Morgunblaðið - 07.01.2005, Síða 18
Vorönn Kvennakórs Reykjavíkur
Æfingar á vorönn hefjast miðvikudaginn 12. janúar kl. 20.00. Í september
2005 fer Kvennakór Reykjavíkur í viku söngferðalag til Finnlands, Eistlands
og Svíþjóðar og hefst undirbúningur ferðarinnar nú á vorönn. Kórinn getur
bætt við nokkrum röddum. Áhugasamar hafi samband í síma 896 6468
eftir kl. 16:00.
Kórskóli Kvennakórs Reykjavíkur
Kennsla hefst miðvikudaginn 19. janúar kl. 18:00. Í kórskólanum er farið
yfir undirstöðuatriði söngs og þá sérstaklega söngs í kór, þar sem unnið er
með sjálfstæði radda og samhljóm. Innritun í síma 896 6468 eftir kl. 16:00.
Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur
Æfingar hefjast mánudaginn 10. janúar kl. 16:00.
Æfinga- og kennsluaðstaða er í húsnæði Sjómannaskóla Íslands
við Háteigsveg.
Kórstjóri og kennari er Sigrún Þorgeirsdóttir.
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Dagsbirtulampar | „Nú förum við úr
eymdinni í ljósið!“ segir í frétt á vef Fjöl-
brautaskólans við Ármúla, en nýlega festi
Heilbrigðisskólinn sem er innan veggja
skólans, kaup á nokkrum dagsbirtulömpum
sem komið hefur verið fyrir á bókasafni
skólans. „Tilgangurinn er að ráða bót á
skammdegisþunglyndi því sem hrjáir svo
marga á þessum árstíma. Skammdegis-
þunglyndi er einnig nefnt vetraróyndi.
Sjúkdómurinn er árstíðabundinn og byrja
einkennin að koma fram þegar dagurinn
styttist á haustin, en hverfa á vorin þegar
dagurinn lengist,“ segir í fréttinni. Þar er
einnig getið um helstu einkenni sem eru
atorkuleysi og depurð, en önnur einkenni
eru bráðlyndi, félagsfælni, kvíði og áhyggj-
ur, skert framtakssemi, lengdur nætur-
svefn, mikil löngun í sætindi og aukin lík-
amsþyngd. Fram kemur að rannsóknir hafa
sýnt að reglubundin ljósameðferð getur
stundum ráðið bót á sjúkdómnum.
Vestlendingur ársins | Frjálsíþrótta-
maðurinn Jón Oddur Halldórsson frá Hell-
issandi hefur verið útnefndur Vestlend-
ingur ársins
2004. Vestur-
landsblaðið
Skessuhorn
stendur fyrir
valinu.
Jón Oddur
hlaut tvenn silf-
urverðlaun á
Ólympíumóti
fatlaðra í Aþenu
á síðasta hausti
og hefur unnið
til fjölda verð-
launa í sprett-
hlaupum á
íþróttamótum fatlaðra víða um heim.
Í öðru sæti í valinu varð Bárður Eyþórs-
son, þjálfari körfuknattleiksliðs Snæfells í
Stykkishólmi. Pétur Geirsson hótelhöldur í
Borgarnesi og Stykkishólmi varð í þriðja
sæti.
Það verður mikið umdýrðir í KA-heimilinu á Akur-
eyri á morgun, laugardag-
inn 8. janúar, á afmælis-
degi félagsins. Þá leika
gömlu kempurnar sem
urðu fyrstu bikarmeist-
arar KA 1995, en í þeim
hópi er m.a. Alfreð Gísla-
son, þáverandi þjálfari
liðsins, gegn núverandi
bikarmeisturum KA, en
leikurinn hefst kl. 15. All-
ur ágóði rennur óskiptur
til góðgerðarmála. Við
sama tækifæri verður lýst
kjöri á íþróttamanni KA.
Handbolta-
veisla
Vetrarlegt er um að litast á Hofsósi líkt og annarsstaðar norðan heiða, en þar sem og í öðru þétt-býli í Skagafirði er ekki svo mikill snjór á lág-
lendi. Hann hangir að mestu í hlíðunum, því í suðaust-
anáttinni sem ríkjandi var í vikunni fauk snjórinn að
mestu á haf út.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Vetrarlegt á Hofsósi
Ingi Steinar Gunn-laugsson á Akranesiorti í tilefni af
vangaveltum um hvort
selja mætti vín í mat-
arbúðum:
Eflaust myndi ólmur hlaupa
út í búðir hvert eitt sinn
ef ég mætti kátur kaupa
koníak fyrir afganginn
Hann orti um áramótin:
Eftir talsvert braml og bauk
brá upp eldi drukkinn glanni
og kröftugt skeyti rakleitt rauk
í rassgatið á næsta manni
„Áááiiiii, þetta hefur ver-
ið vont,“ hváði Einar Kol-
beinsson og orti:
Ef að svona illa fer,
undan margur veinar.
Bestu óskir ber ég þér,
um bata Ingi Steinar!
Um áramót
pebl@mbl.is
Reykjanesbær | Mikið var að gera í
andlitsmáluninni í Reykjaneshöllinni
í gær, þegar börnin voru að búa sig
undir kvöldið. Biðraðir voru við leik-
tækin og andlitsmálunina á meðan
beðið var eftir að gengið yrði fylktu
liði undir forystu álfakonungs og
-drottningar að álfabrennunni á Iða-
völlum þar sem jólin voru kvödd á
viðeigandi hátt. Mikið var sungið og
dagskránni lauk síðan með flug-
eldasýningu.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Búa sig und-
ir gönguna
Þrettándinn
Skagafjörður| Fulltrúar Framsóknar-
flokks í sveitarstjórn Sveitarfélagsins
Skagafjarðar lögðu fram breytingartillögu
við gerð fjárhagsáætlunar þess fyrir þetta
ár, en þeir vildu að fjárveiting til atvinnu-
mála yrði aukin um 50 milljónir króna til að
byggja upp atvinnulíf sem fyrsta skref í
þeirri viðleitni að snúa við rekstri sveitar-
félagins og íbúaþróun héraðsins.
Eigið fé rýrnar árlega
um 100 milljónir
„Íbúum sveitarfélagsins fækkaði veru-
lega á yfirstandandi ári. Því er ljóst að end-
urvekja þarf traust almennings á Skaga-
firði sem búsetukosti. Þrátt fyrir
hástemmdar yfirlýsingar sveitarstjóra og
meirihlutafulltrúa um góðan rekstur, hag-
ræðingu og árangur í fjármálastjórn er
ljóst, skv. ársreikningum sveitarfélagins
fyrir árið 2003 og fjárhagsáætlun 2004 og
framlagðri áætlun fyrir árið 2005, að eigið
fé samstæðu sveitarfélagins rýrnar árlega
að meðaltali þessara ára um rúmlega 100
milljónir, sem þýðir að sveitarsjóður verð-
ur kominn í þrot innan örfárra ára með
óbreyttri stefnu,“ segir í bókun þeirra.
Bregðast verður við með
róttækum aðgerðum
Þá segir einnig að ljóst sé að nú þegar
verði að bregðast við með róttækum að-
gerðum og að fulltrúar Framsóknarflokks-
ins bendi enn og aftur á að eina raunhæfa
leið sveitarfélagsins til að snúa óheillaþró-
uninni við sé að auka tekjur sveitarsjóðs og
það verði ekki gert nema með uppbygg-
ingu atvinnulífs í héraðinu. „Fulltrúar
flokksins geta ekki samþykkt framlagða
fjárhagsáætlun sem leiðir til þrots sveit-
arsjóðs innan örfárra ára,“ segir í bókun
framsóknarmannanna þriggja en þeir
greiddu atkvæði gegn fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins.
Hærri tekjur og lækkun skulda
Áætlunin var samþykkt og segir á vef
sveitarfélagsins að meðal þess sem hún
boði sé verulega bætt rekstrarafkoma,
lækkun skulda, minni lántaka og hærri
tekjur.
Fram kemur að niðurstaða rekstrar allr-
ar samstæðunnar lagist milli ára um 38%,
halli fari úr 136 milljónum í 99 milljónir og
rekstrarniðurstaða aðalsjóðs lagast um
50%, halli fari úr 58 milljónum í 29. Ný lán-
taka er áætluð 154 milljónir og afborganir
lána muni nema um 238 milljónum króna.
Handbært fé frá rekstri hækkar um 30%
og veltufé frá rekstri um 88%. Þá er gert
ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 114 milljónir
á árinu, en það er 36 milljónum minna en á
nýliðnu ári. Loks má nefna að heildar-
skuldir lækka um 10 milljónir króna.
Vildu 50
milljónir til
atvinnuupp-
byggingar
Sveitarfélagið Skagafjörður
Óskiljanlegar kröfur | Sveitarstjórn Öx-
arfjarðarhrepps fjallaði á dögunum um
kröfulýsingu fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkisins um þjóðlendur á Norðausturlandi
og lýsti þar furðu sinni á óskiljanlegum
kröfum og vinnubrögðum ríkisins, í land
innan sveitarfélagsins, og telur ljóst vera að
nái þessar kröfur fram að ganga muni um
þriðjungur sveitarfélagsins verða kominn
undir miðstýrt vald ríkisins. Hvatti hún
landeigendur í hreppnum til að taka hönd-
um saman með landeigendum í öðrum
sveitarfélögum á svæðinu og móta sameig-
inlegar kröfur til þess að leggja fyrir
Óbyggðanefnd.