Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 4

Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÉTT opinbers starfsmanns til greiðslu lífeyris umfram það sem gildir á almennum vinnumarkaði má jafna til 10 milljóna króna starfsloka- greiðslu við 67 ára aldur þegar líf- eyristaka hefst, skv. samanburði sem Samtök atvinnulífsins hafa gert á réttindum til lífeyris úr Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyr- issjóði verslunarmanna, en þetta eru tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins. Ofangreint dæmi miðast við 250 þúsund króna mánaðarlaun. Séu mánaðarlaunin tvöfalt hærri eða 500 þúsund kr. jafngildir það tvöfalt hærri starfslokagreiðslu eða 20 milljónum króna, að því er fram kemur í fréttabréfi SA. Þetta kemur til af mun ríkulegri lífeyrisréttindum opinberra starfs- manna en starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Greidd eru 15,5% af heildarlaunum opinberra starfs- manna í lífeyrissjóð en 11% af laun- um fólks á almennum vinnumarkaði. Mismuninn, 4,5 prósentustig, greiðir launagreiðandinn, ríki og sveitar- félög, og þessar hærri lífeyris- greiðslur valda því að þegar opinber starfsmaður hefur lífeyristöku við 67 ára aldur eftir 42 ára starf fær hann í lífeyrisgreiðslur á mánuði frá LSR 93,5% af meðaltals mánaðarlaunum um starfsævina á sama tíma og sá sem fær greiddan lífeyri úr Lífeyr- issjóði verslunarmanna fær greidd tæp 70% af meðaltals mánaðarlaun- um miðað við sömu forsendur. Með- alævilíkur 67 ára gamals einstak- lings eru nú 84 ár, þannig að að meðaltali má gera ráð fyrir að hver 67 ára einstaklingur verði á lífeyri frá lífeyrissjóði sínum í 17 ár. Við þetta má bæta að ef framlag ríkisins til Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins dugir ekki fyrir þeim réttindum sem lofað er, til dæmis ef meðalævilengdin eykst, þá ber rík- inu að auka framlag sitt þannig að eignir sjóðsins standi undir réttind- unum. Auknum ævilíkum á almenn- um vinnumarkaði þarf hins vegar að mæta með skerðingu á réttindum að öðru jöfnu. Þannig lækkaði Lífeyr- issjóður verslunarmanna margföld- unarstuðul vegna réttinda sjóðfélaga sinna um síðustu áramót vegna lengri ævi og örorku. Hækkun á greiðslum til sjóðsins um eitt pró- sentustig úr 10% í 11% skapa þannig félögum í Lífeyrissjóði verslunar- manna ekki hærri mánaðarlegan líf- eyri frá því sem var á síðasta ári. Jafngildi 6% hærri launa Í fréttabréfi SA kemur einnig fram að þennan umframrétt opin- berra starfsmanna til lífeyris megi einnig jafna til tæplega 6% hærri launa opinberra starfsmanna en starfsfólks á almennum vinnumark- aði fyrir greiðslu skatta. Meiri lífeyrisréttur opinberra starfsmanna en hjá launþegum á hinum almenna vinnumarkaði Ígildi 10 milljóna króna starfslokagreiðslu SAMKVÆMT upplýsingum frá Samiðn hafa kínverskir verkamenn á vegum Impregilo við Kárahnjúkavirkjun fengið um 200 þúsund krónur útborgaðar fyrir mánuðinn. Þar af hafa dagvinnulaun verið frá 109–129 þúsund krónur. Fyrir vaktavinnu hafa þeir fengið 30% álag fyrir átta tíma en vinnutíminn hefur yfirleitt verið tíu tímar á dag. Sem kunnugt er hefur ASÍ sakað Impregilo um brot á kjarasamningum þar sem dæmi séu um mánaðarlaun 50 þúsund kr. undir lág- markskjörum samkvæmt virkjunarsamningi. Hafa þetta verið starfsmenn frá tveimur portúgölskum starfsmannaleigufyrirtækjum. Hefur Impregilo mótmælt þessum ásökunum. Í fréttatilkynningu frá Impregilo frá því í gær segir að staðhæfingar verkalýðshreyf- ingarinnar um kjarasamninga og ráðning- arferli starfsmanna hafi annað hvort verið al- rangar eða í besta falli, villandi. Segir að Kínverjunum 190, sem nú starfi við virkj- unina, sé greitt í samræmi við virkjanasamn- inginn á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. „Sá samningur var nýverið endurnýjaður og því er furðulegt að verkalýðshreyfingin skuli gagnrýna fyr- irtækið jafn harkalega og raun ber vitni, þeg- ar ljóst er og staðfest hefur verið af starfs- mönnum hreyfingarinarinnar að kaup og kjör Impregilo eru í samræmi við virkjanasamn- inginn. Ásakanir verkalýðshreyfingarinnar um annað eru grafalvarlegar og ámælis- verðar,“ segir í tilkynningunni. Um 200 þúsund útborgað HVER vinnutörn eða úthald hjá Impregilo við Kárahnjúkavirkjun hefur verið 28 dagar í einu, eða fjórar vikur. Hefur þetta verið meðal þeirra atriða sem fælt hefur Íslendinga frá að vinna við virkj- unina, samkvæmt upplýsingum frá Afli – starfs- greinafélagi á Austurlandi. Aðrir verktakar á svæðinu, t.d. Suðurverk, Arn- arfell og Fosskraft, eru með styttra úthald í einu, yfirleitt 12 til 14 daga, og þá styttra frí á milli en hjá Impregilo, sem gefið hefur vikufrí eftir fjögurra vikna törn. Eins og fram hefur komið gengur Impregilo illa að manna störfin við Kárahnjúka með Íslendingum og því leitað í ríkara mæli út fyrir landsteinana eftir erlendu vinnuafli. Jón Ingi Kristjánsson, formaður Afls – starfs- greinafélags, bendir á að í virkjunarsamningnum sé kveðið á um 28 daga úthald að hámarki en svo virðist sem eingöngu Impregilo nýti sér það. Jón segist heyra það oft hjá Íslendingum, bæði þeim sem vinna við Kárahnjúka og þeim sem íhuga að sækja um störf, að vinnutíminn hjá Impregilo sé of langur í einu. Þetta jafnist á við vinnutíma um borð í frystitogara. Hefur Impregilo ekki boðið upp á neitt val, starfsmenn verði að vinna í 28 daga í einu. Jón Ingi segir starfsgreinafélagið vera önnum kafið við að standa vörð um kjör og aðbúnað starfs- manna við Kárahnjúka, í samráði við aðaltrúnaðar- mann á staðnum. Við hvert eitt mál sem fáist lausn á, komi önnur tíu mál upp á borðið. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun í gær höfðu atvinnuleyfi ekki verið gefin út fyrir þá 54 erlendu starfsmenn sem Impregilo hafði sett í forgang, þar af fyrir 44 Kínverja. Verða leyfin væntanlega gefin út eftir helgi. Vinnutilhögun hjá Impregilo við Kárahnjúkavirkjun Langt úthald hefur fælt Íslendinga frá Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir NEMENDUR Menntaskólans í Reykjavík ætla að snoða sig, þamba mjólk, líma sig fasta við ræðupúlt og annað undarlegt í dag. Þá ætlar heill bekkur að freista þess að troða sér inn í fólksbíl. Uppátækin eru ekki að ástæðulausu því um er að ræða fjáröflun vegna hamfaranna í Asíu. Söfnunin, sem nemenda- félagið Framtíðin stendur fyrir, heitir Gleði til góðgerða og fer þannig fram að áheitum er safnað og takast nemendurnir á við alls konar áskoranir. Í há- degishléinu í dag, milli kl. 11.05 og 11.35, verða stærstu áskor- anirnar framkvæmdar. Aðrir framhaldsskólar sigli í kjölfarið Stjórn Framtíðarinnar hvet- ur aðra framahaldsskóla til að standa fyrir svipuðum viðburð- um. Allur ágóði af söfnuninni mun renna til söfnunarinnar Neyðarhjálp úr norðri sem út- hlutar svo fénu til hjálparstarf- semi á hamfarasvæðunum í As- íu. Snoða sig í þágu bág- staddra HELDUR er kuldalegt um að litast á landinu þessa dagana, og hrossin ekki öfundsverð að norpa í kuldanum, þrátt fyrir hlýj- an vetrarbúning. Þá er eins gott að koma blóðinu á hreyfingu með smávegis göngutúr, en ekki er gott að segja á hvaða leið hestarnir voru þar sem þeir þrömmuðu áfram í einfaldri röð, líkt og þeir væru að elta þrautakónginn. Morgunblaðið/RAX Þrammað á eftir þrautakónginum á Snæfellsnesi HÁKON Eydal játaði fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa svipt fyrrverandi sambýlis- konu sína, Sri Rhamawati, lífi hinn 4. júlí. Við þingfestingu máls- ins í gær var honum í ákæru gefið að sök að hafa barið Sri fjórum sinnum í höfuðið með kúbeini og vafið taubelti um háls hennar með þeim afleiðingum að hún lést vegna kyrkingar. Atvikið átti sér stað í íbúð Hákons við Stórholt í Reykjavík. Hann viðurkenndi að hafa barið Sri með kúbeini, þótt hann væri ekki viss um hversu mörg höggin hefðu verið og sömu- leiðis kannaðist hann við að hafa vafið beltinu um háls hennar. Hákon mótmælti ekki bótakröf- um barna hinnar látnu í málinu. Rannsókn lögreglunnar hófst 5. júlí Ríkissaksóknari telur brot ákærða varða við 211. gr. al- mennra hegningarlaga sem kveð- ur á um ævilangt fangelsi fyrir manndráp, þó ekki skemur en 16 ár. Rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á málinu hófst 5. júlí, eða daginn eftir að tilkynnt var um hvarf Sri og leiddi rannsóknin fljótlega til handtöku Hákons sem játaði fyrir lögreglu hinn 28. júlí að hafa banað Sri. Lík hinnar látnu fannst þó ekki fyrr en 3. ágúst eftir að Hákon hafði bent lögreglu á það. Hafði hann komið því fyrir í þriggja metra djúpri hraungjótu í nágrenni Hafnar- fjarðar. Tekið fyrir í héraðsdómi 20. janúar Málið verður næst tekið fyrir 20. janúar í héraðsdómi en fram að þeim tíma mun ákærði ásamt lögmanni sínum Brynjari Níels- syni leggja fram beiðni fyrir yfir- mati á geðrannsókn sem ákærði sætti en er mjög ósáttur við. Dómari er Pétur Guðgeirsson héraðsdómari en sækjandi er Ragnheiður Harðardóttir frá rík- issaksóknara. Verjandi ákærða er Brynjar Níelsson hrl. Játar morðið fyrir dómi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.