Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 14

Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 14
14 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FYRSTA bílaapótek landsins verður opnað í dag við Hæðarsmára í Kópavogi undir merkjum Lyfjavals. Þorvaldur Árna- son apótekari segir að slík- um apótekum hafi fjölgað mjög í Bandaríkjunum á síðustu árum en hér sé um að ræða fyrsta bílaapótekið á Norðurlöndum. Þorvaldur segir mark- miðið með bílaapótekinu vera aukna þjónustu við viðskiptavini. „Þeir eru margir sem komast ekki sjálfir í apótek og hafa fram til þessa þurft að fá aðra til að fara fyrir sig,“ segir hann en kosti bíla- apóteka segir hann m.a. vera þjónustu fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir, eru með börn í bílnum eða velja þessa leið þægind- anna vegna. „Öryrkjabandalagið hvatti mig til að gera þetta, þegar ég kom að máli við þá í haust, enda mundi þetta henta stórum hluta þeirra skjólstæðinga. Svo eru aðrir sem finnst einfaldlega þægilegra að koma við í bílalúgu, t.d. til að sækja sér nikótínlyf eða verkjalyf. Ég hef trú á því að það verði nokkuð stór þáttur hjá okkur. Þegar fólk finnur hvað þetta er þægilegt þá fer það að nýta sér þetta,“ segir Þorvaldur. Yfir 60% apóteka með bílalúgur Þorvaldur hefur kynnt sér vel bíla- apótek í Bandaríkjunum. „Þar í landi eru yfir 60% apóteka með bílalúgur og það hefur gerst á aðeins tíu ár- um,“ segir hann og nefnir dæmi um stóra lyfjabúð þar sem helmingur sölunnar fór fram í gegnum lúguna. Lyfjaval í Hæðarsmára er ekki einungis bílaapótek heldur einnig hefðbundið apótek og segir Þorvald- ur að í raun séu þarna tvö apótek í einu. Bílalúgurnar eru þrjár talsins. Í þeirri fyrstu er móttaka lyfseðla. Lyfin eru í flestum tilvikum afgreidd út um næstu lúgu en telji lyfjafræð- ingur að veita þurfi upplýs- ingaráðgjöf með lyfinu þá er lyfið af- greitt um þriðju lúguna. Sé um að ræða lengri afgreiðslutíma þá er við- skiptavininum vísað á biðstæði og honum afhent lyfin þangað þegar þau eru tilbúin. Lausasölulyf eru seld í öllum lúgunum. Þorvaldur bendir á að hægt sé að láta senda lyfseðil í apótekið yfir daginn og þá megi sækja lyfin t.d. á leið heim úr vinnu. Einnig megi geyma lyfseðil í apótekinu og nægir þá að hringja á undan sér, senda tölvupóst eða sms-skilaboð en lyfin verði þá tilbúin þegar viðkomandi sækir þau. Landsbyggðarapótekin í hættu Þorvaldur Árnason átti fyrsta apó- tekið, Apótek Suðurnesja, sem opn- að var eftir að frelsi var aukið í lyf- sölu árið 1996. Fyrir tveimur árum opnaði hann Lyfjaval í Mjódd og í sumar verður þriðja Lyfjavals- apótekið opnað, með hefðbundnu sniði, við Álftamýri í Reykjavík þar sem gamla Borgarapótek var áður til húsa. Þorvaldur segir að rekstur Lyfjavals í Mjódd hafi gengið mjög vel og viðskiptavinir hans hafi kunn- að vel að meta persónulega þjónustu á góðu verði. Lyfjaval hefur frá upphafi boðið upp á fría heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þorvaldur seg- ir hins vegar óheimilt samkvæmt lögum að senda lyf með pósti út á land. „Verði það gert heimilt þá tek ég upp heimsendingarþjónustu um allt land,“ segir Þorvaldur en telur að varlega þurfi að fara í að heimila slíkt því það geti haft í för með sér að apótek á landsbyggðinni leggist af. Lyfjaval við Hæðarsmára verður opið kl. 10–19 virka daga en bílalúg- urnar eru opnar frá kl. 10 til mið- nættis alla daga vikunnar. Morgunblaðið/Þorkell Beint í bílinn Þorvaldur Árnason selur lyf í bílalúgu í Lyfjavali við Hæðarsmára. Opnar fyrsta bílaapótekið ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI    !" #!$%&''  ()*&  * &*            !  "#$#%   & #'( )'  *+ '$ ,' )'  *$'  -'( )' & #'(  .%#  .%(% "#$  /$ 0    12%0  12 "0!%  '$)  3   + ,)%-.** " 2  & #'(  '(  42 0'  4   56   7  8 )'   -9:' 06  ''  ;<%0  1&"  1#!=#$ 1 #'(  1#2   >    ?>$$ '$2  '  @ '' #  '  526  22 71:)%$  /*,  !0'1'  )  " %#( A>00   -'( 92 & #'(    ?: :  023**" BCAD 19    %               7 7 7   7 7 7   7 7 7 7 7 7 %> '$ ! >  % 7 7 7   7 7 7 7 7   7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 E  F 7 7 7 E  F E  F E 7 F E  F E 7 F 7 7 E  F 7 E  F E  F 7 7 7 7 E  F 7 7 E 7 F 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 4% #(   ($ ' ? #) 9 # ($ G * 1#                          7 7 7  7  7 7  7 7  7 7 7 7                  7  7                        7       @   9 +,   ?4 H $'#  "0#(          7  7 7 7  7 7  7 7  7 7 7 7 ?47 I  2 !2#('( # #0! ?47 1>#(  #  #%$$0 2 >  #) % '  ● Heildarviðskipti í Kauphöll Íslands í gær námu tæplega 4,9 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir rúmlega 2,3 milljarða. Mest viðskipti voru með KB banka. Mest hækkun varð á bréfum Kög- unar (2,6%) en mest lækkun varð á bréfum Landsbanka (-0,7%). Úrvals- vísitala aðallista hækkaði um 0,14% og er nú 3.747 stig. Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,05% í dag og styrktist krónan sem því nemur. Lokagildi geng- isvísitölunnar var 109,35. Viðskipti með gjaldeyri á millibankamarkaði voru 4,2 milljarðar. Dræm viðskipti í Kauphöll ● Seðlabanki Evrópu breytti ekki stýrivöxtum sínum í þessum mánuði og hafa þeir nú verið óbreyttir í 21 mánuð í röð en stýrivextir á evru- svæðinu eru 2%. Þessi ákvörðun seðlabankastjórn- arinnar kom engum á óvart, meðal annars höfðu allir hagfræðingar sem Reuters spurði álits spáð að vextir yrðu óbreyttir. Verðbólga á evrusvæðinu var 1,9% í janúar og bú- ist er við að hún hafi verið um 2% í febrúar en verðbólgumarkmið seðla- banka Evrópu er „nálægt, en undir 2%.“ Óbreyttir stýrivextir á evrusvæði ● Greining Íslandsbanka spáir því að Bandaríkjadalur fari undir 60 krónur í þessum mánuði en það hefur ekki gerst síðan árið 1992. Lokagengi dals í gær var 60,36 og hefur hann ekki verið svo ódýr í ára- tug. Slæm staða hans skýrist af stöðu bandaríska hagkerfisins en mikill viðskipta- og fjárlagahalli hef- ur grafið undan styrk myntarinnar, samkvæmt Morgunkorni Íslands- banka. Þar segir jafnframt að óvenju sterk staða íslensku krónunnar gagnvart dollar sé vegna stöðu ís- lenska hagkerfisins sem nú siglir inn í þensluskeið með háum stýri- vöxtum. Þar sem búist er við hækk- andi stýrivöxtum hérlendis er líklegt að gengi krónunnar styrkist enn frekar og þar með að dalurinn fari niður fyrir 60 krónur. Fer dollar undir 60 krónur? UNNIÐ er að því að efla rekstur Eimskipafélags Íslands með það að markmiði að skrá félagið í Kauphöll Íslands. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Burðaráss, á aðal- fundi félagsins sem fram fór í gær. Enn fremur sagði Björgólfur Thor að þegar fram liðu stundir kæmi til greina að greiða hluthöfum Burðar- áss arð í formi hlutabréfa í Eimskip sem er eitt elsta fyrirtæki landsins og hefur ávallt haft mikinn fjölda hluthafa. Að greiða hluthöfum arð í formi hlutabréfa „myndi stuðla að meiri dreifingu hlutafjár og betri verðmyndun með hlutabréfin,“ sagði Björgólfur Thor. Þetta fyrirkomulag þekkist víða erlendis en að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, minnist hann þess ekki að þetta hafi verið gert hérlendis, að minnsta kosti ekki ný- lega. 1,1 milljarður í arðgreiðslur Í ræðu sinni sagði Björgólfur Thor jafnframt að árið 2004 hefði verið „það árangursríkasta og arðsamasta um langa hríð í sögu Burðaráss og Eimskipafélagsins.“ Eins og komið hefur fram í Við- skiptablaði Morgunblaðsins er Kristín Jóhannesdóttir ný í stjórn Burðaráss en hún tekur sæti Þórs Kristjánssonar. Aðalfundur samþykkti að greiða 20% af nafnvirði hlutafjár, ríflega 1,1 milljarði króna, í arð. Besta ár um langa hríð Morgunblaðið/Árni Sæberg Tíðindalítið Aðalfundur Burðaráss fór fram í gær. Á myndinni má m.a. sjá þá Björgólf Guðmundsson og Jóhannes Jónsson í Bónus. LYFJA hf. hefur keypt fyrirtækið Heilsu ehf. af Erni Svavarssyni, stofnanda fyrirtækisins. Heilsa rekur þrjár verslanir í Reykjavík og Kópavogi undir nafninu Heilsuhúsið en fyrirtækið var stofnað á árinu 1973. Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju, segir Heilsu vera góða viðbót fyrir Lyfju. „Það er spennandi að fara inn á þennan geira, því heilsufæði og lífrænt ræktaður matur skiptir sífellt meira máli í daglegri neyslu fólks. Þá samræmist það mjög vel hlutverki Lyfju að selja vörur sem stuðla að betri heilsu og vel- líðan.“ Hann segir að vörumerkinu Heilsuhúsið verði hald- ið óbreyttu og að verslanirnar verði reknar áfram í þeirri mynd sem nú er. Þá muni núverandi starfsfólk Heilsu einnig starfa áfram hjá fyrirtækinu og Hafdís Þorsteinsdóttir verða áfram framkvæmdastjóri þess. Heilsa hefur flutt inn vítamín, heilsufæði og lífrænt ræktaðan mat og fæðubótarefni til sölu í eigin búðum og fyrir aðra. „Með kaupum á Heilsu opnast leið fyrir Lyfju til að hefja eigin innflutning á ákveðnum vörum til sölu í verslunum Lyfju og Apóteksins. Það býður upp á ýmis tækifæri sem mun styrkja rekstur Lyfju,“ segir Ingi. Hjá Heilsu starfa 25 manns og er áætlað að velta fyrirtækisins á þessu ári verði um 400 milljónir króna. Kaupverðið fæst ekki gefið upp. Lyfja hf. kaupir Heilsu ehf. AFKOMA Kögunar ber þess sterk- lega merki að fleiri fyrirtæki mynda samstæðuna nú en áður. Sl. haust keypti Kögun meirihluta hlutafjár í Opnum kerfum og í árslok 2003 keypti félagið Hug og Landsteina Streng. Er því um gjörbreytt félag að ræða frá því sem var á árinu 2003. Hagnaður Kögunar var 453 millj- ónir króna á árinu 2004 og er það 35% meiri hagnaður en var árið áður. Sala samstæðunnar fjórfaldaðist á milli ára og nam röskum 4,9 milljörðum króna. Kostnaðarverð seldra vara og þjónustu jókst hins vegar umtalsvert meira sem skilar sér í 158 milljóna króna, eða 170%, aukningu á rekstr- arhagnaði. Sama aukning er á hagnaði fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, EBITDA, sem nam 646 milljónum króna eða 13% af tekjum. Árið áður var hlut- fallið 19%. EBITDA-hlutfall Kögunar án hlutdeildar Opinna kerfa var rúm 15% og er það umfram það sem áætl- anir félagsins gerðu ráð fyrir. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 39 milljónir á árinu en árið áður var 204 milljónum króna betri afkoma af þeim. Skýringuna er fyrst og fremst að finna í vaxtagjöldum og gengismun skulda á árinu, en þar vega þyngst skuldabréfalán sem boðin voru út í tengslum við kaupin á Hug og Opnum kerfum, sem og minni hagnaði af sölu hlutabréfa. Efnahagsreikningur Kögunar er mikið breyttur vegna kaupanna á Opnum kerfum. Hafði hann nær fimmfaldast á einu ári um sl. áramót. Gjörbreytt félag Uppgjör Kögun soffia@mbl.is            +!      +!  ,    !    -!(             ./.0 10/. %/22 )0/  )&3   # 4        5%%& 11.&%  6 4 (      4 (   # !( '  7  !( .50 %5& 0%8 %98 1%.5 1%/ /32  195  )0&   1295 1209  1/. 1.0 538 558                !"#$ % $    ; (J 1KL        "?1A M N      C C /.N       *"N ; %      BCAN MO 8'%      

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.