Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 25 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í UPPSVEITUM Árnessýslu eru menn almennt jákvæðir og léttir í lund, enda forréttindi að búa í fal- legri sveit. Ferðaþjónustan vex og dafnar sem aldrei fyrr, á síðasta ári fengum við 415.000 aufúsugesti og heldur fleiri í ár svo okkur leið- ist ekki. Sveitin skartar sínu feg- ursta nú á aðventunni, með til- heyrandi jólaljós, norðurljós og alvöru stjörnur. Markvisst hefur verið unnið hér samkvæmt stefnumótun í ferða- þjónustu í allmörg ár og ber stefn- an heitið „Gæði og gestrisni“. Á síðasta ári var stefnan endur- skoðuð, staðan metin og horft til framtíðar, björtum augum að sjálf- sögðu. Fjöldi heimamanna tók þátt í vinnunni og margar skemmti- legar hugmyndir að verkefnum fæddust. Ein af þeim góðu hug- myndum er að útdeila Upp- sveitabrosinu Brosið er „Gæða og gestrisni“-viðurkenning sem af- hent verður árlega. Uppsveita- menn munu fylgjast grannt með því sem vel er gert og vekja at- hygli á því með því að senda út bros. Uppsveitabrosið 2004 var afhent nýverið og var það Ferðaþjónusta bænda sem hlaut hið fyrsta bros, glerlistaverk eftir Rut Sigurð- ardóttur í Dalbæ, Hrunamanna- hreppi. Innan vébanda Ferðaþjónustu bænda hefur að undanförnu verið unnið markvisst að gæða- og um- hverfismálum auk þess sem öll samvinna við FB er með miklum ágætum. Það var Berglind Vikt- orsdóttir gæðastjóri sem tók við brosinu fyrir hönd Ferðaþjónustu bænda. Við í uppsveitum óskum þeim alls hins besta og erum sann- færð um að framtíðin brosir við ís- lenskum ferðaþjónustubændum. ÁSBORG ARNÞÓRSDÓTTIR, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu. Uppsveitabrosið Frá Ásborgu Arnþórsdóttur ströndum og valda gífurlegum um- hverfis- og efnahagslegum skaða. Þrátt fyrir að þessi mengunaróhöpp hafi haft afdrifarík áhrif á afmörkuð svæði er það hinn daglegi rekstur venjulegra kaup- og fiskiskipa sem losar meirihluta af þeirri olíu sem lendir í sjónum frá skipum. Sérstakur alþjóðlegur samningur um varnir gegn mengun sjávar frá skipum (MARPOL) tekur einmitt á þeim at- riðum. MARPOL og aðrir alþjóðlegir samningar leggja grunninn að ís- lenskri löggjöf um mengun frá skipum enda eru siglingar alþjóðleg starfsemi óháð landfræðilegum mörkum. Hinn 1. október sl. tóku gildi lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. Hér er um að ræða meg- inlagaramma um allt það sem lýtur að mengunarvörnum sjávar, hvort sem það er ofan af landi eða frá skipum. Setning laganna er eitt af þeim skref- um sem íslensk stjórnvöld hafa tekið í því skyni að skilgreina ábyrgð almenn- ings, atvinnulífs, sveitarfélaga og op- inberra aðila varðandi umhverfismál sjávar og stranda. Undirbúningur lagasetningarinnar hófst í kjölfarið á strandi Víkartinds árið 1997 en þar kom í ljós að íslenskt stjórnkerfi og viðbragðsaðilar voru um margt van- búnir því ástandi er þá skapaðist. Í hinum nýju lögum eru ýmis ný ákvæði sem miða að því að vernda haf- ið og strendur landsins gegn mengun og athöfnum sem stofnað geta heil- brigði manna í hættu, skaðað lifandi auðlindir hafsins og raskað lífríki þess, spillt umhverfinu eða hindrað lögmæta nýtingu hafs og stranda. Í því skyni að upplýsa almenning og hagsmunaaðila um helstu ákvæði hinna nýju laga hef- ur Umhverfisstofnun gefið út fjórða ritið í ritröðinni Upplýsingar og stað- reyndir þar sem meginefni laganna eru tíunduð, helstu nýmæli útskýrð og getið um næstu skref stjórnvalda. Stofnunin hefur einnig endurnýjað og uppfært upplýsingar um málefni hafs og stranda á vefsíðu sinni, www.ust.is. Þar er að finna margvíslega fræðslu um ástand sjávar, alþjóðlegt samstarf varðandi málefni hafsins, viðbrögð við bráðamengun og almennan fróðleik um mengun hafs og stranda. Áhuga- sömum er bent á neðangreindar upp- lýsingaveitur og boðið að leita til Um- hverfisstofnunar um frekari upp- lýsingar. ’Eingöngu alþjóðlegtsamstarf og samningar geta því stuðlað að verndun heimshafanna svo gagn sé að.‘ Höfundur er fagstjóri á stjórnsýslu- sviði Umhverfisstofnunar. TENGLAR .............................................. http://www.ust.is/Mengunarvarnir/ Mengunhafsogstranda/ http://www.ust.is/media/skyrslur/ Skyrsla.pdf ÍSLENSKA þjóðin er staðföst í andstöðu sinni við stríðið í Írak. Það er sama hver spurningin er, svarið sýnir víðtæka andstöðu. Gallup- könnun í desember síðastliðnum stað- festir að yfirgnæf- andi meirihluti þjóð- arinnar er andvígur því að Íslendingar séu á lista hinna vilj- ugu og staðföstu þjóða. Spurt var: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðar- aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum? Svarið er að 84% landsmanna eru á móti því, aðeins 14% vilja það. Skýrara getur svar íslensku þjóðarinnar ekki verið. Eftir alla umræðuna og málsvörn þeirra, sem styðja stríðsrekst- urinn, er afstaða þjóðarinnar í meginatriðum óbreytt frá því sem var í upphafi, reyndar virðist and- staðan heldur hafa vaxið. Skömmu áður en innrásin var gerð, eða í febrúar 2003, kom fram í Gallup- könnun að um 75% þeirra sem af- stöðu tóku voru andvíg hernaðar- aðgerðum í Írak og rúmlega 76% þjóðarinnar voru andvíg stuðningi Íslands við innrásina í könnun sem Fréttablaðið gerði fáum dög- um eftir að innrásin hófst. Allar tilvitnaðar þrjár kannanir sýna mikla andstöðu stuðnings- manna Framsóknarflokksins. Fréttablaðskönnunin sýndi að 63% kjósenda Framsókn- arflokksins voru and- víg stuðningi Íslands við innrásina, sem jafngildir 70%, ef að- eins eru teknir þeir sem tóku afstöðu. Í eldri Gallupkönn- uninni voru 70% fram- sóknarmanna andvíg hernaðaraðgerðum í Írak og nú eru 80% kjósenda Framsókn- arflokksins á móti því að Íslendingar séu á lista hinna staðföstu og viljugu þjóða samkvæmt nýju Gallup-könnuninni. Í spurningu Gallup í febrúar 2003 um stuðning við hernaðaraðgerðir kom enn- fremur fram að 54% kjósenda Framsóknarflokksins vildu ekki undir neinum kringumstæðum styðja hernaðaraðgerðir og 34% studdu aðgerðir ef þær væru með stuðningi Sameinuðu þjóðanna. Sérstaklega athyglisvert er að að- eins 9% framsóknarmanna studdu það sem síðar varð, hernaðar- aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta. Þátttakendur í stríði? Spyrja má hvaða þýðingu það hef- ur að vera á lista hinna staðföstu. Bush Bandaríkjaforseti lítur svo á að þær þjóðir séu þátttakendur í stríðinu í Írak. Í kappræðunum við Kerry í byrjun október sagði hann samkvæmt fréttum Rík- issjónvarpsins 9. október sl.: „Stundum þarf að taka óvinsælar ákvarðanir af því að maður telur þær réttar. Við höldum þessu áfram. Þrjátíu þjóðir taka þátt í stríðinu í Írak.“ Ég fæ ekki betur séð en að Bandaríkjaforseti sé þarna að vísa til lista hinna stað- föstu þjóða en einmitt 30 þjóðir voru á honum, þar á meðal Ísland. Ég ætla þeim, sem tóku ákvörðun af Íslands hálfu, ekki að þeir líti svo á að Íslendingar séu beinir þátttakendur í stríðinu, en það virðist hins vegar vera skilningur Bandaríkjaforseta. Sem fyrst þarf að eyða þessum skilningi Georg W. Bush. Þá vaknar spurning um hvað felst í því að Ísland er á um- ræddum lista? Líklegasta svarið er að það sé pólitísk yfirlýsing um stuðning við innrásina. En þá blasir við, að sú pólitíska yfirlýs- ing nýtur ekki stuðnings, hvorki kjósenda stjórnarflokkanna né al- mennings og hefur aldrei haft. Ís- lenska þjóðin hefur alla tíð verið staðföst í andstöðu sinni og er ekki rétt að hún ráði þessu? Staðföst andstaða þjóðarinnar Kristinn H. Gunnarsson fjallar um Íraksstríðið Kristinn H. Gunnarsson ’En þá blasir við, að sú pólitíska yfirlýsing nýtur ekki stuðnings, hvorki kjósenda stjórn- arflokkanna né al- mennings.‘ Höfundur er alþingismaður. SAMKVÆMT lögum mega sendiherrar Íslands og aðrir starfsmenn utanríkisþjónustunnar ekki taka sér neinskonar auka- vinnu „nema sérstaklega standi á“ og þá með leyfi yfirmannsins, sjálfs utanríkisráðherra. Svo miklu þykir skipta að diplómatarnir séu ljós- lega engu öðru háðir en hags- munum íslenska lýðveldisins. Nú hefur Davíð Oddsson for- maður Sjálfstæðisflokksins skipað Þorstein Pálsson fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í nefnd fimm stjórnmálaflokka um tiltekið póli- tískt verkefni. Þorsteinn gengur þar erinda flokksins, væntanlega samkvæmt boðum flokksforyst- unnar, enda kann verkefnið að vekja deilur og átök á opinberum vettvangi. Þorsteinn Pálsson er sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Ætla má að hann hafi beðið utanríkis- ráðherra um leyfi til þessara laun- uðu starfa og skýrt út fyrir honum með hvaða hætti sérstaklega stendur á. Og utanríkisráðherra hefur sýnilega veitt leyfið. Sá ráð- herra er einmitt Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað vakna strax spurn- ingar um hina sérstöku stöðu, um fordæmi og um reglur, skrifaðar og óskrifaðar. En fyrst og fremst beinast sjónir að siðrænum þroska bæði sendiherrans og ennþá held- ur utanríkisráðherrans og flokks- formannsins. Hvort er Þorsteinn Pálsson sendiherra Íslands eða erindreki Sjálfstæðisflokksins? Mörður Árnason Sendiherra Sjálf- stæðisflokksins? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.