Morgunblaðið - 12.01.2005, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
BJÖRK Guðmundsdóttir og útgáfu-
fyrirtækið One Little Indian ætla að
gefa út tvöfaldan safndisk til góð-
gerðarmála. Á
honum verða
endurhljóðbland-
anir og útgáfur
ýmissa lista-
manna af lagi
Bjarkar „Army
of Me“ en ágóði
af sölunni rennur
til Barnahjálpar
Sameinuðu þjóð-
anna, UNICEF.
Áætlað er að
platan komi út í febrúarlok og geta
tónlistarmenn enn sent inn nýjar
útgáfur af laginu til Bjarkar. /40
Björk Guðmundsdóttir
Plata til
góðgerð-
armála
Björk
Guðmundsdóttir
ÞEGAR hreyfillinn á eins hreyfils
vélinni, sem varð vélarvana vestur af
Reykjanesi á mánudagskvöld, hrökk
aftur í gang var vélin í tæplega 5.000
feta hæð og aðeins örfáar mínútur
þar til hún hefði skollið á haffletinum.
Flugmaðurinn ákvað þá að gera loka-
tilraun til að ræsa hreyfilinn en hefði
hún ekki heppnast ætlaði hann að
undirbúa nauðlendingu.
Ástæðan fyrir því að vélin missti afl
virðist vera ísing í eldsneyti því við
rannsókn fundust óhreinindi og vatn í
eldsneytiskerfinu, að sögn Þorkels
Ágústssonar, aðstoðarrannsókn-
arstjóra Rannsóknarnefndar flug-
slysa. Skömmu áður en afl hreyfilsins
þvarr hafði flugmaðurinn hækkað
flugið í 21.000 fet en frostið í þeirri
hæð var um 28 gráður. Virðist sem
vatnið hafi þá frosið og valdið því að
fjórir af sex strokkum hreyfilsins
urðu óvirkir og um leið fór vélin að
missa hæð.
Flugmaðurinn sendi út neyðarkall
og við því var brugðist skjótt, þrjár
þyrlur voru sendar á móti honum sem
og flugvél Flugmálastjórnar. Bátar
og skip á svæðinu voru látin vita og
fjögur björgunarskip Slysavarna-
félagsins Landsbjargar kölluð út.
Maðurinn var í flotgalla og með
björgunarbát í farþegasætinu og seg-
ir Þorkell að maðurinn hafi því haft
möguleika á björgun. Oft takist flug-
mönnum lítilla véla að lenda nægilega
mjúklega á hafinu þannig að þeir hafi
ráðrúm til að komast út úr vélunum.
Einnig séu mörg dæmi um hið gagn-
stæða. Til þess kom þó ekki þar sem
hreyfillinn hrökk í gang á elleftu
stundu og gat flugmaðurinn því flogið
henni til lendingar á Keflavíkur-
flugvelli. Vélinni var síðan flogið til
Reykjavíkur í gær.
Flugmaðurinn, sem er þýskur,
hafði keypt flugvélina í Bandaríkj-
unum og ætlar að fljúga henni til
Þýskalands. Hann hyggst fljúga af
stað til heimalands síns í dag en ætlar
áður að setja ísvara í eldsneytið, að
sögn Þorkels.
Þýskur flugmaður var hætt kominn út af Reykjanesi þegar hreyfill stoppaði
Vélin fór í gang við síðustu tilraun
!"#$%
&&
!
!
'
!
(
)
*
! +
(
*
, - .
'
+
/
+
0 .
%
!
.1! !
.
1
!
2 .
!
3
*1
+
!
).
+ '
* 3/
,
.
/
+
*
.+*
& +/ +
,
)
* /
.+3
ÁKVEÐIÐ var á fundi ríkisstjórnar-
innar í gærmorgun að skipa ráðu-
neytisstjóra allra ráðuneytanna, tólf
að tölu, í starfshóp til að fjalla um
stöðu útlendinga á íslenskum vinnu-
markaði og koma með tillögur til úr-
bóta ef ástæða þykir til. Tilefni svo
víðtækra aðgerða eru álitamál sem
upp hafa komið í tengslum við fram-
kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun.
Bolli Þór Bollason verður í forsvari
fyrir hópnum.
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra lagði fram minnisblað á fundi
ríkisstjórnarinnar þar sem hann
rakti þær ávirðingar og ábendingar
sem fram hafa komið frá verkalýðs-
forystunni vegna starfsemi Impreg-
ilo við Kárahnjúkavirkjun. Kynnti
ráðherra m.a. greinargerð sem ASÍ
sendi honum og hann hefur verið að
kynna sér síðustu tvo daga.
Fyrst gerði Árni tillögu um að
skipa ráðuneytisstjóra þeirra tíu
ráðuneyta sem með einhverjum hætti
hafa komið að málum vegna Kára-
hnjúkavirkjunar en Árni segir að í
kjölfarið hafi verið ákveðið að fá ráðu-
neytisstjórana tólf að málinu þar sem
það snerti í raun alla stjórnsýsluna.
„Með þessum hætti erum við að
bregðast við og er endilega engin vís-
bending um að eitthvað mikið sé að.
Þetta er fyrst og fremst vísbending
um að við viljum taka ábendingarnar
alvarlega. Ég er sannfærður um að
eitthvað sem undan hefur verið
kvartað á við rök að styðjast, annað
ekki. Mikilvægt er að einangra það
sem virkilega þarf að taka á og ná
samstöðu um það, í stað þess að
hræra endalaust í einum stórum
grautarpotti. Málið er sérstakt, enda
er þetta stærsta framkvæmd Ís-
landssögunnar og með þeim stærri í
Evrópu í dag,“ segir Árni.
Rætt í miðstjórn ASÍ í dag
Halldór Grönvold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri ASÍ, segir greinar-
gerðina verða rædda á miðstjórnar-
fundi sambandsins í dag. Hann segir
ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær
gefa til kynna að hún taki alvarlega
þær ábendingar og þá gagnrýni sem
ASÍ hafi sett fram á starfsemi
Impregilo. „Við hljótum að fagna því
að ábendingar okkar séu teknar til
skoðunar og væntum þess að þá komi
í kjölfarið aðgerðir sem taka á þeim
ágreiningsefnum sem uppi hafa ver-
ið,“ segir Halldór.
Deila Alþýðusambandsins og Impregilo rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær
Allir ráðuneytisstjórarnir
voru skipaðir í starfshóp
EITT hundrað milljónum króna
verður varið í bættar hálkuvarnir
og aukna vetrarþjónustu Vega-
gerðarinnar á þessum vetri. Í
minnisblaði samgönguráðherra um
þetta mál, sem lagt var fyrir rík-
isstjórnarfund nýverið, segir að
umferð á þjóðvegum hafi aukist
verulega undanfarin ár. Þá segir
að bætt vegakerfi og meira bundið
slitlag á vegum kalli á aukna vetr-
arþjónustu enda hafi eðli þjónust-
unnar breyst vegna aukinna hálku-
vandamála.
Að sögn Björns Ólafssonar, for-
stöðumanns þjónustudeildar Vega-
gerðarinnar, er hálkan mun meira
vandamál nú en áður. Snjór festist
síður á bundnu slitlagi en hálkan
eigi greiðari leið. Þá hafi veðráttan
breyst á síðustu árum, umhleyp-
ingar eru meiri og ísing sömuleið-
is.
Hundrað
milljónir í
hálkuvarnir
100 milljónir/11
VIÐSKIPTASIÐFERÐI kvenna í
íslensku viðskiptalífi er betra en
karla og siðferði þeirra sem eldri
eru er betra en þeirra yngri. Þetta
er meðal niðurstaðna í könnun með-
al stjórnenda um traust í íslensku
viðskiptalífi sem kynnt var í gær.
Af þeim sem tóku þátt í könn-
uninni voru 9% konur. Af þeim telja
75% að viðskiptasiðferði kvenna sé
betra en karla. Meirihluti þeirra
karla sem tóku þátt í könnuninni,
eða 60%, er þessu sammála.
Um 60% stjórnenda í íslensku
viðskiptalífi telja að siðferði í við-
skiptum hafi farið batnandi undan-
farin ár. Mikill meirihluti þeirra tel-
ur þó að hagsmunaárekstrar séu
algengir í íslensku viðskiptalífi.
Af þeim sem tóku þátt í könn-
uninni töldu 65% að siðferði í við-
skiptum væri betra en í stjórnmál-
um og 72% töldu siðferði í
einkageiranum betra en í opinbera
geiranum. Þá töldu 93% að slæmt
viðskiptasiðferði kæmi í bakið á
þeim síðar.
Konum betur
treystandi
Siðferði/12
ÓMAR H. Kristmundsson stjórnsýslufræðingur og Sumarliði R. Ísleifsson
sagnfræðingur, sem komið hafa að ritun á sögu Stjórnarráðs Íslands, telja
aðspurðir það afar fátítt ef ekki einsdæmi í seinni tíð að ráðuneytisstjórar
allra ráðuneyta hafi verið skipaðir í einn og sama starfshópinn um tiltekið
mál, líkt og ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær varðandi deilurnar
um framkvæmdirnar við Kárahnjúka.
Þeir segja mörg dæmi þess að nokkrir ráðuneytisstjórar hafi verið skip-
aðir í sömu nefndina og vitað sé að þeir komi reglulega allir saman til að
ræða málefni og skipulag Stjórnarráðsins, þó ekki fagleg mál. Fannst þeim
aðkoma sjávarútvegsráðuneytisins í þessu tiltekna máli óvænt og sérstök.
Fátítt og einsdæmi í seinni tíð
ÞÚSUNDIR jólatrjáa hafa nú gegnt
hlutverki sínu og fellt barrið. Gera
má ráð fyrir því að íbúar fleiri þús-
und heimila Reykjavíkurborgar, en
ríflega 40 þúsund íbúðir eru í borg-
inni, hafi tekið niður skrautið af
trjánum og sett þau út á gangstétt,
þaðan sem starfsmenn Gatna-
málastofu sjá um að fjarlægja þau.
Frá 7.–14. janúar aka borgarstarfs-
mennirnir um hverfi borgarinnar
og hirða jólatrén. Má búast við því
að þeir fari um hvert hverfi tvisvar
sinnum.
Örlög jólatrjáa Reykvíkinga eru
því ráðin. Þau eru kurluð niður af
Gámaþjónustunni sem tekur við
þeim af borginni. Trén, líkt og
mjólkurfernur og dagblöð, eiga sér
því framhaldslíf. Morgunblaðið/Þorkell
Tugþúsund
jólatré
kurluð niður
♦♦♦
♦♦♦