Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 21 UMRÆÐAN ÞÁ ER réttindum fólks hætt- ast þegar dómstóll götunnar hef- ur kveðið upp sinn dóm. Samkeppnisráð er undir mikl- um þrýstingi. Rannsókn leiddi í ljós að olíufélögin höfðu með sér samráð. Fréttir fjölmiðla og al- mennar umræður endurspegla kröfu almennings um makleg málagjöld. Ég get tekið undir kröfuna um ábyrgð olíufélaganna á ólögmætu samráði. En mér sýnast þær töl- ur sem nefndar hafa verið um ólögmætan gróða þeirra ekki standast. Hver var þá gróðinn? Og hver eru hin maklegu málagjöld? Samkeppnisráð reynir að meta ólögmætan ávinning félaganna með samanburði á tveimur tíma- bilum. Annars vegar árin 1993– 95 (fyrir samráð – skilgreining RT) og hinsvegar árin 1996–2001 (samráðstímabil – skilgreining RT). Eftir mikla talnaþulu telur samkeppnisráð það „málefnalegt að líta svo á að verðsamráð leiði að jafnaði til a.m.k. 10% hærra verðs en ella“! Það blasir við að „10% hærra verð“ stóreykur (jafnvel marg- faldar) hagnað viðkomandi fé- laga. Besti mælikvarði á gróða/ hagnað hlutafélaga á markaði er („að jafnaði“!) verð hlutabréfa þeirra. Ég reiknaði út meðalverð hlutabréfa olíufélaganna árin 1993–95 (fyrir samráð) og bar saman við meðalverð allra hluta- bréfa á aðallista Kauphallarinnar á sama tíma. Hlutabréfum olíufé- laganna í þessum samanburði gef ég vægið 100. Þegar sama hlutfall er reiknað út fyrir árin 1996–2001 (samráðs- tímabilið) hefur vægi (verð) þeirra lækkað í 90. Árið 2002 og fram á mitt ár 2003 (samráði lokið) hefur vægi þeirra hinsvegar hækkað í 120! (Olíufélögin voru tekin af að- allista um og uppúr miðju ári 2003.) Því fylgir vandi og ábyrgð að ákvarða viðurlög og refsingar. Fjölmiðlafári fylgir oft flóðbylgja stóryrða og hleypidóma. Menn sjást ekki alltaf fyrir. „Fólk vill fá dóm í málinu“ var haft eftir íslenskum dómara, af öðru tilefni. Persónulega koma mér mál- efni olíufélaganna ekki við – nema sem neytanda. En ég vil að við lærum af Hafskipsmáli og Geirfinnsmáli. Ragnar Tómasson „Fólk vill fá dóm í málinu“ Höfundur er lögfræðingur. Á LIÐNUM árum hef ég oft bæði í ræðum og ritum stórlega efast um þá hávaxta- og hágeng- isstefnu sem Seðlabanki Íslands fylgir svo einarðlega fram. Gagn- rýni mín er því ekki ný þótt mér finnist steininn hafi fyrst tekið úr með 100 punkta hækkun stýrivaxtanna nú síð- ast. Mörgum er það kunnugt að Seðla- bankinn svarar ekki gagnrýni! Það er þeirra mál. Björgvin Guðmundsson blaða- maður tekur upp hanskann fyrir Seðla- bankann í grein- arkorni í Morgun- blaðinu nú fyrir skömmu. Hann telur að ég með gagnrýni á vaxtahækkun Seðla- bankans sé að taka skammtímahagsmuni mína fram yfir hags- muni almennings. Ég skil ekki vel þessar ásakanir, veit ekki til að ég hafi neina skammtímahagsmuni í þessu máli. Hags- munir mínir eru ná- kvæmlega þeir sömu og alls almennings í þessu landi, en það er heilbrigt efnahagslíf. En hverjar eru þessar efasemdir mín- ar um gerðir Seðlabankans sem Björgvin telur svo ámælisverðar? Seðlabankinn hækkar stýrivexti stórlega og segist vera að gera skyldu sína samkvæmt lögum, að berjast gegn þenslu. En er það nú hafið yfir allan vafa? Á sl. ári var verðlagshækkunin tæp 4%. Sé hún greind kemur í ljós að 1,3% stafar af hækkun fasteignaverðs. Allir vita að hækkun húsnæðisverðs stafar fyrst og fremst af lækkun fjármagnskostnaðar á húsnæði. Þessi mikla kjarabót almennings vegna lækkunar á fjármagnskostn- aði á húsnæði mælist ekki í vísitölunni. Hinsvegar mælir vísi- talan hækkun fast- eignaverðsins sjálfs. Spurningin er því; er Seðlabankinn með vaxtahækkun sinni að berjast gegn þenslu (ímyndaðri þenslu) eða er hann að berjast gegn hagvexti? Spurningunni verð- ur ekki svarað á óyggj- andi hátt fyrr en síðar, en líkurnar á að bank- inn sé að berjast gegn hagvexti eru yfirgnæf- andi, því að á almenn- um markaði er alls engin þensla. Íslandsbanki lætur þá skoðun í ljós nú ný- lega að áform Seðla- bankans muni ganga eftir, gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að hækka, við- skiptahalli muni enn aukast, staða sam- keppnis- og framleiðslugreinanna muni enn halda áfram að versna. Þetta telja þeir Íslandsbankamenn „markverðan árangur í hagstjórn“! Hvað skyldu þessir menn halda að gerist næst? Seðlabankinn Einar Oddur Kristjánsson fjallar um vaxtahækkanir Seðlabankans Einar Oddur Kristjánsson ’… líkurnar áað bankinn sé að berjast gegn hagvexti eru yf- irgnæfandi, því að á almennum markaði er alls engin þensla.‘ Höfundur er alþingismaður. Útsala Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunn- laugssonar í stöðu hæstarétt- ardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Pró- fessorsmálinu“.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóð- félaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfis- vina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar ÞAÐ VERÐUR að búa betur að því fólki sem vinnur í heilbrigðis- kerfinu. Það verður einnig að búa félagslega betur að þeim sem þurfa að nota þjónustu heilbrigð- iskerfisins styttri eða lengri tíma. Ef þetta er rétt er lausnin á þessu einfaldlega: nýtt gildismat og nýjar hugmyndir! Sá sem þetta skrifar er ekki að skrifa um þessi málefni í fyrsta sinn í Morgunblaðið. Löngu áður en blaðið hóf að geyma greinar á Netinu hef ég skrifað í blaðið greinar, sem að einhverju leyti snerta afstöðu jarðarbúa og leit þjóðanna við að skipta lífsgæðum eftir einhverjum reglum eða samningum. Á allra síðustu tímum hefur ótti mannkynsins orðið einfaldari og á vissan hátt er þriðja heims- styrjöldin hafin. Talið um gildismatið var efni margra sem tóku þátt í opinberri umræðu um síðustu áramót. Kryddsíldin og formenn stjórn- málaflokkanna voru mætt að venju og Ólafur Ragnar Grímsson forrseti lyfti sér að venju yfir pex- ið og verður fyrsti forseti lýðveld- isins til að marka sögulega breyt- ingu. Í svipuðum anda talaði Karl Sigurbjörnsson biskup sem og Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra. Skrif mín í Morgunblaðið hafa ekki breytt heimsmyndinni. Þau hafa verið aðferð einfarans til að vera með án þess að taka beinan þátt í stjórnmálaumræðunni, en án hennar getur engin þjóð haldið áfram án þess að glata lýðræðinu. Hér ætla ég að lokum að losa um fornafn sem ég nota aldrei viljandi og þakka starfsfólki blaðsins fyrir að koma framleiðslu minni slysalaust til lesendanna og sérstaklega og að síðustu þakka ég prófarkalesurum. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltrúi. Síðbúið skot inn í næstu öldina Frá Hrafni Sæmundssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.