Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 1

Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 1
Vissir þú að ... öflug íslensk framleiðsla skapar fleiri störf og stuðlar að atvinnuöryggi í landinu. Nú standa yfir Íslenskir gæðadagar í verslunum Nóatúns þar sem íslensk framleiðsla er í öndvegi. Morgunblaðið er 176 síður í dag STOFNAÐ 1913 62. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Íþróttir, Enska knattspyrnan, Lesbók, Börn og Fermingar HÁÖLDRUÐ kona, sem býr í timburkofa í Brasilíu, gæti verið elsta kona heims, að því er fréttastofan AP hafði í gær eftir framkvæmdastjóra RankBrasil, brasilískrar stofnunar sem skráir og staðfestir met. Maria Olivia da Silva, sem hélt nýlega upp á 125 ára afmæli sitt, „er örugglega elsta konan í Brasilíu og hugsanlega í öllum heiminum,“ sagði Iolete Cadari, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Samkvæmt fæðingarvott- orði konunnar fæddist hún 28. febrúar 1880. Cadari sagði að hún væri ekki skráð í heimsmetabók Guinness vegna þess að fulltrúar metabókarinnar segðu að Da Silva gæti ekki sannað hvenær hún fæddist. „En sannleikurinn er sá að allir geta fengið fæðingarvottorðið ef þeir vilja,“ sagði Cadari. Samkvæmt metabók Guinness er 113 ára hollensk kona, Hendrikje Van Andel-Schipper, elsta kona heims. Sögð vera orðin 125 ára gömul AP Maria Olivia da Silva ÞÚSUNDIR manna söfnuðust saman á göt- um asersku höfuðborgarinnar Bakú í gær og kröfðust prentfrelsis í Aserbaídsjan eftir að þekktur ritstjóri og stjórnarandstæðing- ur var myrtur. Ritstjórinn Elmar Huseinov var skotinn til bana nálægt heimili sínu í Bakú á mið- vikudag og um 5.000 manns fylgdu honum til grafar í gær. Stjórnarandstaðan sakaði stjórn Ilhams Alievs, forseta Aserbaídsjans, um að hafa greitt leigumorðingja fyrir að ráða Husein- ov af dögum til að þagga niður í fjölmiðlum sem hafa gagnrýnt ráðamennina. „Elmar varð fórnarlamb pólitískra hryðjuverka, sannleikurinn varð honum að falli,“ sagði Ali Kerimli, leiðtogi stjórnar- andstöðuflokksins Alþýðufylkingarinnar. Ólga vegna morðs í Bakú Bakú. AFP, AP. BRUCE Dick- inson, söngvari þungarokksveit- arinnar Iron Maiden, segist í samtali við Morgunblaðið vera spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands en sveitin hélt tónleika í Laugar- dalshöll árið 1993. Tónleikar Iron Maiden í Egilshöll í sumar eru liður í Evróputúr sveitarinnar. Lýsir Dickinson því að um hálf milljón áhorfenda sé væntanleg á tilvon- andi tónleika og segist ekkert skilja í hljómsveitum sem kvarti undan tónleikaferðalögum, þetta sé það skemmtilegasta sem hann geri./62 „Spenntur fyrir því að koma aftur“ Iron Maiden spilar í Egilshöll í sumar BANDARÍSKIR hermenn gerðu skotárás á ítölsku blaðakonuna Giuliana Sgrena og fylgdarlið hennar í Írak í gær eftir að mann- ræningjar létu hana lausa úr gíslingu. Blaðakonan særðist og ítalskur leyniþjón- ustumaður lét lífið. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítal- íu, staðfesti þetta í gærkvöldi og kvaðst hafa kallað bandaríska sendiherrann í Róm á sinn fund til að fá skýringu á árásinni. Ekki í lífshættu Ítalska dagblaðið Il Manifesto, blað Sgrena, sagði að hún væri ekki í lífshættu, en hefði særst á öxl og verið flutt á banda- rískt sjúkrahús í Írak. Leyniþjónustumaðurinn hafði samið við mannræningjana um að þeir létu Sgrena lausa og hann varð fyrir skoti þegar hann kastaði sér yfir hana til að reyna að vernda hana, að sögn Berlusconi. Hermt var að tveir aðrir leyniþjónustumenn hefðu særst. Bandaríkjaher sagði í gærkvöldi að her- menn hefðu skotið á bíl Sgrena þegar hon- um hefði verið ekið á miklum hraða að varð- stöð á vegi að flugvellinum í Bagdad. Hermennirnir hefðu reynt án árangurs að stöðva bílinn áður en þeir hófu skothríðina. Blaðakonunni var rænt 4. febrúar. Bandarískir hermenn skutu á gísl Ítölsk blaðakona særðist og leyniþjónustumaður beið bana í skotárásinni Róm. AFP. ♦♦♦ LAGT var hald á mikið af bókhaldsgögnum og tölvubúnaði þegar um 30 manna hópur á vegum skattrannsóknarstjóra gerði skyndilega hús- rannsókn á fjölda vínveitingastaða í Reykjavík í umfangsmikilli aðgerð sem hófst í fyrrakvöld og lauk síðdegis í gær. Grunur leikur á víðtækum skattsvikum. Um 20 manns frá skattrannsókn- arstjóra og tugur lögreglumanna frá lögregl- unni í Reykjavík tóku þátt í aðgerðinni. Yfirleitt var farið inn á um fimm staði samtímis og voru ávallt tveir lögreglumenn með í för til að hægt væri að leggja hald á gögn og innsigla starfs- stöðvar ef þess þyrfti og einnig til að koma í veg fyrir að starfsmenn skattrannsóknarstjóra yrðu fyrir mótspyrnu eða hótunum af hálfu starfs- manna veitingastaðanna. Aðgerðin hófst um klukkan átta á fimmtudagskvöld og stóð fram á fjórða tímann um nóttina. Aftur var hafist handa um hádegið í gær og lauk aðgerðinni ekki fyrr en síðdegis. Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að um væri að ræða umfangsmestu hús- rannsóknir vegna skattrannsókna í langan tíma. „Þetta var með stærri aðgerðum sem embættið hefur ráðist í og ég man ekki eftir því að jafn- margir aðilar úr sömu atvinnugrein hafi verið teknir til athugunar á sama tíma,“ sagði hann. Tapa á áfengissölu Aðgerðin var ákveðin í kjölfar skýrslu um skattsvik, sem nýlega var birt, en þar kom fram að mestu skattsvikin væru vegna svartrar at- vinnustarfsemi. Skúli sagði að rekstur vínveit- ingastaða hefði verið tekinn til sérstakrar at- hugunar m.a. vegna þess að í slíkum rekstri hefði verið mikið um gjaldþrot en engu að síður virtist sem í mörgum tilfellum héldu sömu aðilar rekstri staðanna áfram undir nýjum auðkenn- um. Í mörgum tilfellum væru rekstraraðilar er- lendir ríkisborgarar. Skúli sagði að álagning á aðkeypta vöru og skattskil fyrirtækjanna væru gríðarlega mismunandi og oft ekki í neinu sam- ræmi við þann rekstur sem þar færi fram og m.a. væru dæmi um að vínveitingastaður hefði tapað á áfengissölu. Þeir staðir sem hefðu skilað skattskýrslum sem skáru hvað mest í augu hefðu verið teknir út og húsleitir gerðar þar. Rannsóknin beinist fyrst og fremst að van- framtöldum tekjum, duldum launum og fleiri skattalagabrotum en Skúli sagði að einnig yrði kannað hvort hugsanlega hefði farið fram önnur brotastarfsemi á veitingastöðunum, s.s. vændi eða fíkniefnasala. Ef slíkt kæmi í ljós yrði við- eigandi gögnum komið til lögreglu. Skyndileg húsleit skattayfirvalda Skattrannsóknarstjóri gerði skyndilega húsrannsókn á fjölda vínveitingastaða í Reykjavík  Grunur um víðtæk skattsvik  Um 20 manns frá embættinu og tugur lögreglumanna tóku þátt Morgunblaðið/Jim Smart Fuglarnir á Tjörninni eru stundum frekir, en allt gekk vel þegar þessi stúlka færði þeim brauð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.