Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 28

Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR G leðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Þökkum allt gamalt og gott á liðnum ár- um. Kveðja, Ásta, Barði, börnin. Þannig hafa eflaust margar kveðjur byrjað á jólakortum landsmanna, þessi jól sem öll hin á undan. Hins vegar er undir- skriftin hreinn og klár tilbún- ingur minn, sett inn svona til skemmtunar og vísunar í víð- förula gamansögu. Jólin voru kvödd á þrettándanum í gær og víst er að jólakortin hafa farið of- an í einhverja geymslukassa ásamt öðru dóti og skrauti sem hátíðinni tilheyrir. Eftir því sem mér skilst er hins vegar allur gangur á því hvort fólk geymi jóla- kortin, sumir klippa þau til og endur- vinna til eig- in nota síðar og aðrir taka frá kort sem höfðu að geyma ljós- myndir eða voru á annan hátt dýrmætari en hin. Öðrum er jafnvel hent. Og nóg er af þeim. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- landspósti lætur nærri að 2,5 til 3 milljónir korta hafi verið sendar út fyrir þessi jól. Það gera um 10 kort á hvern Íslending og laus- lega má reikna með sending- arkostnaði upp á um 125 millj- ónir króna. Hið merkilega er að kortin hafa haldið velli þrátt fyrir tölvupóstinn og mikil samskipti fólks á Netinu. Líklega munu þau halda vinsældum sínum um ókomna tíð, enda fátt sem breyt- ist í tengslum við jólahátíðina. En hvað segiði um smátilbreyt- ingu? Oft hefur maður velt fyrir sér tilgangi jólakortanna, ekki síst þegar þau sjást í stórum bunkum hjá fyrirtækjum og inni á heim- ilum. Til hvers eru þau skrifuð og send? Væntanlega, og vonandi, af væntumþykju við ættingja og vini, halda tengslunum og sam- skiptunum og senda ástvinum jólakveðju. Fyrirtæki senda kort til dyggra viðskiptavina og stjórnmálamenn senda helstu stuðningsmönnum og kjósendum sínum. Jólakortin eru stundum eina tjáningarformið sem eftir er í samskiptum fólks, fólks sem hefur kannski ekki hist eða talast við árum saman. Áfram koma kortin, sum með fögrum fyr- irheitum um að „nú verðum við að fara að hittast.“ Síðan gerist ekkert. Allir önnum kafnir í hraða nútímasamfélagsins. Svo enginn misskilji mig þá er ég alls ekki að mælast til þess að við hættum að skrifa jólakort, síður en svo. Þeim fylgir ætíð góður hugur. Enda stendur ekki til hjá sjálfum mér að hætta þeim ágæta sið, sem á víst rætur sínar að rekja til Bretlands allt aftur á miðja 19. öld. Hér á landi sáust þau fyrst undir aldamótin 1900. En af hverju ekki að breyta til og skrifa öðruvísi kort, leggja svolítið meira í þau og hafa kveðjurnar ítarlegri og innilegri, fjölrita heilu dagbækurnar þess vegna? Finna eitthvað annað til að skrifa en „þökkum allt gamalt og gott á liðnum árum“? Sem betur fer hafa sumir breytt út af venjunni og leggja heilmikla vinnu í kortin, en fleiri mættu taka það til eftirbreytni. Ég hef nú þegar ákveðið að breyta til um næstu jól og því ættu ættingjar mínir og vinir að setja sig í stellingar! En við skulum heldur ekki gleyma því að ekki senda allir jólakort. Mörg fyrirtæki og jafn- vel einstaklingar, ekki síst stjórnmálamenn sem vilja gefa gott fordæmi (og ná í atkvæði um leið) hafa hætt jólakortasend- ingum og þess í stað látið fjár- muni renna til góðgerðarmála, sem annars hefðu farið í frí- merkjakaup og sendingar- kostnað. Þetta er góðra gjalda vert en einhvern veginn sé ég þetta ekki fyrir mér með ein- staklinga, ekki nema hina stór- tæku sem senda kannski hundr- uð korta um hver jól. Fastur liður í jólaboðum og heimsóknum til vina og ættingja er að skoða jólakortin sem á við- komandi heimili berast. Kemur þá forvitnin upp í manni um náungann og hagi hans. Oftar en ekki er byrjað á að skoða mynda- kortin og hin hefðbundnu kort sæta afgangi. Og enn meiri at- hygli vekja kort eða bréf sem innihalda ítarlega kveðju, jafnvel smásögu eða lýsingar á því hvað á daga viðkomandi sendanda hef- ur drifið síðasta árið. Um þessi jól rakst ég á jóla- kveðju sem var öðruvísi og inni- legri en margar aðrar. Þar mátti lesa eftirfarandi kafla, að nöfnum slepptum: „Sambúðin hjá okkur […] á árinu var góð, eins og veðrið, en er vetraði fór hún þó að nöldra dálítið vegna ýmislegs smálegs. Tvær perur fóru samtímis, önnur á ganginum, hin á baðinu. Ég sagði henni að þetta væri al- gjörlega henni að kenna, hún væri svo rafmögnuð. Ég hef allt- af sagt að rafmagnaðar konur væru hættulegar, fyrirvaralítið getur maður orðið fyrir losti. Margoft hef ég þakkað fyrir lekaliðann á heimilinu. Að þessu þekktu ákvað ég að setja peruna í á ganginum tveimur dögum seinna, svo […] mín ynni nú áfangasigur um hver hefði yf- irráðin á heimilinu. En þá versn- aði nú ástandið um allan helming. Hún bókstaflega sá ekkert til við að snyrta sig á baðinu. Þar sem þetta var eina örugga frið- arstundin sem ég hef á morgn- ana, þ.e. meðan […] mín snyrtir sig, þvældi ég perunni í en til þess þarf alveg sérstaka lagni, sem ég er auðvitað margkunnur fyrir. Frá öllu öðru ógerðu hef ég kjaftað mig frá vandræðunum með gamalkunnum kosningalof- orðum, sem […] mín er fremur lengi að átta sig á (sem ég get aldrei fullþakkað), a.m.k. nógu lengi til þess að allt er grafið og gleymt sem upphafinu olli. Að undanförnu hef ég haldið miklar ræður um bót og betrun á nýju ári og hún […] mín er afar sæl með sig þessa dagana.“ Svona eiga jólakveðjurnar og kortin að vera. Innileg og skemmtileg. Beint frá hjartanu. Beint frá hjartanu Oft hefur maður velt fyrir sér tilgangi jólakortanna, ekki síst þegar þau sjást í stórum bunkum hjá fyrirtækjum og inni á heimilum. Til hvers eru þau skrifuð og send? Vonandi af væntumþykju. VIÐHORF Eftir Björn Jó- hann Björnsson bjb@mbl.is ✝ Svava Vigfús-dóttir fæddist á Gimli á Hellissandi 30. júlí 1918. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 31. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Jensdóttir, f. 5. nóvember 1889, d. 4. septem- ber 1953, og Vigfús Jónsson húsasmíða- meistari, f. 27. júní 1883, d. 11. mars 1972. Börn Kristín- ar og Vigfúsar voru þrettán; Jóhanna, Jens, Haukur, Guðný og Gyða eru látin en eftirlif- andi systkini eru Guðbjörg, Vigfús, Auður, Iðunn, Ragna, Jón og Erlingur. Auk þess ólu þau Kristín og Vigfús upp eina fósturdóttur, Helgu Níelsdótt- ur, sem nú er látin. Svava sleit barnsskónum á Hellissandi, var síðan við nám á Kvennaskól- anum á Blönduósi. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur ung að árum og starfaði aðallega við verslunarstörf. Árið 1943 gift- ist Svava Helga Hallgrímssyni, f. 4. nóvember 1911. Börn Svövu og Helga eru Hall- grímur, f. 28. sept- ember 1945, d. 6. ágúst 1998, og Rut, f. 13. október 1952, maki Bragi Vignir Jónsson, f. 24. júlí 1951. Börn Rutar og Braga eru þrjú; Helgi Vignir, f. 1972, kvæntur Ing- unni Ingþórsdótt- ur, f. 1976, þau eiga einn son, Sindra, f. 2004, Sif, f. 1975, í sambúð með Viðari Kristjánssyni, f. 1976, þau eiga eina dóttur, Viktoríu, f. 2002, og Svava Björk, f. 1976, hún á eina dóttur, Thelmu Sif, f. 2001. Svava starfaði lengst af við afgreiðslustörf í versluninni Hjá Báru. Hún vann einnig ým- is félagsstörf, stundaði kórsöng um árabil og starfaði til margra ára við Oddfellowregl- una í Reykjavík. Útför Svövu verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Í dag er til moldar borin tengda- móðir mín Svava Vigfúsdóttir. Þessi fallega og dugmikla kona varð hluti af mínu lífi þegar ég kynntist Rut, einkadóttur þeirra Svövu og Helga, snemma á lífsleið- inni eða aðeins sautján ára gamall. Þau hjónin áttu marga vini og ferð- uðust mikið um allan heiminn, ekki síst fyrir tilstuðlan Halla sonar þeirra sem var óspar á að bjóða þeim til sín erlendis eða í ferðalög til fjarlægra landa. Þau nutu þess einnig að vera með litlu fjölskyld- unni hérna heima, spjalla við barnabörnin og vinna í garðinum sínum þegar þau bjuggu í Fossvog- inum. Mér er einnig minnisstæð dvöl okkar hjá þeim á annað ár þegar við fluttum frá Svíþjóð. Svava og Helgi tóku okkur opnum örmum og bar aldrei skugga á samskipti okkar þennan tíma eða annan. Þær voru ófáar sumarbú- staðaferðirnar sem við fórum sam- an, fyrst voru bústaðir teknir á leigu og síðari árin var dvalið í bú- staðnum í Hestfjalli. Svava og Helgi nutu lífsins til fullnustu, voru samstiga og að mörgu leyti lík, sér- staklega hvað smekkvísina varðar enda höfðu þau verið sálufélagar í yfir sextíu ár. Heimili þeirra bar vott um góðan og fágaðan smekk og á milli þeirra hjóna ríkti gagn- kvæm virðing. Svava og Helgi voru stór hluti af okkar jólahaldi und- anfarin 35 ár og héldum við ávallt saman jól m.a. á Kanaríeyjum og Flórída. Ég sé hana fyrir mér, glæsilega klædda, með gullfestar og eyrnalokka, skálandi í kampa- víni á áramótum, manna kátust þó að árin færðust yfir hana, hún var ung í anda og hélt sér í góðu formi og var mikill fagurkeri. Heilsu hennar hrakaði stöðugt síðustu ár- in og hún barðist í fyrstu en varð síðan að lúta í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn er hún kvaddi okkur á síðasta degi ársins. Ég kveð elskulega tengdamóður mína með virðingu og söknuði. Megi englar Guðs vaka yfir henni. Bragi Vignir Jónsson. Í dag kveðjum við hana Svövu ömmu. Það er sárt að kveðja jafn góða konu sem var svo stór hluti af lífi okkar allra. Þó er það huggun að vita til þess að nú fær hún að blómsta á ný, laus við þann sjúk- dóm sem hrjáði hana síðustu árin. Þrátt fyrir þessi veikindi var amma alltaf jafn glæsileg og bar höfuðið hátt. Á kveðjustund hrannast upp all- ar þær ótal góðu minningar sem við eigum um ömmu. Þær eru til dæmis ófáar minningarnar þegar við bjuggum hjá ömmu og afa í Goðalandi. Þar áttum við góðar stundir og kynntumst ömmu og afa á nýjan hátt. Amma virtist hafa mikla ánægju af því að hafa okkur á heimilinu og lýsir það vel per- sónu hennar, þar sem hún var mik- il félagsvera og ung í anda. Henni þótti það til dæmis ekki tiltökumál þegar Helgi deildi herbergi með þeim í tvö ár og veggfóðraði einn vegginn með Bravó-plakötum. Einnig fengum við stundum að koma í heimsókn í búðina hjá Báru, þar sem amma starfaði í mörg ár. Þar skemmtum við okkur vel innan um allt gyllta skrautið og fallegu kjólana. Eins og allir sem þekktu ömmu vita, var hún afar glæsileg kona sem þótti gaman að hafa fallegt í kringum sig. Amma fór til dæmis aldrei til dyra án þess að laga hárið og setja á sig varalit. Við systurnar minnumst þess að hafa oft sagt þegar við vorum yngri að við von- uðumst til að eldast eins vel og glæsilega og amma. Við minnumst einnig ótal heim- sókna í Hvassaleitið, eftir að amma og afi fluttu þangað. Amma tók alltaf vel á móti okkur og ekki minnkaði gleðin þegar langömmu- börnin bættust í hópinn. Minningin um ömmu lifir í hjört- um okkar allra. Elsku amma, takk fyrir allar góðu samverustundirnar, Guð geymi þig. Þín barnabörn Helgi, Sif og Svava. Elsku Svava. Í dag verður þú lögð til hinstu hvílu. Fyrir mér hefur þú frekar öðlast frelsi. Nú ertu ekki lengur fangi í þessum líkama. Hvar ætli þú sért? Flögrandi á milli skýjanna? Dansandi um himingeiminn? Syngjandi með englunum? Ætli það séu haldnar veislur hinumegin? Þá ertu örugglega fínust og fjör- ugust allra. Svo falleg og örugg í selskap góðra sálna. Það hryggir mig að þurfa að kveðja þig, en ég gleðst yfir því að hafa fengið að kynnast þér áður en sjúkdómur ellinnar gleypti persónu þína. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Systkinin frá Gimli á Hellissandi voru fríður hópur. Þrettán talsins og ein uppeldissystir að auki. Öll komust þau til fullorðinsára. Þeim fylgdi jákvætt lífsviðhorf, glaðsinna framkoma allajafna – og söngur. Hvenær sem þau komu saman var myndaður raddaður kór sem hefði sómt sér vel í hvaða kirkju sem er. Móðir þeirra, húsfreyjan á Gimli, Kristín Jensdóttir, Sigurðssonar, útvegsbónda í Rifi, var fædd í Bjarneyjum og átti ættir að rekja í Breiðafjarðareyjar og af Barða- strönd. Faðir þeirra, Vigfús Jóns- son smiður, var fæddur á Elliða í Staðarsveit og af svokallaðri Þor- steinsætt, en alinn upp í Ólafsvík. Það var orgel á heimilinu og Vigfús söng við flestar athafnir í Ingjalds- hólskirkju í yfir 60 ár. Systkinin tengdust flest tónlistarlífi á ein- hvern hátt. Sú elsta, Jóhanna, var organisti á Hellissandi í áratugi og sá yngsti, Erlingur, óperusöngvari við Kölnaróperuna. Svava Vigfúsdóttir var ein þeirra ómetanlegu kvenna sem hvað mest og best hafa stuðlað að vexti og viðgangi listmenningar í landinu. Hún stundaði tónleika, einkum söngtónleika, myndlistarsýningar, leikhús. Sjálf tók hún virkan þátt í tón- listarstarfi, söng í kórum, m.a. í kirkjukór Háaleitiskirkju, en þaðan verður hún hún kvödd hinstu kveðju í dag. Eins og geta má nærri voru eng- in efni á svo barnmörgu heimili til þess að kosta börn til langrar skólagöngu. Svava fór að heiman sextán ára og vann ýmis störf. Hún kostaði sig sjálf á Húsmæðraskól- ann á Blönduósi og þurfti dugnað til. Eftir það vann hún við versl- unarstörf í Reykjavík, uns hún stofnaði heimili með eftirlifandi eiginmanni sínum, Helga Hall- grímssyni arkitekt. Eftir að börnin komust á legg vann Svava áfram við verslun, lengst af í versluninni Hjá Báru. Heimili þeirra Helga bar vott um höfðingsskap og fágaðan smekk. Þess báru vitni húsakynnin sjálf, myndirnar á veggjunum og allt innanstokks, en ekki síst viðmót húsráðenda. Þar safnaðist stórfjöl- skyldan gjarnan saman á tímamót- um. Það voru ákaflega glaðværar samkomur og þar var að sjálfsögðu sungið. Það var mikil upplifun fyrir mig sem ungling að koma inn á heimili þessarar móðursystur minnar. Maður varð ósjálfrátt stilltur og prúður. Umhverfið kallaði einhvern veginn á það. Þó var eins og lægi ævinlega einhver óútreiknanleg kæti í loftinu. Húsbóndinn var gjarnan með spaugsyrði á vörum, gat raunar orðið hinn mesti æringi þegar sá gállinn var á honum. En þó að húsfreyjan væri glaðlynd og brosmild, gat hún orðið ströng, hafði til að bera stolt og bar höf- uðið hátt. Þau hjón voru samrýmd og sam- heldin alla sína löngu sambúð, þótt ólík væru. Nú er strengur slitinn. Helgi situr einn eftir, aldurhniginn og þrotinn að kröftum. Hann á þó góða að þar sem er Rut dóttir þeirra hjóna og hennar fjölskylda. Hallgrímur sonur þeirra lést hins vegar á besta aldri eftir skamma sjúkravist. Svava fór því ekki var- hluta af áföllum í lífinu. Og sein- ustu misserin urðu henni erfið vegna Alzheimersjúkdómsins sem herjaði á hana undir það síðasta. Svava var glæsileg kona, bæði í útliti og allri framkomu. Hún gat verið hvort tveggja virðuleg frú og „skvísa“ eftir því sem verkaðist og hélt þeim eiginleika allt fram undir það síðasta. Ævinlega var hún smekkleg í klæðaburði og hafði lag á að fága umhverfi sitt. Hún var fé- lagslynd og átti gott með að gleðj- ast í góðra vina hópi, enda komin úr stórfjölskyldu, sem hún hélt ætíð góðum tengslum við. Og fyrir utan kórstarfið var hún félagi í Oddfellowreglunni, auk þess sem hún starfaði um tíma fyrir Rauða krossinn. Að leiðarlokum vil ég þakka kærri frænku minni fyrir það elskulega viðmót sem hún sýndi mér og okkur frændum öllum. Hún var stoltur fulltrúi þeirrar kynslóð- ar sem færði okkur nær því marki að teljast menningarþjóð í svo margvíslegum skilningi. Við Ragnheiður vottum Helga, Rut og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð, Jón Hjartarson. SVAVA VIGFÚSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.