Morgunblaðið - 12.01.2005, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
27
00
4
01
/2
00
5
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald
Verð frá 36.900kr.*
Netsmellur til USA
Bandaríkjaferðir á frábæru verði
Bókaðu á www.icelandair.is
MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks í
bæjarstjórn Seltjarnarness ætlar að
efna til frekara
samráðs við íbúa
vegna vinnu við
aðalskipulag í
miðbænum, en
Skipulagsstofnun
gerði athuga-
semdir við af-
greiðslu skipu-
lagsins, m.a.
vegna þess að
ekki hafi verið
tekið tillit til fjöl-
mennra mótmæla íbúa.
Jónmundur Guðmarsson, bæjar-
stjóri Seltjarnarness, segir að mein-
ingin sé að staldra við og efna til op-
innar umræðu með bæjarbúum, og
eiga við þá samvinnu og frekara
samráð um skipulagsáform bæjaryf-
irvalda, og framtíðaruppbyggingu.
Bæjarfélagið gæti brugðist við at-
hugasemdum Skipulagsstofnunar á
tvennan hátt, að mati Jónmundar.
Annars vegar megi fara tæknilegu
leiðina; svara stofnuninni og íbúum
þannig að það uppfylli lágmarksskil-
yrði. Hins vegar sé hægt að gera íbú-
um nánari grein fyrir öðrum hug-
myndum að uppbyggingu sem
tengjast aðalskipulaginu.
„Af þessu tvennu fannst okkur
eðlilegra að fara þá leið sem gefur
bæjarbúum innsýn í ferlið hingað til
og þessa heildarmynd sem Skipu-
lagsstofnun er að óska eftir. Þannig
að það má búast við að þetta krefjist
einhverrar vinnu, og einhvers við-
bótartíma, en á sama tíma er það
mikill akkur að geta lagt fram stefnu
bæjarins og hvaða kostir hafa verið
til umræðu. Þannig má stuðla að því
að bæjarbúar, hvort sem þeir hafa
verið sáttir eða ósáttir, hafi færi á að
yfirvega það mál og meta okkar að-
ferð,“ segir Jónmundur.
„Við ætlum að leggja áherslu á
heildarmyndina, að skipulag Sel-
tjarnarness fram til 2024 verði lagt
fram, í stað þess að vinna með af-
markaðan hluta þess skipulags.
Jafnframt ætlum við að gera aðilum
grein fyrir því hvaða aðrir uppbygg-
ingarkostir eru til staðar, og gefa svo
fólki tækifæri til að mynda sér skoð-
un á því.“
Stofna rýnihóp bæjarbúa
Spurður hvort þetta þýði að meiri-
hlutinn sé tilbúinn að samþykkja
aðrar hugmyndir en hann hefur
haldið á lofti fyrir Hrólfsskálamel og
Suðurströnd segir Jónmundur: „Við
erum að leggja fram þessa hugmynd
um samráð og ábendingar, og við
munum væntanlega leggja fram rök-
studda stefnu, og trúum því að hún
sé nokkuð vel ígrunduð.“
„Hugmyndin er sú að íbúar geti
séð heildarmyndina og geti vegið og
metið okkar fyrirætlanir í þessu
ljósi. Við vonumst auðvitað til þess
að fólk fái innsýn í það hvernig að
málum er staðið, og hvernig framtíð-
arsýnin er, og geti þá að einhverju
leyti fallist á það sem við erum að
gera, en þá jafnframt komið með
þarfar og góðar ábendingar til að
bæta myndina.“
Meirihluti sjálfstæðismanna í
skipulags- og mannvirkjanefnd mun
leggja það til á fundi nefndarinnar á
fimmtudag að komið verði á fót rýni-
hóp bæjarbúa þar sem fjallað verði
um málið. Einnig muni nefndin taka
saman upplýsingar um aðrar skipu-
lagstillögur, einkum miðsvæðis, sem
fjallað hefur verið um í nefndinni, og
yfirlit yfir aðra uppbyggingarkosti.
Niðurstöðurnar verði svo kynntar
íbúum og óskað eftir ábendingum og
athugasemdum. Svo muni skipulags-
nefndin fjalla um athugasemdirnar
áður skipulagið er auglýst.
Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi fara að tilmælum Skipulagsstofnunar og efna til samráðs við íbúa
Efnt til opinnar umræðu
um aðalskipulagið
Jónmundur
Guðmarsson
Ætla að gera grein fyrir öðrum upp-
byggingarkostum á Seltjarnarnesi
„ÉG held að þessar tillögur geti leitt
til farsællar lausnar í þessu máli,“
segir Sigurður J. Grétarsson, íbúi á
Seltjarnarnesi og
félagi í áhugahóp
um betri byggð á
nesinu. „Ég held
að í þessu felist
fyrirheit um nið-
urstöðu sem
menn ættu að
geta sætt sig við.“
Hann segir þó
ekkert liggja fyr-
ir um hver niður-
staðan verði, en með þessu útspili
séu bæjaryfirvöld að líta til baka í
skipulagsferlinu. Hann vonast til að
nú fari málið til íbúanna til að þeir
geti metið fleiri en einn kost, og fái
tækifæri til að hafa áhrif á gang
málsins og lyktir.
„Komið er verulega til móts við
eindregin tilmæli og kröfur Áhuga-
hóps um betri byggð um að líta á
þessa hluti í stóru samhengi, bjóða
upp á frekari valkosti, og skilgreina
betur við hvað er átt og hvernig
hlutirnir eiga að vera.“
Getur leitt
til farsællar
lausnar
Sigurður J.
Grétarsson
FJÁRHAGSÁÆTLUN Seltjarnar-
nesbæjar er í uppnámi vegna fyr-
irsjáanlegra tafa á sölu lands á
Hrólfsskálamel
og Suðurströnd,
að mati minni-
hluta Neslista í
bæjarstjórn, en
tafirnar eru til-
komnar vegna at-
hugasemda
Skipulagsstofn-
unar við vinnu við
aðalskipulag á
svæðinu.
Í fjárhagsáætl-
un fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir
því að land verði selt fyrir um 350
milljónir króna, en ljóst er að ekki
verður af þessari sölu fyrr en búið er
að samþykkja bæði aðalskipulag og
deiliskipulag, segir Guðrún Helga
Brynleifsdóttir, oddviti Neslistans í
bæjarstjórn. Hún segir ljóst að ef
hugmyndir um skipulag breytast
verulega breytist þær forsendur sem
liggja því til grundvallar að reikna
með að 350 milljónir fáist fyrir land-
ið, og því sé fjárhagsáætlunin í upp-
námi.
„Það eru um 1.100 íbúar búnir að
mótmæla þessu skipulagi, og ef
meirihlutinn ætlar eitthvað að hlusta
á þessi mótmæli eru forsendurnar
brostnar,“ segir Guðrún. Ef stefnt
verður að því að reisa parhús og rað-
hús á Suðurströnd segir hún verð-
mat á landinu eflaust of hátt til að
það sé raunhæft, verð á landi fyrir
hverja íbúð verði einfaldlega of hátt.
Því þurfi að endurskoða fram-
kvæmdir þar, og jafnvel að hætta við
að byggja þar í bili. Landið sé ein-
faldlega of dýrt miðað við þá lág-
reistu byggð sem menn vilji sjá á
þessum stað.
Skoða aðalskipulagið
í heild sinni
Guðrún segir að fulltrúar minni-
hlutans hafi oft vakið máls á því að
skoða aðalskipulagið á öllu Seltjarn-
arnesi í heild sinni, og það þurfi að
gera nú að kröfu Skipulagsstofnun-
ar. „Meirihlutinn hefur hafnað því að
fara í þá vinnu, en það er eitt af þess-
um atriðum sem Skipulagsstofnun
er að benda á að verði að liggja fyr-
ir.“
Margir aðrir möguleikar eru til
uppbyggingar á Seltjarnarnesi en
þær byggingar á Suðurströnd og
Hrólfsskálamel sem meirihlutinn
hefur beitt sér fyrir. Guðrún segir
ýmsar vannýttar lóðir sem nýta
mætti betur, t.d. iðnaðarhverfi við
Bygggarða. Einnig sé möguleiki að
þétta byggð með því að byggja
stærri hús á stórum lóðum þar sem
nú standi lítil einbýlishús, en fyrir-
spurnir um slíkt hafi borist frá bygg-
ingaraðilum.
Fjárhagsáætlunin í uppnámi
Guðrún Helga
Brynleifsdóttir
Neslistinn bendir á að reiknað sé með að 350 milljónir fáist fyrir sölu lands
HJÓLIN í loðnubræðslu Ísfélags
Vestmannaeyja í Krossanesi á Ak-
ureyri eru farin að snúast á fulla
ferð en fyrsta loðnan barst til
verksmiðjunnar í gær. Fjögur
Vestmannaeyjaskip komu til lönd-
unar í fyrrinótt og gær. Antares
VE kom með fyrsta farminn og
landaði um 850 tonnum, Guð-
mundur VE landaði um 200 tonn-
um en áður hafði landað frosinni
loðnu á Dalvík. Þá kom Bergur VE
með um 800 tonna loðnuafla að
landi og seinni partinn í gær lagð-
ist Gullberg VE að bryggju í
Krossanesi með fullfermi, um
1.200 tonn.
Hilmar Steinarsson verksmiðju-
stjóri í Krossanesi er glaður yfir
því að vertíðin sé komin í gang og
fari þetta vel af stað. „Horfurnar
eru góðar og vonandi getum við
haldið áfram af krafti fram í
mars,“ sagði Hilmar.
Það var mikið um að vera í
Krossanesi í gær en um tíma lágu
þar þrjú skip við bryggjur, þar af
tvö flutningaskip. Jökulfell landaði
um 280 tonnum af fóðurkorni fyrir
Fóðurverksmiðjuna Laxá og Rhod-
os Cement kom frá Akranesi með
2.000 tonn af sementi fyrir Sem-
entsverkssmiðjuna.
Morgunblaðið/Kristján
Það var mikið um að vera í Krossanesi í gær en þar lágu þrjú skip við bryggju og eitt til viðbótar beið löndunar.
Fyrsta loðnan í Krossanes
MAÐUR missti framan af
fingri þegar hann var við vinnu
við borvél á Hvammsmelum í
gærdag. Maðurinn var fluttur á
sjúkrahúsið á Egilsstöðum og
síðan með sjúkraflugi til
Reykjavíkur. Á Hvammsmel-
um er verið að smíða stöðvar-
hús Kárahnjúkavirkjunar.
Missti fram-
an af fingri
ÖKUMAÐUR missti stjórn á
bíl sínum við hringtorg á Suð-
urlandsvegi á móts við Hrís-
mýri á Selfossi í gær með þeim
afleiðingum að hann hafnaði á
ljósastaur. Hálka var á staðn-
um. Engin meiðsli urðu í
óhappinu.
Ók á staur