Morgunblaðið - 07.01.2005, Síða 36
Við kveðjum elskulegan
pabba og tengdapabba með
söknuði.
Það var stærsta stund lífs
okkar þegar við gengum í
heilagt hjónaband 25. sept-
ember sl. í Bústaðakirkju. Á
þeirri hamingjustund var
það stórkostlegt fyrir okkur
þegar pabbi leiddi Hildi sína
upp að altarinu. Við varð-
veitum þessa minningu í
hjörtum okkar og biðjum
góðan guð að blessa minn-
ingu pabba og tengdapabba.
Hildur og Hreinn.
HINSTA KVEÐJA
36 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Davíð KristjánJensson fæddist
í Selárdal í Arnar-
firði 8. apríl 1926.
Hann andaðist á
heimili sínu að
morgni nýársdags,
1. janúar síðastlið-
ins. Foreldrar hans
voru Jens Gíslason,
útvegsbóndi á
Króki í Selárdal, og
kona hans Ingveld-
ur Benediktsdóttir.
Davíð átti fimm
systkini, eftirlif-
andi systkini hans
eru Teitur og Ólafía, en látin
eru Gísli, Sigurfljóð og Bene-
dikta.
Davíð kvæntist hinn 30. des-
ember 1950 Jennýju Haralds-
dóttur, f. 12. ágúst 1928. For-
eldrar hennar voru Haraldur
Jónasson, prófastur á Kolfreyju-
stað í Fáskrúðsfirði og kona
hans Guðrún Valborg Haralds-
dóttir. Börn Jennýjar og Davíðs
hús í Langagerði 60 þar sem
þau hafa búið frá árinu 1953.
Davíð nam húsasmíði hjá Ás-
geiri Guðmundssyni, húsasmíða-
meistara í Reykjavík, hann lauk
prófi frá Iðnskólanum árið 1948
og öðlaðist meistararéttindi árið
1951. Hann starfaði sjálfstætt
sem byggingameistari frá árinu
1951 fram til ársins 1973. Á
þeim tíma var hann bygginga-
meistari fjölda bygginga víða
um land. Kirkjubyggingar skip-
uðu veglegan sess í verkum
hans, en hann annaðist m.a.
byggingu á Bústaðakirkju og
kirkjunni á Stóra-Vatnshorni í
Haukadal. Einnig annaðist hann
endurbyggingu Selársdalskirkju
og Staðarfellskirkju. Árið 1973
réðst hann til starfa sem bygg-
ingaeftirlitsmaður hjá Pósti og
síma þar sem hann starfaði þar
til hann lét af störfum fyrir ald-
urs sakir árið 1996. Davíð tók
virkan þátt í safnaðarstafi Bú-
staðasóknar og var formaður
bræðrafélagsins þar í níu ár.
Hann átti sæti í stjórn Styrkt-
arfélags vangefinna í 23 ár, þar
af var hann varaformaður í 9 ár.
Útför Davíðs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
eru: 1) Valborg, f. 3.
júní 1952, gift Ragn-
ari B. Ragnarssyni,
þau eiga þrjú börn
og tvö barnabörn. 2)
Kristrún, f. 8. maí
1954, gift Ásgeiri Ei-
ríkssyni, þau eiga
tvo syni og eitt
barnabarn. 3) Inga,
f. 17. febrúar 1959,
sambýlismaður er
Jóhann Bjarnason,
þau eiga eina dóttur.
Fyrri maður Ingu er
Haraldur Eggerts-
son, þau eiga eina
dóttur. 4) Jenný, f. 10. febrúar
1962, sambýlismaður er Ólafur
Einarsson. Jenný var í sambúð
með Ómari Ingólfssyni, þau eiga
eina dóttur. 5) Hildur, f. 2. sept-
ember 1967, gift Hreini Hafliða-
syni. 6) Elsa María, f. 25. maí
1971, gift Þórhalli Matthíassyni,
þau eiga 2 börn.
Jenný og Davíð hófu búskap
sinn í Reykjavík, þau byggðu sér
Í dag er jarðsunginn elskulegur
faðir okkar Davíð Kr. Jensson. Við
systurnar sex minnumst hans ekki
eingöngu sem fyrirmyndarföður
heldur einnig sem góðhjartaðs manns
sem kenndi okkur margt á lífsleiðinni.
Pabbi var atorkusamur og ávallt
reiðubúinn að rétta fram hjálpar-
hönd, sem við systurnar nutum allar
góðs af. Handtakið var þétt og höndin
hlý. Hann hafði einstaklega góða lund
sem kom sterklega fram í þolinmæði
sem var ekki vanþörf á í stórum
stúlknahóp. Í hugum okkar var hann
sannur höfðingi.
Æskuheimilið okkar í Langagerði
60 var byggt af pabba. Þar hafa for-
eldrar okkar búið nánast allan sinn
búskap en þau fögnuðu 54 ára brúð-
kaupsafmæli 30. desember. Langa-
gerðið er hreiðrið okkar enn þann dag
í dag og ávallt fullt af hlýju. Við áttum
margar góðar stundir saman í Langa-
gerðinu og að Móum, sumarbústaðn-
um okkar á Þingvöllum og í hinum
fjölmörgu veiðiferðum, þar sem ávallt
var glatt á hjalla undir styrkri og
öruggri stjórn pabba.
Pabbi var sú besta fyrirmynd sem
við gátum hugsað okkur. Hann hafði
mikinn áhuga á söng og var duglegur
að syngja fyrir okkur stelpurnar.
Alltaf trúði hann á það besta í fólki og
var samviskusamur og traustur.
Trúin og kirkjan skipaði stóran
sess í lífi hans. Í dag er hann kvaddur
frá Bústaðarkirkju, kirkjunni sem
hann byggði og var stolt hans alla tíð.
Pabbi var kirkjurækinn maður og átt-
um við margar góðar stundir með for-
eldrum okkar í kirkjunni. Hann
kenndi okkur bænirnar á unga aldri
og að hver er sinnar gæfu smiður.
Megi guð varðveita og geyma
elskulegan föður okkar og við kveðj-
um hann með miklum söknuði og
sálminum sem hann söng ávallt með
okkur áður en við fórum að sofa.
Ó, Jesú bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson.)
Við biðjum góðan guð að styrkja
móður okkar því missir hennar er
mikill. Við færum henni þakkir fyrir
allan stuðninginn við pabba og þann
styrkleika sem hún sýndi í veikindum
hans.
Valborg, Kristrún, Inga,
Jenný, Hildur og Elsa María.
Á vori komanda verða liðin 33 ár
frá því ég fór fyrst að gera hosur mín-
ar grænar fyrir einni af heimasætun-
um í Langagerði 60. Ég var fljótlega
kynntur fyrir þeim sómahjónum
Jennýju og Davíð, sem síðar urðu
tengdaforeldrar mínir. Það var og er
gæfa lífs míns að hafa tengst þessari
fjölskyldu, sem hefur verið mér svo
kær æ síðan.
Davíð var alla tíð í huga mínum
ímynd hreysti, dugnaðar og atorku.
Hann var sjálfstæður atvinnurekandi
í byggingariðnaði til margra ára, en
söðlaði um á miðri starfsævi og gerð-
ist opinber starfsmaður. Hann var
stoltur af verkum sínum, sem eru
mörg og staðsett víða, enda lofa verk-
in meistarann. Kirkjubyggingar og
endurbyggingar á kirkjum skipuðu
ríkan sess í verkefnavali hans. Þessi
verk hafa sennilega verið honum hvað
kærust og eftirminnilegust, enda þau
hjónin bæði trúuð og kirkjurækin. Í
starfi sínu sem byggingaeftirlitsmað-
ur hjá Pósti og síma fór hann víða um
landið, og lærði að þekkja það vel.
Það var í senn gefandi og fróðlegt að
ferðast með Davíð, enda þekkti hann
nánast hverja þúfu, hvar sem farið
var um.
Dugnaður Davíðs og hjálpsemi
hans var einstök. Þegar við Kristrún
ákváðum á sínum tíma að ráðast í
húsbyggingu var hann boðinn og bú-
inn að hjálpa til og leggja hönd á plóg,
og átti hann stóran þátt í því að gera
áform okkar um að koma okkur upp
framtíðarhúsnæðinu að veruleika.
Hann tók að sér byggingastjórnina,
og reyndist aðstoð hans, hvort heldur
sem var í formi vinnuframlags eða
verkstjórnar, okkur algjörlega ómet-
anleg. Fyrir það erum við honum
ævarandi þakklát.
Davíð kvaddi lífið eins og honum
var einum lagið. Þrátt fyrir veikindi
undanfarið var síðasta kvöldið sem
hann lifði alveg einstakt. Við hjónin
voru þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga
með þeim Jennýju og Davíð notalega
kvöldstund síðasta kvöldið sem hann
lifði. Þetta kvöld var hann eins og
hann átti að sér að vera, var glaður og
reifur og lék á als oddi. Þannig varð-
veitum við minningu hans í hjörtum
okkar, og biðjum þess að sál hans
verði guði falin.
Ásgeir Eiríksson.
Elskulegur tengdafaðir minn og afi
er farinn og er söknuður okkar mikill.
Heilsu hans var farið að hraka en nú
líður honum vel og hann þarf ekki
lengur að takast á við veikindi sín. Ég
mun minnast Davíðs tengdaföður
míns fyrst og fremst fyrir hlýju hans,
góðvild og hjálpsemi. Hann var sterk-
ur maður og sérstaklega handlaginn
og byggingameistari með meiru.
Kynni mín af honum hófust þegar ég
fór að eltast við yngstu dóttur hans
Elsu Maríu. Margar minningar koma
upp í hugann þegar ég sit og rita
þessar línur. Þegar við hjónin vorum
inni á gafli í Langagerðinu í níu mán-
uði kynntist ég honum náið, einnig í
ferðum erlendis og síðast en ekki síst
í sumarbústað þeirra hjóna að Móum
á Þingvöllum. Bústaðurinn var sér-
staklega hlýlegur og vel gerður og
þar sást að var handlaginn maður var
á ferð. Það kom líka í ljós þegar við
byggðum híbýli okkar með aðstoð
hans. Þar fór maður sem gott var að
vinna með. Kímnin hjá honum var
aldrei langt undan og við göntuðumst
oft hvor við annan. Minnisstæðast er
þegar ég bað um hönd Elsu Maríu á
gamla mátann og fannst honum mikið
til koma og sagði strax já. Börnin eru
nú orðin tvö, Elma Jenný og Matthías
Davíð, og hafa þau fengið að kynnast
barngæsku afa síns.
Ég ætla nú ekki að hafa þessi orð
mörg. Við kveðjum Davíð með sökn-
uði og afabörnin Elma Jenný og
Matthías Davíð eru þakklát fyrir góð
kynni og við sendum ömmu Jenný og
dætrunum hughreystandi kveðjur.
Þórhallur Matthíasson.
Elsku afi.
Við fengum þessa sterku trú á Guð
frá þér. Þegar við fengum að gista hjá
þér og ömmu í Langagerðinu sagðir
þú okkur svo góðar sögur og fórst
með bænirnar með okkur. Höndin þín
svo hlý og góð, hélt svo traust og
strauk yfir handarbak okkar með
þumalputtanum. Röddin svo mjúk:
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Nú hefur Guð á himnum fengið þig
til sín. En þú lifir áfram með okkur öll-
um í minningunni. Við erum svo stolt
af því að vera skírð eftir þér og ömmu
því það gerir okkur hluta af ykkur.
Allur sá tími sem við eyddum með
ykkur ömmu að Móum, rólurnar
frægu sem þú smíðaðir handa okkur.
Þú varst mjög handlaginn og við litum
upp til þín, reyndum meira að segja að
smíða eins og þú. Þó að við gætum
ekki smíðað heilu húsin eins og þú gát-
um við búið til sverð, leikfangabyssur
og lítil hús úr spýtunum þínum og leik-
ið okkur með það.
Þú kenndir okkur svo margt og
okkur fannst við vera svo mikilvæg og
dugleg í kringum þig. Að veiða á Mó-
um, að flagga og bera virðingu fyrir ís-
lenska fánanum. Þú settir okkur líka í
mikilvæg hlutverk við að gera lopann
handa ömmu.
Þú varst svo skemmtilegur, elsku
afi. Þú varst mikill ræðumaður, hafðir
alltaf eitthvað að segja við okkur af
hjartagæsku. Við hlökkuðum alltaf
svo mikið til að heyra ræðurnar þínar
þegar stóratburðir áttu sér stað í okk-
ar lífi.
Elsku afi, þú varst með stærsta
hjarta sem hægt er að eiga. Þú eign-
aðist mömmur okkar og systur þeirra,
ekkert nema stelpur. Það var ekki
mikið vandamál fyrir þig, smiðinn. Þú
byggðir bara fleiri og fleiri baðher-
bergi í Langagerðið.
Við munum ekki eftir að hafa séð
þig öðruvísi en brosandi eða hlæjandi.
Þegar við heimsóttum þig á spítalann í
síðasta skiptið þá varstu svo hress,
bjartsýnn og fullur af væntumþykju.
Við elskum þig afi og eigum eftir að
sakna þín svo mikið. Guð blessi þig og
ömmu.
Þín barnabörn,
Davíð Ásgeirsson, Jenný
Haraldsdóttir og Fannar
Jens Ragnarsson.
Davíð Kr. Jensson, kirkjusmiður.
Sérstakur bjarmi hvílir yfir starfs-
heitinu kirkjusmiður. Sú var tíð að
kirkjur báru af öðrum byggingum í
byggðum landsins og var því eðlilegt,
þegar þeirra var getið, að sá maður
væri einnig nefndur, sem átti svo
mikinn þátt í að gera byggingu að
kirkju. Fáum sögum fer af fyrstu
kirkjusmiðum á Íslandi, enda varla
von að svo sé og margt annað, sem
skrásetjarar töldu nauðsynlegt að
varðveita frá gleymsku. Þó ekki væri
annað en fyrirheiti það, sem höfðingj-
um var gefið, að svo marga menn
gætu þeir vistað í himnaríki sem rúm
væri fyrir í þeim kirkjum, sem þeir
létu reisa á höfuðbólum sínum. Og þó
eru frá fornu fari sögur af kirkjusmið-
um og tengjast sumar frekar ævin-
týrum en þeim raunveruleika, sem
mótar líf manna. Þarf ekki annan að
nefna til sögu, en þann sem verkið
vann á Rein, þótt ekki bæri hann mik-
ið úr býtum eða færi heim aftur hlað-
inn dýrum djásnum sem hæft hefðu
framlagi hans.
Í dag er kvaddur í þeirri kirkju,
sem hann reisti í samstarfi við marga
góða menn, sér skylda, tengda eða
alls endis óviðkomna að öðru leyti en
því, að hann vissi þá kunna vel til
verka, sá maður sem ævinlega mun
leggja eigið nafn fram, þegar þess-
arar kirkju er getið og sögu hennar.
Davíð Kr. Jensson hafði víða lyft
hamri og lagt hallamál að smíði. Hann
var þekktur fyrir störf sín vítt um
land, þegar honum var falið það mikla
verk að reisa og standa fyrir smíðum
á sóknarkirkju sinni. Fyrr höfðu leið-
ir okkar Davíðs legið saman en við
fundum samastað í Réttarholtsskól-
anum við helgihald í söfnuðinum, þar
sem við áttum báðir heima og landa-
mæri mynduðu Bústaðasókn. Haust-
ið 1960 lá leið mín vestur á firði og í
Selárdal hitti ég Davíð í fyrsta skiptið
svo ég vissi til og var hann þá eins og
svo títt fyrr og síðar í samvinnu við
Jón Kristófersson, mág sinn. Mér
hafði verið falið að þjóna söfnuði á
Bíldudal í leyfi sóknarprestsins og því
varð ég þeirra forréttinda aðnjótandi
að vera fluttur í Selárdalinn, sem í
sjálfu sér hafði lítið breyst í aldanna
rás svo að jafnvel var hægt að sjá fyr-
ir sér kirkjusmiðinn að Rein forðum
daga, þegar Davíð Kr. Jensson kom í
móti mér, kynnti sig og bauð mig vel-
kominn. Og þannig vildi það til, að ég
naut þeirra forréttinda að syngja
fyrstu messuna í kirkjunni, sem þeir
félagar, Davíð og Jón höfðu unnið við
að gera svo úr garði, að enn væri sómi
að henni og verkum þeirra, sem fyrst-
ir voru til þess kvaddir að byggja
kirkju í dalnum.
Ekki var ég allof öruggur með mig
og hafði ekki búist við því að stað-
gengilsþjónusta mín fæli það í sér, að
ég væri næstum því að endurvígja
kirkju. En Davíð leiðbeindi mér ekki
aðeins varðandi það verk, sem hann
var að ljúka, heldur fylgdi honum slík
hlýja og trúnaðartraust, að allur óró-
leiki hvarf eins og hendi væri veifað
og ég fann mig þess umkominn að
ganga fyrir altari og syngja messu og
í stól að stíga til að flytja fyrstu pré-
dikunina í hinni endurgerðu kirkju.
Ár liðu þótt ekki hyrfi úr huga mér
þetta ævintýri vestur á fjörðum. En
sjá, vegir Guðs eru órannsakanlegir
eins og svo margir hafa rekið sig á og
sannreynt. Þegar ég var kjörinn
prestur í Bústaðasókn og farið var að
huga að kirkjusmíði í hinum fjöl-
menna og barnmarga söfnuði, ákvað
sóknarnefndin að snúa sér til Davíðs
Kr. Jenssonar, sem átti hús í Langa-
gerðinu ekki langt frá grasbalanum
ofar Bústaðavegs þar sem kirkja
safnaðarins skyldi rísa. Og Davíð tók
þessu verki fagnandi. Hann var stolt-
ur af þeirri tiltrú sem hann naut og
hann óx við hvern vanda sem þurfti að
leysa, hvort heldur var í smíðinni
sjálfri eða öflun fjár til framhaldsins.
Það var honum því eðlilegt og jafnvel
sjálfsagt, að hann tæki við forystu í
Bræðrafélagi safnaðarins, sem hafði
það efst á stefnuskrá sinni að stuðla
að því svo sem nokkur kostur væri, að
kirkja fengi risið. Hann var aldrei of
önnum kafinn til þess að koma með
kassa með jólakortum og leita eftir
fundi við fermingarbörnin og leita
ásjár þeirra um sölu kortanna og
rynni ágóði allur til þess að enn væri
unnt að halda áfram að reisa kirkju.
Og gott þótti honum líka að leggja frá
sér hamarinn og önnur smíðatól og
ganga fram fyrir söfnuð í almennum
messum og leiða í bæn og lesa ritn-
ingargreinarnar, þótt ekkert væri
honum jafndýrmætt og að bjóða
kirkjugesti velkomna á hinum fyrsta
sunnudagi í aðventu, sem söfnuður-
inn hafði gert að hátíðisdegi, er stóð
ekki svo langt að baki veglegum
kirkjulegum hátíðum öðrum. Hann
horfði þá yfir kirkjuskipið, var ekki
laust við hann kenndi óróleika, en
slíkt lét hann ekki á sig fá svo það
hindraði hann í ávarpi sínu. Og sjá,
kirkjusmiðurinn opnaði kirkjuna fyr-
ir þeim fjölda, sem hafði lært að gera
hana að sínu öðru heimili og naut
þess, er verk þeirra voru vel metin,
sem að verki höfðu staðið af frábærri
trúmennsku.
Ég kýs því að nota þessar fáu línur,
er leiðir skilja um hríð, til að tjá þakk-
læti mitt fyrir samstarf og vináttu við
kirkjusmiðinn Davíð Kr. Jensson. Ég
tel mér það happ að hafa fengið að
kynnast honum og hans stóru og góðu
fjölskyldu. Ekki ætla ég að spá
nokkru um það, hvort enn standi það
sem forðum var notað til örfunar
kirkjusmíði og tengt sjálfu himnaríki,
enda er engin þörf á slíku. Guð þekkir
sína og Davíð þekkti Guð sinn og
frelsara. Ég þakka honum, fel hann
og ástvini alla forsjá dýrlegs Drottins
og tekur Ebba undir orð mín og gerir
að sínum í djúpri þökk og virðingu.
Ólafur Skúlason.
Nú er fallinn frá góður félagi, Dav-
íð Kr. Jensson. Davíð var félagsmað-
ur í Styrktarfélagi vangefinna í rúm-
lega 30 ár. Hann sat í stjórn félagsins
í 23 ár, þar af 9 ár sem varaformaður.
Naut félagið starfskrafta hans við hin
ýmsu verkefni sem unnin voru í þágu
fólks með þroskahömlun. Meðal
þeirra voru bygging Víðihlíðarhús-
anna og Lækjaráss, þar sem hann
kom að málum með beinum hætti sem
virkur meðlimur í byggingarnefndum
þessara húsa. Þar naut félagið sér-
fræðiþekkingar hans sem bygginga-
meistara og viðtækrar reynslu af
byggingu merkra húsa eins og t.d.
Bústaðakirkju.
Davíð var gerður að heiðursfélaga
á 40 ára afmæli Styrktarfélagsins í
mars 1998 en gekk úr stjórn félagsins
á aðalfundi það ár.
Af síðustu stórviðburðum sem
Davíð tók þátt í með félaginu var opn-
un íbúðasambýlis á Háteigsvegi eftir
gagngerar breytingar og endurbætur
á því húsi, þann 1. des. sl. Þetta var
Davíð sérstök gleðistund þar sem
dóttir hans og tengdasonur fluttu þar
inn í eina íbúðina. Rættist þar draum-
ur þeirra eins og allra nýgiftra hjóna
að búa sjálfstætt og öllum að mestu
óháð. Davíð gladdist innilega yfir
ánægju þeirra með nýja húsnæðið og
hornbaðkarið. Davíðs verður minnst
hjá Styrktarfélagi vangefinna sem
dugmikils, góðs drengs og félaga sem
ávallt var reiðubúinn til að rétta fram
haga hönd.
Hér með vottum við eftirlifandi eig-
inkonu, dætrum, tengdasonum og
öðrum aðstandendum Davíðs samúð
okkar og hluttekningu. Guð blessi
ykkur öll.
F.h. stjórnar Styrktarfélags van-
gefinna,
Friðrik Alexandersson.
DAVÍÐ KR.
JENSSON
Fleiri minningargreinar um Dav-
íð Kr. Jensson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Elsie og Teitur Jens-
son, Eiríkur Stefán og Rannveig og
Hilmar Björgvinsson.