Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGE
CLOONEY
BRAD
PITT
ANDY
GARCIA
andJULIA
ROBERTS
BERNIE
MAC
DON
CHEADLE
MATT
DAMON
CATHERINE
ZETA-JONES
Sýnd kl. 10.40. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
✯
S.V. Mbl.
Kvikmyndir.com
„Hressir ræningjar“
Fréttablaðið
Sýnd kl. 5.30 ísl tal / 8 og 10.20 enskt tal
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8.30. OG 11.15.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11.15.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.40. Ísl.tal. / kl. 8.30 og 11. Enskt tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30 og 6. Ísl.tal.
Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. Enskt tal.
TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR.
Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd
ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR.
Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd
ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
illingurin Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumy d ársins
sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu!
H.L. Mbl. Kvikmyndir.comi ir.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„PIRATES OF THE CARIBBEAN“
FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“
YFIR 22.000 ÁHORFENDUR
YFIR 22.000 ÁHORFENDUR
INCREDIBLES ER VINSÆLASTA
JÓLAMYNDIN, YFIR 22.000 ÁHORFENDUR
FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG
I
J I , I
I J I I Í
Hvað er málið með Alfie?
Pottþétt rómantísk gamanmynd með JudeLaw sem nýlega
var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Frábær tónlist.
H.L. Mbl..L. bl.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Kvikmyndir.isH.J. Mbl.
M.M.J. Kvikmyndir.com
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
OCEAN´S TWELVE
JUDE Law fetar í fótspor Michaels
Caine í myndinni Alfie, sem er end-
urgerð samnefndrar myndar frá
árinu 1966. Myndin segir frá kvenna-
bósanum Alfie (Law), sem starfar
sem glæsibifreiðabílstjóri en í þetta
skiptið gerist sagan í New York.
Konurnar eru jafn hrifnar af Alfie og
hann er af þeim og honum tekst að
efna til ástarkynna um alla borg.
Konurnar í lífi hans eru einstæða
móðirin Julie (Marisa Tomei), Chan-
el-klædda og kynþokkafulla frama-
konan Liz (Susan Sarandon), Lon-
ette (Nia Long), sem Alfie finnst vera
of góð fyrir sig, taugatrekkta hús-
móðirin Dorie (Jane Krakowski) og
síðast en ekki síst partístúlkan Nikki
(Sienna Miller). Alfie er heillandi en
jafnframt haldinn sjálfseyðingarhvöt
og verður fyrr en síðar að horfast í
augu við sjálfan sig og konurnar í lífi
sínu.
Mikill stíll er yfir myndinni og er
Alfie alltaf smekklega klæddur. Stíll-
inn er í anda sjöunda áratugarins,
þegar fyrri myndin var gerð, en hann
er líka nútímalegur. Búningahönn-
uður myndarinnar Beatrix Aruna
Pasztor (Good Will Hunting, Drug-
store Cowboy) segir að Jude Law
þekki föt og föt fari honum vel. Ekki
var hægt að láta Alfie vera í glænýj-
um jakkafötum frá þekktustu hönn-
uðum því hann á ekki mikið af pen-
ingum. „Að lokum fundum við
frábæran belgískan hönnuð, Martin
Margiela, en föt hans eru einföld en
yndisleg og með smá tilvísun í fortíð-
ina,“ segir Pasztor.
Minnisstæðustu föt Alfie í mynd-
inni eru svört sérsniðin jakkaföt gerð
í höndunum, sem hann klæðist á
gamlárskvöld. Við fötin notar hann
bleika skyrtu frá enska hönnuðinum
Oswald Boateng með skyrtuhnöpp-
um frá Yves Saint Laurent.
Fyrir þá sem ekki vita eru Sienna
Miller og Jude Law par en þau trú-
lofuðu sig á jóladag.
Ljósmynd/David Appleby
Ein af stúlkunum sem verður á vegi Alfie (Law) er Nikki (Miller).
Frumsýning | Alfie
Stællegur kvennabósi
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 49/100
Roger Ebert Hollywood Reporter 60/100
New York Times 70/100
Variety 70/100 (metacritic)
ÞAÐ gerist ekki
oft að hér á
landi sé tekin til
almennra sýn-
inga kvikmynd
frá S-Kóreu.
Þannig að þeg-
ar það gerist þá
hlýtur tilefnið
að vera ansi
sérstakt. Sem
það er svo
sannarlega í
þessu tilfelli því
s-kóreska kvik-
myndin Oldboy
sem tekin verð-
ur til sýninga í
Laugarásbíói í
dag er einhver
sú umtalaðasta
og um leið róm-
aðasta sem
varpað var á tjaldið hvíta árið 2004.
Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes
og vakti þá þegar mikla athygli. Gagnrýnendur lofuðu
hana og blaðamenn veittu henni meiri eftirtekt en flestum
öðrum myndum sem þar voru sýndar, að hluta vegna of-
beldisins sem hún hefur að geyma en þó einkum vegna
þess hversu kraftmikil og góð hún væri.
Það kom því fáum á óvart að hún skyldi hljóta verð-
laun, nánar tiltekið Grand Prix verðlaunin, þau næstmik-
ilvægustu á eftir sjálfum Gullpálmanum. Formaður dóm-
nefndar var líka helsti aðdáandi Parks, sjálfur Quentin
Tarantino, sem segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá
s-kóreska kollega sínum, ekki hvað síst er hann gerði Kill
Bill. Blasir það líka við þegar horft er á myndir Parks því
hefndin er hans ær og kýr.
Í Oldboy er það maður sem haldið er föngnum í 15 ár
án dóms og útskýringa, sem leitar hefndar. Hann er rang-
lega sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína og börn en
hefur ekki hugmynd um hver stendur að baki þessum
hrottafengna verknaði. Allt í einu, eftir að hafa verið í
fangelsi í 15 ár, er honum sleppt á víðavangi, íklæddum
jakkafötum, með fulla vasa fjár og farsíma. Síminn hring-
ir og á línunni er óvildarmaður hans sem tilkynnir honum
að hann hafi 5 daga til að hafa uppi á honum eða ann-
ars …
Nú þegar hefur verið ákveðið að endurgera myndina í
Hollywood og hefur Nicolas Cage verið sterklega orðaður
við aðalhlutverkið.
Frumsýning | Oldboy
Hefndin er ljót
Choi Min-sik, venjulegur maður, fórn-
arlamb hrottalegs ofbeldis í hamslausum
hefndarhug.
ERLENDIR DÓMAR
Guardian BBC IMDB.com 8.6/10
GRÍNMYNDIN Taxi
er með Queen Lati-
fah (Chicago) og
Jimmy Fallon úr Sat-
urday Night Live í
aðalhlutverkum en
þetta er fyrsta burð-
arhlutverk Fallons í
kvikmynd. Myndin er
byggð á franska
smellinum Taxi eftir
Luc Besson, frá árinu
1998, en Besson er
jafnframt framleið-
andi myndarinnar.
Til viðbótar þreytir
brasilíska ofurfyr-
irsætan Gisele
Bündchen frumraun
sína á hvíta tjaldinu í
myndinni. Hún er í
hlutverki Vanessu,
leiðtoga bankaræn-
ingjahóps, sem lög-
reglumaðurinn Andy
Washburn (Fallon) er
að eltast við. Queen
Latifah hefur ýmis
góð ráð handa lögg-
unni en hún leikur leigubílstjórann Belle Williams.
Belle hefur það orðspor að hún sé fljótasti leigubíl-
stjórinn í New York-borg og hana dreymir um að
gerast kappakstursbílstjóri. Andy hefur hins vegar
afskaplega litla hæfileika bak við stýrið og fær
Belle til liðs við sig. Leigubílstjórinn hjálpar Andy í
eltingaleiknum við Vanessu og gengi hennar og fær
leyfi til að keyra eins hratt og hún vill og brjóta eins
mörg lög og hún vill.
Til viðbótar leikur Jennifer Esposito (Don’t Say
a Word) yfirmann Andys og fyrrverandi kærustu
en Ann-Margret
(Carnal Know-
ledge) leikur sér-
vitra móður
Andys. Leikstjóri
myndarinnar er
Tim Story (Barb-
ershop).
Frumsýning | Taxi
Hin leggjalanga Gisele
Bündchen leikur banka-
ræningja í Taxi.
Eltingarleik-
ur í leigubíl
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 27/100
Roger Ebert Hollywood Reporter 30/100
New York Times 30/100
Variety 30/100 (metacritic)