Morgunblaðið - 12.01.2005, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● NÝ stjórn var kjörin á hluthafafundi
Norðurljósa hf. sem haldinn var í gær. Í
nýrri stjórn eiga sæti þeir Baldur Bald-
ursson, Ríkharð Ottó Ríkharðsson og
Árni Hauksson. Stjórnarformaður er
Baldur Baldursson og á fundi nýrrar
stjórnar var Ríkharður ráðinn fram-
kvæmdastjóri félagsins í stað Gunn-
ars Smára Egilssonar. Á hluthafafund-
inum voru gerðar breytingar á
samþykktum félagsins sem staðfestu
meðal annars aðskilnað á milli Norður-
ljósa annars vegar og Íslenska út-
varpsfélagsins og Fréttar hins vegar.
Ný stjórn Norðurljósa
!
"# $%&&$
@ !. ? )<
!1 ? )<
) + .
(# ". -' /
()'"+
6.-&.$-
= $-
=1')-
>-&.$- 6.-&.
A "
A"&@ " ('
B' # .<
" #
)) (# ". -' $/
C..)
'(#
)
(. +) 6.-&.
? -&
8<+#-
8 + 4. . / :, . - 7 D +$ -
> *-.#,+) --
E " #
6(
) F'
)+) -&.
1)+. 1+ + 4. /
G 4''-'+. 1+-
;--.). 1+-
: ,+) 7
*$" '
*(
+ ,
). ) $
(."& 24## +
>-&.. 6.-&. G**
+-.
HI2J
+.
!+./!" +
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
"4 -'
4 !+./!" +
7
7 7
7 7 7
7 7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
K
7
K
7K
K
7
7K
K
7 K
K
7
K
K
7K
K
7
7
7
7
7
7
7
K
7
K
7
7
7
7
7
7
7
7
8"& !+.<
&'.-.
G$+ &'.0
=)<
/
/
/
/
/ // /
/
/
/ /
/ / / 7
7
7
7
7
/ 7
/ 7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
;+.< L%./ /
G8/ M )')- . (#1&
!+.<
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
7
G8/7 3!.. ) &-& .1) ) # / G8/7
4& + "''# 4 1) $+ ") . -. /
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær
námu samtals 7,3 milljörðum króna.
Þar af voru viðskipti með hlutabréf
fyrir 3,1 milljarð. Úrvalsvísitalan
hækkaði um 0,35% og er 3.465,37
stig. Mest viðskipti voru með bréf Ís-
landsbanka, eða fyrir 1,3 milljarða
en verð þeirra stóð í stað frá deg-
inum áður. Þá voru einnig mest við-
skipti með bréf Íslandsbanka.
Af félögum í úrvalsvítiölunni hækk-
uðu bréf Flugleiða mest, um 6,8%,
en bréf Straums Fjárfestingarbanka
lækkuðu hins vegar mest, um 0,5%.
Flugleiðir hækka mest
● HAGNAÐUR Alcoa Inc. á síðasta
fjórðungi síðasta árs var undir vænt-
ingum sérfræðinga á Wall Street.
Ástæðan er gengisfall dollars auk
hækkunar á orkukostnaði fyrirtæk-
isins samkvæmt tilkynningu frá félag-
inu. Í heild sinni var árið 2004 hins
vegar með þeim bestu í sögu Alcoa en
heildartekjur fyrirtækisins á síðasta
ári voru 23,5 milljarðar Bandaríkja-
dala, sem samsvara tæplega 1.485
milljörðum króna og hafa heildar-
tekjur fyrirtækisins aldrei verið svo há-
ar en þær jukust um 11% frá árinu
2003. Arðsemi rekstar Alcoa Inc.
jókst um 33% frá fyrra ári og hefur hún
einungis einu sinni áður verið svo há.
Gott ár hjá Alcoa Inc.
● SKATTADAGUR Deloitte verður
haldinn á morgun, fimmtudag, en í
Morgunblaðinu í gær kom ranglega
fram að hann væri haldinn á vegum
Félags löggiltra endurskoðenda.
Skattadagur Deloitte er haldinn í
samvinnu við Viðskiptablað Morgun-
blaðsins, Samtök atvinnulífsins og
Verslunarráð Íslands. Hann hefst kl.
8.00 í Grand hóteli í Reykjavík.
Skattadagur Félags löggiltra endur-
skoðenda verður aftur á móti haldinn
á föstudag. Morgunblaðið biðst vel-
virðingar á mistökunum.
Leiðrétting
● JENSÍNA Krist-
ín Böðvarsdóttir
hefur verið ráðin
markaðsstjóri
Globus og hefur
hún þegar hafið
störf. Í störfum
markaðsstjóra
felst einnig stjórn-
un heildsölusviðs.
Jensína lauk B.S. prófi í auglýs-
ingafræði frá San Jose State Univers-
ity árið 1994 og M.B.A. prófi frá Uni-
versity of San Diego árið 1996. Að
námi loknu hóf hún störf hjá Gallup og
starfaði sem ráðningarstjóri þar frá
upphafi og þar til í ágúst 1999. Hún
var starfsmannastjóri Norðurljósa frá
1999 til 2001 og var framkvæmda-
stjóri viðskiptaþróunar IMG og síðar
framkvæmdastjóri mannauðssviðs
IMG frá 2001 til 2004
Nýr markaðsstjóri
Globus
BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson er einn 237
ungra stjórnenda sem hafa verið valdir til þess
að taka þátt í verkefninu Forum of Young
Global Leaders. Í þessu verkefni vinna ungir
stjórnendur, undir 40 ára aldri, saman næstu
fimm árin, með það að markmiði að skapa bjart-
ari framtíð.
Einn þeirra sem valdir hafa verið á þessu ári
er eins og áður sagði Björgólfur Thor Björg-
ólfsson. Í fréttatilkynningu frá Forum of Young
Global Leaders er haft eftir Björgólfi Thor að
honum þyki það mikill heiður að taka þátt í
starfinu. „Ég tel það mikilvægt að yngri kyn-
slóðir takist á við þær alþjóðlegu áskoranir sem
við höfum erft frá 20. öldinni og tengjast örum
breytingum síðustu 150 ára,“ segir Björgólfur
Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor í hópi
237 ungra stjórnenda
60% stjórnenda í íslensku viðskipta-
lífi telja að siðferði í viðskiptum hafi
farið batnandi undanfarin ár. Meiri-
hluti þeirra telur að viðskiptasiðferði
eldri stjórnenda sé betra en þeirra
sem yngri eru og siðferði kvenna
betra en karla.
Þetta kemur fram í könnun um
traust í viðskiptalífinu sem kynnt var
á fundi um málefnið í gær.
Könnunin var gerð af Þresti Olaf
Sigurjónssyni, aðjúnkt við Háskól-
ann í Reykjavík. Af þeim sem tóku
þátt í henni voru 9% konur. Engu að
síður taldi mikill meirihluti þátttak-
enda, bæði karla og kvenna, að við-
skiptasiðferði kvenna væri almennt
betra en karla. Þá telja 67% við-
skiptasiðferði eldri stjórnenda betra
en þeirra yngri, samkvæmt könnun-
inni.
Af þeim sem tóku þátt í könnun-
inni töldu 65% að siðferði í viðskipt-
um væri betra en í stjórnmálum og
72% töldu siðferði í einkageiranum
betra en í opinbera geiranum. Þá
töldu 93% að slæmt viðskiptasiðferði
kæmi í bakið á þeim síðar. Athygli
vekur að 94% þátttakenda telur
hagsmunaárektra algenga í íslensku
viðskiptalífi.
Siðferði mælt í krónum
og aurum
Halldór Reynisson, verkefnis-
stjóri á biskupsstofu, rakti í erindi
sínu á fundinum þær breytingar sem
orðið hafa á íslensku atvinnu- og við-
skiptalífi á undanförnum áratugum.
Ekki hafi örlað á umræðu um sið-
ferði í viðskiptum fyrr en á allra síð-
ustu árum, þegar íslenskt viðskipta-
umhverfi hafi margfaldast að
vöxtum. Halldór sagði siðferði ná til
alls mannlegs atferlis og væri ein-
faldlega ákveðinn mælikvarði á það
hvernig mannlegum samskiptum er
háttað, hvort þau eru góð eða vond,
réttlát eða ranglát. Siðferði væri
þannig ein af forsendum árangurs í
viðskiptum, enda væru viðskipti í
grunninn ákveðin tegund mannlegra
samskipta.
En Halldór sagði fyrirtæki einnig
hafa siðferðilegum skyldum að
gegna, þau beri samfélagslega
ábyrgð. Svo virtist hinsvegar sem
opinberar eftirlitsstofnanir hafi
áhyggjur af óljósum eignatengslum
og að hlutafé í fyrirtækjum safnist á
of fáar hendur. Sagðist Halldór telja
að hér á landi væri almennt kallað
eftir því að fyrirtæki taki samfélags-
lega ábyrgð og þjóni almennum
hagsmunum en ekki bara hagsmun-
um fámenns hóps fjárfesta.
Halldór sagði að ef menn ætluðu
sér að ná skammtímagróða í við-
skiptum væri óvíst að siðferði borg-
aði sig. En til lengdar væri klárlega
hægt að mæla siðferði í krónum og
aurum. Það skapaði fyrirtækjum
betri orðstír, meira traust og minni
starfsmannaveltu. Eins mætti ekki
gleyma mannlega þættinum, sem þó
verði seint mældur í krónum og aur-
um. Gott siðferði leiði til betri líðan
og betri samvisku sem telja megi til
auðæfa og hlunninda.
Vaxandi félagsauður
Gylfi Magnússon, dósent við við-
skipta- og hagfræðideild HÍ, rakti á
fundinum kenningar hagfræðinnar
um trúverðugleika og mikilvægi
hans fyrir efnahagslífið. Sagði hann
m.a. athyglivert að skoða áhrif stofn-
ana á hvata manna til að vera trú-
verðugir. Því væri t.d. haldið fram að
stofnanir þurfi að ráða við að koma á
viðskiptum aðila sem ekki þekkjast
og búa fjarri hver öðrum. Eins þurfi
þær að leyfa viðskipti yfir bæði tíma
og rúm. Rannsóknir á stofnunum
hafi síðan getið af sér hugtakið fé-
lagsauður, sem í raun mæli hve vel
stofnanir þjóðfélagsins styðja við
efnahagslífið. Það birtist t.a.m. í því
hve trúverðugar yfirlýsingar þeirra
sem standa í viðskiptum verða vegna
félagsauðsins. Stofnanir sem ýti
undir trúverðugleika greiði þannig
fyrir viðskiptum. Þannig komist á
viðskipti milli aðila sem tengist á ein-
hvern hátt, t.d. stjórnunar- eða eign-
artengslum, og beina viðskiptum til
hver annars.
Gylfi sagði trúverðugleika ná-
skyldan orðspori, enda spretti hvat-
inn til að standa við gefin fyrirheit af
vilja til að vernda orðspor.
Gylfi sagði Ísland í hópi ríkja sem
hefðu hvað skilvirkast efnahagslíf og
það benti til þess að stofnanir hér-
lendis flæktust ekki um of fyrir efna-
haglífinu. Trúverðugleiki væri yfir-
leitt ekki mældur einn og sér en ýmis
tengd fyrirbrigði sé reynt að mæla.
Þannig sé jafnan talið að spilling sé
með minnsta móti á Íslandi. Eins
hafi verið reynt að mæla félagsauð
hérlendis. Sú staðreynd að lengst af
á síðustu öld hafi íslensku efnahags-
lífi verið skipt að nokkru leyti eftir
flokkslínum beri ekki vott um mikinn
félagsauð. Það sé þvert á móti talið
nokkuð frumstæð skipan. Sagði
Gylfi þó líklegt að félagsauður hafi
vaxið á undanförnum árum og um
leið annar auður með honum. Það
megi m.a. sjá í því að íslenskur fjár-
málamarkaður hafi í æ ríkari mæli
runnið saman við fjármagnsmarkaði
nágrannalandanna.
Siðferði eldri stjórnenda
í viðskiptalífinu betra
Morgunblaðið/ÞÖK
Traust Siðferði íslensks viðskiptalífs var til umræðu á morgunfundi í gær.
.&N
O5
!
!"
K
K
(G
2
P
#$
#%
!%
!
K
K
II BAP
"#$
&#
!&
!
K
K
=(P
"
$
%#
!&
'!$
K
K
HI2P Q D-".
#"%
%%&
'!
!
K
K