Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 37 MENNING Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Útsalan hefst í dag Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir blaða-maður heldur nýstárlegt námskeið ávegum Endurmenntunar Háskóla Ís- lands á þessari önn. Umfjöllunarefnið er sjálf- ur Megas, einn þekktasti tónlistar- og texta- smiður popptónlistarinnar á Íslandi. Kennsla hefst miðvikudaginn 26. janúar næstkomandi. Blaðamaður spurði Þórunni út í málið. „Það voru öðlingarnir hjá Endurmenntun sem höfðu samband við mig. Einhvern veginn hafði lekið til þeirra að ég væri haldin þessari þráhyggju, að hafa texta Megasar á heil- anum,“ segir hún. Umræða um texta af skornum skammti „Auðvitað er fyrir löngu kominn tími á slíkt námskeið og ég hlakka mikið til. Umræða um texta Megasar hefur að mínu mati verið af skornum skammti, þó að allir virðist sammála um að hann yrki betri texta en aðrir. Í plötu- gagnrýni er ekki óalgengt að sjá: „Textarnir eru skotheldir, eins og venjulega,“ en síðan ekkert spáð meira í það. Það hefur alltaf pirrað mig. Viðtöl við Megas snúast líka iðulega um eitthvað annað en textana og umræðan um hann er oft í leiðinlegum kjaftasagnastíl,“ seg- ir hún. Því er meginviðfangsefni þessa námskeiðs textarýni, að sögn Þórunnar. „Ég hef í gegn- um tíðina haft gaman af því að lesa mig eftir nokkrum áberandi þráðum í textum Megasar. Til dæmis er ástin í verkum hans eitt af mínum áhugamálum. Megas hefur samið ótrúlega fal- leg ástarljóð, og líka ótrúlega grimm. Þau eru miklu fleiri en Spáðu í mig, sem er þó eina ljóð- ið sem notið hefur almenningshylli,“ segir Þór- unn. Lyfjafræði „Margt annað hefur vakið spurningar, svo sem hversu margar persónur í textunum eru undir einhvers konar áhrifum, sötra ýmist exótísk hákúltúrvín eða droppa við hjá dópmang- aranum. Þetta kalla ég lyfjafræði og ég mun gefa henni pláss í námskeiðinu. Megasi er líka vel lagið að benda á þjóðfélagsmeinsemdir og notar til þess bæði afhelgun og ádeilu, húmor og reiði, sem gaman er að velta fyrir sér. Einn- ig mun ég fjalla um ævi hans og áhrifavalda og viðtökur við verkum hans fyrr og nú,“ segir Þórunn og bætir við að Megas hafi oft fallið milli þils og veggjar í umræðunni. „Menningarvitunum hefur fundist hann of mikill poppari til þess að þeir gætu almenni- lega hleypt honum inn í menningarumræðuna og poppurunum hefur fundist hann of gáfaður til þess að telja hann í sínum hópi. Megas er því algerlega sér á báti; það er ekki hægt að líkja honum við neinn og engum hægt að líkja við hann. Það er einmitt það sem er svo skemmtilegt,“ segir Þórunn Hrefna. „Námskeiðið verður vonandi þátttakendum til ánægju og ef það verður líka til þess að auka enn áhuga fyrir þeim fjársjóði sem verk Megasar eru, þá er ég kát,“ segir hún. „Tilhögunin verður sennilega þannig að ég mun velta upp ýmsu sem mér þykir áhugavert og síðan vilja þátttakendur annaðhvort ræða það ofan í kjölinn, eða þeir þegja þunnu hljóði og þá sný ég mér að því næsta. A.m.k. er nóg af áhugaverðu efni í höfundarverki Megasar,“ segir Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir að lok- um. Endurmenntun | Námskeið um Magnús Þór Jónsson, Megas, hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Löngu kominn tími á svona námskeið Morgunblaðið/Golli Megas er einn þekktasti tónlistar- og textasmiður popptónlistar á Íslandi á liðnum áratugum. Morgunblaðið/Þorkell Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir blaðamaður er umsjónarmaður námskeiðsins um Megas. Nýr og mjög áhugaverðurkennsluvefur hefur veriðopnaður hjá Náms- gagnastofnun, sem ber heitið Tón- list í tímans rás. Er þar um að ræða kennsluefni í tónsmíðum og vest- rænni tónlistarsögu allt frá miðöld- um og fram á 20. öld. Hægt er að skoða sögutexta og myndir, svara spurningum og hlusta á tóndæmi, en það nýstár- legasta við þennan vef er að þar er hægt að semja tónlist í anda ýmissa tímabila. Vefurinn er hugsaður til kennslu í tónmennt fyrir grunn- skóla, en er þó „galopinn og að- gengilegur öllum“ eins og höfund- ur hans, Sigfríður Björnsdóttir tónlistarsagnfræðingur, orðar það. Á kennsluvefnum er að finna ara- grúa af upplýsingum um klassíska tónlistarsögu, skipt upp í tímabilin miðaldir, endurreisn, barokk, klassík, rómantík og 20. öldina. Sagan er sett fram á einfaldan og skýran hátt, auk fróðlegra spurn- inga og verkefna sem hægt er að vinna útfrá.    Grunnhugmyndin er að gefasmáágrip af tónlistarsögunni, persónulýsingar á tónskáldum og aðstæðum fólks á hverju tímabili, til þess að skapa áhuga á málinu,“ segir hún. „Síðan eru teknar að- ferðir í tónsmíðum sem voru not- aðar á tímabilinu, sumar auðvitað dálítið einfaldaðar, með það í huga að semja verk með sama hætti. Ekki til þess að endurskapa eða semja í nákvæmlega sama stíl, held- ur til að læra að þekkja stílinn,“ segir hún og tekur sem dæmi end- urtekningar í bassastefjum eða hljómaröðum og tólftónaaðferðina. Sigfríður segist sérstaklega ánægð með að um sé að ræða kennsluvef, í stað skriflegs kennslu- efnis. „Það gefur manni tækifæri til að breyta og bæta í framtíðinni og taka við ábendingum,“ segir hún.    Hugmyndin vaknaði hjá Sigfríðifyrir um það bil sjö árum, en vinnan sjálf við vefinn hófst nokkr- um árum síðar. Hún segir ljóst að tímasetningin nú sé mun betri en þegar hugmyndin vaknaði fyrst, fyrir verkefni af þessu tagi. „Þegar ég fékk þessa hugmynd fyrst var einfaldlega hlegið að mér. Vefurinn var svo hægur á þeim tíma og hljóð bárust svo hægt, að það þótti til dæmis út í hött að vera með tón- dæmi af geisladiskum. Nú er þetta sem betur fer dásamlega gjör- breytt,“ segir hún. Kennsluvefurinn er hugsaður fyrir börn á aldrinum 10–16 ára, en víst er að mörgum eldri leik- mönnum getur einnig þótt hann áhugaverður. Í það minnsta tel ég sjálf að svo geti verið, og Sigfríður tekur undir það. „Ég held að þetta geti nýst öllum sem eru forvitnir um tónlist,“ segir hún en bætir hóg- vær við að mikið sé til af erlendu efni af þessum toga á vefnum.    Í bígerð eru námskeið hjá Sigfríðifyrir tónmenntakennara til þess að kynna vefinn til kennslu, því að sjálfsögðu er það undir kennurum komið hvort vefurinn verði notaður eða ekki. „Ég held að þetta geti orðið fín viðbót við það kennsluefni sem þegar er til,“ segir hún. Hún segist vona að hin tæknilega hlið á kennsluefninu standi ekki í vegi fyrir því að kennarar nýti það og veit hún dæmi þess að eldri nem- endur í grunnskólum hafi getað hjálpað kennurum að finna út úr ýmsum tæknilegum vandamálum í sambandi við tölvur og tölvuforrit, lendi þeir í vandræðum. „Það er mín ráðlegging til kennara, að leita einfaldlega til eldri nemenda. Ég hef gert það sjálf, með góðum ár- angri,“ segir hún.    Áhugi á tónlist og tónlistar-sköpun meðal barna og ungs fólks fer síst af öllu þverrandi og má sjá ýmislegt þeirri staðreynd til stuðnings mjög víða, t.d. með að- sókn að Músíktilraunum, tónlist- arskólum, kórum og Icelandic Airwaves. Vefurinn Tónlist í tímans rás og þær tónsmíðahugmyndir sem þar er að finna geta eflaust orðið til þess að hægt sé að sækja í auknum mæli á ný mið í samningu tónlistar, að bílskúrinn sé ekki eini staðurinn þar sem tónlist verður til hjá ungu fólki. Þannig getur ís- lenskt tónlistarlíf vonandi orðið enn öflugra og fjölbreyttara. Vefur um tónlist í tímans rás ’Það nýstárlegasta viðþennan vef er að þar er hægt að semja tónlist í anda ýmissa tímabila.‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Golli Sigfríður Björnsdóttir: Vefurinn verður galopinn og aðgengilegur. www1.nams.is/tonlistarvefur/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.