Morgunblaðið - 18.02.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FLUGFÉLÖG sem fljúga um flug-
velli í Evrópusambandslöndunum
munu þurfa að greiða farþegum sín-
um hærri skaðabætur en til þessa
ef langar tafir verða á brottför,
flugi er aflýst eða ef farþeginn
verður af ferð sinni vegna ofbók-
unar flugfélagsins á sætum í vél-
inni.
Nýjar reglur í þessa veru, sem
samþykktar hafa verið af fram-
kvæmdastjórn ESB, gengu í gildi í
gær.
Forráðamenn IATA, Alþjóðasam-
bands áætlunarflugfélaga, hafa
mótmælt reglugerðinni og hyggjast
fara með málið fyrir dómstóla.
Segja talsmenn flugfélaga að nýju
reglurnar muni aðeins hafa í för
með sér hækkun fargjalda.
Reglugerðin er liður í víðtækari
breytingum sem framkvæmda-
stjórn ESB hefur beitt sér fyrir í
því skyni að auka réttindi farþega í
flugi. M.a. fela þær í sér að farþeg-
ar eigi heimtingu á því að vita
hvaða flugfélag eigi og reki flugvél-
ina sem þeir ferðast með. Er þessi
regla tilkomin í kjölfar þess að flug-
vél egypska flugfélagsins Flash
Airlines hrapaði í sjóinn undan
Sharm-el-Sheikh í Egyptalandi 3.
janúar 2004 með þeim afleiðingum
að 148 biðu bana.
Sökum þess að nokkur flugfélög
höfðu sameinast um að safna far-
þegum sínum saman í eina vél var
flestum farþeganna í þessu örlaga-
ríka flugi ekki kunnugt um að þeir
voru um borð í vél flugfélags,
Flash, sem skömmu áður hafði ver-
ið bannað að fljúga á svissneska
flugvelli vegna „verulegra ágalla“ í
öryggismálum.
Allt að 600 evrur
í skaðabætur
Þá fela breytingarnar, sem taka
til alls Evrópska efnahagssvæðisins,
þ.m.t. Íslands, í sér aukin réttindi
til handa fatlaðra og aldraðra en
einhver dæmi eru um að þeir sem
hafa fengið aðstoð á flugvöllum hafi
þurft að borga fyrir veitta þjónustu,
s.s. notkun á hjólastól o.s.frv. „Við
erum með þessu að tryggja öllum
sem eiga erfitt með hreyfingu þann
rétt að viðkomandi njóti umönnunar
frá fyrstu stundu er hann kemur í
flughöfnina, fyrst af rektraraðilum
flugvallarins og síðan af flugfélag-
inu sem hann flýgur með,“ sagði
Jacques Barrot, framkvæmdastjóri
samgöngumála hjá ESB.
Hinar nýju reglur ESB kveða á
um að flugfélög þurfi að borga far-
þegum allt að 600 evrum, um 50.000
ísl. kr., í skaðabætur ef þeim er
neitað um réttinn til að ganga um
borð í flugvél vegna ofbókana.
Ræðst upphæðin af vegalengdinni
sem flogin er. Áður áttu menn að-
eins kröfu á skaðabótum sem sam-
svöruðu á bilinu 150 og 300 evrum,
þ.e. 12.000–25.000 ísl. kr.
Þá þarf flugfélag að sjá farþegum
fyrir mat og gistingu, ef nauðsyn
krefur, vegna mikillar seinkunar á
flugi eða ef fluginu er aflýst. Ekki
hefur verið um það að ræða fram til
þessa, skv. frétt BBC, að flugfélög
hafi þurft að greiða farþegum sér-
stakar sárabætur vegna flugs sem
aflýst hefur verið.
Þurfa að greiða hærri
skaðabætur en áður
Nýjar reglur
ESB kveða á um
bætt réttindi
flugfarþega
AP
Jacques Barrot (t.v. bak við skiltið), sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, les nýju
reglurnar á Charles de Gaulle-flugvellinum fyrir norðan París. Í þeim er kveðið á um ýmsan bótarétt farþega.
Brussel. AFP.
STÖRFUM í heiminum fjölgaði ekki
í samræmi við hagvöxtinn í fyrra, en
atvinnuleysið minnkaði þó í fyrsta
skipti frá árinu 2000, að því er fram
kemur í nýrri skýrslu Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar (ILO).
Atvinnulausum í heiminum fækk-
aði úr 185,2 milljónum í 184,7 millj-
ónir, eða úr 6,3% í 6,1%.
Alþjóðavinnumálastofnunin segir
að meðalhagvöxturinn í heiminum
hafi verið um 5% í fyrra og því hafi
það valdið vonbrigðum að störfunum
hafi aðeins fjölgað um 47,7 milljónir.
Atvinnuleysið minnkaði mest í
Rómönsku Ameríku og Karíbahafs-
löndum, úr 9,3% í 8,6%. Í aðild-
arlöndum Evrópusambandsins
minnkaði atvinnuleysið aðeins úr
9,1% í 9%.
()(*
+ % %
) ! "#$%&
-) ,)(*
)-*
-),*
--) -),*
.)(*
-) ,) -).*
-)
-) .)-*
-
)-*
P4."
.!7 #
)7(/ %"'1! . ""
7 """
-/
34 /#! .$
>4 .("'
+ 5 %"'
# 95 7
!
! + 5 #
5
>4
5 7
-5 7
# )25
/ %"'
-5 7
0 *)0 * +-
-
2
3-
* * 4 3)5
- *+
- 6 . * **
6
Atvinnuleysið
minnkaði lítillega
Genf. AFP.
Meira á mbl.is/ítarefni
„ÞETTA á ekki að hafa
nein sérstök áhrif hvað
okkur varðar,“ sagði Guð-
jón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, um
nýjar reglur Evrópusam-
bandsins varðandi réttindi
flugfarþega en þær taka til
alls Evrópska efnahags-
svæðisins, þ.m.t. Íslands.
„Þetta er alveg í sam-
ræmi við þær vinnureglur
sem við höfum notað á und-
anförnum árum. Helsti
munurinn er sá að þessar
upphæðir vegna skaðabóta
hækka,“ sagði Guðjón í
samtali við Morgunblaðið.
„Við höfum jafnan haft
þann háttinn á að bjóða fólki upp
á tvo valkosti vegna yfirbókana;
við uppfyllum okkar skyldur og
komum því á áfangastað en síðan
höfum við boðið því annaðhvort
að taka annan farseðil sem sára-
bót eða þær upphæðir sem um er
að ræða. Og það hefur nú verið
þannig að langflestir taka farseð-
ilinn.
Málið er hins vegar að við höf-
um mjög lítið yfirbókað, yfirbók-
anir eru tiltölulega lítið mál og
einfalt fyrir Icelandair. Okkar
farþegar eru að langmestu leyti
ferðamenn, það er mjög lítið um
að slíkir farþegar séu að hætta
við á síðustu stundu. Þegar kom-
ið er inn á þessa stóru markaði,
milli stórborganna, þá er hlutfall
farþega í viðskiptaferðum miklu
hærra; það er mun algengara að
þeir hætti við, láti ekki sjá sig. Á
slíkum markaði er það mun
meira stundað af flugfélögum að
yfirbóka í vélar.“
Guðjón sagði annað mál að
sem aðili að Alþjóðasambandi
áætlunarfélaga (IATA) væri Ice-
landair þátttakandi í þeirri
ákvörðun IATA að fara með
reglugerðina fyrir dómstóla. Að-
spurður um það hvaða sjónarmið
réðu ákvörðun IATA sagði Guð-
jón: „Þessar reglur eru mjög um-
deilanlegar og spurning hvort
þær eru neytendum til
hagsbóta þegar upp er
staðið. Kostnaðurinn sem
af hlýst hjá flugfélögunum
getur ekki komið annars
staðar frá en frá viðskipta-
vinum sömu flugfélaga.“
Icelandexpress
yfirbókar ekki
Ólafur Hauksson, tals-
maður Icelandexpress, tók
í sama streng og Guðjón.
Þessar nýju reglur hefðu
ekki mikil áhrif á starfsemi
fyrirtækisins. „Það er
vegna þess að þetta snertir
mest yfirbókanir og við
höfum einfaldlega ekkert
yfirbókað hjá Icelandexpress,“
sagði hann.
Sagði Ólafur að þó að Ice-
landexpress væri lággjaldaflug-
félag þá veitti það meiri þjónustu
en t.d. flugfélagið Ryanair sem
einna þekktast er af evrópsku
lággjaldaflugfélögunum. „Við
höfum t.d. alltaf séð farþegum
fyrir mat þegar seinkun á sér
stað og húsnæði ef menn hafa
orðið strandaglópar í útlöndum
yfir nótt.“
Ólafur sagði að breytingarnar
þýddu að greiða þyrfti hærri
bætur fyrir glataðan farangur og
það væri kannski helst sá þáttur
sem snerti Icelandexpress.
Breytir ekki miklu fyr-
ir íslensku flugfélögin
Ólafur
Hauksson
Guðjón
Arngrímsson
BANDARÍKIN, Bretland og ýmis
önnur aðildarríki Evrópusam-
bandsins hafa kallað sendiherra
sína frá Nepal en með því vilja
þau koma þeim skilaboðum skýrt
á framfæri að þeim mislíki sú
ákvörðun Gyanendra, konungs
Nepals, að taka sjálfur öll völd í
landinu nýverið.
Haft er eftir Richard Boucher,
talsmanni bandaríska utanrík-
isráðuneytisins, í frétt BBC að
bandarísk stjórnvöld „hafi miklar
áhyggjur af þróun mála í Nepal“
en Gyanendra vék ríkisstjórn
sinni úr embætti fyrir tveimur
vikum á þeirri forsendu að henni
hefði mistekist að ráða nið-
urlögum byltingarsamtaka maó-
ista.
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, tók í sama streng og
Boucher en hann sagðist álíta
ákvarðanir Gyanendras skref í
ranga átt, hann hefði grafið und-
an lýðræðislegum stofnunum
Nepals og stuðlað að frekara um-
róti í landinu.
Mannréttindasamtökin Amn-
esty International skoruðu í gær
á Bretaog Bandaríkjamenn að
hætta hernaðarlegum stuðningi
við Nepal.
Kalla sendiherra
sína frá Nepal
AÐ minnsta kosti fimm manns
týndu lífi og allt að 40 slösuðust
þegar bílsprengja sprakk við hótel
í Suður-Taílandi í gær. Nokkru
áður hafði Thaksin Shinawatra,
forsætisráðherra landsins, verið á
ferð í héraðinu.
Hryðjuverkið í gær er það
mannskæðasta í 13 mánaða
löngum átökum í Sungai Kolok-
héraði, sem er að mestu byggt
múslímum. Hafa alls um 600
manns fallið í óöldinni þar.
Talið er, að í bílnum, sem
sprakk, hafi verið allt að 100 kíló
af sprengiefni en á þriðju hæð
hótelsins stóð yfir brúðkaups-
veisla, sem margir lögreglumenn
sóttu.
Hryðjuverk
í Taílandi
Yala. AFP.