Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 19
MINNSTAÐUR
Reykjavík | „Við fáum margar kvartanir um
að það sé ekið of hratt á tilteknum götum í
svona íbúðarhverfum miðað við leyfðan há-
markshraða, því miður. Við erum samt sem áð-
ur alltaf að stinga á þessu,“ segir Þorgrímur
Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá umferðar-
deild Lögreglunnar í Reykjavík.
Víða er 30 km hámarkshraði í íbúðahverfum
borgarinnar, og talsvert ber á því að ökumenn
virði ekki reglur um hámarkshraða þegar ekið
er um þessi hverfi.
Að sögn Þorgríms hefur lögregla jöfnum
höndum umferðareftirlit með götum þar sem
hámarkshraði er 30 kílómetrar og öðrum göt-
um borgarinnar.
Reynslan sýni mönnum hins vegar að oft á
tíðum séu það íbúar sjálfir í viðkomandi hverf-
um sem aki of hratt. Fólk kvarti hins vegar
undan náunganum. Að sögn Þorgríms hefur
almennt dregið úr hraða í íbúðarhverfum þar
sem hraðatakmarkanir hafa verið settar upp
þrátt fyrir að einhverjir ökumenn freistist til
að brjóta reglurnar.
Morgunblaðið fór á stúfana eftir að lesandi
hafði samband og kvartaði undan því að öku-
menn virtu ekki reglur um hámarkshraða.
Lesandinn kvaðst hafa verið nálægt því að
verða fyrir bíl í hverfi þar sem ökumaður ók of
hratt. Hann hefði kvartað við lögreglu sem
hefði lítið aðhafst.
Sviptir ökuskírteini ef
ekið er á 74 km hraða
Lágmarkssekt fyrir hraðakstur er 5.000
krónur og hækkar hún eftir því sem hraðar er
ekið og eftir eðli brota í hverju tilviki. Ökumað-
ur er sviptur ökuskírteini aki hann yfir 74 kíló-
metra hraða í hverfi þar sem hámarkshraði er
30 km.
upp slíkum merkingum í Norðurmýrinni, hluta
af Seljahverfi, Hamrahverfi og nýjustu hverf-
um borgarinnar. Framundan er m.a. að koma
sams konar merkingum í Skuggahverfi neðan
Hverfisgötu og í götum við Háskóla Íslands
auk nýrra íbúðarhverfa.
Að sögn Geirs bendir könnun sem unnin var
árið 2001 til þess að slysum fækki um 60% þeg-
ar dregið er úr hraða í íbúðarhverfum og hann
lækkaður í 30. Lögreglan hefur sömu sögu að
segja, hraðatakmarkanir hafi mælst vel fyrir
og dregið hafi úr slysum.
Að sögn Geirs Péturssonar, verkfræðings á
umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar,
er stefnt að því að eftir 2–3 ár verði lokið við að
merkja og útbúa öll íbúðarhverfi miðað við 30
kílómetra hámarkshraða.
Lækka hámarkshraða við HÍ
Að sögn Geirs eru svæðin afmörkuð með
hliði og upphækkun við gatnamót. Þá er leyfð-
ur hámarkshraði málaður á götuna og skilti
með sömu upplýsingum sett upp.
Á síðasta ári var einkum unnið við að koma
Kvartað yfir að 30 km há-
markshraði sé ekki virtur
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Reykjavík | Borgarráðsfulltrúar R-lista lögð-
ust gegn tillögu F-lista um niðurfellingu stræt-
isvagnafargjalda fyrir börn, unglinga, aldraða
og öryrkja á fundi borgarráðs í gær. Borgar-
stjórn hafði áður vísað málinu til borgarráðs.
Ekki líkleg til að leiða til aukinnar
notkunar vagnanna
Vísa fulltrúar R-listans til þess að notenda-
kannanir Strætós bs. bendi eindregið til þess að
sú leið sem tillaga F-lista geri ráð fyrir, þ.e. nið-
urfelling fargjalda fyrir ákveðna hópa, sem
kosta muni borgina 120 milljónir króna, sé ekki
líkleg til að leiða til víðtækrar aukningar á notk-
un vagnanna. Hins vegar segir í tillögu R-lista
að rétt sé að stjórn Strætó bs. „skoði alla mögu-
leika í fargjöldum“ sem leiði til „eflingar al-
menningssamgangna“.
Mikil vonbrigði og lýsir uppgjöf R-lista
Ólafur F. Magnússon, borgarráðsfulltrúi
F-lista, segist í bókun á borgarráðsfundi í gær
ósammála þeirri fullyrðingu að niðurfelling
strætófargjalda barna, unglinga, aldraðra og
öryrkja, leiði ekki aukinnar nýtingar almenn-
ingssamgangna. „Tillögur F-lista í borgar-
stjórn um niðurfellingu fargjalda áðurnefndra
hópa hafa fengið góðar undirtektir. Afgreiðsla
málsins í borgarráði er því mikil vonbrigði og
lýsir uppgjöf R-listans gagnvart því mikilvæga
samfélags- og umhverfismáli sem felst í betri
nýtingu almenningssamgangna,“ segir í bókun-
inni.
F-listi í borgarstjórn muni halda áfram að
berjast fyrir þeirri réttlátu fjölskyldustefnu
sem felst í lægri þjónustugjöldum fyrir börn og
unglinga upp að 18 ára aldri sem og aldraða og
öryrkja, eins og segir í bókuninni.
Leggjast gegn
niðurfellingu
strætisvagna-
fargjalda