Morgunblaðið - 07.01.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 37
MINNINGAR
✝ Ólafur Stefáns-son lögfræðingur
fæddist í Reykjavík
6. mars 1940. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 30. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Stefán Jóhann Stef-
ánsson, alþingismað-
ur og ráðherra í
Reykjavík, síðar
sendiherra í Kaup-
mannahöfn, f. 20. júlí
1894, d. 20. október
1980, og Helga
Björnsdóttir Ólafs, f. í Mýrarhús-
um á Seltjarnarnesi, húsfreyja í
Reykjavík og Kaupmannahöfn, f.
28. ágúst 1903, d. 28. júní 1970.
Ólafur kvæntist 24. júní 1961
Soffíu M. Sigurjónsdóttur banka-
starfsmanni, f. 26. september
1940. Ólafur og Soffía eia þrjú
börn, þau eru: 1) Bragi rithöfund-
ur, f. 11. ágúst 1962, maki Sigrún
Pálsdóttir, sagnfræðingur á Hug-
vísindastofnun Háskóla Íslands.
Börn Braga eru Hrafnhildur há-
skólanemi, f. 16. mars 1983, Kon-
ráð, f. 16. maí 1991, og Hákon, f. 6.
júní 1993. 2) Helga, ritstjóri og
ráðgjafi hjá AP almanna-
tengslum, f. 14. júní 1967, maki
Helgi Björn Kristinsson, sölu- og
markaðsstjóri Plast-
prents, og eru börn
þeirra þrjú, Kristinn
Hrafn, f. 27. septem-
ber 1990, Ólafur
Snorri, f. 27. septem-
ber 1990, og Emma
Soffía, f. 23. desem-
ber 1995. 3) Sigur-
jón, vefstjóri KB
banka, f. 30. desem-
ber 1968, maki Arna
Kristjánsdóttir fata-
hönnuður og eiga
þau einn son, Dag
Sölva, f. 15. mars
1996. Barn Örnu er
Melkorka Helgadóttir Listahá-
skólanemi, f. 24. júní 1982.
Ólafur lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla Íslands 1961 og
cand. juris frá Háskóla Íslands
1967. Hlaut réttindi sem héraðs-
dómslögmaður 1970. Ólafur starf-
aði lengst af starfsævi sinni sem
lögfræðingur hjá Fiskveiðasjóði
Íslands eða frá 1967–1977 og aft-
ur 1979–1998. Hann rak eigin lög-
fræðistofu og skipasölu í Reykja-
vík frá 1977–1979. Hann starfaði
sem lögfræðingur hjá Tollstjóran-
um í Reykjavík frá 1998 allt þar til
hann veiktist í október 2004.
Ólafur verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Orðin eru ýmist of stór eða of lítil
en núna finnst mér þau bara rétt:
hlýja, umburðarlyndi, rósemi, for-
dómaleysi og hógværð. Og svo eitt til
sem ég kann ekki alveg að nefna.
Eitthvað annað og meira en kímni-
gáfa. Ekki hið fágaða skopskyn eða
lærða háð en samt svo fínt að yfir
það nær ekkert orð. Þetta er glettnin
í honum Ólafi sem þó var svo full af
einhverri óræðri og strerkri merk-
ingu að það hefur haft áhrif á tján-
ingu og samskipti okkar allra sem
hann þekktu unga sem aldna og jafn-
vel skáldskap líka þar sem það á við.
En þeir eiginleikar Ólafs sem auð-
veldlega má lýsa með orðum eru líka
á sinn hátt ólýsanlegir. Líkt og að
góðmennsku hans hefði maður ekki
kynnst til fulls eða að hann hefði sýnt
hana án þess að maður tæki alveg
eftir því. Því Ólafur var hlédrægur
og lítillátur maður þó hann sannar-
lega hefði sínar skoðanir og færi
ávallt sínar eigin leiðir í lífinu. Ef
hægt er að segja að hann hafi á þess
tíma mælikvarða verið fæddur með
silfurskeið í munni er víst að hann
sóttist alla tíð eftir lífi sem fól í sér
einfaldleika og látleysi; ekkert var
fjær Ólafi en íburður og ofgnótt ver-
aldlegra gæða. Kannski var þessi af-
staða hans eitthvert óþol gegn sam-
tímanum en hún var þó fyrst og
fremst kjarni þeirrar hugsjónar sem
hann hafði fengið í vöggugjöf og bar
alla tíð í brjósti. Það lýsir Ólafi ef til
vill best að þegar hann, heimakær og
vanafastur maður, vildi á seinni ár-
um kanna nýja slóðir, með Soffíu
sinni, tók hann ástfóstri við Færeyj-
ar, þjóðina og menningu hennar.
Ég kveð með ást og virðingu
tengdaföður minn með þökkum fyrir
gjöfina bestu en líka fyrir ráðgátuna
um verðmæti lífsins og gildi.
Sigrún Pálsdóttir.
,,Afi átti gott líf,“ sagði sonur minn
og ég svaraði: ,,Já, hann var ríkur“.
Ólafur var ríkur maður og naut þess
auðs sem hann hafði eignast yfir æv-
ina. Hann átti Soffíu sína, börnin,
tengdabörnin og barnabörnin og
þetta voru mikil auðæfi. Hann naut
þeirra stunda sem hann átti með fjöl-
skyldunni, hvort sem það var að
borða saman í matarboðum í fjöl-
skyldunni eða uppi í bústað.
Ólafur var hamingjusamur og
naut lífsins og hafði áhuga á því öllu.
Hann skoðaði oft króka og kima sem
við venjulega veitum ekki mikla at-
hygli. Hann hafði áhuga á lífinu og
samfélaginu sínu og stundaði oft sín-
ar eigin mannlífsrannsóknir. Þetta
gerði hann víðsýnan og jók skilning
hans á lífinu sem leiddi af sér að
hann var mjög áhugaverður og
skemmtilegur maður.
Þegar maður hefur átt mikið verð-
ur missirinn mikill og sú var raunin
þegar við misstum Ólaf. En við erum
einnig rík – við eigum mikið af góð-
um og skemmtilegum minningum
um Ólaf og hann hefur haft svo góð
áhrif á okkur á svo marga vegu. Ólaf-
ur kvaddi hamingjusamur maður
sem hafði lifað góðu lífi og ég var
heppinn að fá að vera hluti af því.
Helgi Björn Kristinsson.
Mig langar til að minnast Ólafs,
tengdaföður míns, með nokkrum
orðum. Hann var jarðbundinn og
umburðarlyndur og tók hlutunum
með jafnaðargeði. Hann sá ævinlega
spaugilegar hliðar málanna og var
iðulega léttur og kátur, oft dálítið
stríðinn. Hann kippti sér ekki upp
við smámuni. Þegar einhver kvartaði
yfir einhverju sem honum fannst
smávægilegt sagði hann gjarnan í
gríni: Það þarf alltaf eitthvað að vera
að, eins og það væri góðs viti, þá var
allt eins og það átti að vera.
Ég á margar góðar minningar um
Ólaf, ófáar tengjast samverustund-
um í sumarbústað fjölskyldunnar í
Skorradal. Ólafur kom öllum á óvart
í fjölskyldunni og kannski sjálfum
sér mest þegar hann fór að fást við
dyttingar eins og við kölluðum við-
hald bústaðarins. Hann afsannaði
rækilega þá lífseigu skoðun innan
fjölskyldunnar að hann hefði einung-
is þumalfingur.
Ólafur var sérstaklega laginn við
krakkana í fjölskyldunni sem löðuð-
ust mjög að afa sínum. Hann stríddi
þeim á sinn góðlátlega máta og þau
honum á sinn. Oft var mikið hlegið.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast Ólafi, verða hluti af hans
góðu fjölskyldu. Ég kveð minn elsku-
lega tengdaföður, ég mun sakna
hans.
Arna Kristjánsdóttir.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Kæri mágur.
Það eru rétt þrír mánuðir liðnir
síðan þú greindist með þennan
hræðilega sjúkdóm á háu stigi. Það
var skelfileg frétt fyrir alla sem
þekktu þig og nú ert þú allur langt
fyrir aldur fram. Horfinn á braut
með svo stuttum fyrirvara.
Það er sárt að sjá á eftir góðum
vini, sem átti svo marga drauma um
framtíðina með sinni góðu konu, þeg-
ar vinnudegi lyki hjá þeim. Þið voruð
svo miklir félagar, mikið útivistafólk
og nutu þess að dvelja í ykkar fallega
sumarbústað í Skorradalnum með
börnum og barnabörnum. Einnig
voru ferðalög stór þáttur í ykkar lífi.
Frá fyrstu tíð vorum við Óli mjög
góðir vinir og alltaf var gott að leita
til hans. Margar skemmtilegar ferðir
fórum við fjögur saman meðan mað-
urinn minn lifði, bæði innanlands og
utan. Og síðastliðið vor fórum við
þrjú saman í ógleymanlega ferð til
Benidorm á Spáni. Það var alltaf
gaman að ferðast með þeim hjónum,
alveg einstakir ferðafélagar. Það er
yndislegt að eiga þessar minningar
sem aldrei gleymast.
Elsku systir mín, þú hefur misst
mikið en minningin lifir um góðan
eiginmann. Ég bið Guð að styrkja
þig, börnin þín, tengdabörnin og
barnabörnin.
Elsku Óli minn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Steinlaug.
Kær frændi minn og góður vinur
er nú allur eftir stutt en erfið veik-
indi. Ólafur var starfandi lögmaður
þegar hann lést, en starfsferli hans,
sem og hinum ástríka fjölskyldu-
manni, munu aðrir gera betri skil.
Það er margs að minnast eftir ára-
tuga vináttu.
Við Ólafur, eða Óli, eins og hann
var jafnan kallaður, vorum systkina-
börn og nánast jafngamlir. Vináttan
hefur haldist frá því við vorum litlir
strákar og lékum saman á Ásvalla-
götunni í þeim götuleikjum sem
vinsælastir voru á æskuárunum.
Snemma vaknaði áhugi okkar á fót-
bolta og eins og sönnum Vesturbæ-
ingum bar lá beinast við að byrja æf-
ingar með KR. Við vörðum drjúgum
hluta af frítíma okkar í fótboltanum.
Eflaust var það óvanalegra meðal
jafnaldra okkar á þessum árum, að
við fórum einnig að spila bridge og
formlegan spilaklúbb stofnuðum við
fyrir um 50 árum. Í gegnum tíðina
hafa sex góðir vinir verið í spila-
klúbbnum. Enginn lengri tími hefur
fallið út án þess að spilað hafi verið,
svo samverustundir voru býsna
reglulegar við spilaborðið fyrir utan
allt annað. Óli var traustur og góður
félagi og skemmtilegt að umgangast
hann. Gott skopskyn var eitt af ein-
kennum hans, hann var oft mein-
fyndinn og sá gjarnan spaugilegar
hliðar á lífinu.
Eftirsjá mikil er að Óla fyrir okkur
félagana og enn meiri fyrir hans nán-
ustu.
Við ótímabært fráfall góðs frænda
og vinar er vert að hugleiða að við
sem njótum góðrar heilsu notum
okkar markaða tíma vel.
Við Guðbjörg vottum Soffíu og
allri fjölskyldunni innilega samúð.
Skúli Ólafs.
Við urðum vinir á þroskaárum
þegar bilið milli gamans og alvöru
var stutt. Það voru góðir tímar sem
kenndu okkur grundvallaratriði vin-
áttunnar. Við vorum samtímis í skóla
og lékum saman knattspyrnu hjá KR
og fetuðum saman óræða stigu ung-
lingsáranna. Það var gefandi að
koma inn í hið fágaða menningar-
heimili foreldra Ólafs og þegar hann
flutti með foreldrum sínum til Dan-
merkur ræktuðum við áfram vináttu
okkar með bréfasamskiptum; bréfin
hans voru full af húmor og skemmti-
legheitum. Á Danmerkurárunum
fórum saman í ferðalög sem er góð
aðferð til að kynnast heiminum. Við
félagarnir stofnuðum á unglingsár-
um bridsklúbb sem enn er vakandi
eftir nær fimm áratugi. Þar áttum
við til að bregða á leik eins og forð-
um. Síðan strjáluðust fundir okkar,
en vináttan var alltaf söm og jöfn.
Ólafur vinur minn var að ýmsu leyti
formfastur og örlítið skemmtilega
sérvitur með aldrinum, en það var
aldrei langt í þá fölskvalausu gleði
sem einkenndu hin ljúfu æskuár.
Hann var eðal-jafnaðarmaður frá
uppvexti sínum, – góður drengur í
hvívetna. Þegar ég stend hér við leið-
arlok þakka ég fyrir samfylgd með
manni sem ég átti með dýrmætar
stundir og fjársjóð vináttunnar frá
unga aldri.
Björgólfur Guðmundsson.
Óli Stef eins og við á Ásvallagöt-
unni kölluðum hann alltaf hefur ver-
ið kallaður burtu frá okkur allt of
snemma. Það var samstilltur hópur
sem ólst upp vestast á Ásvallagöt-
unni á árunum 1940 til 1955. Óli var
einn af þeim hópi. Góður samgangur
var á milli strákanna á 67 og 54 og
var m.a. strengd snúra milli húsanna
yfir götuna og ýmsar orðsendingar
sendar þar á milli í vindlakassa sem
hengdur var í snúruna. Annars voru
þeir Óli og Þorbergur bróðir á sama
aldri og hafa alla tíð verið miklir vin-
ir.
Leiðir okkar Óla skildu að mestu
eftir að við hófum okkar starfsferil.
Síðar þegar ég hóf störf í Keflavík
lágu leiðir okkar saman að nýju og
vorum við samferða um áratuga
skeið þegar Óli var lögfræðingur
Fiskveiðasjóðs Íslands, sem hann
gegndi af stakri prýði eins og öll þau
störf sem hann tók sér fyrir hendur.
Það er eitt orð í íslenskri tungu sem
nær að lýsa Ólafi Stefánssyni að
mínu mati. Hann var öðlingur.
Sendi konu hans og börnum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Jón Eysteinsson.
Hinn 6. júní 1959 komu nokkrir
strákar 3. flokks KR í knattspyrnu
árið 1956 saman að frumkvæði Ólafs
Stefánssonar og stofnuðu félag, sem
fékk nafnið KR-’56. Í félaginu voru
10 leikmenn auk þjálfaranna Sigur-
geirs Guðmannssonar og Atla
Helgasonar. Markmið félagsins var
að halda hópinn og minnast glæsi-
legra sigra þegar 3. flokkur KR vann
alla leiki sumarsins 1956 með marka-
tölunni 56-4. Ákveðið var að fé-
lagarnir kæmu saman einu sinni á
ári, ræddu málefni knattspyrnunnar
á hverjum tíma og þá sérstaklega
allt sem varðaði framgang okkar
gamla góða félags KR.
Allt frá stofnun félagsins höfum
við hist árlega, fyrst sem stráka-
klúbbur en síðustu 25 árin með eig-
inkonum. Mikil samheldni hefur ein-
kennt þennan hóp og við finnum til
söknuðar þegar við þurfum að
kveðja einn okkar. Ólafur er annar
sem fellur úr hópnum en Þórólfur
Beck lést fyrir fimm árum.
Ólafur var á yngri árum afbragðs
knattspyrnumaður en hætti því mið-
ur allt of snemma þegar hann fluttist
tímabundið til Danmerkur. Hann lék
á miðjunni og var einkar leikinn og
útsjónarsamur. Með stofnun KR-’56
vildi Ólafur viðhalda tengslum við fé-
laga sína og sitt gamla félag og hann
sá til þess að þau tengsl rofnuðu
aldrei.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
fyllumst við öll þakklæti fyrir þær
mörgu ánægjustundir sem við höfum
átt saman innan KR-’56. Við munum
ávallt minnast Ólafs sem góðs vinar
og félaga og hans verður sárt sakn-
að.
Elsku Soffía, við sendum þér og
fjölskyldu hugheilar samúðarkveðj-
ur.
KR-’56
Gunnar Felixson.
Æskuvinur minn Óli er farinn til
feðra sinna.
Við Óli ólumst upp á Ásvallagötu.
Þar var okkar heimur fyrstu tíu árin.
Heimili Óla var mér annað heimili.
Ég var ætíð velkominn. Stefán kall-
aði mig alltaf heimilisvininn. Óli
hafði stórt herbergi. Þar stunduðum
við stríðsleiki með pappadátum.
Vopnin voru heimatilbúnar klemmu-
byssur og skriðdrekar. Í vopna-
hléum drukkum við kakó og átum
ristað brauð, framreitt af hinni óvið-
jafnanlegu Þóru. Hún átti hvert bein
í Óla. Óli varð fljótt læs. Þegar við
fórum á bókasafnið tók hann þrjár,
ég eina. Upp á vinskapinn slettist að-
eins einu sinni, eftir ránsferðina. Við
vorum sex ára og héldum í bæinn í
ránsferð. Fengurinn var eitt kort og
strokleður. Við laumuðumst í her-
bergi Þóru að skipta fengnum. En
illur fengur illa forgengur. Báðir
vildum við strokleðrið. Það var tusk-
ast. Kortið rifnaði og strokleðrið
fauk út um gluggann. Að viku liðinni
hittumst við í mjólkrbúðinni með
brúsana okkar. Ekki var minnst á
tuskið og aldrei síðar. Við fórum
bara í pappírsdátaleik. Við Óli gerð-
um margt saman. Í leikritinu um
braskarann Tópaz lékum við skóla-
drengi. Ég fékk eina setningu: Illur
fengur illa forgengur. Jæja. Saman
gengum við í KR. Vorum að stelast á
malarvelli KR er Sigurgeir kallaði:
Það er æfing strákar. Við vorum
komnir í KR. Óli fór í Verzló, ég í
Menntó. Þar skildi leiðir að nokkru
leyti. Spiluðum þó saman í spila-
klúbbi. Óli fór í lögfræði, ég í verk-
fræði til DDR. Leiðir okkar lágu aft-
ur saman þegar Óli og Soffía fluttu á
Skólavörðustíg 10. Þar undu þau
Soffía í níu ár. Ég sakna nærveru
Óla. Óli bar sig vel í sínu dauðastríði
og missti ekki spaugskynið, þótt
hann vissi hvert stefndi. Í heimsókn
okkar Hauks, sonar míns, göntuðust
þeir Óli með veikleika mína, hlógu
mikið.
29. des. kom upp í hendur mér
mynd frá Ásvallagötu af okkur sex
spilafélögum, er skálað er fyrir
brottför minni til DDR. Það er eins
og myndin væri endurtekin skál um
þína brottför.
Vertu sæll góði vinur.
Samúðarkveðjur til þín Soffía og
fjölskyldunnar.
Gunnar Rósinkranz.
Ólafi Stefánssyni man ég fyrst eft-
ir einhvern tímann á árunum fyrir
1970 er við vorum nágrannar í vest-
urbæ Reykjavíkur. Hann var þá ný-
útskrifaður lögfræðingur en ég enn í
menntaskóla. Það var þó ekki fyrr en
árið 1987, sem ég kynntist honum að
ráði, þegar leiðir okkar lágu saman í
starfi, er ég réðst til starfa sem lög-
fræðingur hjá Byggðastofnun. Ólaf-
ur hafði þá starfað hjá Fiskveiða-
sjóði Íslands í um 20 ár. Á þeim árum
voru flest fiskiskip og fiskvinnsluhús
landsmanna fjármögnuð að stórum
hluta af þessum fjármálastofnunum
eftir ákveðninni verkaskiptingu.
Vegna þessa áttum við margs konar
samskipti og vorum við nánast dag-
lega í símasambandi. Varð okkur
fljótt gott til vina. Þar sem ég hafði
ekki beint starfað fyrr á þessum
vettvangi var ekki ónýtt að geta leit-
að í smiðju til Ólafs, sem var hinn
ágætasti lagamaður og afar fær á
sínu sviði. Fór þar saman mikil
kunnátta og reynsla, skarpleiki og
glöggsýni. Hann var einkar traustur
og öruggur í öllum sínum störfum og
verkum.
Mörg verkefnin kröfðust ferða-
laga um landið og í ófá skipti ferð-
uðumst við saman, en varla var hægt
að finna viðkunnanlegri ferðafélaga
en Ólaf. Hann var jafnan léttur í lund
og hress í viðmóti, skemmtinn og
gamansamur, ef því var að skipta, og
gjarnan sá hann spaugilegu hliðina á
málunum. Í allri framgöngu var
hann þó háttvís, drengilegur, jafn-
lyndur og yfirlætislaus og ekki
sóttist hann eftir athygli, en sökum
höfðinglegs yfirbragðs og mikils per-
sónuleika var ósjálfrátt eftir honum
tekið.
Enda þótt við skiptum báðir um
starfsvettvang slitnaði ekki þráður-
inn á milli okkar. Hittumst við öðru
hverju í hádegismat og töluðumst oft
við í síma. Bar þá á góma allt á milli
himins og jarðar, ekki síst lögfræði-
leg viðfangsefni, en svo vorum við
KR-ingar og báðir höfðum við keppt
með yngri flokkum félagsins, að vísu
hvor á sínum áratugnum. En nú
skiljast leiðir. Á kveðjustund þakka
ég fyrir kynni okkar og vináttu, en
þau voru mér til uppörvunar og
ánægju.
Eiginkonu Ólafs, Soffíu, og fjöl-
skyldu hans votta ég mína dýpstu
samúð.
Karl F. Jóhannsson.
ÓLAFUR
STEFÁNSSON
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Stefánsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga. Höf-
undar eru: Hinrik Greipsson, Berg-
þóra Þorsteinsdóttir og Jóhann
Runólfsson, Sigurgeir Guðmanns-
son og Atli Helgason.