Morgunblaðið - 12.01.2005, Qupperneq 10
Skattar
á Íslandi
10 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hvað felst í þeim
breytingum sem
gerðar voru á íslensku
skattaumhverfi
á síðasta ári?
á morgun
SJÖTTI fréttastjóri Stöðvar 2 og
síðar sameinaðri fréttastofu Stöðvar
2 og Bylgjunnar hefur tekið við
stjórninni á rúmlega 18 ára starfs-
tíma stöðvarinnar. Eftir óvænta
uppsögn Sigríðar Árnadóttur frétta-
stjóra á mánudag er Páll Magnússon
tekinn við stöðunni, í þriðja skiptið,
og mun gegna henni þangað til ann-
að verður ráðið. Í reynd má því tala
um átta fréttstjóratímabil.
Sigríður Árnadóttir var styst allra
fréttastjóra í starfi á Stöð 2 og
Bylgjunni en starfstími hennar náði
ekki að spanna fullt ár.
Fyrsti fréttastjóri Stöðvar 2 var
Páll Magnússon, ráðinn haustið 1986
þegar útsendingar hófust. Hann
hætti sem fréttastjóri þegar hann
var gerður að sjónvarpsstjóra 1990
og tók Sigurveig Jónsdóttir þá við af
honum. Tæpum tveimur árum síðar
voru fréttastjóraskipti á stöðinni og
Ingvi Hrafn Jónsson tók við af Sig-
urveigu í mars 1992. Sigurveig sagði
þá að henni hefði boðist betra starf
hjá stöðinni sem hún hefði þegið.
Ingvi Hrafn, sem var þriðji frétta-
stjórinn, stjórnaði fram á sumar
1994, en þá tók Elín Hirst við.
Ingvi Hrafn sagði í aðdraganda
fréttastjóraskiptanna að hann hefði
fengið tækifæri til þess að takast á
við ný verkefni í sjónvarpi. Hefði
Páll Magnússon fallist á tillögu hans
um að Elín Hirst tæki við. Elín Hirst
var fjórði fréttastjórinn og stjórnaði
fram til haustsins 1996 þegar henni
var sagt upp.
Páll tekur aftur við
Við tók Páll Magnússon sem á ný
sem fréttastjóri en hætti árið 2000
þegar hann hóf störf hjá ÍE. Þá tók
Karl Garðarsson við sem fimmti
fréttastjórinn í nóvember 2000 og
lauk starfsíma hans í febrúar í fyrra
og Sigríður Árnadóttir tók við sem
sjötti fréttastjórinn. Karl fór í annað
starf hjá ÍÚ, en hætti hjá fyrirtæk-
inu í lok síðasta árs. Með uppsögn
Sigríðar tekur Páll við í þriðja sinn
og áttunda fréttastjóratímabil
fréttastofunnar er hafið. Meðal-
starfstími hvers fréttastjóra á Stöð 2
er rétt rúm 2 ár, þar af hefur Páll
Magnússon verið langlengst í starfi
fréttastjóra eða á áttunda ár. Fimm
starfssystkin hans skipta með sér
einum áratug, þar af þrjár konur og
tveir karlar.
Tíð fréttastjóraskipti hafa verið á fréttastofu Stöðvar 2
Sex fréttastjórar á 18 árum
Sigurveig Jóns-
dóttir Tók við af Páli.
Ingvi Hrafn Tók við af
Sigurveigu.
Páll Hefur þrívegis ver-
ið ráðinn fréttastjóri.
Elín Hirst Tók við af
Ingva Hrafni.
Karl Garðarsson Tók
við af Páli árið 2000.
Sigríður Árnadóttir
Tók við af Karli.
ÍBÚAR á bæunum Reyni og Lækj-
arbakka fengu að snúa aftur heim
til sín í gær en bæirnir voru rýmdir
í fyrradag vegna snjóflóðahættu að
beiðni almannavarnanefndar Vest-
ur-Skaftafellssýslu. Enn er talin
hætta á snjóflóðum við bæinn
Garða sem einnig var rýmdur í
fyrrakvöld og var ekki talið óhætt
að dvelja þar.
Bæirnir standa í hlíð Reynisfjalls
en úr því hafa fallið ófá snjóflóð.
Vík í Mýrdal er hinum meginn við
fjallið. Mikið fannfergi er á þessum
slóðum um þessar mundir.
Mikið fannfergi í Mýrdal og snjóflóðahætta í Reynishverfi
Nokkrum
hleypt
heim
Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Vegurinn að Lækjarbakka var opnaður í gær og komust íbúarnir þá heim.
Í TAKT við áframhaldandi hátt
gengi krónunnar er útlit fyrir að
verðbólgan muni lækka á næstu
mánuðum og fara lægst í 2% í
desembermánuði, þrátt fyrir
aukna eftirspurn og hækkandi
húsnæðisverð. Þetta er mat
greiningardeildar Landsbanka Ís-
lands.
Í sérriti um stöðu og horfur í
efnahagsmálum og á skuldabréfa-
markaði segir að það sé mat
greiningardeildar Landsbankans
að vegna þessa séu góðar horfur
á því að ekki þurfi að koma til
uppsagnar kjarasamninga næsta
haust vegna of mikillar verð-
bólgu.
Á móti komi að gangi spá deild-
arinnar eftir um að krónan falli
þegar líða tekur á næsta ár megi
reikna með að verðbólgan fari
tímabundið töluvert yfir verð-
bólgumarkmið Seðlabankans, sem
er 2,5% verðbólga.
Greiningardeild Landsbankans
telur að aukið umfang stóriðju-
framkvæmda, breytingar á hús-
næðiskerfinu og aukinn aðgangur
að lánsfé geti leitt af sér hratt
vaxandi einkaneyslu ef ekki verði
brugðist við með hækkun vaxta.
Þessu til viðbótar komi áhrif
lækkandi skatta á þessu ári og
þeim næstu. Segist greiningar-
deildin telja að stýrivextir Seðla-
bankans fari hæst í 10% um mitt
ár og lækki ekki aftur fyrr en
undir lok næsta árs.
Fram kemur í sérriti greining-
ardeildar Landsbankans að mikil
eftirspurn hafi verið eftir íbúða-
lánum bankanna. Ætla megi að
bankarnir hafi alls lánað út um
90–100 milljarða króna frá því
lánin voru fyrst kynnt í lok ágúst-
mánaðar á síðasta ári. Hvernig
fjármögnun bankanna verður
háttað sé enn óljóst í dag, en það
muni hafa mikil áhrif á framtíð
skuldabréfamarkaðarins. Segir
deildin að ef þróunin verður sú að
bankar, sparisjóðir og Íbúðalána-
sjóður verði allir í útgáfu minni
skuldabréfaflokka megi gera ráð
fyrir að áhugi erlendra aðila dvíni
eitthvað. Auk þess sé líklegt að
hér myndist vaxtaþrep þar sem
munur á raunvöxtum fasteigna-
veðbréfa með og án ábyrgðar rík-
isins verður nokkur.
Nauðsynlegt að
fylgjast með þróuninni
Greiningardeild Landsbankans
mælir enn með kaupum á íbúða-
bréfum þar sem áfram er reiknað
með lækkun á ávöxtunarkröfu
næsta hálfa árið. Hins vegar seg-
ir deildin að nauðsynlegt sé fyrir
fjárfesta að fylgjast vel með þró-
un á gengi krónunnar samhliða
þróun ávöxtunarkröfunnar. Jafn-
framt sé mælt með kaupum á fyr-
irtækjaskuldabréfum og verð-
bréfasjóðum, sem hafi það að
markmiði að fjárfesta í hávaxta-
bréfum, þ.e. skuldabréfum sem
bera hærri vexti en skuldabréf
með ríkisábyrgð.
Verðbólgan í 2% í desember
Greiningardeild Landsbankans spáir
því að verðbólgan lækki á árinu en
hækki aftur tímabundið á því næsta
GREINING Íslandsbanka spáir
vaxandi viðskiptahalla á þessu ári.
Útflutningur jókst um 7% á fyrstu 11
mánuðum síðasta árs en meðal ann-
ars aukin fjárfesting í stóriðju og
aukin einkaneysla hafa leitt til þess
að innflutningur jókst um 14,4% á
sama tíma. „Um helming hallans má
rekja til stóriðjufjárfestingar,“ að
sögn Ingólfs Bender, forstöðumanns
Greiningar Íslandsbanka.
Samkvæmt Morgunkorni bankans
munu stóriðjuframkvæmdir aukast í
ár auk þess sem gengi krónunnar er
hátt og innlend eftirspurn eftir vöru
og þjónustu mun líklega aukast.
Greining Íslandsbanka heldur því
við spá sína frá því í september sl. að
viðskiptahalli á þessu ári verði um
10,9% af landsframleiðslu en á fyrstu
þremur mánuðum síðasta árs var
hann 5,6% af landsframleiðslu.
Íslandsbanki
spáir vaxandi
viðskiptahalla