Morgunblaðið - 07.01.2005, Page 6

Morgunblaðið - 07.01.2005, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dansnámskeið hefst mánudaginn 10. jan. n.k Kenndir verða gömludansarnir, sérdansar ofl. kl. 20 - 21 byrjendur kl. 21 - 22 framhald kr. 6.000.- Barna- og unglinganámskeið hefst þriðjudaginn 11. jan. Kenndir verða gömludansarnir ásamt íslenskum og erlendum þjóðdönsum ofl. kl. 17.30 - 18 3 - 5 ára kr. 3.000.- kl. 18 - 18.45 6 - 8 ára kr. 4.500.- kl. 18.45 - 19.30 9 - 12 ára kr. 4.500.- kl. 19.30 - 20.15 unglingar kr. 4.500.- Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14 A LÆRIÐ AÐ DANSA! TAKIÐ ÞÁTT Í DANSINUM! Þjóðdansar verða á fimmtudögum kl. 20 Dansaðir verða þjóðdansar frá ýmsum löndum. Aðgangur ókeypis. Opið hús verður á miðvikudögum kl. 20.30 Við dönsum gömludansana annan hvern miðvikudag. Aðgangur kr. 600.- kvöldið. Upplýsingar og skráning í síma 587 1616 og 567 5777 Kennt er í sal félagsins Álfabakka 14 VERIÐ er að vinna í því að finna nýjar íbúðir fyrir íbúa Árvalla í Hnífsdal, skv. upplýsingum frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar en snjóflóð féll á raðhús og blokkir við Árvelli í fyrradag. Rúður brotnuðu í nokkrum íbúðum og snjór komst inn í stofur og herbergi. Þá braut flóðið niður vegg í einni íbúðinni. Fasteignir Ísafjarðarbæjar eiga íbúðirnar við Árvelli og leigja þær út. Björgunarsveitarmenn unnu að því í fyrradag að moka snjó út úr íbúðunum og negla fyrir brotna glugga. Gert er ráð fyrir því að það taki nokkra mánuði að koma þeim íbúðum, sem verst urðu úti í flóð- inu, í samt horf aftur. Leitað að nýjum íbúðum SAMKVÆMT verðkönnun SÁÁ fyrir áramót hafði verð á kókaíni og amfetamíni hækkað talsvert frá fyrri könnun sem var gerð í lok nóvember. Verð á hassi hefur á hinn bóginn ekki verið lægra frá því SÁÁ hóf að kanna götuverð fíkniefna árið 2000. Frá nóvember og fram að ára- mótum hækkaði verð á amfetamíni um 14,7% og kostaði grammið 4.360 krónur. Verð á kókaíni hafði hækk- að um 6,6% og kostar nú 11.500. Verð á hassi virðist á hinn bóginn vera í sögulegu lágmarki, grammið af því kostar nú 1.340. Hæst mæld- ist hassverð í febrúar, 2.980 krón- ur. Á vef SÁÁ segir að tíðar hald- lagningar lögreglu og tollgæslu á amfetamíni og kókaíni virðast hafa valdið því að götuverð fíkniefnanna hafi hækkað. Verðhækkun á kókaíni og amfetamíni SJÁLFKJÖRIÐ er í stjórn Félags leikskólakennara, en framboðs- frestur rann út í vikunni. Aðeins barst eitt framboð til formanns, frá Björgu Bjarnadóttur, sem verið hefur formaður í nokkur ár. Þröst- ur Brynjarsson varaformaður er einnig sjálfkjörinn. Kosið verður um þrjú sæti í aðal- stjórn félagsins á aðalfundi 24. og 25. febrúar. Sjálfkjörið til forystu FL ÞJÓNUSTUSAMNINGUR um rekstur Skálatúns- heimilisins í Mosfellsbæ var undirritaður í gær milli fé- lagsmálaráðherra og framkvæmdastjóra Skálatúns- heimilisins. Að sögn Gunnars Þorlákssonar, fram- kvæmdastjóra Skálatúns, felur samningurinn í sér að heimilið fær tiltekna upphæð, rúmar 242 milljónir króna á ári, sem á að standa undir rekstri heimilisins og þ.m.t. launakostnaði. Fagnaði 50 ára afmæli í fyrra Skálatúnsheimilið fagnaði 50 ára afmæli á síðasta ári en fram að þessu hefur það verið á fjárlögum frá ríkinu. Að sögn Gunnars hefur þjónustusamningurinn litlar breytingar í för með sér á rekstri heimilisins. Alls eru 45 heimilismenn á Skálatúni, þar af 30 í sam- býlum og 15 á vistheimili. Starfsmenn eru rúmlega 70 í ríflega 50 stöðugildum. Fjölbreytt starfsemi er í boði fyrir heimilismenn á Skálatúni. Starfræktar eru vinnustofur þar sem ýmiss konar handiðnaður fer fram auk þess sem heimilismenn eiga kost á að sækja námskeið hjá fullorðinsfræðslu fatl- aðra. Gunnar tók við framkvæmdastjórastarfinu um ára- mót en fráfarandi framkvæmdastjóri er Kristján Þor- geirsson sem gegndi starfinu í 13 ár. Þjónustusamning- ur gerður um rekstur Skálatúns Morgunblaðið/Árni Sæberg Árni Magnússon félagsmálaráðherra gaf sér tíma til að heilsa upp á heimilisfólk á Skálatúni í gær áður en hann undirritaði þjónustusamning um rekstur heimilisins. UMBOÐSMAÐUR Alþingis álítur að málsmeðferð gjafsóknarnefndar og dómsmálaráðuneytisins á máli að- standenda fórnarlambs manndráps við Stóragerði árið 1990, sem kvört- uðu yfir þeirri ákvörðun ráðuneytis- ins að hafna beiðni þeirra um gjaf- sóknarleyfi, hafi ekki verið í samræmi við lög. Fjölskylda hins látna hafði sótt um gjafsókn til reksturs dóms- máls sem hún hugðist höfða gegn Ríkisútvarpinu og framleiðendum sjónvarpsþáttar í röðinni Sönn ís- lensk sakamál sem fjallaði um morð- ið. Mótmælti fjölskyldan því að þátt- urinn yrði gerður og stóð hún í þeirri trú að ekkert yrði af gerð þáttarins. Þegar hið gagnstæða kom í ljós reyndi fjölskyldan með aðstoð lög- manna að koma í veg fyrir að þátt- urinn yrði sýndur en það bar ekki ár- angur. Í áliti sínu bendir umboðsmaður á að í gjafsóknarbeiðni fjölskyldunnar hefði því verið haldið fram að birting þáttarins hefði brotið gegn ákvæði 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs. Þá væri því einnig haldið fram að úrlausn málsins hefði for- dæmisgildi fyrir þáttagerð af þessu tagi. Umboðsmaður vísaði til um- sagnar er gjafsóknarnefnd veitti í til- efni af athugun hans á málinu. Hvorki í rökstuðningi til ráðherra, né í skýr- ingum til umboðsmanns hefði verið nánar fjallað um skilyrði þess að gjaf- sókn yrði veitt til reksturs slíkra mála og ekki fjallað um þær ástæður eða atriði sem legið hefðu að baki því að gjafsóknarbeiðni fjölskyldunnar sem beinlínis hefði verið rökstudd með vísan til sjónarmiða um skerðingu á friðhelgi einkalífs, hefði ekki verið tal- in falla undir skilyrði laga um einka- mál að virtri túlkun og framkvæmd gjafsóknarnefndar á ákvæði laganna. Umboðsmaður hefur því beint þeim tilmælum til dómsmálaráðuneytisins að taka mál fjölskyldunnar til skoð- unar að nýju, óski hún þess. Leituðu til umboðsmanns Alþingis eftir að gjafsókn var hafnað Meðferð ráðuneytisins ekki í samræmi við lög VEGNA frétta af úrskurði umboðsmanns Alþingis hefur dómsmálaráðu- neytið sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að verklagi gjaf- sóknarnefndar hafi verið breytt og sérstaklega gætt að rökstuðningi þeg- ar hún hafnar gjafsóknarleyfi. Tekið er fram að dómsmálaráðherra sé óheimilt að að veita gjafsókn nema gjafsóknarnefnd mæli með því. Í um- ræddu máli hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að veita gjafsókn. Rökstuðningur nefndarinnar hafi verið ákveðinn og skýr en nið- urstaða nefndarinnar og ráðuneytisins að hann hefði mátt vera ítarlegri. Verklagi gjafsóknarnefndar breytt FULLTRÚI sjálfstæðismanna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur gagn- rýnir það sem hann kallar blekkingar borgarstjórnarmeirihluta vegna kostnaðar við höfuðstöðvar OR, og segir að í raun hafi kostnaður farið tæp 62% fram úr áætlun miðað við forsendur meirihlutans. „Túlkunin á þessum tölum er væg- ast sagt mjög frjálsleg,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hann segir út- reikninga á því hversu mikið var farið fram úr fjárhagsáætlun hafa byggst á upplýsingum um verð á einni af bygg- ingunum eingöngu, en réttara hefði verið að taka með í útreikningana all- ar aukabyggingar, t.d. svokallaða Norðurbyggingu, tengibyggingu milli hennar og aðalbyggingar, auk bíla- stæðahúss. Í útreikningum Guðlaugs er kostn- aður á hverju ári sem framkvæmdir stóðu yfir framreiknaður á verðlag í janúar 2005, sem og upphafleg kostn- aðaráætlun. Kostnaður uppreiknaður á verðlagi janúar 2005 er samtals 4.257 milljónir króna, en kostnaðaráætlun á sama verðlagi hljóðar upp á 2.933 milljónir króna. Því er byggingarkostnaður umfram áætlun 1.816 milljónir, eða 61,9%, en ekki 31,9% eins og fram kom í gögnum sem afhent voru fjöl- miðlum í fyrradag. Sé hins vegar miðað við þær verð- hugmyndir sem kynntar voru þegar ákveðið var að ráðast í bygginguna hefur verkið farið 122,5% fram úr áætlun, segir Guðlaugur. Sagt var að sala á húseignum OR myndi duga fyr- ir byggingarkostnaðinum við nýja húsið, segir Guðlaugur. Söluvirði hús- eignanna á verðlagi dagsins í dag er um 2.135 milljónir króna, og er því byggingarkostnaður umfram það 2.614 milljónir, eða 122,5% yfir þeirri verðhugmynd sem kynnt var í upp- hafi. Guðlaugur segir forsvarsmenn R- lista reyna að blekkja borgarbúa með því að nota ekki heildarkostnað held- ur einungis kostnaðinn við eina bygg- inguna í útreikningum sínum. „Það hefur aldrei verið neinn mælikvarði, enda hefur deilan ekki snúist um ein- hverja eina byggingu, heldur heildar- kostnað við húsið,“ segir Guðlaugur. Sjálfstæðismenn segja kostnað við höfuðstöðvar OR 62% yfir áætlun Túlkun á tölum mjög frjálsleg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.