Morgunblaðið - 12.01.2005, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
NASA, geimrannsóknastofnun
Bandaríkjanna, hyggst senda á
loft geimfar, Deep Impact, sem
á að fljúga til móts við hala-
stjörnuna Tempel 1. Í geim-
farinu er lítil flaug sem á að
rekast á halastjörnuna til að
sprengja gíg á yfirborði henn-
ar. Geimfarið á síðan að taka
myndir af árekstrinum og afla
gagna sem vonast er til að af-
hjúpi leyndardóminn um inn-
viði halastjarna.
Er þetta í fyrsta skipti sem
NASA sendir geimfar til að
skyggnast inn í halastjörnu.
Uppruni halastjarna er rak-
inn til svæða í útjaðri sólkerf-
isins. Þær eru taldar leifar af
því efni sem ekki náði að safn-
ast saman í stærri hnetti, reiki-
stjörnur og tungl, þegar sól-
kerfið myndaðist fyrir
milljörðum ára. Geimvís-
indamenn vona því að Deep
Impact varpi ljósi á uppruna-
legan efnivið sólkerfisins og
gefi vísbendingar um hvernig
það myndaðist.
Áreksturinn kann einnig að
varpa ljósi á afleiðingar þess
að halastjarna rækist á jörð-
ina.
Gert er ráð fyrir því að ferð
Deep Impact hefjist í dag, 12.
janúar, og að geimfarið komi
að halastjörnunni í júlí. Geim-
farið sendir síðan litla flaug,
svokallaða „árekstrarflaug“,
inn á braut halastjörnunnar til
að rekast á hana. Gert er ráð
fyrir því að við áreksturinn
myndist gígur á yfirborði hala-
stjörnunnar, en erfitt er að
áætla hversu stór hann verður.
Vísindamennirnir telja að
stærð hans verði að minnsta
kosti á við einbýlishús og allt
upp í stóran íþróttaleikvang.
Dýpt hans er talin verða á við
tveggja til fjórtán hæða hús.
Í árekstrarflauginni, sem er
með sjálfstýringu, er vél sem á
að taka myndir af kjarna hala-
stjörnunnar. Gert er ráð fyrir
því að hún sendi frá sér síð-
ustu myndirnar aðeins nokkr-
um sekúndum fyrir árekst-
urinn.
Í Deep Impact eru einnig
myndavélar og önnur rann-
sóknartæki sem notuð verða til
að fylgjast með árekstrinum.
NASA hyggst ennfremur beina
öflugustu stjörnusjónaukum
sínum að halastjörnunni þegar
áreksturinn verður.
Þá vonast geimvísindamenn-
irnir til þess að stjörnufræð-
ingar og áhugamenn geti
fylgst með áhrifum árekstr-
arins með stórum og smáum
stjörnusjónaukum.
„Fyrsta flugeldasýning
jarðarbúa í geimnum“
Búist er við að sólarljósið end-
urspeglist í efninu sem þeytist
frá halastjörnunni við árekst-
urinn og vísindamennirnir telja
að það verði tilkomumikil sýn.
Stefnt er að því að árekst-
urinn verði 4. júlí, á þjóðhátíð-
ardegi Bandaríkjanna.
„Þetta verður mjög spenn-
andi leiðangur,“ sagði Rick
Grammier, sem stjórnar geim-
ferðinni. „Og við getum öll
fylgst með því þegar hann nær
hámarki með fyrstu flugelda-
sýningunni sem jarðarbúar
halda í geimnum.“
!"#$%&"'%() * &"+,%-'
/012)3451 6 7 -1 -8
9 #% -/
:
'". #-%
;
6 * - 70/*)11
6452)5<
"/)43
=43;)/03
/'343,3;1 5>
<
?;
&$
%
700@
1A@)B*
3
>
&
&&#C (.
- $
(
3
% .
. $
.&
$. .&
&
3)3);'"4
=
>&
950+;*45
D
%-
EF!
& G
C .
=
-
3 %-
5>
=51< A
C
&#
. >
-- *
C
!
.
A51< A&#
--
&$
&
=51
;
; );).
C
7 -1 -8C
$. H
-
$
(
. * -
&$ *0A@0/ 4
$ .<
!C! 0
I
>
0* -
.
JFD =
.<
C
Skyggnst inn í hala-
stjörnu í fyrsta skipti
’Geimvísindamennvona að Deep Impact
varpi ljósi á uppruna-
legan efnivið sólkerf-
isins og gefi vísbend-
ingar um hvernig það
myndaðist.‘
AÐ MINNSTA kosti átta manns hafa
látið lífið í skógareldum í Suður-
Ástralíu. Óttast er að tala látinna
hækki þar sem nokkurra er enn sakn-
að og eldarnir ógna nokkrum bæjum,
m.a. nálægt borginni Adelaide.
Slökkviliðsmenn reyna hér að
hefta útbreiðslu elds í grennd við
Adelaide. Slökkvistarfið gekk mjög
erfiðlega vegna hvassviðris. Hitinn í
Suður-Ástralíu hefur verið allt að 44
gráður á Celsius og skógarnir eru
mjög þurrir vegna margra ára
þurrka.
AP
Skógareldar ógna
bæjum í Ástralíu
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti tilnefndi Michael Chertoff,
dómara áfrýjunarréttar, í embætti
ráðherra heimavarna í gær.
Chertoff, sem er fyrrverandi sak-
sóknari, var yfirmaður glæpadeild-
ar dómsmálaráðuneytisins frá 2001
til 2003 þar sem hann átti mikinn
þátt í að móta viðbrögð Bandaríkja-
stjórnar við hryðjuverkunum 11.
september 2001. Eftir það var hann
skipaður í stöðu dómara við áfrýj-
unarrétt í New Jersey.
Chertoff á að taka við af Tom
Ridge sem var fyrsti ráðherra
heimavarna í Bandaríkjunum.
Bush tilnefndi
upphaflega
Bernard Kerik í
embættið en
hann dró sig til
baka í desember
eftir að upp
komst að inn-
flytjendayfirvöld
höfðu gert at-
hugasemdir
vegna máls vinnukonu á heimili
hans en hann sagði ekki frá því í
fyrsta viðtalinu fyrir starfið. Konan
var ekki með atvinnuleyfi í Banda-
ríkjunum.
Dómari tilnefndur sem
ráðherra heimavarna
Michael Chertoff
Washington. AP.
NORSKI herinn mun formlega taka
við eftirliti í lofthelgi Litháens í dag,
miðvikudag. Sem aðildarríki Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) án
eigin loftvarna á Litháen tilkall til
þess að bandalagið sjái því fyrir
slíku eftirliti.
Ivor Caplin, aðstoðarvarnarmála-
ráðherra Bretlands, er í Litháen og
mun fulltrúi norska hersins taka
formlega við eftirlitshlutverkinu af
honum. Bretar hafa haldið uppi
þessu eftirliti í lofthelgi Litháen á
undanliðnum mánuðum. Þeir hafa
notað fjórar herþotur af gerðinni
F-3 Tornado og hafa um 120 breskir
hermenn og sérfræðingar fylgt þot-
unum.
Norðmenn hafa sent tvær þotur
af gerðinni F-16 til Litháen. Þeim
fylgja um 30 menn. Þar verða þot-
urnar fram í mars en þá tekur ein-
hver önnur aðildarþjóð NATO við
eftirlitshlutverkinu. Danir sinntu
þessu starfi fyrst í Litháen, þá Bret-
ar og nú Norðmenn. Þoturnar eru
gerðar út frá Zokniai-flugstöðinni.
Auk Litháa njóta Eistlendingar
og Lettar sams konar aðstoðar af
hálfu aðildarríkja NATO þar eð
þessar þjóðir ráða ekki yfir sjálf-
stæðum loftvörnum. Þessu fyrir-
komulagi var komið á í marsmánuði
í fyrra þegar Eystrasaltsþjóðirnar
þrjár gengu í Atlantshafsbandalag-
ið.
Norskar herþotur
sendar til Litháens
Vilníus. AFP.