Morgunblaðið - 12.01.2005, Page 28

Morgunblaðið - 12.01.2005, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elskuleg móðir mín lést á heimili sínu 1. janúar eftir baráttu við krabbamein í eitt ár. Þú tapaðir víst orustunni, en fyr- ir mér ertu sönn hetja, þú barðist til enda og kvartaðir aldrei. Það er eins og þú hafir valið þennan dag því það var pabba mik- ið atriði að hafa þig hjá okkur yfir jólin og áramótin. Þegar ég lít um öxl er ég svo rosalega heppin að hafa átt eins yndislega móður og raun ber vitni. Þú varst mér allt, í blíðu og stríðu. Samband okkar var einstakt og síðustu árin varst þú mér meira eins og vinkona, þ.e.a.s. jafningi. Barst þú fulla virðingu fyrir mér og mínum ákvörðunum, gafst mér alltaf góð ráð og varst alltaf til staðar. Eftir kvöldmat hringdi síminn, og það varst þú bara að vita hvern- ig dagurinn var. Ég get ekki annað en brosað gegnum tárin þegar ég minnist hrekkjanna, grínsins og allra brandaranna sem þú hafðir alltaf á reiðum höndum endalaust, sjá þig RAGNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Ragnhildur Guð-jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 30. júní 1951. Hún and- aðist að heimili sínu í Grindavík laugar- daginn 1. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Grindavíkurkirkju 8. janúar. svo veina úr hlátri. Síðast inni á sjúkra- húsinu inni í Keflavík rétt fyrir jólin. Þá komu nokkur skotin. Þar áttum við mamma mín góða stund, við ræddum allt sem okk- ur lá á hjarta. Ég lof- aði þér að vera dug- leg, sterk og standa mig vel, ég bað þig um loforð og þú sagðist gera það sem þú gæt- ir, eins vel og þú gæt- ir. Það gerir þú örugg- lega. Eftir situr pabbi og við systk- inin, en við stöndum þétt saman og eigum góða að. Þá vil ég nefna elskulega ömmu mína, sem hefur verið svo ómetanleg og að sjálf- sögðu alla þá vini sem hjálpuðu þér svo þér liði sem best. Stúlkurnar í heimahjúkruninni voru yndislegar. Takk fyrir það. Þú átt að vernda og verja þótt virðist það ekki fært allt sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Vonlaust getur það verið þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. (Guðm. Ingi Kristj.) Ég kveð þig, mamma mín og veit að þú ferð á góðan stað. Þar eru margir sem þú hefur saknað sárt. Góða ferð, mamma mín. Þín alltaf Þóra. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Þorbjörg, takk fyrir allt. Elsku Guðbjörg, Guðrún, Siggi og Oliver, innileg samúð. Jónína María (Maja). ÞORBJÖRG EINARSDÓTTIR ✝ Þorbjörg Einars-dóttir fæddist á Hvalnesi í Lóni 16. maí 1916. Hún lést á LSH – Fossvogi þriðjudaginn 14. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 21. desember. Það er hverju mannsbarni mikilvægt að finna fyrir ást og hlýju. Hún Þorbjörg ömmusystir okkar var einstaklega hjartahlý og yndisleg mann- eskja. Okkur systkin- unum er það í fersku minni hve það var notalegt að koma á Laugarnesveginn til þeirra Þorbjargar, Sigga og Guðbjargar dóttur þeirra. Því alltaf var svo vel tekið á móti öllum og ávallt eitt- hvert bakkelsi á borðum og fór eng- inn svangur út. Það var hefð að fara á Laugarnesveginn 16. maí til þess að halda uppá afmælisdaginn þinn og var þá ætíð glatt á hjalla og dreypt á örlítilli sherrýlögg sem þér fannst svo góð. Elsku Þorbjörg, við viljum þakka þér fyrir allar ynd- islegu stundirnar. Við biðjum að heilsa Sigga, ömmu og afa og öllum hinum. Við vitum að þau tóku vel á móti þér. Bless bless, elsku frænka, við kveðjum að sinni. Kristján og Lísibet. Sverrir Baldvinsson er nú fallinn frá, gam- all og gegn bóndi frá Skógum á Þelamörk. Ég kenndi hann ávallt við Steðja enda kynntumst við eftir að hann hætti hefðbundnum búrekstri á Skógum og sonur hans var tekinn við. Þetta var í kringum 1990 og undirritaður um það bil helmingi yngri að árum en gamli bóndinn sem þá var um áttrætt. Þrátt fyrir þennan háa aldur var Sverrir meðal skemmtilegustu manna sem ég kynntist á þessum árum, áræðinn og eljusamur. Hann kom mér fyrir sjónir sem prúður maður og lítillát- ur, í gamni sagt; fremur eyfirskur en þingeyskur. Sameiginlegt verkefni, sem var ástæða þess að af fundum okkar varð, var að leggja grunn að sum- arhúsabyggð í landi Steðja – í fögru umhverfi. Þar vann hann einnig að uppgræðslu nytjaskógar og hesta hafði hann þar nokkra á fóðrum sér til brúks og gamans. Ég var eins konar fagkonsúlent en hann var hinn reyndi framkvæmdamaður. At- hafnir sem þessar kunna að þykja nokkuð óspennandi við fyrstu sýn en samstarfið með alls konar vanga- veltum sem fylgdu í kjölfarið varð mun margþættara en svo að það snerist eingöngu um ráðgjöf og við- skipti. Sverrir var sögumaður góður og iðulega glettinn. Vísur, kveðlinga og lengri kvæði hafði hann á hraðbergi. Þjóðlegur fróðleikur af ýmsum toga var honum og tamur. Sérgrein hans var þó sveitin þar sem hann bjó lengst af. Þorpið á Akureyri var einnig mikilvægur vettvangur at- burða, þar sem hann ólst upp í bernsku og eyddi sínum síðustu ár- um. Konu átti Sverrir, Álfheiði, sem reyndist honum stoð og stytta enda var hún höfðingi heim að sækja við hlið manns síns og hafði ávallt til reiðu ríkulegar veitingar þá færi gafst. Er lengra leið á kynni okkar Sverris og aldurinn færðist yfir gamla bóndann minnist ég þess að hann sagði stundum að einhvern tíma kæmi hans köllunartími. Þá glotti hann, ávallt ósmeykur að taka því sem handanheims bíður. Gott ár er liðið frá því ég kvaddi hann síðast en þá var nokkuð af vini mínum dregið. Ég votta öllum ættingjum og vin- um Sverris Baldvinssonar dýpstu samúð og umfram aðra vil ég nefna SVERRIR BALDVINSSON ✝ Sverrir Baldvins-son fæddist í Bændagerði í Gler- árhverfi á Akureyri 23. september 1912. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Hlíð á Akureyri 23. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Glerárkirkju á Akureyri 7. janúar. Álfheiði Ármannsdótt- ur, eiginkonu hans, sem ég þekki að góðu einu. Benedikt Björns- son Bjarman. Flestir af skóla- bræðrum mínum á Hvanneyri veturinn 1935–1936 eru horfnir mér inn í móðu áranna. Örfáir eru meðal okk- ar, en nú var það Sverrir Baldvinsson, fyrrverandi bóndi í Skógum á Þelamörk í Eyjafirði, sem kvaddi samfélagið á Þorláksmessu sl. Atvikin höguðu því þannig að ég deildi samfelldari og lengri kjörum með Sverri en nokkrum öðrum skólabræðra minna, eða hartnær um sjö áratuga skeið. Við vorum báðir Norðlendingar og áttum sam- leið heim úr skólanum vorið 1936 og farskjótarnir voru reiðhjól. Það er minnisstætt við það ferðalag að Sverrir hafði keypt ótaminn bleikan fola á Stóra-Ósi í Miðfirði og þarf ekki að orðlengja það að við lögðum við hestinn og Sverrir teymdi hann á hjólinu meðan við áttum samleið. Ótrúlega var folinn næmur á að hlaupa slakur eftir vegarbrúninni á stökkferð. Um veturinn höfðum við Sverrir tekið að okkur að „vélbinda“ hey úr Hvanneyrarhlöðu til sölu til Færeyja, að mig minnir. Bindivélin var raunar handknúin með tvíarma vogararafli er knúði tannhjól og bagginn þannig pressaður og bund- inn. Þetta var mikil átakavinna og ég hafði tilfinningu fyrir því að Sverri væri mikið léttara um erfiðið en mér og er ég var kominn í koju mína að verkinu loknu fannst mér ég vera á fleygiferð, sem á stórsjó væri; svo þreyttur var ég. Nokkur ár liðu og eitt sinn að nær liðnum vetri gerði Sverrir sér ferð að finna mig vestur að Saurbæ í Vatnsdal. Hann lagði land undir fót og tók stefnuna í meginatriðum innan dal- botna og byggða og kom niðar að Forsæludal, innsta bæ í Vatnsdaln- um. Munaði þannig litlu um höf- uðstefnu hans á langri leið og var þægilegt fyrir mig að sækja hann innan við tíu kílómetra leið. Þessum dæmum úr lífsferli Sverris Baldvinssonar, bregð ég upp til þess að gefa hugmynd um djarfleik hans og vaskleika, að hverju sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hann gerðist bóndi og þótt ég ætti ekki kost á því að fylgjast með daglegum störfum hans vissi ég að hann sinnti einnig félagsmálum sveitar sinnar. Sem dæmi um það er forusta hans í byggingu Þelamerk- urskólans í nágrenni Skóga. Eftir að Sverrir hafði látið af búskap í Skóg- um var það hugðarefni hans að byggja upp grannbýlið Steðja með snyrtilegu litlu íbúðarhúsi, hesthúsi og ræktun skógar er þekur hlíðina svo langt sem séð verður. Þar undi hann vel með hestum sínum og við skógræktarstörfin. Allt þetta at- hafnasvæði blasir við sjónum þeirra er um Þelamörkina fara og hafa op- in augun fyrir grósku landsins, ef að henni er hlúð af hugkvæmni, alúð og dugnaði. Það var lífstarf Sverris Baldvinssonar á langri ævi, ásamt með eiginkonu sinni Álfheiði Ár- mannsdóttur og börnum þeirra. Sverri, skólabróður mínum og vini, voru síðustu lífdagarnir erfiðir. Honum var meinuð tjáning og at- höfn. Mætti hans til orðs og athafna var lokið. Ég þakka honum langa samfylgd og óska honum fararheilla á vit hins óþekkta er okkar allra bíð- ur. Samhug votta ég eiginkonu hans, börnum þeirra, öðrum afkom- endum og vinum. Grímur Gíslason. Það eru nú rúm þrjátíu ár síðan ég sem ellefu ára stráklingur fór fyrst í sveit að Skógum í Hörgárdal til Sverris og Heiðu. Það voru for- réttindi unglinga þess tíma að fá að fara í sveit og taka fljótt fullan þátt í vinnu fullorðinna. Það varð síðan úr að sumrin urðu sex sem ég dvaldist að Skógum og ófáar helgarnar yfir veturinn sem ég fékk einnig að skreppa til þeirra, enda leið manni afskaplega vel hjá þeim heiðurs- hjónum. Sverrir í Skógum hafði mikil áhrif á mig á þessum árum, hann kom fram við unglinginn eins og fullorð- inn mann, hvort heldur í almennum umræðum eða með verkefnum sem mér voru falin. Máltækið Maður uppsker eins og maður sáir var inn- prentað í mig bæði almennt í allri vinnu sem fram fór á sveitarbænum og þeirri ábyrgð sem mér var falin. Sverrir var einhver jákvæðasti persónuleiki sem ég hef hitt á lífs- leiðinni, sérstaklega í garð sam- ferðamanna sinna. Jafnvel þó öðrum hafi þótt einhverjar persónur óal- andi og óferjandi þá lagði Sverrir það yfirleitt til málanna að viðkom- andi ætti nú sínar góðu hliðar. Þessi jákvæðni og sátt við samferðamenn- ina leiddi síðan til mikillar lífsgleði og glettni sem einkenndi Sverrir alla tíð. Þegar ég sit hér og set nið- ur þessi orð kemur sterkt upp í hug- ann mynd af honum titrandi af ískrandi hlátri, höfuðið keyrt niður á milli axlanna, hallandi undir flatt, augun pírð af hlátri og berandi hægri höndina fyrir munn sér til að hemja hláturinn. Vinnusemi var Sverri einnig í blóð borin. Hann var stöðugt að vinna í því að bæta landgæðin að Skógum, viðhalda húsakosti eða vinna að kynbótum bústofnsins. Eft- ir að þau Heiða hættu að búa að Skógum þá fékk hann áfram útrás fyrir framkvæmdagleðina í öflugri skógrækt að Steðja, skipulagningu sumarbústaðahverfis og hrossa- rækt. Um leið og ég kveð heiðursmann- inn Sverri Baldvinsson þá þakka ég fyrir samferðina og þau jákvæðu áhrif sem hann hafði á þroska minn og lífsviðhorf. Hörður Arnarson. Það var þétt og hlýtt handtakið fyrir þrjátíu og átta árum þegar við hittumst fyrst. Þannig var nærvera Sverris allar götur síðan. Að koma í Skóga á þessum árum var eins og að koma á umferðamiðstöð, frænd- garðurinn stór og vinir og kunn- ingjar margir. Allir áttu erindi þó ekki væri nema til að fá kaffi og með því hjá Álfheiði, sem var og er þekkt fyrir frábært meðlæti. En húsbónd- inn sat ekki lengi með gestunum, menn vissu það, því í nógu var að snúast við búskapinn. Strákur frá Akureyri sem var að reyna að kom- ast í fjölskylduna, varð að sætta sig við þetta og elta fólkið í verkin, þar kynntist ég Sverri. Allan búskap- artímann var mikið umleikis á heim- ilinu, á hverju sumri kom skólafólk í vinnumennsku og skiptu þeir tugum sem þar hafa verið, sumir ár eftir ár og síðar barnabörnin þegar þau uxu úr grasi. Þar lærði unga fólkið að vinna. Sverrir og Álfheiður hættu búskap í Skógum þegar hann var sjötíu og fimm ára. Þau fluttu til Akureyrar en leigðu syni sínum Sverri Brynjari jörðina. Þá hófst annar kafli í lífi Sverris. Hann hafði áður keypt Steðja næstu jörð við Skóga. Þar byggði hann sér sumarhús hafði þar nokkra hesta og hóf skógrækt. Alltaf hafði hann átt hesta en ekki getað sinnt þeim eins og hann vildi. En krafturinn og áhuginn var slíkur að hann lét leggja veg um Steðjalandið og skipuleggja sumarhúsabyggð fyrir þrjátíu bústaði. Þá lýsir það best Sverri að þegar hann hafði gróð- ursett yfir eitthundrað þúsund plöntur í fjörutíu hektara gerði hann áttatíu og níu ára gamall samning við Norðurskóga til fjöru- tíu ára! Það sem einkenndi Sverri var iðjusemi. Honum féll aldrei verk úr hendi, hann sýndi tillitssemi í samskiptum og talaði aldrei illa um aðra. Hann hugsaði vel um sína. Þess naut ég og mín fjölskylda og fyrir það erum við þakklát. Blessuð sé minning Sverris Bald- vinssonar. Þorsteinn Berg. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU MAGNÚSDÓTTUR, Staðarbakka 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfs- og hjúkrunarfólks í Skógarbæ fyrir hlýju og góða umönnun. Guðmundur Ástráðsson, Magnús Guðmundsson, Nína Pálsdóttir, Guðmundur Örn Guðmundsson, Auður Inga Einarsdóttir, Ástráður Karl Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.