Morgunblaðið - 07.01.2005, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Classic Rock
Ármúla 5 - hjá gamla Hollywood
s. 568-3590
Idol-keppnin á breiðtjaldi
og boltinn í beinni.
Föstud. 7. jan. & Laugard. 8. jan.
FRÍTT INN
Opnunartími:
11-18:30 mán-fös
10-18 lau / 13-17 sun.
Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is
Samsung SGH-X450
fallegur 3 banda
sími með
hágæða skjá
Íslenskur maður og íslenskkona á öndverðri 19. öld fellahugi saman. Þau eiga margtsameiginlegt, meðal annars
skort á veraldlegum gæðum. En ást
þeirra er stór og hjónin eru sam-
heldin – hamingjan er mikil. Börnin
verða mörg. Svo mörg að ástæða
þykir til að stía hjónunum í sundur
vetrarlangt, þar sem „börnin hrjóta
svoleiðis af konunni“ eins og sagt er.
Sameinuð á ný reyna þau að
draga fram lífið í kotinu Seyru. Erf-
iðleikarnir magnast og fleiri börn
verða til, og tvö börn eru tekin af
þeim. En þá birtist maður, frændi
með hugsjónir. Hann segir þeim frá
Kanada, þar sem lífið sé betra. Og
þau fyllast eldmóði og ákveða að
halda vestur um haf með þrjú af
börnum sínum, til hins nýja og væn-
legra Íslands. Hvernig skyldi fjöl-
skyldunni farnast í nýju lífi?
Skýr mynd af Íslendingum
Á þennan hátt hefst saga Ólafs
Jenssonar fíólín og konu hans, Sæ-
unnar Hjálmarsdóttur, sem sögð er
í leikritinu Híbýlum vindanna sem
frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu
í kvöld. Leikritið er leikgerð Bjarna
Jónssonar af samnefndri bók Böðv-
ars Guðmundssonar, sem kom út ár-
ið 1995 og hefur notið afar mikilla
vinsælda.
Með hlutverk hjónanna fara
Björn Ingi Hilmarsson og Katla
Margrét Þorgeirsdóttir og segja
þau vinnuna við að gæða persón-
urnar lífi hafa verið mjög skemmti-
lega. „Það hefur verið mjög áhuga-
vert og gaman,“ segja þau. „Hver
og ein persóna í þessu verki fær
virkilega að njóta sín – þar er dreg-
in upp skýr mynd af sönnum Íslend-
ingum.“
Björn Ingi segir það sérstaklega
gaman að vinna sýninguna einmitt
vegna þess hve margir kannist við
söguna og hafi lesið hana. „Það er
heldur ekkert skrýtið að þessar
bækur Böðvars hafi verið svona vin-
sælar. Þegar maður byrjar getur
maður hreinlega ekki hætt. Maður
sogast að þeim,“ segir hann og
Katla Margrét bætir við að í rútunni
á leið í vettvangsferð sem leikhóp-
urinn fór á Hofsós, í Vesturfara-
safnið þar, hafi engu sambandi verið
hægt að ná við Björn Inga – hann
hafi verið á kafi í bókinni alla leið-
ina. „Já, við höfum aflað okkur upp-
lýsinga um vesturferðir á ýmsan
hátt. Það kom Vestur-Íslendingur í
heimsókn og Böðvar sjálfur hefur
komið. Okkur langar held ég öll til
Kanada núna!“ segja þau af ákefð.
Ólafur er sem kunnugt er kennd-
ur við fíólín, eða fiðlu. Björn Ingi
lýsir honum sem listrænum manni,
hvers hæfileikar eru aldrei metnir
að fullu. „Hann fær fiðlu að gjöf frá
föður sínum og lærir að spila á hana
án þess að fara í músíkskóla. Fóstri
hans lofar honum að hann fái að
fara í skóla og læra á hljóðfæri, en
af því verður síðan aldrei. Ólafur er
líka mjög hagur, smíðar hvað sem
er og spilar og syngur vel. En fyrir
það er aldrei launað, því það telst
ekki vera vinna,“ segir hann. „Í
raun fær hann aldrei að njóta sín,
og það er ekki fyrr en barnabarn
hans er orðið listamaður, að þessir
hæfileikar sem liggja í ættinni fá að
blómstra.“
Katla Margrét lýsir Sæunni hins
vegar sem jarðbundinni konu sem
lífið hefur ekki farið mjúkum hönd-
um um. „Hún er ekki upplitsdjörf,
missir börn og á erfitt líf. Ólafur
eiginmaður hennar, sem hún hefur
kynnst mjög ung, er hennar stoð og
stytta og versta ár sem hún lifir er
þegar þau eru aðskilin. Ástin sem
hún ber til hans er mjög falleg,“
segir hún.
Leikur fiðlunnar hans Ólafs er
gegnumgangandi í sýningunni, og
Björn Ingi hefur eytt síðustu vikum
í að æfa sig á hana. Það er Pétur
Grétarsson sem hefur samið tónlist-
ina í leiksýningunni. „Ég vissi ekki
hvað fiðla var áður en ég byrjaði að
vinna í þessari sýningu. Það hefur
verið mikið verkefni að kynnast
henni og ánægjulegt, í það minnsta
fyrir mig, þó ég viti ekki með þá
sem þurftu að hlusta á mig,“ segir
Björn Ingi og hlær.
Skemmtileg samvinna
Þúsundir miða hafa þegar verið
seldir á sýninguna, og segjast þau
Katla Margrét og Björn Ingi finna
fyrir miklum áhuga. „Þetta er svo
sterkur heimur sem þessi bók, sem
sýningin er byggð á, lýsir,“ segir
Katla Margrét. „Og það er hægara
sagt en gert að vinsa eitthvað út.
Mann langar hreinlega til að hafa
allt með, en við getum auðvitað ekki
haft tveggja sólarhringa sýningu!“
Stór hluti vinnunnar við leikgerð-
ina átti sér stað í samvinnu Bjarna
og leikhópsins, sem Björn Ingi og
Katla Margrét segja hafa verið
mjög skemmtilega. Þannig komu
leikarar, leikstjórinn Þórhildur Þor-
leifsdóttir og leikmyndahöfundurinn
Vytautas Narbutas með hugmyndir
að senum og atriðum, sem Bjarni
vann síðan fljótt upp úr. „Það var
skemmtilegt hvað þetta var mikill
hrærigrautur. Allir hentu hug-
myndum í pottinn. Svo var tekið út
og bætt við sitt á hvað, þangað til
púsluspilið varð til,“ segja þau.
Þau lýsa ánægju sinni með útlit
sýningarinnar, leikmyndina, bún-
inga Filippíu Elísdóttur og lýsingu
Lárusar Björnssonar. „Heimurinn
sem er að verða til á sviðinu er al-
veg stórkostlegur,“ segir Björn Ingi
og Katla Margrét samsinnir og bæt-
ir við: „Þó mann langi til að vera
hógvær, held ég að þessi sýning
verði mjög falleg. Það er að minnsta
kosti okkar upplifun, enda erum við
heilluð af þessum heimi.“
Leiklist | Híbýli vindanna, leikrit um vesturfara, frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld
Heillandi heimur vesturfaranna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Með hlutverk hjónanna Ólafs Jenssonar fíólíns og Sæunnar Hjálmarsdóttur fara Björn Ingi Hilmarsson og Katla
Margrét Þorgeirsdóttir. „Hver og ein persóna í þessu verki fær virkilega að njóta sín,“ segja þau.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lífið reyndi oft og tíðum á vesturfarana.
eftir: Böðvar Guðmundsson, í
leikgerð Bjarna Jónssonar.
Leikendur: Björn Ingi Hilm-
arsson, Katla Margrét Þor-
geirsdóttir, Bergur Þór Ing-
ólfsson, Birna Hafstein,
Guðmundur Ólafsson, Gunnar
Hansson, Halldór Gylfason,
Halldóra Geirharðsdóttir,
Hanna María Karlsdóttir, Jó-
hanna Vigdís Arnardóttir,
Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Pétur Einarsson, Sigrún Edda
Björnsdóttir, Sveinn Geirsson
og Theodór Júlíusson, auk sex
barna og aukaleikara frá Stúd-
entaleikhúsinu.
Tónlist: Pétur Grétarsson.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Búningar: Filippía I. Elís-
dóttir.
Leikmynd: Vytautas Narbutas.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs-
dóttir.
Híbýli vindanna
ingamaria@mbl.is