Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Útsala Útsala
Útsala
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Opið laugardaga kl. 10-16
SPEKTRO
PÓSTSENDUM
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Árnesaptóteki Selfossi,
Yggdrasil Kárastíg 1.
Fjarðarkaupum
Borgartúni 24
EIN MEÐ ÖLLU
Multivitamín, steinefnablanda
ásamt spirulínu, Lecthini, Aloe
vera o.fl. fæðubótarefnum.
30% hækkun | Fasteignamat í
Fjarðabyggð hefur hækkað veru-
lega á síðustu tveim árum og nemur
hækkunin nú 30% sem er mesta
hækkun á landinu. Þetta kemur
fram á vefnum fjardabyggd.is. Áður
hafði fasteignamat í Fjarðabyggð
hækkað um 20%. Hækkun þessi
kemur í kjölfarið á mikilli hækkun
húsnæðisverðs í sveitarfélaginu og
líflegri fasteignasölu á síðustu árum.
Þá fylgir þessu að tekjur sveitarfé-
lagsins aukast á komandi ári með
hækkuninni.
LOÐNUFRYSTING var í fullum gangi um
borð í fjölveiðiskipum Samherja, Vilhelm Þor-
steinssyni EA og Baldvini Þorsteinssyni EA í
gær, þar sem skipin dóluðu úti á Eyjafirðinum.
Frystigeta hvors skips er um 150 tonn á sólar-
hring og er ráðgert að bæði skipin landi fryst-
um loðnuafurðum á Akureyri í dag. Þeir koll-
egar Birkir Hreinsson skipstjóri á Vilhelm
Þorsteinssyni og Hákon Guðmundsson skip-
stjóri á Baldvini Þorsteinssyni, voru sammála
um að loðnuveiðarnar hefðu farið vel af stað á
nýju ári, loðnan væri mjög góð og færi öll í
frystingu. Birkir sagði ráðgert að landa um 600
tonnum af frosinni loðnu nú í morgunsárið en
um borð er 900-1000 tonna afli. „Við vorum
norður af Sléttu og þar var fínasta veiði,“ sagði
Birkir.
Baldvin Þorsteinsson er með um 700 tonna
afla en skipið var við veiðar norður af Rifs-
banka. „Loðnan var komin þangað og gekk
hratt austur á bóginn. Mér heyrist á mönnum
sem hafa stundað þessar veiðar lengi, að það
hafi verið þarna stór fleki á ferðinni en gengið
hratt austur. Þá eru leitarskip á 9 leitar-
svæðum. Það hefur lítið frést af þeim ennþá
nema að Beitir, sem er með Kolbeins-
eyjarsvæðið, hefur orðið var við loðnu,“ sagði
Hákon.
Loðnufryst-
ing á Eyja-
firðinum
Morgunblaðið/Kristján
Fjölveiðiskip Loðnufrysting stóð yfir í Baldvini Þorsteinssyni og Vilhelm Þorsteinssyni úti á Eyja-
firði í gær. Baldvin lagðist að bryggju um stund í hádeginu en svo var haldið aftur út á fjörð.
Dalvík | Slysum hefur fækkað ár frá
ári í umdæmi lögreglunnar á Dalvík
og einnig umferðaróhöppum þar sem
tjón er mikið. Hins vegar hefur um-
ferðarlagabrotum fjölgað á síðasta ári
miðað við árið á undan, samkvæmt
upplýsingum úr dagbók lögreglunn-
ar. Þar er bent á að það slæma við
samanburðinn sé að lítið hafi dregið
úr fjölda fíkniefnamála og hefur mál-
um fjölgað þar sem neysla á sér stað.
Heildarfjöldi verkefna lögreglunn-
ar á Dalvík var 3.093 á síðasta ári, eða
heldur fleiri verkefni en árið áður en
mun færri en árin þrjú þar á undan.
Alls komu upp 10 mál tengd fíkniefn-
um í fyrra, eða helmingi fleiri en árið
áður. Þá komu 308 umferðarlagabrot
til kasta lögreglunnar á Dalvík í fyrra,
43 umferðaróhöpp og 16 slys en slys-
um fækkaði um 5 á milli ára. Inn-
brotsmál voru 5 í fyrra en 7 árið áður
og þjófnaðarmál 19 í fyrra og fækkaði
um þrjú á milli ára. Starfssvæði lög-
reglunnar á Dalvík nær einnig yfir
Svarfðardal, Hrísey, Árskógsstrand-
ar og hluta Gálmastrandar.
Slysum og umferðaróhöppum hefur fækkað ár frá ári
Fíkniefnamálum fjölgaði
Gönguskíðadagur | Skíðafélag Akureyrar og
Skógræktarfélag Eyfirðinga standa fyrir göngu-
skíðadegi í Kjarnaskógi laugardaginn 8. janúar frá
kl. 13.00. Boðið verður upp á gönguskíðakennslu
fyrir unga sem aldna, leiðbeint í umhirðu skíða-
búnaðar og notkun skíðaáburðar og þá verður
leikjabraut fyrir krakka. Allir eru velkomnir.
AUSTURLAND
AKUREYRI
Neskaupstaður | Þessir krúttlegu
hvolpar með himinblá augu eru af
svokölluðu Whippet-mjóhundakyni.
Þeir fæddust fyrir fjórum vikum og
eru úr fyrsta goti þessarar teg-
undar á Íslandi.
Hvolparnir eru fimm, þrír rakk-
ar sem heita Læðingur, Drómi og
Gleypnir og tvær tíkur sem heita
Snör og Snerpa, en allir bera hvolp-
arnir ræktunarnafnið Leifturs.
Móðir hvolpanna heitir Maja og er
hún íslenskur og norskur meistari,
en pabbinn heitir Snabbi og er ís-
lenskur meistari.
Það er Gunnur Sif Sigurgeirs-
dóttir í Neskaupstað sem ræktar
þessa hunda og hún segir þá ein-
staklega skemmtilega heim-
ilishunda sem eru blíðir og rólegir
inni fyrir en um leið mjög kraft-
miklir og sportlegir hlaupahundar
úti fyrir, en þessir hundar geta náð
allt að 68 km hraða á hlaupum.
Mikill áhugi er á gotinu hérlendis
meðal erlendra Whippet-ræktenda
og eru menn spenntir að sjá hverju
fram vindur.
Að sögn Gunnar Sifjar var teg-
undin ræktuð í Bretlandi, m.a. út
frá hinum frægu veðhlaupahundum
Greyhound en slíka hunda mátti
einungis aðallinn í Bretlandi eiga á
sínum tíma. Whippet-hundarnir
voru ræktaðir fyrir verkamenn og
komu sér vel við að færa björg í bú,
enda mjög góðir veiðihundar auk
þess sem þeir héldu hita á börnum í
rekkju. Nánar má fræðast um þessa
tegund á www.whippet.is.
Fyrsta got Whippet-hunda á Íslandi
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Nýliðar í hundaflórunni Læðingur, Drómi, Gleypnir, Snör og Snerpa.
Hlaupahundur
fátæka mannsins
Fljótsdalshérað | Óeining ríkir í
bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vegna
fyrirhugaðra ráðninga fólks til
stjórnunarstarfa í sveitarfélaginu.
Meirihluti bæjarstjórnar er skipað-
ur fulltrúum Héraðslista og Sjálf-
stæðisflokks, en í minnihluta sitja
Framsóknarflokkur og Áhugafólk
um sveitarstjórnarmál á Fljótsdals-
héraði.
Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdals-
héraðs á miðvikudag voru teknar
fyrir tillögur bæjarstjóra og for-
manna undirnefnda varðandi um-
sækjendur um sex ný störf. Minni-
hlutinn sat að mestu leyti hjá í
atkvæðagreiðslum og lét bóka við
nærfellt allar tillögurnar að ekki
hefði fengist aðgangur að gögnum
um umsækjendur sem byggja mætti
á skoðun um hæfi umsækjenda.
Síðustu vikurnar fyrir bæjar-
stjórnarfundinn höfðu minnihluta-
fulltrúar látið bóka sömu gagnrýni á
fundum undirnefnda sem fjölluðu
um einstakar ráðningar.
Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjar-
stjóri Fljótsdalshéraðs, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að
fulltrúar minnihlutans teldu sig hafa
haft styttri tíma til aðgangs að
gögnum um umsækjendur en þurft
hefði að vera. „Ákveðið var að vinna
þetta þannig að ég og formenn við-
komandi nefnda forynnum tillögur
að ráðningum, eins og gert er í öll-
um fyrirtækjum og stofnunum al-
mennt. Minnihlutinn hafði ekki að-
gang að gögnunum í jafnlangan tíma
og við sem sömdum tillögurnar. Og
auðvitað var ekki hugmyndin að allir
nefndarmenn kæmu að viðtölum eða
öðru slíku. Menn eru bara að gagn-
rýna að hafa ekki nægar upplýsing-
ar til að greiða atkvæði með ráðn-
ingu.“
Eiríkur, sem er fyrrverandi bæj-
arstjóri Austur-Héraðs, var á liðnu
ári ráðinn bæjarstjóri hins nýja
sveitarfélags, en f.v. sveitarstjórar
Norður-Héraðs og Fellahrepps, sem
eru nú sameinuð Austur-Héraði í
sveitarfélagið Fljótsdalshérað, sóttu
báðir um stjórnunarstöður hjá sveit-
arfélaginu en fengu ekki.
Vildu fá fyrrverandi
sveitarstjóra Fellahrepps
Á fundi bæjarstjórnar gagnrýndi
minnihlutinn m.a. harðlega að f.v.
sveitarstjóri Fellahrepps til síðustu
ára væri ekki ráðinn fjármálastjóri,
þar sem hann hefði stjórnað fjár-
málum Fellahrepps vel og unnið
sameiningu sveitarfélaganna mikið
gagn. Þannig væri verið að varpa
fyrir róða fjármunum, reynslu og
þekkingu á sveitarstjórnarmálum,
auk dýrmæts tíma í þjálfun óreynds
fólks, þar sem stutt væri í næstu
sveitarstjórnarkosningar. Með sömu
rökum var gagnrýnt að f.v. sveit-
arstjóri Norður-Héraðs væri ekki
ráðinn í stöðu héraðsfulltrúa.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi
sínum að rætt verði um starfslok við
fyrrverandi sveitarstjóra Fella-
hrepps og Norður-Héraðs. Þessar
viðræður hófust í gær og sagðist
bæjarstjóri ekkert geta sagt til um
hvort þar væri verið að ræða biðlaun
eða sérstakar greiðslur til viðkom-
andi aðila.
Bæjarstjórn samþykkti að ganga
til samninga við Guðlaug Sæbjörns-
son í starf fjármálastjóra, Helgu
Guðmundsdóttur í starf fræðslufull-
trúa, Karenu Erlu Erlingsdóttur í
starf menningar- og frístundafull-
trúa, Óðin Gunnar Óðinsson í starf
verkefnis- og þróunarstjóra, Skarp-
héðin Smára Þórhallsson í starf hér-
aðsfulltrúa og Önnu Björk Hjalta-
dóttur í starf umhverfisfulltrúa.
Bæjarstjóra var falið að ganga til
samninga við viðkomandi umsækj-
endur.
Tekist á um ráðningu í stjórnunarstöður á Fljótsdalshéraði
Minnihlutinn gagnrýnir
fyrirhugaðar ráðningar
Venjubundin vinnubrögð segir Ei-
ríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri
Fljótsdalshéraðs, og vísar gagnrýni
minnihlutans á bug.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Íþróttahús | Nýtt íþróttahús hef-
ur verið tekið í notkun í Fellabæ og
er það sambyggt Félagsmiðstöð-
inni í Fellum og safnaðarheimili
Áskirkju. Smíði hússins er ekki að
fullu lokið, en íþróttakennsla hófst
þar í vikunni.
Íþróttahúsið hefur verið í bygg-
ingu undanfarna mánuði og á að
vera tilbúið á næstu vikum. Í hús-
inu er 300 fermetra íþróttasalur
með búningsaðstöðu og sturtum.
Lítið svið er við salinn og því má
nýta hann sem samkomusal. Auk
þess er í húsinu fundarsalur og að-
staða til félagsstarfsemi. Öll
íþróttakennsla við Fellaskóla flyst
í húsið, en hún hefur verið í
íþróttahúsinu á Egilsstöðum.
Einnig er gert ráð fyrir því að hluti
íþróttaæfinga á vegum íþrótta-
félagsins Hattar verði í húsinu.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111