Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
af glæsilegum
herraskóm frá
Ný sending
Smáralind • Kringlunni
Mikið úrval
VERJANDI Hákons Eydal, sem hef-
ur játað að hafa orðið barnsmóður
sinni og fyrrum sambýliskonu – Sri
Rhamawati – að bana á heimili sínu
að morgni dags 4. júlí 2004, krafðist
sýknu fyrir hönd skjólstæðings síns
við aðalmeðferð málsins fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Sækj-
andi krafðist hins vegar 16 ára fang-
elsisdóms fyrir manndráp.
Hákon bar um stormasamt sam-
band þeirra Sri, og að hann hafi ekki
fengið að sjá barn þeirra þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir. Verjandi hans
sagði Hákon hafa verið í miklu and-
legu ójafnvægi vegna sambands síns
við Sri, og hann hafi ekki verið í sak-
hæfu ástandi þegar hann framdi
verknaðinn. Því ætti að sýkna Hákon
af ákæru um manndráp.
Til vara krafðist hann minnstu
mögulegrar refsingar, og vísaði í aðra
dóma þar sem refsing var á bilinu
51⁄2–10 ár. Benti verjandi á að Hákon
hafi átt í langvinnri baráttu fyrir því
að fá aðgengi að barni þeirra Sri, án
árangurs, og hafi hann sjálfur leitað
til sálfræðings þegar hann fann fyrir
vaxandi reiði í garð Sri, og það verði
að hafa í huga þegar refsing er ákveð-
in.
Á sér engar málsbætur
Sækjandi krafðist refsingar í sam-
ræmi við lög, en refsing fyrir mann-
dráp er að lágmarki 5 ára fangelsi, en
að hámarki lífstíðarfangelsi. Miðað
við fordæmi má Hákon búast við um
16 ára fangelsi verði hann fundinn
sekur. Sækjandi sagði ásakanir Há-
kons um að Sri ætti einhverja sök á
því hvernig fór særandi og meiðandi
fyrir aðstandendur hennar, og að það
hafi ekkert komið fram við rannsókn
málsins sem styðji þessar ásakanir.
Sækjandi sagði að Hákon eigi sér
engar málsbætur, og við ákvörðun
refsingar verði að hafa í huga með-
ferð Hákons á líki Sri, en hann kom
því fyrir í hraunsprungu í nágrenni
Hafnarfjarðar. Einnig þurfi að hafa í
huga að Hákon hafi reynt að afvega-
leiða lögreglu með því að halda því
fram að hann hafi hent líki Sri í sjóinn
á Kjalarnesi. Hann hafi því unnið sér
inn fyrir 16 ára fangelsisvist, og beri
honum jafnframt að greiða sakar-
kostnað. Krafist var miskabóta upp á
23,5 milljónir króna fyrir börn Sri, og
mótmælti Hákon þeim kröfum ekki.
Hákon hefur játað að hafa barið
Sri ítrekað í höfuðið með kúbeini, og
bar hann fyrir dómi að morguninn
sem hann varð henni að bana hafi þau
talað það að hann fengi ekki að hitta
barn þeirra, sem hún hafði forræði
yfir. Við það hafi hann orðið mjög
reiður, „misst vitið“, og hann viti að
hann hafi barið Sri með kúbeininu
þótt hann muni ekki eftir því. Hákon
sagðist hafa geymt tvö kúbein í
svefnherberginu vegna þess að fjöl-
skylda Sri hafi hótað honum, þrátt
fyrir að á þeim tíma hafi þau búið
saman.
Reyndi að verjast atlögunni
Niðurstaða réttarmeinafræðings,
sem bar vitni fyrir dóminum í gær,
var að Sri hafi verið með meðvitund
þegar atlagan var gerð, og hafi reynt
að verjast. Til vitnis um það eru mar-
blettir á vinstri framhandlegg sem
útilokað er að hafi orðið til öðruvísi en
eftir högg með kúbeini. Auk þess var
Hákon með rispur á handlegg, sem
hann sagði að hafi hugsanlega komið
þegar hann kom líkinu fyrir í gjótu.
Hákon greiddi Sri a.m.k. fjögur högg
í höfuðið með klaufenda kúbeinsins,
og herti að því loknu belti af nátt-
sloppi sínum að hálsi hennar svo hún
hlaut bana af. Hákon neitar því að Sri
hafi reynt að verjast atlögunni.
Greinileg ummerki voru um það að
reynt hafi verið að þrífa mikið magn
af blóði úr íbúð Hákons. Þrátt fyrir
það fundust blóðdropar í svefnher-
berginu, m.a. undir húsgögnum, sem
sýndu fram á að hann hafi greitt
henni a.m.k. þrjú högg eftir að hún
féll í gólfið. Blóðdroparnir gáfu enn-
fremur til kynna að talsverðu afli hafi
verið beitt við atlöguna, að mati rann-
sóknarlögreglumanns sem bar vitni
fyrir dómnum. Ummerki um blóð
fundust að segja má um alla íbúð, í
svefnherbergi, baðherbergi, í stof-
unni, eldhúsi, svefnherbergi föður
Hákons og á gangi sem tengir her-
bergin.
Sálfræðingur segir
Hákon einskis iðrast
„Ég vissi að þetta myndi koma
upp,“ sagði Hákon, aðspurður hvers
vegna hann hafi ekki farið til lögregl-
unnar þegar „sturlunarástandi“ því
sem hann lýsti að hefði gripið sig
lauk. Hann segist hafa vitað að lög-
reglan myndi koma til hans og hafi
einfaldlega beðið þess.
„Ég iðrast þess að hafa gert þetta,
ég sé mikið eftir því,“ sagði Hákon.
Hann segir að á þessum tíma hafi
hann verið Sri mjög reiður, og þrátt
fyrir að segjast iðrast verknaðarins
sagðist Hákon enn vera reiður, en
reiðin beinist nú að kerfinu – sýslu-
manni og barnaverndarstofu – vegna
þess að Sri hafi komist upp með að
leyfa honum ekki að sjá barn þeirra.
Sálfræðingur sem rannsakaði sak-
hæfi Hákons bar vitni fyrir dóminum,
og sagði hann það sitt álit að Hákon
iðrist ekki verknaðarins. Hann sagði
það samdóma álit sitt og annars sál-
fræðings sem einnig hafi rannsakað
Hákon að hann sé sakhæfur, og að
hann hafi einnig verið sakhæfur á
þeim tíma sem verknaðurinn var
framinn. Framburður Hákons bendi
til þess að hann hafi reiðst gífurlega
og framið verknaðinn í reiðikasti, en
enginn sjúkdómur hafi stuðlað að því
að hann hafi ekki haft stjórn á eigin
gerðum á þeim tíma. Ennfremur
bendi niðurstöður sálfræðirannsókn-
arinnar til þess að Hákon hafi ekki
axlað ábyrgð á eigin gerðum, hann
kenni öðrum – þar með talið Sri – um
hvernig fór.
Sækjandi í málinu er Ragnheiður
Harðardóttir frá ríkissaksóknara, en
skipaður verjandi ákærða er Brynjar
Níelsson hrl. Réttargæslumaður
barna Sri Rhamawati er Helga Leifs-
dóttir hdl.
Sækjandi segir eðlilegt að Hákon Eydal verði dæmdur í 16 ára fangelsi
Játar að hafa orðið Sri að
bana en krefst sýknu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hákon Eydal (t.v.) á leið í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.
HOLLENSKA flutningafyrirtækið
Geest North Sea Line, sem sagt var
frá í gær að Samskip hefði keypt,
hefur gefið út tilkynningu vegna
ummæla Baldurs Guðnasonar, for-
stjóra Eimskips, í Morgunblaðinu í
gær, um að hugmyndir seljanda um
verð hafi verið 3,5 milljarðar króna.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins frá í gær var upphæð sú
sem Samskip greiddi umtalsvert
lægri.
Í tilkynningunni frá Geest segist
Jacob van Geest, stjórnarformaður
Geest, harma það að Eimskip hafi
kosið að virða að vettugi trúnaðar-
samkomulag sem undirritað hafi
verið áður en til viðræðna kom á
milli Eimskipa og Geest fyrir nokkr-
um mánuðum. „Við teljum að Baldur
Guðnason hafi hagað sér ófagmann-
lega með því að ljóstra upp trún-
aðarupplýsingum þegar hann ræddi
við íslenska fjölmiðla um yfirtöku
Samskipa á Geest North Sea Line.
„Gaf hann til kynna að Eimskip
hefði átt í ítarlegum viðræðum við
Geest þrátt fyrir að þeir hafi eytt
harla litlum tíma í greiningu á starf-
semi fyrirtækisins. Við áttum ekki í
neinum alvarlegum samningavið-
ræðum varðandi mat á virði fyrir-
tækisins og þær tölur sem hafðar
eru eftir Baldri Guðnasyni skal taka
með nokkurri varúð,“ segir í til-
kynningunni. Fram kemur að verið
sé að athuga lagalega stöðu Geest
vegna þessa trúnaðarbrots og gripið
verði til viðeigandi aðgerða.
Jacob van Geest tekur jafnframt
fram að Samskipum og Geest hafi
báðum þótt verðið sanngjarnt sem
greitt var fyrir fyrirtækið. Geest sé í
örum vexti og Samskip hafi séð
tækifæri í því auk hagræðingar-
möguleika með samruna. „Viðbrögð
Eimskips teljum við að sýni af sér að
þeir eru tapsárir og veldur það okk-
ur miklum vonbrigðum,“ segir í
fréttatilkynningu Geest.
„Eimskip braut
trúnað við Geest“
NÝJA skíðalyftan í Kóngsgili í Blá-
fjöllum verður opnuð við hátíðlega
athöfn á morgun, sunnudag, og
hefst dagskrá klukkan 11. Forseti
Íslands opnar lyftuna og síðan fer
hann fyrstu
ferðina
ásamt
bæjar-
stjórum og
stjórn
skíðasvæð-
isins.
Lyftan er
stóla- og
kláfalyfta og tekur hver ferð um
tvær og hálfa mínútu í stað um 5
mínútna í eldri lyftum. Frítt verður
í lyftur í Bláfjöllum á morgun og
boðið verður uppá skíðakennslu,
leiktæki verða fyrir börn við alla
skíðaskála og fjalladiskó verður við
Ármannsskála milli kl. 13 og 16.
Lyftan getur flutt um 2.200
manns á klukkustund, sem er tvö-
falt meiri afkastageta en hjá
stærstu lyftunni í Bláfjöllum til
þessa en alls er lyftan um 762 metr-
ar á lengd og fallhæðin 223 metrar.
Spáð er suðlægri vindátt sunnan-
lands á morgun en björtu veðri og
nokkurra stiga hita.
Forseti Íslands
opnar nýja
skíðalyftu
„ÞETTA er í vinnslu hjá m.a. nám-
skrárdeild,“ segir Steingrímur Sig-
urgeirsson, aðstoðarmaður
menntamálaráðherra, um vöntun á
fræðslu um samkynhneigð í aðal-
námskrá grunnskóla. Á ráðstefnu
um drengjamenningu í skólum fyr-
ir skömmu var gagnrýnt að hvergi í
aðalnámskránni sé reynt að nálgast
samkynhneigð og þann veruleika
að hommar og lesbíur séu eðlilegur
hluti samfélagsins, hvort sem er í
skólum eða annars staðar.
„Það er að fara í gang vinna
vegna endurskoðunar aðalnám-
skrár í heild sinni og þetta er auð-
vitað eitt af þeim atriðum sem
verða tekin þar inn í,“ sagði Stein-
grímur. „Sú vinna er rétt að fara af
stað vegna breyttrar námsskipun-
ar. Nákvæmlega hver útkoman
verður er ekki hægt að segja um
núna.“
Samkynhneigð
til skoðunar
í aðalnámskrá
BYGGINGARFÉLAG Gylfa og
Gunnars ehf., Saxhóll ehf. og Baugur
Group hf. hafa eignast rúmlega 34%
hlut í Fasteignafélagi Íslands hf.
sem á verslunarmiðstöðina Smára-
lind. Seljendur eru Norvik hf., Vest-
urgarður ehf. og Sveinn Valfells.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá kaupaðilum.
Eftir kaupin eiga þessir þrír aðilar
um 98% hlutafjár í Fasteignafélagi
Íslands sem auk Smáralindar á stór-
ar byggingalóðir í Kópavogsdal.
Kaupverðið fékkst ekki uppgefið.
Eiga 98% hlutafjár í
Fasteignafélagi Íslands
BRESKUR ferðamaður meiddist á
handlegg þegar hann ók vélsleða
sínum í grjóturð vestan við Detti-
foss í gær. Um tíma var hann talinn
mikið slasaður og var TF-LIF,
þyrla Landhelgisgæslunnar lögð af
stað eftir honum þegar í ljós kom
að meiðsli hans voru ekki alvarleg.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Húsavík var maðurinn
ásamt tveimur öðrum ferðamönn-
um og leiðsögumanni í ferð á veg-
um Hótels Reynihlíðar þegar
óhappið varð. Virðist sem maður-
inn hafi fipast þegar hann ók yfir
lágan en allbrattan ás og þegar
sleðinn kom niður ásinn hafi hann
gripið fast um bensíngjöfina með
þeim afleiðingum að hann ók sleð-
anum út í grjóturð.
Að sögn lögreglu ók einn vél-
sleðamanna í símasamband eftir
slysið og hafði samband við hótelið.
Þaðan var síðan hringt í Neyðarlín-
una sem tilkynnti lögreglunni á
Húsavík að vélsleðamaður hefði
slasast alvarlega. Þar sem staðsetn-
ing mannanna var ekki fyllilega
ljós og maðurinn talinn alvarlega
slasaður, óskaði lögregla eftir
þyrlu Landhelgisgæslunnar. Einnig
voru björgunarsveitir kallaðar út.
Um klukkan þrjú fundu liðsmenn
Björgunarsveitarinnar Stefáns vél-
sleðamennina og töldu þeir að
meiðsli þess sem slasaðist væru
ekki þess eðlis að það þyrfti þyrlu
til að flytja hann. Þyrlan var því
afturkölluð.
Ók vélsleðanum
út í grjóturð