Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 11

Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 11 FRÉTTIR Hverafold 1-3 • Foldatorg Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: mán.-fös. frá kl. 11-18 • lau. frá kl. 11-14 Útsala Útsala 40-80% afsláttur Fyrstir koma fyrstir fá! Komið og gerið dúndur kaup • LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ • • 8 VIKNA NÁMSKEIÐ Á STAFRÆNAR VÉLAR - Fjögur námskeið Námskeiðin byrja 10. og 12. janúar. Kennt er einu sinni í viku, mánudaga/miðvikudaga frá kl. 17-19 eða 20-22. Farið er ítarlega í allar helstu stillingar vélarinnar m.a. ljósop, hraði, White Balance, pixlar o.fl. Kennd verður myndataka, myndbygging, ljósmæling, myndataka í stúdíói o.fl. Útskýrt hvernig á að koma skipulagi á myndasafnið, setja myndir á geisladisk, senda myndir í tölvupósti o.fl. • 8 VIKNA NÁMSKEIÐ Á FILMUVÉLAR - Tvö námskeið Námskeiðin byrja 13. janúar. Kennt er einu sinni í viku, fimmtudaga frá kl. 17-19 eða 20-22. Kennd verður myndataka, myndbygging, ljósmæling, notkun filtera, lýsing, myndataka í stúdíói o.fl. Grunnhugtök eins og ljósop, hraði og dýptarskerpa verða útskýrð. Á öllum námskeiðunum taka nemendur myndir af módeli í ljósmyndastúdíói og fá önnur ljósmyndaverkefni til að glíma við. Námskeiðin eru haldin á Völuteigi 8, Mosfellsbæ • Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson. Skráning á www.ljosmyndari.is eða í síma 898 3911 • Námskeiðsgjald er kr. 18.500. VEIÐAR skipa HB Granda hf. gengu almennt vel á síð- asta ári þrátt fyrir minni loðnu- og karfaafla. Heildarafli skipanna var 222.410 tonn en í magni vega loðna og kol- munni þyngst, rúm 65 þúsund tonn veiddust af loðnu á árinu og af kolmunna veiddust 80 þúsund tonn. Heildarafli í uppsjávarfiski var um 166 þús. tonn en botnfiskafli skipanna var rúmlega 56 þús. tonn. Heildaraflaverðmætið er tæplega 6,2 milljarðar króna sem er um 290 milljóna króna lækkun frá árinu á undan. Til samanburðar við árið 2003 var bolfiskaflinn um 5.400 tonnum minni árið 2004 og munar þar mest um minni afla af úthafskarfa. Afli uppsjávarfisks var 22.300 tonnum minni árið 2004 og munar þar mest um minni loðnuafla á síðastliðnu ári. Sé litið á frystitogarana var afli þeirra samtals 32.374 tonn að verðmæti 3,6 milljarðar króna. Helga María Ak var með 6.274 tonn að verðmæti 671 milljón króna, Höfr- ungur III AK með 4.668 tonn að verðmæti 760 milljónir, Venus HF með 7.171 tonn og 780 milljónir, Þerney RE með 6.919 tonn að verðmæti 700 milljónir og Örfirisey með 7.342 tonn að verðmæti 702 milljónir. Ísfisktogararnir voru samtals með 23.670 tonn að verð- mæti 1,3 milljarðar króna. Ásbjörn RE var með 6.814 tonn að verðmæti 324 milljónir, Haraldur Böðvarsson AK með 3.892 tonn og 364 milljónir, Ottó N. Þorláksson RE var með 7.371 tonn og 366 milljónir og Sturlaugur H. Böðvarsson AK var með 5.593 tonn að verðmæti 288 milljónir króna. Uppsjávarskipin voru samtals með 166.366 tonn að verðmæti 1,2 milljarðar króna. Faxi RE var með 61.040 tonn að verðmæti 422 milljónir, Ingunn AK var með 67.026 tonn og 472 milljónir og Víkingur AK var með 38.300 tonn að verðmæti 334 milljónir króna. 118.000 tonn Ísfisktogaranum Haraldi Böðvarssyni hefur nú verið lagt og úthaldi hans hætt. Skipið var smíðað í Kristian- sund í Noregi og kom til Akraness í júlí 1975 og hefur því verið í þjónustu í tæp 30 ár. Skipinu hefur ávallt verið vel við haldið en engu að síður er nú komið að ýmsum stórum viðhaldsverkefnum sem ekki verður ráðist í. Skipið hefur verið hið mesta happafley og gott sjóskip. Haraldur Böðvarsson AK 12 hefur fært mikinn afla á land undir stjórn þriggja skipstjóra og nemur aflinn alls 117.784 tonnum af bolfiski og framreiknað aflaverðmæti skipsins á þessum tíma er rúmir 6,5 milljarðar kr. Kristján Pétursson var skipstjóri á skipinu frá 1975, Gunnar Einarsson frá 1986 og Viðar Gunnarsson frá 1992. Skipstjóri í síðustu veiðiferðinni var Árni Einars- son, 1. stýrimaður, og yfirvélstjóri Örn Helgason. Skip HB Granda fiskuðu fyrir 6,2 milljarða króna ÚR VERINU SIGRÚN Sumarliðadóttir, nemandi á lokaári í arkitektadeild Tæknihá- skólans í Delft í Hollandi, hlaut ný- verið fyrstu verðlaun í verðlauna- samkeppninni Café Cultur Prijs 2004 sem efnt var til sl. haust. Menningarsamtökin Felix Meritis standa að keppninni og var þetta þriðja árið sem verðlaunin eru veitt. Samtökin, sem stofnuð voru árið 1777, hafa það að markmiði að efla menningarumræðu og menn- ingarviðburði í Hollandi og var með samkeppninni verið að kalla eftir hugmyndum um gervallt Holland frá nýútskrifuðum arkitektum og nemendum í arkitektúr um bygg- ingu, sem örvað gæti jákvæð sam- skipti borgaranna og rúmað sam- komustað sem risið gæti á fjölmennum stað í miðborg Rotter- dam. Dómnefnd keppninnar var skip- uð fulltrúum frá lista- og menning- arlífi Hollands, en formaður dóm- nefndar er formaður Samtaka hollenskra arkítekta. Í umsögn dómnefndar um vinningshugmynd- ina segir m.a.: „Verk Sigrúnar nýt- ir á frumlegan hátt rými götunnar og neðanjarðarganganna og tengir það rými lestarkerfis miðborg- arinnar. Þetta er raunhæf en frum- leg hönnun sem býður upp á raun- verulega útfærslu. Dómnefnd er sammála um að í útfærslunni hafi tekist vel að tengja innra og ytra rými byggingarinnar og að úrlausn Sigrúnar sé í góðu samræmi við það sem keppnin kallaði eftir. Í verkinu kemur fram arkitektónisk hugmyndafræði sem er í takt við stund og stað.“ Aðspurð segir Sigrún sigurinn hafa komið sér í nokkuð opna skjöldu. „Hvað þýð- ingu verðlaunanna varðar þá kom auðvitað í góðar þarfir að fá verðlaunafé upp á 2.000 evrur auk þess sem þetta er að sjálfsögðu afar gott fyrir ferils- skrána,“ segir Sigrún og bætir við að mjög mikil- vægt sé fyrir arkitekta- nema að hafa kost á að taka þátt í keppnum á borð við þessa þar sem vinnuferlið sé afar lærdómsríkt. Að sögn Sigrúnar er arkitektadeild Tækniháskólans í Delft með þeim stærri í Hollandi og þykir býsna góð. Þess má geta að nemendum deildarinnar gekk af- ar vel í keppninni, en fimm af þeim sem komust í átta manna úrslit keppninnar stunda nám við skólann. Sigrún útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræði- braut Menntaskólans í Reykjavík árið 2000 og hafði samhliða því stundað nám við í Myndlistaskól- anum í Reykjavík frá unga aldri. Hún lýkur BA-prófi í arkitektúr frá Tækniháskólanum í Delft nk. vor og segist aðspurð stefna á mastersnám í framhaldinu. Nánari upplýsingar um keppnina fá finna á vefslóðunum: www.felix- meretis.nl og www.cafecultuur- prijs.nl. Íslendingur sigrar arki- tektakeppni í Hollandi Hluti af verðlaunahugmynd Sigrúnar. Myndir sýna eina hlið á vinnings- módelinu þar sem Sigrún gerir ráð fyrir að almenningur geti lagt sitt af mörkum til skreytingar húsnæðisins, t.d. í formi veggjakrots. Sigrún Sumarliðadóttir NÆSTU daga og vikur gengst Sjálfstæðisflokkurinn fyrir opnum, almennum stjórnmálafundum í öll- um kjördæmum landsins í janúar og febrúar undir yfirskriftinni Með hækkandi sól – lægri skattar – auk- in hagsæld. Fundirnir eru öllum opnir. Fundirnir verða 45 talsins og hefst fundaröðin með fundi í Val- höll, Háaleitisbraut 1, í Reykjavík, á morgun, laugardaginn 8. janúar kl. 10.30. Þar verður framsögumaður Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og utanríkisráðherra. Sama dag verða fundir kl. 12 í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn, kl. 14 á Flughóteli í Keflavík og kl. 15 á Hótel KEA, Akureyri. Framsögu- menn í Þorlákshöfn verða Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráð- herra, og Kjartan Þ. Ólafsson al- þingismaður. Í Keflavík verða fram- sögumenn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og alþingismennirnir Drífa Hjart- ardóttir og Sólveig Pétursdóttir. Á Akureyri verða framsögumenn Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismað- ur. Á sunnudag verða sex fundir: á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Hellu, Stykkishólmi, Borgarnesi og Búð- ardal. Nánari upplýsingar eru á vef- síðunni www.xd.is. Fundaröð Sjálfstæðisflokksins Stjórnmálafundir í öllum kjördæmum UMBOÐSMAÐUR Alþingis finnur í nýju áliti sínu að málsmeðferð fangelsisyfirvalda á Litla-Hrauni og dómsmálaráðuneytisins vegna umsóknar fanga um fylgdarleyfi til að hitta tvö börn sín og fyrir- komulag heimsókna sambýliskonu mannsins. Umboðsmaður taldi að fangels- isyfirvöld á Litla-Hrauni hefðu ekki veitt manninum réttar leiðbein- ingar um kæruleiðir við meðferð umsóknar hans um dvalarleyfi utan fangelsisins. Einnig taldi umboðs- maður að ekki hefði að lögum verið rétt af hálfu fangelsisins að senda umsókn mannsins um fylgdarleyfi til umsagnar Fangelsismálastofn- unar. Ennfremur að dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefði ekki litið á erindi fangans sem stjórn- sýslukæru eins og rétt hefði verið. Þá var afgreiðsla stjórnvalda á beiðni mannsins um að hitta börn sín ekki í samræmi við málshraða- reglu stjórnsýslulaga. Beinir umboðsmaður þeim til- mælum til dómsmálaráðuneytisins að það geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að málsmeðferð og afgreiðsla beiðna og umsókna fanga samrýmist framvegis þeim sjónarmiðum sem í álitinu eru rak- in. Umboðsmaður Alþingis finnur að málsmeðferð fangelsisyfirvalda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.