Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 17
MINNSTAÐUR
Fjarnám allt árið
Skráning stendur yfir á heimasíðu skólans www.fa.is
Skólameistari
AUSTURLAND
Í
mörg horn er að líta á Fljóts-
dalshéraði og Soffía Lár-
usdóttir forseti bæjar-
stjórnar segir umbrotatíma
framundan. Virkni og skipu-
lag nýs sveitarfélags, uppbygging
eftir að virkjunarframkvæmdum
lýkur og frekari sameiningarmál eru
meðal verkefna á borði bæjar-
stjórnar, sem sér margvísleg tæki-
færi í nútíð og framtíð.
„Inn í það fléttast allar fram-
kvæmdirnar vegna virkjunar- og
stóriðjuuppbyggingar og það umrót
sem er í kringum þær. Hliðaráhrifin
eru meiri en ég hafði ímyndað mér,
við finnum mikið fyrir þeim á Héraði.
Hér er að byggjast mikið af íbúðum
með tilheyrandi umsvifum og fjöldi
fólks er að flytja hingað. Flutning-
arnir byrjuðu í þetta sveitarfélag um
leið og virkjunin fór af stað og eru nú
að hefjast meira á fjörðunum vegna
byggingar álversins á Reyðarfirði,“
segir Soffía.
„Við þurfum samhliða þessu að
undirbúa þann tíma þegar jafnvægi
kemst á að nýju, þ.e. þegar fram-
kvæmdunum er lokið. Þá má reikna
með ákveðnu tómarúmi og um það
þurfum við að hugsa. Einn liður í því
er að stýra einhverjum fram-
kvæmdum á vegum sveitarfélagsins
inn á þann tíma. Einnig höfum við
verið að vinna að uppbyggingu há-
skólanáms og þekkingarseturs á Eg-
ilsstöðum, það er dæmi um verkefni
sem er liður í að undirbúa framtíð-
ina.
Markmiðið er að skapa hér ákveð-
inn grunn fyrir menntun og rann-
sóknir, sem m.a. byggist á sérstöðu
svæðisins. Um leið erum við að skapa
hér aukna atvinnumöguleika fyrir
fólk sem er með menntun og þekk-
ingu. Sem dæmi um sérstöðu svæð-
isins má taka skógrækt og land-
græðslu, hér eru ýmis umhverfis- og
vöktunarverkefni framundan og
fleira.
Þegar skapaðar eru aðstæður fyr-
ir þekkingarumhverfi er það mjög
fljótt að vinda upp á sig. Því fleira
fólk sem flyst á svæðið, þess meiri
þjónustu þarf og það rennir styrkari
stoðum undir það sem er þegar til
staðar og skapar grundvöll fyrir fjöl-
breyttara atvinnulíf.
Við þurfum að horfa til framtíðar á
fleiri sviðum. Ýmis tækifæri eru
ónýtt á sviði ferðamála hér á Austur-
landi, t.d. tengd hreindýrum og öðr-
um veiðum, svo og náttúru og menn-
ingu svæðisins. Menningarmálin
hafa verið vaxandi þáttur í samfélag-
inu hér eystra og hef ég trú á að þau
eigi eftir að vaxa enn meira. Ekki má
gleyma þeim möguleikum sem felast
í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðsins
og þjóðgarðs norðan Vatnajökuls.
Um leið og íbúum fjölgar þarf að
auka ýmsa samfélagsþjónustu og þá
er ég að horfa til leikskóla, grunn-
skóla, framhaldsskóla, félagsþjón-
usta, skipulagsmála og ýmissar þjón-
ustu sem heyrir undir umhverfismál.
Það er geysilega sterkt að það skuli
vera búið að sameina flest sveitar-
félögin á Héraði. Núna getum við
hugsað um uppbyggingu svæðisins
sem heildar í stað þess að vera alltaf
að hugsa í bútum.
Við stöndum frammi fyrir alveg
nýjum möguleikum, við erum búin að
fella múrana og getum tekið höndum
saman um að byggja hér upp og þróa
öflugt samfélag sem eftirsóknarvert
er að búa í. Við getum nú einbeitt
okkur að stóru málunum. Áður
fannst mér við eyða of miklum tíma í
smáu málin – eins og að karpa um
hvaða forsendur ætti að nota til
grundvallar kostnaðarskiptingu
samstarfsverkefna. Við horfum nú á
öll þessi mál út frá nýjum for-
sendum; skólamál, félagsþjónusta,
skipulagsmál, snjómokstur, sorp-
hirða, menningar- og frístundamál.
Mér hefur líka þótt ánægjulegt að
finna að sá hópur, sem er nú að byrja
að vinna saman í bæjarstjórn og
kemur víða úr sveitarfélaginu, sam-
anstendur af aðilum með mismun-
andi þekkingu og styrkleika. Við
fáum fleiri að málum, sjónarmiðin
eru fjölbreyttari en áður sem von-
andi skilar sér í öflugri uppbyggingu
samfélagsins,“ segir Soffía.
Ný vinnubrögð
Aðeins eru tveir mánuðir síðan sveit-
arfélagið tók til starfa og nýtt skipu-
rit var samþykkt á fyrsta fundi bæj-
arstjórnar. „Við auglýstum nýlega
sjö nýjar stjórnunarstöður og hefur
því ekki reynt á nýtt stjórnkerfi
nema hvað varðar nefndastarf. Sú
litla reynsla sem komin er leggst þó
vel í mig. Gert er ráð fyrir að fleiri
komi að málum, það kallar á meiri
samhæfingu og öðruvísi vinnubrögð.
Á móti kemur að hver nefnd er meira
sérhæfð. Áður voru þetta fáar nefnd-
ir með mörg mál undir og þá vildu
ákveðnir málaflokkar lenda til hliðar
við skylduverkefni.
Ég get tekið sem dæmi mennta-,
menningar- og frístundamál.
Menntamálin, sem eru mjög stór og
mikilvægur þáttur, lentu óneitanlega
ofan á og hitt varð meira afgangs. Nú
koma sem sagt fleiri að hverjum
málaflokki, það getur þó þýtt að
vandasamara verði að fá niðurstöðu í
einstök mál. Mér þykir spennandi að
vinna eftir nýju stjórnkerfi, en það
kallar á meiri samhæfingu hjá
bæjarstjórn og stjórnunarþáttur
bæjarstjóra eykst frá því sem áður
var.
Til að tryggja skilvirkni þarf
breytt samskipti embættismanna og
stjórnmálamanna og verkaskipting
þarf að vera skýr. Við þurfum því að
skilgreina vel og virða hlutverk
hvors hóps fyrir sig,
Þegar við tókum ákvörðun um að
auglýsa hin nýju störf var það vegna
þess að við vildum gefa sem flestum
kost á að sækja um stöðurnar. Það
var ánægjulegt hversu margir sýndu
störfunum áhuga. Að meðaltali voru
tíu manns um hverja stöðu og mikið
af hæfu fólki sem sótti um. Í sex af
sjö auglýstum stöðum hafa verið
ráðnar þrjár konur og þrír karlar og
að mínu mati tekist vel til þegar
horft er til kynjaskiptingar, aldurs,
menntunar og reynslu. Við erum
þarna með breiðan hóp fólks sem
gegna mun störfum umhverfisfull-
trúa, menningar- og frístundafull-
trúa, fjármálastjóra, héraðsstjóra og
fræðslufulltrúa auk verkefnastjóra.“
Fram hefur komið að minnihluti
nýrrar bæjarstjórnar Fljótsdalshér-
aðs gagnrýndi bæði ráðningarferli
starfsmannanna og val á umsækj-
endum í störf fjármála- og héraðs-
stjóra. „Ég skil þau sjónarmið sem
uppi eru hjá minnihlutanum varð-
andi aðkomu að ráðningum,“ segir
Soffía.
„Hins vegar voru ekki gerðar at-
hugasemdir í nefndum þegar vinnu-
lag við umfjöllun umsókna var lagt
til. Mér þykir gagnrýnin því heldur
seint fram komin. Mér finnst hún
heldur ekki alveg sanngjörn, svo við
tökum sem dæmi ráðningu fjár-
málastjóra. Við erum að ráða þar inn
mann sem var sveitarstjóri Fella-
hrepps í mörg ár, vann síðan hjá
KPMG í nokkur ár og nú í desember
vann hann m.a. fjárhagsáætlun fyrir
hið nýja sveitarfélag. Bókunin er því
ósanngjörn og hreinlega röng sú full-
yrðing að við séum að ráða óreyndan
mann í starfið.
Starfsfólkið sem ráðið er hefur allt
reynslu og menntun, mismunandi
mikla, úr atvinnulífinu eins og gerist.
Ég er því ekki sammála bókunum
minnihlutans um að verið sé að ráða
óreynt fólk og kasta peningum á glæ.
Aðferðafræðina má hins vegar ræða
en ég hefði viljað fá gagnrýnina fram
í upphafi ráðningarferilsins, ekki í
lokin.“
Sameiningarferlið áfram
„Það hefur sýnt sig, og er Fjarða-
byggð gott dæmi um það, að samein-
ing gerir sveitarfélögin öflugri út á
við og þá ekki síður inn á við. Ég
vona því að við höldum áfram með
sameiningar á Austurlandi. Það
þurfa vissulega að vera ákveðnar for-
sendur til staðar s.s. öruggir tekju-
stofnar. Fljótsdalshérað hefur tekið
vel í ósk Breiðdalshrepps um sam-
einingu. Þessi sveitarfélög liggja
saman en á milli þeirra er nokkuð
erfiður fjallvegur. Breiðdalsvík sem
er þéttbýlis- og þjónustukjarni
Breiðdalshrepps, er í töluverðri fjar-
lægð frá þjónustukjarnanum á Hér-
aði og því erfitt að samþætta og hag-
ræða þjónustu. Ég held að
sameining á milli þessara sveitarfé-
laga myndi fyrst og fremst gefa af
sér stjórnsýslulegan ávinning.
Stjórnsýslan þarf að vera sérhæfð
og formleg og það er erfitt fyrir lítið
sveitarfélag að koma sér upp öllum
þeim tæknibúnaði og þekkingu sem
vera þarf til staðar ef stjórnsýslan á
að geta verið þannig. Á hinn bóginn
verða allir staðirnir, stórir sem smá-
ir, að halda úti grunn- og leikskólum,
félagsþjónustu og annarri grunn-
samfélagsþjónustu, s.s. þjónustu
varðandi slökkvilið, hreinsun gatna
og umhirðu svæða og þar fram eftir
götunum. Því er takmörkuð hagræð-
ing af sameiningu í þeim efnum, en
aftur á móti verulegur stjórnsýslu-
legur ávinningur.
Yfirstjórn Fljótsdalshéraðs er já-
kvæð gagnvart frekari sameiningu,
en ég held samt að grunnurinn sé sá
að sveitarstjórnarmenn sjálfir verði
að byrja á að vera jákvæðir. Það
smitar út til íbúanna. Sveitarstjórn-
armenn hafa mesta og besta þekk-
ingu á málefnum sveitarfélaganna og
ef þeir eru í vafa um réttmæti þess
að sameinast getum við ekki ætlast
til þess að íbúarnir séu jákvæðir fyr-
ir sameiningu. Því held ég að miklu
máli skipti að sveitarstjórnarmenn
vinni af ákveðinni einingu sín á milli
og nái góðu samkomulagi og sátt.“
Samráð og samstarf
Soffía er formaður Sambands sveit-
arfélaga á Austurlandi. Sú spurning
vaknar hvort sveitarfélögin eystra
séu samhent í vinnu að sameigin-
legum hagsmunum fjórðungsins.
„Austurland er sérstakt fyrir það
hversu samhent við höfum verið,“
svarar Soffía. „Við höfum unnið sam-
eiginlega að þessu stóra verkefni
sem er virkjunin og álverið, menn-
ingarmálum, fræðslumálum og
ferða- og markaðsmálum, svo eitt-
hvað sé nefnt og náð góðum árangri.
Hins vegar má segja að eftir að mál-
efni virkjunar og stóriðju hófu fyrir
alvöru innreið sína í fjórðunginn höf-
um við svolítið farið sitt í hverja átt-
ina.
Við þurfum því að skerpa okkur á
þessu sviði. Það er ekki óeðlilegt, það
eru allir á kafi og ekki hægt að líkja
því við venjulegt ástand sem sveit-
arstjórnarmenn og aðrir íbúar eru að
takast á við á Austurlandi um þessar
mundir. Mér finnst ekkert skrítið þó
ekki hafi gefist mikill tími í samráð
eða samstarf, en við þurfum þó að
gefa okkur meiri tíma í þeim efnum.“
Umbrotatímabil fram-
undan á Fljótsdalshéraði
Rætt við Soffíu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar á Fljótsdals-
héraði og formann Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
Tveir mánuðir eru
síðan sveitarfélagið
Fljótsdalshérað tók til
starfa samkvæmt nýju
skipuriti eftir samein-
ingu Austur-Héraðs,
Norður-Héraðs og
Fellahrepps. Steinunn
Ásmundsdóttir ræddi
við Soffíu Lárusdóttur,
forseta bæjarstjórnar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Börn á Egilsstöðum Um leið og íbúum fjölgar þarf að auka ýmsa samfélagsþjónustu.
’Ekki venjulegt ástandsem sveitarstjórnar-
menn og aðrir íbúar
eru að takast á við á
Austurlandi.‘
Soffía Lárusdóttir Markmiðið er
að skapa hér ákveðinn grunn fyrir
menntun og rannsóknir, sem m.a.
byggist á sérstöðu svæðisins.
steinunn@mbl.is