Morgunblaðið - 07.01.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.01.2005, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GETUR verið að jörðin sé svo end- urtekningarsöm að það sé hægt að lesa í hegðun hennar og spá fyrir um hvenær og hvar hún muni næst leysa ógnarkrafta úr læðingi sem gætu drepið hundruð þúsunda manna? Gæti verið að bjarga mætti ótöluleg- um fjölda mannslífa með því að þýða tjáningu jarðar yfir á mannamál og gera fyrirbyggjandi ráðstafanir áður en hamfarir dynja yfir líkt og gerðist í flóðunum í Asíu hinn 26. desember? Íslenskir vísindamenn telja að hugbúnaðurinn Theme gæti orðið milliliður manns og jarðar hvað þetta snertir. Höfundur Theme er Magnús S. Magnússon, forstöðu- maður rannsóknastofu um mannlegt atferli við Háskóla Íslands. Búnað- urinn hefur verið í þróun undanfarin 30 ár og hefur verið markaðssettur í 70 löndum og m.a. verið notaður við rannsóknir á flugumferðarstjórn hjá flugumferðarstjórn Bandaríkjanna. Hafrannsóknastofnun hóf nýlega notkun búnaðarins við rannsóknir á atferli þorsks og Medcare Flaga við svefnrannsóknir. En hvernig virkar Theme og hvernig getur það nýst á sviði jarð- fræðinnar? Í stuttu máli er búnaðurinn hann- aður til að leyfa öfluga mynsturleit í tímasettum gögnum á mörgum svið- um vísinda. Jarðfræðin bættist í hóp þeirra vísindagreina sem Theme hef- ur verið prófaður á en árið 1997 hófst samstarf Jarðeðlisfræðistofu – Raunvísindastofnun HÍ, Veðurstof- unnar, Rannsóknastofnunar um mannlegt atferli og Atferlisgreining- ar hf. Í tilraunaverkefninu var notast við jarðskjálftagögn á Íslandi yfir 8 mánaða tímabil og fannst þá mynst- ur sem kom þrisvar sinnum fyrir á því tímabili. Það spannaði vikutíma- bil í hvert sinn og fól í sér atburði um skjálftavirkni á þremur svæðum sunnanlands og norðan. Þetta töld- ust mjög jákvæðar niðurstöður og töldu sanna gagnsemi búnaðarins. „Markmiðið var að nota Theme við að finna tímamynstur í jarðskjálfta- virknigögnum,“ segir Magnús. Um var að ræða nýja nálgun á viðfangs- efnið en Magnús telur að æskilegt væri að hanna að auki sérstakan búnað sem forvinnur jarðskjálfta-, eldvirkni- og jarðhræringagögn til að auðvelda slíkar greiningar á margvíslegum jarð- og veðurfræði- gögnum. Í verkefninu tók þátt Guðberg K. Jónsson, hjá Rannsóknastofu um mannlegt atferli og Atferlisgrein- ingu, en hann segir niðurstöðurnar hafa gefið það góða raun að það yrði að halda áfram á þessari braut. „Í kjölfar hamfaranna í Asíu ákvað hópurinn að setja af stað markvissa vinnu við greiningarverkefni og fá þannig skorið úr því hvort þessi að- ferð gæti nýst við að spá fyrir um skjálftavirkni,“ segir hann. Páll Einarsson og Ármann Hösk- uldsson, hjá Jarðvísindastofnun HÍ, leggja til jarðfræðiþekkingu til verk- efnisins ásamt Páli Halldórssyni, hjá Veðurstofu Íslands. Þeir leggja áherslu á að finna mynstur í hegðun jarðarinnar hvað jarðskjálftana snertir og segja að vísindamenn hafi oft „tilfinningu“ fyrir slíkum mynstr- um eða ákveðinni reglu sem endur- tekur sig. „Við getum ekki annað en skoðað þennan möguleika til enda,“ segja þeir. „Við vitum ekki hvaða niðurstöðu við gætum fengið en við erum í mjög ákafri leit að einhverj- um leiðum til að átta okkur á því hvernig náttúran kemur til með að haga sér. Með tilkomu Theme er komin fram ákveðin aðferð og við getum ekki horft framhjá henni.“ Að sögn Ármanns Höskuldssonar vantar jarðvísindamenn aðferðir sem staðfesta tilfinningu þeirra fyrir mynsturhegðun jarðarinnar. „Hér er um að ræða íslenskan hugbúnað sem gæti hjálpað okkur að skilja það sem er að gerast í kringum okkur. Það væri algerlega fáránlegt að láta hann liggja óhreyfðan án þess að láta á hann reyna. Eitt af því erf- iðasta sem til er á sviði jarðfræðinn- ar er að sjá fyrir jarðskjálfta. Hugs- anlega er hægt að spá í mynstur þeirra. Veðurstofan hefur skoðað smáskjálfta með góðum árangri. Uppsöfnun smáskjálfta gefur til kynna uppsöfnun spennu og þar af leiðandi er hægt að spá hvort stórir skjálftar eru í nánd. Úr því að smá- skjálftar sýna ákveðið mynstur, þá gætu stóru skjálftarnir gert það líka. Eftir þær gríðarlegu hamfarir sem urðu eftir skjálftann í Indlandshafi þá er það siðferðisleg skylda okkar að prufukeyra þetta verkfæri til að fá úr því skorið hvort þær jákvæðu niðurstöður úr keyrslunni 1997 voru tilviljun eður ei.“ Magnús bætir við að vísindamenn í Cambridge hafi leitað að mynstrum í taugafrumusamskiptum í nokkur ár með hinum ýmsu aðferðum. Er þeir reyndu Theme fundu þeir mikið af mynstrum. „Ef Theme gæfi sömu svörun á jarðskjálftasviðinu þá yrði það mikill sigur.“ Vantar 5–10 milljónir króna Eftir verkefnið 1997 var látið stað- ar numið vegna fjárskorts en nú vilja vísindamennirnir halda áfram en til þess vantar 5–10 milljónir króna. Guðberg K. Jónsson segir hópinn munu horfa til stjórnvalda með fjár- magn. Ármann segir lokamarkmið verk- efnisins felast í að geta keyrt Theme hjá Veðurstofunni í tengslum við Bráðavár-verkefnið og Jarðvísinda- stofnun. „Okkur grunar að Theme muni geta gagnast við að greina at- burði sem eiga sér stað með löngu millibili, jafnvel í hundruðum þús- undum ára talið, gögn fengin úr ís- og úthafskjörnum. Um leið og hægt væri að keyra Theme inn á stofn- unum okkar mun það um leið auka hróður búnaðarins gagnvart öðrum þjóðum sem búa við jarðskjálfta- og eldfjallavá.“ Eitt af mögulegum verkefnunum hérlendis væri að athuga tengsl milli skjálftavirkni í Kötlu og Goðabungu og flóðkrafta sólar og tungls. Íslenskur hugbúnaður sem gæti sagt fyrir um jarðskjálfta Siðferðisleg skylda að reyna búnaðinn Hópur íslenskra vísindamanna býr yfir tækni sem gæti nýst vel til að spá fyrir um jarðskjálfta. Fyrstu prófanir sem gerðar voru árið 1997 komu vel út en síð- an hefur ekkert verið gert vegna fjár- skorts. Hamfarirnar við Indlandshaf hafa nú blásið vísindamönnunum bar- áttuanda í brjóst með að halda áfram rannsóknavinnunni. Morgunblaðið/Jim Smart Í kjölfar flóðanna í Asíu vill hópurinn halda áfram prófunum á Theme-hug- búnaðinum. F.v.: Páll Halldórsson, Ármann Höskuldsson, Guðberg K. Jóns- son og Magnús S. Magnússon. Á myndina vantar Pál Einarsson. 5–10 milljónir kr. vantar til að hefja verkefnið orsi@mbl.is 80 ára 1925 2005 á morgun JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, segir það ekki á valdsviði borgar- stjórnar að segja fyrir um eða ákveða að gerð verði úttekt á fjár- festingum Landsvirkjunar í fjar- skiptafyrirtækjum. Hann segir samt sjálfsagt að skoða slíka beiðni berist hún frá borgarstjóra enda Reykjavíkurborg stór eignaraðili að Landsvirkjun með um 45% eignarhlut. Á fundi borgarstjórnar á þriðju- daginn var samþykkt að fela borg- arstjóra að láta gera óháða úttekt á fjárfestingum opinberra fyrir- tækja í fjarskiptafyrirtækjum. Voru Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun nefndar í því sam- bandi. „Í ljósi þess að línur á fjarskipta- markaði eru teknar að skýrast og stefna fyrirtækjanna að skerpast þykir rétt að draga saman árangur fjárfestinga þessara aðila undan- farin ár, en einnig til samanburðar fjárfestingar annarra aðila í opin- berri eigu svo sem Landssíma Ís- lands,“ segir í greinargerð með til- lögu borgarfulltrúa R-listans. Sjálfstæðismenn vildu einskorða úttektina við fjárfestingar OR frá árinu 1998 og arðsemi þeirra enda hefði borgarstjórn enga heimild til að krefjast úttektar á fjárfesting- um Landsvirkjunar né Landssíma Íslands. Tillaga R-listans gengi því ekki upp. Í stjórn Landsvirkjunar sitja borgarfulltrúarnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Helgi Hjörvar en alls eru stjórnarmenn sjö. Meiri- hluti stjórnar Orkuveitunnar er hins vegar skipaður af borgar- stjórn og eignarhlutur Reykjavík- urborgar í fyrirtækinu tæp 94%. Reykjavíkurborg kemur hins veg- ar ekkert að rekstri Landssíma Ís- lands sem er hlutafélag að 98% í eigu ríkisins. Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir að Síminn sé skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands. „Þegar og ef formlegt erindi berst vegna samþykktar borgarstjórnar verður því svarað,“ segir hún. Landsvirkjun á fjarskiptafyrir- tækið Fjarska sem var stofnað í október árið 2000 og yfirtók fjar- skiptakerfi Landsvirkjunar. Dótt- urfélag Fjarska er Íslandsmiðill sem dreifir stafrænu sjónvarpsefni á suðvesturhorni landsins. Ekki á valdsviði borgar- stjórnar að krefjast úttektar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.