Morgunblaðið - 12.01.2005, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Opnunartími:
11-18:30 mán-fös
10-18 lau / 13-17 sun.
Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is
Samsung SGH-X450
fallegur 3 banda
sími með
hágæða skjá
NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN
Technology so advanced, it´s
TURN-FREE
Amerískar
lúxus heilsudýnur.
ÚTSALA - ÚTSALA
TURN-FREE
Verð frá 72.000.-
Dýnusett frá kr. 59.000
Skipholt 35
Sími 588 1955
www.rekkjan.is
Við hjónin kynntumstþessari Just-Eat-þjónustu þegar viðvorum búsett í Dan-
mörku og urðum mjög hrifin af,
enda nýttum við okkur hana
óspart. Þetta hefur líka slegið
rækilega í gegn þar í landi og
hafa yfir tvær milljónir máltíða
verið pantaðar með þjónustunni
frá því hún var opnuð fyrir rúm-
um tveimur árum. Í dag fara yf-
ir 50 þúsund pantanir á mánuði í
gegnum Netið í Danmörku,“
sagði Þröstur Már Sveinsson,
sem ásamt eiginkonu sinni,
Hörpu Guðjónsdóttur, hefur
opnað Just-Eat-þjónustu hér á
landi.
„Okkur fannst þetta sniðugt
og þar sem svona þjónustu vant-
aði alveg heima á Íslandi feng-
um við rekstrarleyfi á nafninu
hér á landi. Just-Eat í Dan-
mörku er í samstarfi við Coca
Cola og hefur það reynst báðum
aðilum mjög vel. Við höfðum því
samband við Vífilfell, sem tók
vel í hugmyndina og kynnti hana
fyrir veitingahúsum hér á landi
auk þess að taka þátt í markaðs-
setningunni,“ sagði Þröstur enn-
fremur.
Getur ekki verið einfaldara
Hér er um að ræða eins konar
matartorg á Netinu, hið fyrsta
sinnar tegundar hér á landi, og
veitir það aðgang að matseðlum
veitingastaða á auðveldan og þægi-
legan hátt og geta notendur pantað
af síðunni. Nú þegar eru tíu veit-
ingastaðir komnir inn á vefsíðuna
www.just-eat.is og fer þeim ört
fjölgandi, en stefnt er að því að
hægt verði að panta frá að minnsta
kosti 25 veitingastöðum í janúar
næstkomandi að sögn Þrastar.
„Þetta getur ekki verið einfald-
ara í notkun,“ sagði Þröstur enn-
fremur. „Þú sest bara við tölvuna
og slærð inn www.just-eat.is og
færð þá upp forsíðuna. Þú velur
þann landshluta þar sem þú býrð,
til dæmis höfuðborgarsvæðið. Þá
velurðu hverfið þar sem þú býrð og
síðan þá veitingastaði sem þú vilt
gera pöntunina hjá og skoðar mat-
seðlana hjá þeim með verði og öllu
saman. Svo bara velurðu það sem
þú vilt borða og það fer í inn-
kaupakörfu þannig að þú sérð allt-
af hvað þú hefur pantað fyrir mik-
ið. Sumir veitingastaðanna bjóða
upp á heimsendingarþjónustu og
ef það hentar þér þá velur þú
hana, annars sækirðu bara mat-
inn sjálfur á umsömdum tíma.“
Beint samband við
veitingastaðinn
Þröstur sagði að með nýrri
tækni væri notandanum gert
kleift að vera í beinu sambandi
við veitingastaðinn sem hann
pantar frá. „Just-Eat er með
einkaleyfi á sérstöku tæki sem
sett er upp á veitingastaðnum
og það tekur á móti pöntunum
og staðfestir að hafa móttekið
pöntunina og fær notandinn þá
staðfestingu upp á skjáinn hjá
sér innan 90 sekúndna frá því
hann lagði pöntunina inn. Pönt-
unin prentast út hjá veit-
ingastaðnum ásamt öllum viðeig-
andi upplýsingum, svo sem
nafni, símanúmeri og heim-
ilisfangi þess sem pantar, og
hann getur á sama tíma prentað
pöntunina út ef hann vill og því
er allur misskilningur í pönt-
unarferlinu úr sögunni.“
Þröstur sagði að Just-Eat legði
áherslu á góða og ábyrga þjónustu:
„Það er fullkomnlega öruggt að
panta á síðunni, þar sem Just-Eat
sér um að pöntunin komist til skila.
Þegar búið er að panta er hægt að
greiða með greiðslukorti á Netinu
eða með peningum þegar maturinn
er afhentur eða sóttur. Ennfremur
erum við með punktakerfi þannig
að pantanir gefa punkta sem ganga
upp í ýmsar vörur. Til dæmis er
núna hægt að fá Coca Cola-vörur
og bækur frá JPV-útgáfunni fyrir
punktana sem maður safnar,“ sagði
Þröstur Már Sveinsson ennfremur.
ÞJÓNUSTA | Sest við tölvuna, pantar matinn og safnar punktum
Matartorg á Netinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þröstur Már Sveinsson
Vísindamenn hafa nú komistað þeirri niðurstöðu, líktog marga hefur lengi grun-
að, að einkabíllinn segir heilmargt
um eigendur sína og getur því
hæglega komið upp um þá.
Þúsundir ökumanna voru per-
sónuleikaprófaðir og í ljós kom að
svipaðar manngerðir drógust að
sams konar bíltegundum.
Þannig reyndust metnaðar-
gjarnir áhættumenn helst laðast
að áberandi og nútímalegum Audi
og Alfa Romeo bílum á meðan
metorðamenn velja sér gjarnan
BMW og Mercedes Benz. Hins-
vegar kaupa íhugulir, hugsandi og
skapandi ökumenn, sem eru nokk-
uð sáttir við sitt hlutskipti í lífinu,
Saab eða Peugeot. Vísindamenn-
irnir komust að þeirri niðurstöðu
að ökumenn velja sér helst bílteg-
undir, sem endurspegla persónu-
leika þeirra fremur en að láta
stjórnast af efnahag, ökuhraða
eða hæfni bílsins.
Þetta mun vera í fyrsta skipti
sem könnun, sem þessi er fram-
kvæmd, en frá henni var greint í
breska dagblaðinu Evening Stand-
ard um helgina. Niðurstöðurnar
benda sem sagt til þess að bíllinn,
sem við kjósum að aka um á, skír-
skoti mjög til grundvallarlífsgilda
okkar, viðhorfa og hvata auk þess
sem í ljós kom að val á bíltegund-
um virðist endurspegla áhugamál
og önnur hugðarefni, t.d. varðandi
það hvaða dagblöð og sjónvarps-
efni höfðar helst til fólks.
RANNSÓKNIR | Hvað segir bíllinn um þig?
Bíllinn endurspeglar
persónuleikann
Íhugulir, hugsandi og skapandi ökumenn, sem eru nokk-
uð sáttir við hlutskipti sitt í lífinu, velja Saab.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Metorðamenn velja sér gjarnan BMW.
Ósýnilegir og ímyndaðir vinireru eðlilegur hluti af barn-æskunni, að mati banda-
rískra sálfræðinga. Um 65% sjö
ára barna sem tóku þátt í könnun
þar að lútandi, reyndust eiga einn
eða fleiri ímyndaða vini, að því er
fram kemur á norska vefnum
forskning.no.
Sum börnin áttu allt upp í þrett-
án ósýnilega vini í einu, að því er
fram kemur í niðurstöðum könn-
unarinnar sem gerð var við há-
skólana í Washington og Oregon.
Könnunin hófst með viðtölum við
152 börn á aldrinum 3-4 ára. Börn-
in voru spurð um ímyndaða vini og
þroski þeirra metinn. Þremur ár-
um síðar var aftur talað við 50
stráka og 50 stelpur úr sama hópi.
Ef börnin áttu ósýnilegan vin áttu
þau einnig að lýsa honum. Ef það
var bangsi eða dúkka átti að lýsa
einkennum þeirra, t.d. „góður“ eða
„vondur“, svo þau yrðu metin sem
alvöru ímyndaðir vinir. Stephanie
Carlson, einn vísindamannanna
sem stóðu að könnuninni, segir nið-
urstöðurnar heillandi þar sem þær
séu andstæðar mörgum kenningum
um þroska barna. Fræðimenn eins
og Freud og Piaget voru þeirrar
skoðunar að það væri óeðlilegt að
börn ættu ímyndaða vini, að því er
fram kemur á forskning.no.
Ímyndunaraflið, og leikir þar
sem það er notað, er mikilvægt
fyrir þroska barna að mati Carl-
son. Ímyndaðir vinir geta hjálpað
börnum að takast á við ýmsar að-
stæður á góðan hátt, t.d. tog-
streitu.
BÖRN | Ímyndaðir vinir hluti af æsku
Hjálpa börnum að
takast á við aðstæður
Morgunblaðið/Ómar
Sum börnin áttu allt upp í þrettán ósýnilega vini í einu.