Morgunblaðið - 07.01.2005, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.01.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 45 MENNING M IX A • fít • 0 4 0 5 4 Þakka þér fyrir að skila spilliefnum á réttan stað Efnamóttakan hf. býður alhliða söfnunarþjónustu spilliefna og trúnaðargagna fyrir stofnanir og fyrirtæki. Við höfum verndun umhverfisins að leiðarljósi og ábyrgjumst að öll meðferð efna og gagna uppfylli ýtrustu kröfur. Nánari upplýsingar í síma 520 2220 eða á www.efnamottakan.is skilar þú spilliefnum? Fjarnám allt árið Skráning stendur yfir á heimasíðu skólans www.fa.is Skólameistari MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 af ALESSI 15% afsláttur Í AUGLÝSINGU frá Sinfóníu- hljómsveit Íslands stóð að Vínar- tónleikar hljómsveitarinnar væru ávallt skemmtilegir og hátíðlegir. Hvað það þýðir veit ég ekki ná- kvæmlega. Telst það vera skemmtilegt að flytja gamlar klisj- ur án þess að nokkuð sjáist annað en hljómsveit í sparifötum og ekki er sagður einn einasti brandari nema rétt í lokin? Ekki samkvæmt mínum kokkabókum. Ég hef farið á marga Vínartónleika og þetta eru þeir dapurlegustu sem ég man eftir. Þegar hinn fjörugi Peter Guth stjórnaði Vínartónleikunum var annað uppi á teningnum; þó að tónlistin væri nánast alltaf sú sama voru tónleikarnir kryddaðir með ýmiskonar sprelli sem oftar en ekki var verulega fyndið. Vissulega var uppákoman núna hátíðleg en skemmtileg var hún ekki. Eru forráðamenn Sinfóníunnar orðnir svo þreyttir á Vínar- tónleikum að þeir eru hættir að nenna að vera skemmtilegir? Er þá ekki kominn tími til að brydda upp á einhverju nýju og sleppa því að vera með Vínartón- leika yfirhöfuð? Stjórnandinn að þess sinni var Michael Dittrich og var hann fag- mannlegur sem slíkur þrátt fyrir að hann væri lítill brandarakarl. Bendingar hans voru skýrar og ná- kvæmar og hljómsveitin spilaði margt ágætlega. Florentina mars eftir Fucik var t.d. prýðilega flutt- ur þar sem flautuleikur þeirra Martial Nardeau og Áshildar Har- aldsdóttur var glæsilegur. Ýmis- legt annað var ekki eins gott; Polka-Galopp eftir Shostakovich var óttalega loðinn og í lögunum eftir Lehár, Stoltz og Kálmán fylgdi hljómsveitin söngkonunni Ingveldi Ýr Jónsdóttur ekki sem skyldi. Var það fremur pínlegt á köflum. Í sjálfu sér stóð Ingveldur sig ágætlega; hún kunni það sem hún söng og túlkun hennar var gædd viðeigandi tilþrifum. Því miður var rödd hennar þó of mött fyrir tak- markaða endurómun Háskólabíós og auk þess hæfði kaldur hljóm- blær raddarinnar ekkert sérstak- lega vel þeirri tónlist sem hér var boðið upp á. Olli útkoman óneitan- lega vonbrigðum. Í heildina voru þetta ekki góðir tónleikar. Auðvitað voru þeir ekki alslæmir; eins og áður sagði var spilamennskan á köflum tilkomu- mikil og falleg en miðað við flesta aðra Vínartónleika var stemningin ekki eins og hún átti að vera. Þeg- ar ekkert er á boðstólum annað en lyftutónlist; ja, þá er betra að vera bara heima og hlusta á músíkina úr almennilegum græjum í stað þess að borga sig inn í ómögulegan konsertsal og bíða eftir einhverju skemmtilegu sem aldrei kemur. Hvar var húmorinn? TÓNLIST Háskólabíó Tónlist eftir Schrammel, Ziehrer, Lehár, Fucik, Kálmán og fleiri. Michael Dittrich stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands; ein- söngvari var Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran. Miðvikudagur 5. janúar. Vínartónleikar Jónas Sen Ingveldur Ýr Jónsdóttir Bækur voru margar á jóla-markaði að þessu sinni ogúrvalið er mikið. Það er reyndar áberandi að markaðurinn lætur sífellt meira til sín taka svo að bækur, sem ekki eru ofarlega á honum, eru vonlitlar hvað varðar útbreiðslu og sölu. Stóru forlögin standa sig vel í auglýsingum þótt oft séu tilvitn- anir í lofsamlega ritdóma innan- tómar en hafa væntanlega sitt gildi. Það hefur færst í aukana að fjölmiðlar beina augum manna að ákveðnum bókum, ákveðnum höfundum. Nýr vettvangur er líka kominn til sögunnar sem er Netið. Þar má líka lesa ritdóma um nýjar bæk- ur. Netið hefur vissulega kosti og galla. Margir ungir höfundar nýta Netið, til dæmis ný ljóðskáld sem varla fá bækur sínar auglýst- ar með öðrum hætti.    Það er greinilega eitthvað umað vera hjá ungum ljóðskáld- um en eins og áður fer mest fyrir skáldsögum. Vonin að slá í gegn liggur í skáldsögunni og það að geta orðið atvinnurithöfundur. Ljóðskáldin verða að sætta sig við fáeina aðdáendur og þeir kaupa ekki allir bækur heldur lesa þær í bókabúðum og á söfn- um. Ástæða er til að styðja við bak- ið á ungum höfundum sem eru ekki markaðsvænir því að þeir hafa ýmislegt að segja sem ekki fer í metsölubækurnar. Aukin samkeppni, m.a. tilnefn- ingar, verðlaun og viðurkenning- ar, hafa átt sinn þátt í að greiða fyrir bókum og höfundum, en verðlaun ein búa ekki til góða höfunda. Ég hef ekki enn gluggað nema í fáeinar bækur en ljóst er að margt forvitnilegt er á boðstól- um, ég á þá ekki eingöngu við skáldskap heldur líka fræðibæk- ur. Það er ánægjuleg þróun að fræðibækur sækja á. Nýjar bækur koma út um íslenskan skáldskap og skáld og bækur fræðanna vegna sjá líka dagsljósið. Ég er þó hræddur um að slíkar bækur hverfi í skuggann, standi höllum fæti á markaðnum. Lærdómsrit Bókmenntafélags- ins koma þó enn út sem hlýtur að merkja að þeim sé sýndur áhugi. Hvenær koma fleiri bækur út um Halldór Laxness, geta menn spurt, en það var líka bók um Jó- hann Sigurjónsson á markaðnum og þannig mætti áfram telja.    Það er ekki vanþörf á merkumerlendum ritum í þýðingu en kofinn er alls ekki tómur þar heldur. Má nefna Háskólaútgáf- una og fleiri forlög. Ellefu mínútur eftir Paulo Coelho er vel skrifuð bók en það getur hvarflað að manni að höf- undurinn sé farinn að halla sér um of að markaðnum, þeim lög- málum sem þar ráða. Helsta metsölubókin, Kleifar- vatn Arnalds Indriðasonar, sýnir og sannar að höfundurinn glímir við stærri verkefni en áður og bókin er læsileg. Arnaldur er í miðri pólitískri umræðu í þessari bók. Það er reyndar sterk tilhneig- ing glæpasagnahöfunda að gera upp við samtímann. Mikið úrval bóka á jólamarkaðinum ’Það er ánægjuleg þró-un að fræðibækur sækja á. Nýjar bækur koma út um íslenskan skáldskap og skáld og bækur fræð- anna vegna sjá líka dagsljósið.‘ AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Paulo CoelhoHalldór Laxness Arnaldur Indriðason HÉR fer að mörgu leyti eigulegur klassískur diskur. Fruntagóð spila- mennska og innlifuð túlkun verður manni strax ofarlega í huga, og verkavalið er forvitnilegt – sjald- heyrð kammerverk fyrir selló og píanó eftir austurevrópska meistara frá fyrri hluta 20. aldar, þ.e. ung- verskan, rúmenskan og tvo tékk- neska. Allir teljast þeir meðal fremstu tónsköpunarfulltrúa síns lands, og allir undir (að vísu mis- miklum) þjóðlegum áhrifum. Fer vitanlega eftir smekk hvers og eins hversu mikið hið oft afar persónu- lega tónmál þeirra höfðar til hans, en sennilegt þykir mér að flest eigi eftir að venjast mönnum vel. Í fljótu bragði var það aðeins upp- tökuhljómurinn sem fór svolítið skakkt í mig, þó að einnig það atriði sé háð einstaklingsbundnum smekk og geti truflað færri en halda mætti. Minnst þá sem meta skýrleika fram- ar öðru, því hljóðfærin eru mjög ná- læg í upptöku, sérstaklega sellóið – óneitanlega á kostnað þeirrar vídd- arblöndunar sem menn upplifa úr fjarlægð í konsertsal, og jafnvel svo að stundum gæti virzt sem hljóð- færin væru tekin upp hvort í sínu herbergi. Eftir stendur þó sem sagt frábær túlkun, er dregur vel fram persónu- leg stílsérkenni þessara þriggja tón- skálda, og verkin eiga flest það mik- ið til brunns að bera, að furðulegt má kalla hvað þau heyrast lítið hér um slóðir. Diskinum fylgir ágætur bæklingstexti á ensku og frönsku um höfunda og verk eftir föður sellistans, Gylfa Baldursson. Austurevrópskar kammerperlur TÓNLIST Íslenskar plötur Kodály: Sellósónata Op. 4. Martinu: Til- brigði um slóvaskt stef. Enescu: Selló- sónata Op. 26,2. Janacek: Conte f. selló og píanó. Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Edda Erlendsdóttir píanó. Bæklingstexti: Gylfi Baldursson. Upptaka og klipping: Olivier Manoury og Þórður Magnússon, París feb. 2004. ERMA 200.006. Edda og Bryndís Halla Ríkarður Ö. Pálsson Edda Erlendsdóttir Bryndís Halla Gylfadóttir Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.