Morgunblaðið - 12.01.2005, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
T
íminn líður hratt á
gervihnattaöld,“
sungu Gleði-
bankamenn einhvern
tíma á síðari hluta
20. aldar. Árið 2005 er nú geng-
ið í garð, ótrúlegt en satt, og við
farin að fóta okkur á nýrri öld.
Hvað sú öld verður kölluð mun
tíminn einn leiða í ljós. En varla
þó „gervihnattaöld“.
Kannski verður þetta öld „út-
rásar“ svo vitnað sé í eitt helsta
tískuorðið í spjallþáttum ára-
mótanna. Kannski verður þetta
öld „rótleysis“, öld „hraðans“
eða öld „tímaleysis“. Kannski
verður þetta öld „einstaklings-
ins“ og „einstaklingshyggj-
unnar“. Ef til vill verður þetta
öld „fjölskyldunnar“ eða jafnvel
öld „samsettu fjölskyldunnar.“
Hver veit? Eitt er þó víst:
Tíminn heldur áfram að líða
hratt – á
nýrri öld.
Hraðar en
nokkru sinni
fyrr.
Kröfurnar
um hraða
verða æ ágengari. Tækniþróunin
á sinn þátt í því.
Viðhorfið er þetta: Allt, bók-
staflega allt, á að gerast á
stundinni; núna; strax – já, eig-
inlega helst í gær. Og best færi
á því, ef við gætum gert „þetta
allt“ í einu.
Tækin sem við eignumst
ganga flest út á að ná þessum
markmiðum. Gemsarnir, tölv-
urnar og bílarnir, svo dæmi séu
nefnd. Við viljum ná sambandi
strax, fá upplýsingarnar strax
og komast á áfangastaðinn
strax. Ekkert vesen eða múður,
takk fyrir.
Tækin verða líka æ tækni-
legri, ef svo má segja, not-
endavænni og fjölhæfari. Gems-
ar eru ekki lengur bara gemsar,
heldur líka myndavélar og út-
varp – allt í senn. Bílar eru ekki
bara samgöngutæki, heldur líka
þægilegar „vistarverur“, með æ
mýkri og upphituðum sætum,
útvarpi, geislaspilara og jafnvel
sjónvarpi.
Og flugvélar – æ þær eru
reyndar alltaf jafnóþægilegar og
þröngar – svo virðist sem flug-
rekendur séu að reyna að troða
fleirum og fleirum í vélarnar, til
að reyna að græða meira.
Kröfurnar um meiri hraða
verða til þess að við flest, ef
ekki öll, erum alltaf að flýta
okkur. Við höfum þar af leiðandi
lítinn sem engan tíma, til að
gera nokkurn skapaðan hlut,
þegar upp er staðið.
Eigendur líkamsræktarstöðv-
anna hafa áttað sig á þessari
þróun, eins og fram kom í frétt
Morgunblaðsins í gær. Hjá lík-
amsræktarstöðinni Hreyfingu er
til dæmis boðið upp á svokallaða
hraðleið. „Um er að ræða sjö
stöðva þjálfunaráætlun í tækja-
salnum sem á ekki að taka
meira en þrjátíu mínútur að fara
í gegnum,“ segir í fréttinni.
„Fólk hefur ekki alltof mikinn
tíma til að æfa og því er gott að
geta gripið í hraðleiðina,“ er
haft eftir Ágústu Johnson, fram-
kvæmdastjóra Hreyfingar.
Sævar Pétursson, fram-
kvæmdastjóri líkamsrækt-
arstöðvarinnar ISF, segir enn-
fremur, í sömu frétt, að nú
snúist líkamsræktin um
skemmtanagildið. Sjónvarps-
skjár verða því settir, á næstu
dögum, upp við hvert einasta
upphitunartæki. Það þýðir að
hver og einn iðkandi getur valið
á milli fjölda sjónvarpsstöðva
meðan á líkamsræktinni stend-
ur.
Á sömu líkamsræktarstöð hef-
ur einnig verið boðið upp á lif-
andi tónlist, að minnsta kosti
einu sinni í mánuði. „Við erum
ekki endilega í samkeppni við
stöðina við hliðina á okkur held-
ur við bíóin og annað slíkt,“ er
haft eftir Sævari.
Hraðinn og tímaleysið gegn-
umsýrir þannig allt þjóðfélagið
nú á tímum. Við viljum, eins og
áður sagði, gera allt, á sem
skemmstum tíma. Horfa á sjón-
varpið, fylgjast með fréttum,
hlusta á tónlist og hlaupa af
okkur aukakílóin, allt á einu
(hlaupa)bretti.
En kröfurnar eru fleiri. Við
eigum nefnilega, mitt í öllum
flýtinum og hraðanum, að vera
allt í senn: fullkomnir foreldrar,
ástríkir makar og farsælir
starfsmenn. Við eigum sömuleið-
is að líta vel út og vera í góðu
líkamlegu og andlegu formi. Síð-
ast en ekki síst eigum við að
vera hamingjusöm; ánægð og
sátt við lífið og tilveruna.
Ég held að við hljótum flest
að viðurkenna að það geti verið
erfitt að uppfylla allar þessar
væntingar. Þrátt fyrir það ger-
um við okkar besta. Atvinnu-
þátttaka hefur sjaldan eða aldrei
verið meiri, fjöldi fólks stundar
reglulega líkamsrækt og vel á
minnst við Íslendingar erum
skv. nýjustu rannsóknum í hópi
hamingjusömustu þjóða. (Við
myndum reyndar aldrei við-
urkenna neitt annað.)
Á sama tíma verða sjálfshjálp-
arbækur, af ýmsum toga, sífellt
vinsælli og sáluhjálparar, hvaða
nöfnum sem þeir nú nefnast,
hafa væntanlega nóg að gera.
Margir velta því sennilega
fyrir sér hvort eitthvað hljóti
ekki að undan að láta þegar all-
ar þessar kröfur eru annars
vegar. En hvað getur það verið?
Og hvernig getum við unnið úr
því?
Biskup Íslands var einn
þeirra sem gerði fjölskylduna að
umtalsefni um nýliðin áramót.
„Æ fleiri foreldrar finna sig van-
máttuga í foreldrahlutverkinu
og finnst sem þeir ráði ekki við
verkefnið,“ sagði hann m.a. og í
kjölfarið urðu miklar umræður
um stöðu fjölskyldunnar.
Í könnun sem Gallup gerði á
síðasta ári kom m.a. fram að
meira en helmingur Íslendinga á
vinnumarkaði kannaðist við það
að koma of þreyttur heim úr
vinnunni til að geta sinnt þeim
verkefnum sem vinna þyrfti
heima fyrir. Þær ályktanir voru
dregnar af könnuninni að stór
hluti Íslendinga ætti í erf-
iðleikum með að samræma vinnu
og einkalíf. Vinnan bitnaði frek-
ar á einkalífinu en öfugt.
Sennilega er það þó okkar
sjálfra að staldra við og líta í
eigin barm. Það hlýtur m.ö.o. að
vera okkar sjálfra að forgangs-
raða og finna okkar eigið gullna
jafnvægi milli einkalífs og vinnu
og alls hins sem af okkur er
krafist.
Tíminn líð-
ur hratt …
„Viðhorfið er þetta: Allt, bókstaflega
allt, á að gerast á stundinni; núna;
strax – já, eiginlega helst í gær.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
✝ Þórður Jónssonfæddist að Gerði
á Barðaströnd 28.
ágúst 1916. Hann lést
á Landakoti 5. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Jón
Kristinn Ingimundur
Jóhannesson og Guð-
björg Bjarnveig Jó-
hannesdóttir, ábú-
endur í Ystu-Tungu í
Tálknafirði þar sem
Þórður ólst upp. Eft-
irlifandi systkini
Þórðar eru Kristín,
Jóhanna, Kjartan,
Ólafur, Hjálmar og Sigrún en látin
eru Magnús og Lilja.
Eiginkona Þórðar var Guðný
Einarsdóttir, f. 15. mars 1916, d. 3.
mars 2002. Dætur þeirra eru: a)
Erna Hallbera, f. 1. jan. 1938, gift
Jóni Magnúsi Jóhannssyni, f. 2.
des. 1935. Börn þeirra eru Einar, f.
1955, Gunnar Jó-
hann, f. 1957, Guð-
rún, f. 1959, Guðný,
f. 1961, María, f. 1964
og Bjarki Páll, f.
1969. b) Björg, f. 5.
júní 1941, var gift
Einari Einarssyni, f.
18. okt. 1935, d. 4.
jan. 1997. Börn
þeirra eru Þórður
Guðni, f. 1958, Guð-
rún, f. 1960, og
Ólafía Sólveig, f.
1978. Langafabörn
Þórðar eru 24 tals-
ins.
Árið 1943 fluttust Þórður og
Guðný til Reykjavíkur þar sem þau
bjuggu til æviloka. Þórður vann
við sjómennsku, sveitastörf, bygg-
ingavinnu og verkamannastörf.
Útför Þórðar verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Ég hélt alltaf að afi yrði örugg-
lega 100 ára. Hann var svo þraut-
seigur og ákveðinn í öllu sem hann
tók sér fyrir hendur. Í seinni tíð
þegar heilsan fór að gefa sig meira
þá náði hann samt að yfirstíga hin-
ar ýmsu hindranir. Já, hugurinn
bar hann yfirleitt miklu lengra en
hálfa leið.
Þrautseigjunni fylgdi líka
þrjóska og ákafi. Það gat stundum
reynt á þolrifin þegar það þurfti að
klára einhver verk helst í fyrradag!
Það þýddi heldur ekkert að vera
óstundvís þegar afi átti í hlut. Það
var ósjaldan sem ég fór í sendiferð-
ir með afa, og í seinni tíð fyrir
hann, og þá brást það ekki að hann
var ferðbúinn þegar ég kom að
sækja hann. Stundum beið hann
jafnvel úti, studdi sig sperrtur við
stafinn sinn.
Þær eru ófáar stundirnar sem ég
átti með afa og ömmu. Ég var
yngsta barnabarnið þeirra. Þau
pössuðu mig sem barn og var ég
mikið hjá þeim bæði fyrir og eftir
skóla. Meðan afi keyrði ennþá þá
man ég bara eftir honum á litlum
appelsínugulum sendibíl – Bed-
fordinum. Í honum voru bara tvö
framsæti en prinsessan ég fékk að
sitja á dekki aftur í og þótti mér
mikið til koma. Þá voru umferð-
aröryggismál víst ekki alveg jafn-
mikið í hávegum höfð og nú og
skrölti ég með þeim á Bedfordinum
um hvippinn og hvappinn, jafnvel
alla leið upp í Kjós.
Litli sumarbústaðurinn í Kjós-
inni var þar sem afa og ömmu þótti
best að vera. Þar var aldrei setið
auðum höndum og afi hafði alltaf
nóg fyrir stafni þar. Þegar ellin fór
að færast yfir þurfti stundum að
stoppa hann af, því þá kom ákafinn
upp og hann ætlaði sér stundum
meira en hann gat. Í síðustu ferð-
unum hans í Kjósina í sumar varð
hann að láta sér nægja að sitja á
stól úti í góða veðrinu og fylgjast
með yngri kynslóðinni smíða nýjan
pall við bústaðinn.
Þegar líða tók á síðasta sumar
var afi orðinn ansi máttfarinn í fót-
unum og varð fyrir því óláni að
detta og mjaðmarbrotna. Þetta var
aðeins örfáum vikum fyrir brúð-
kaup okkar Bjössa sem ég vissi að
hann hlakkaði mikið til. Aftur kom
þrautseigjan honum til góða og
mætti hann í brúðkaupsveisluna í
hjólastól, í sínu fínasta pússi; í
jakkafötum, með slaufu og rós í
hnappagatinu. Hann fékk leyfi hjá
sjúkrahúsinu til að koma og áður
en hann fór til baka fékk hann með
sér eina freyðivínsflösku svo hann
gæti skálað við herbergisfélagana.
Já, allt sem afi tók sér fyrir hendur
gerði hann „með stæl“.
Ég er svo ánægð að ég var búin
að segja afa að ég væri ófrísk.
Hann varð svo glaður, var víst bú-
inn að bíða spenntur eftir þessum
fréttum! Í síðasta skiptið sem ég
hitti hann sýndi ég honum sónar-
myndina sem við fengum fyrir jólin
og fannst honum mikið til koma.
Það eru skrítnar tilfinningarnar
sem togast á í mér, gleðin og til-
hlökkunin yfir því að vera ófrísk og
svo hins vegar sorgin og söknuður-
inn yfir því að líf ástvinar hafi tekið
enda. En svona er víst hringrás
lífsins.
„Ef ykkar sambúð endist eins og
okkar afa og ömmu í 62 ár þá verð-
ur afi ánægður. Þórður Jónsson.“
Þetta lét afi skrifa fyrir sig á lítinn
hjartalaga miða í brúðkaupinu í
sumar. Hann skrifaði sjálfur undir.
Daginn eftir að hann dó fann ég
bunkann af þessum miðum því mig
langaði til að finna miðann frá afa
og lesa. Ég þurfti ekki að leita að
honum því miðinn hans var efstur.
Afi og amma voru einstök og
þakka ég þeim fyrir allar góðu
samverustundirnar. Ég vildi að
þær hefðu orðið aðeins fleiri en afi
var líklega orðinn þreyttari en ég
gerði mér grein fyrir. Hann bar sig
alltaf svo vel og hefur það blekkt
mann. Afi hefur nú fengið hvíldina
og er henni sjálfsagt feginn því það
er erfitt þegar líkaminn getur ekki
borið mann þangað sem hugurinn
vill fara. Hvíl í friði.
Ólafía Sólveig Einarsdóttir.
Elsku afi minn.
Það búa ekki allir svo vel að eiga
langafa og langömmu þegar þeir
fæðast. En ég var svo gæfusöm að
eiga langafa og langömmur þar til
ég varð rúmlega tvítug. Bestu
minningar mínar um þig og Guð-
nýju ömmu eru frá því þegar ég
var í pössun hjá ykkur. þá kom ég,
sex ára títla snemma á morgnana
til ykkar og fékk að kúra í sófanum
ykkar í smá tíma eða þangað til
amma vakti mig í pönnslur og
soda-stream, það var alveg ynd-
islegt. Þegar ég var búin að kýla
vömbina tóku við göngutúrarnir
okkar sem eru mér svo minnis-
stæðir. Þú ert sennilega eina
manneskjan sem ég hef verið viljug
að fara í göngutúr með og virkilega
þótt það gaman. Mér fannst það
einhvern veginn svo mikið sport að
fara út með þér að labba. Þú með
göngustafinn þinn og ég trítlandi
þér við hlið. Það var svo gott að
halda í sterku hlýju höndina þína
og fylgjast með þér ganga svona
virðulegan með göngustafinn þinn.
Elsku Doddi afi, nú ert þú kom-
inn til Guðnýjar ömmu og ég veit
hún hefur beðið eftir þér. Nú eruð
þið saman, laus við veikindi og van-
líðan og umkringd allri þeirri hlýju
sem einkenndi ykkur. Ég á ennþá
fallegu klukkuna og skartgripa-
skrínið sem þú skarst út handa
mér. Þvílík listasmíð. Ég er þér svo
þakklát fyrir stundirnar sem við
áttum saman og ég vona að þú haf-
ir fundið fyrir nærveru minni þeg-
ar ég heimsótti þig rétt áður en þú
fórst. Ég fann allavega fyrir þér
þegar þú kvaddir því ég vaknaði
upp með þvílíkum látum um nótt-
ina. Tíu mínútum seinna hringdi
Guðný frænka og sagði okkur að
þú værir allur.
Ég ætla að ljúka þessari kveðju
minni með því að vitna í ljóðið sem
þú samdir til Guðnýjar ömmu, þeg-
ar hún dó.
Látum laufin falla
því nú er komið haust.
Jesú Kristur kallar
með sinni skæru raust.
Lín er lagt á veginn
að mýkja sporin þín
nú hallar að ævidegi
samt eilíf birtan skín.
(Þ.J.)
Þitt afabarn
Erna Björk.
„Og svo á ég einn afa.“ Þetta var
endirinn á fjölskyldulýsingunni
sem ég fékk þegar ég hitti konuna
mína, hana Ólafíu, á internetinu í
fyrsta sinn. Nokkrum vikum síðar
heilsaði mér eldri maður, nokkuð
rogginn og greinilega mjög ákveð-
inn. „Þórður Jónsson heiti ég,“
sagði hann þegar hann tók þétt-
ingsfast í höndina á mér, drengn-
um sem var að gera hosur sínar
grænar fyrir afastelpunni hans.
Hann var þarna að leggja af stað í
sína fyrstu utanlandsferð með flug-
vél til Noregs að heimsækja nafna
sinn. Þetta var um verslunar-
mannahelgina 2002. Það var mikið
umstang og tilhlökkunin greinilega
mikil hjá honum. Hann hafði merkt
töskuna sína með grænu snæri svo
hann myndi nú örugglega þekkja
hana aftur. Þetta var greinilega
stórviðburður hjá honum að fara í
þetta ferðalag. Tveimur vikum síð-
ar kom hann svo heim alveg himin-
lifandi og ánægður. Það var gaman
að sjá framan í gamla manninn við
þetta tækifæri.
Næstu daga og vikur á eftir
kynntist ég honum svo ágætlega.
Til að byrja með áttum við ekki
mikið skap saman, þar sem við vor-
um báðir álíka ákveðnir. En eftir
því sem mánuðirnir liðu þá lærði
ég að svona væri þetta bara og það
væri mitt verk að láta undan í
ákveðninni. Hann hugsaði sér
a.m.k. gott til glóðarinnar í nokkur
skipti í kappsemi sinni þegar hún
Ólafía var komin með mig upp á
arminn. Það var alveg tilvalið að
nýta þennan dreng í hin ýmsustu
verk hugsaði hann sjálfsagt. Er
mér sérstaklega minnisstætt þegar
hann þurfti að koma klósetti upp í
Kjós á bæ sem heitir Norðurkot.
Bjössi var fenginn í þetta með hon-
um.
Þórður hafði mjög gaman af því
að fá okkur í smá innlit til sín öðru
hverju og bauð hann manni þá iðu-
lega uppá heimabakaðar skonsur
sem hann hafði þá bakað klukkan
hálfsex um morguninn. Hann var
fljótur að læra að mér þættu
skonsurnar hans góðar og fékk ég
nokkrum sinnum skonsur sendar
heim. Hlýhuginn vantaði ekki til
manns.
Þórður var mjög áhugasamur
um fagið mitt og spurði mig oft og
títt hvort ég hefði verið að fljúga í
dag eða gær. Það gladdi hann svo
mjög líka þegar ég fékk mína
fyrstu vinnu hjá Flugfélagi Íslands
sl. vor á Fokker. Eftir að ég byrj-
aði að fljúga spurði hann mig
reglulega hvernig veðrið og að-
stæður hefðu nú verið fyrir vestan
og svo þegar hann frétti að ég væri
að fara í flug til Grænlands sagði
hann alltaf með bros á vör: „Ég bið
að heilsa Grænlendingunum.“
Það var svo á aðfangadag að við
hjónin fórum og kíktum á afa á
Landakoti rétt til að óska honum
gleðilegra jóla. Við þetta tækifæri
sýndum við honum svo sónarmynd
af væntanlegum erfingja okkar.
Hann varð óskaplega glaður og
greinilega mjög spenntur. Þegar
við svo kvöddum hann var hann al-
veg stálsleginn og tók svo í hönd-
ina á mér rétt eins og hann gerði
fyrst, alveg þéttingsfast. „Hafðu
það gott, Bjössi minn,“ sagði hann
um leið. Í handtakinu fann ég mik-
ið traust og að hans mati var það
sko örugglega ekki á hvers manns
færi að vera maðurinn í lífi dótt-
urdóttur hans.
Blessuð sé minning Þórðar Jóns-
sonar.
Björn Ásbjörnsson.
ÞÓRÐUR
JÓNSSON