirra 3.505 sem voru á kjörskrá.
Já sagði 861 eða 56,9%, en nei
sögðu 635 eða 42,0%. Auðir og
ógildir seðlar voru 17 eða 1,1%.
Sjómenn
samþykktu
kjarasamning
ÁFRAMHALDANDI jarðskjálfta-
virkni var út af Grímsey í gær eftir
tvo öfluga skjálfta síðdegis á mið-
vikudag. Mældust þeir 4 og 5 á
Richter á fimmta tímanum en síðan
kom þriðji sterki skjálftinn upp á 4 á
Richter klukkan 15.50 og enn annar
upp á 4 stig kl. 23.21. Tugir smá-
skjálfta mældust á svæðinu í millitíð-
inni og fylgdu um 300 smáir eftir-
skjálftar í kjölfarið fram til kvölds í
gær.
Ragnar Stefánsson jarðskjálfta-
fræðingur á Veðurstofu Íslands seg-
ir að stóri skjálftinn í fyrradag hafi
verið svokallaður siggengisskjálfti
en slíkir skjálftar séu yfirleitt vægir.
„Þetta er ekkert ósvipuð virkni og
var í Henglinum,“ segir Ragnar en
þar voru stöðugar hrinur af smá-
skjálftum árin 1994–1998. Siggeng-
isskjálftar tengjast hreyfingu á
kviku á botni jarðskorpu. „Þetta eru
öðruvísi skjálftar en sniðgengis-
skjálftar sem eru sterkari.“
Ekki varð vart við tjón af völdum
stóra skjálftans en hann fannst
greinilega í Grímsey og víðar á
Norðurlandi.
Áfram skjálfta-
virkni við Grímsey
BÖRN Pálma Jónssonar, sem
kenndur var við Hagkaup, sem og
ekkja hans, fengu bréf frá ríkis-
skattstjóra á gamlársdag vegna
endurálagningar skatta vegna sam-
runa Hagkaupa og Bónuss. Er
hverju þeirra gert að greiða á bilinu
15–20 milljónir króna. Áður hefur
komið fram að Baugur og eignar-
haldsfélagið Gaumur hafi fengið
bréf frá ríkisskattstjóra vegna við-
skiptanna.
„Þarna er ágreiningur milli end-
urskoðenda,“ sagði Lilja Pálmadótt-
ir í samtali við Morgunblaðið í gær
um endurálagningu ríkisskattstjóra.
„Mínir endurskoðendur vilja leggja
þetta upp eins og þeir gera en rík-
isskattstjóri sér annan flöt á mál-
inu. Þá þarf að skera úr um það
hvor hafi rétt fyrir sér. Út úr þessu
þarf að finna.“
Lilja segir að þessi endurálagn-
ing ríkisskattstjóra verði nú skoðuð
með endurskoðendum og lögfræð-
ingum og í kjölfarið tekin ákvörðun
um áfrýjun málsins til yfirskatta-
nefndar.
Gert að greiða
samtals 75–100
milljónir króna
Börn Pálma Jónssonar og ekkja hans
fengu bréf frá ríkisskattstjóra
ÖKUMAÐUR og farþegi sluppu
ótrúlega vel þegar bíll þeirra valt í
hálku á Stykkishólmsvegi á sjöunda
tímanum í gær. Bíllinn fór þrjár til
fimm veltur, og hafði ökumaður
meiðst lítillega en farþegi sloppið
ómeiddur. Að sögn lögreglunnar í
Stykkishólmi ók annar ökumaður
fljótlega fram á fólkið, mann og
konu um tvítugt, og flutti ökumann-
inn á St. Franciskuspítalann á
Stykkishólmi og lét lögreglu vita.
Farþeginn kenndi sér einskis meins
og þurfti ekki að leita til læknis.
Bíllinn er talinn ónýtur.
Lítið meidd eftir
3–5 veltur
Á ÁRINU 2004 skiluðu kúabændur
landsins um 112 milljónum lítra
mjólkur til afurðastöðvanna, en
ekki hefur verið framleitt eins mik-
ið magn mjólkur hérlendis síðan ár-
ið 1985, en þá nam innvigtun í af-
urðastöðvar landsins um 116
milljónum lítra. Frá þessu er greint
á heimasíðu Landssamtaka kúa-
bænda.
Innvigtun mjólkur á síðasta ári
var um 3,6 milljónum lítrum meiri
en á árinu 2003 sem er aukning um
3,4% milli ára.
Það sem af er verðlagsárinu hef-
ur innvigtunin verið 34,8 milljónir
lítra sem er um 2,3 milljónum lítra
meira en á verðlagsárinu á undan
sem er aukning um 7%.
Innvigtun mjólkur í desember sl.
nam 9,248 milljónum lítra en var
9,086 milljónir lítra í desember
2003 samkvæmt bráðabirgðatölum
Samtaka afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði. Nemur aukningin 1,8% á
milli ára en ef litið er til fjölda
framleiðsludaga þá var aukningin
um 5% milli ára.
Ekki meiri mjólk
síðan 1985