Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 28

Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 28
28 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI POINT Roberts er nyrst við vesturströnd Bandaríkjanna, suður af Bresku-Kólumbíu í Kanada. Svæðið er ekki stórt, um fimm km langt og um tveir og hálfur km á breidd, en það heillaði Íslendinga á vesturferðatímabilinu svo- nefnda og enn sækja afkomendur landnemanna í kyrrðina sem þarna ríkir. Upphaflega ætlaði Bandaríkjastjórn að vera með herstöð á Point Roberts og fyrir vikið voru íslensku landnemarnir og aðrir íbúar, sem höfðu greitt fyrir land, í nokkurri óvissu um framtíðina, þrátt fyrir að hafa komið sér fyrir, byggt hús og rutt land á „eigninni“. Þeir sendu bænarskrár til forseta Bandaríkjanna með þeim árangri að 1908 veitti Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseti íbúunum heimild til að búa áfram þar sem þeir höfðu sest að. Áður hafði fulltrúi stjórnarinnar kannað aðstæður og í skýrslu hans kom fram að 21 af 45 kröfuhöfum voru Íslendingar, „bestu landnemar sem ég hef hitt í Washington-ríki“. Landnemarnir kunnu vel að meta ákvörðun forsetans. Helgi Þorsteinsson slátraði stærstu kind sinni og skinnið var fært forsetanum að gjöf. Hann sendi þakkarbréf og gat þess að skinnið hefði verið hengt upp við gafl hjóna- rúmsins í Hvíta húsinu. Fyrir aldamótin 1900 höfðu Íslendingar sest að við norðanverða vesturströnd Norður- Ameríku og 1993 fluttu fjórar íslenskar fjöl- skyldur frá Bellingham til Point Roberts. Ári síðar fylgdu fjórar fjölskyldur frá Victoria í Bresku-Kólumbíu í kjölfarið og þannig fjölgaði hægt og sígandi í hópnum. Árið 1914 voru meira en 200 Íslendingar eða fólk af íslenskum ættum búsett á tanganum en nú fyllir það nokkra tugi. Hins vegar fer íbúum Pt. Roberts fjölgandi og eru þeir nú að nálgast 2.000. Hvar sem Íslendingar settust að í Norður- Ameríku settu þeir lærdóm á oddinn. Lestrar- félagið Hafstjarnan var stofnað fljótlega eftir landnámið í Pt. Roberts og bækur voru reglu- lega pantaðar frá Íslandi. Íslendingarnir komu líka lútherskum söfnuði á fót og voru virkir í fé- lagsstarfi og öðru sem viðkom svæðinu. Afkom- endurnir hafa tekið virkan þátt í samfélaginu og Íslendingar hafa verið nokkuð tíðir gestir. Joan Thorsteinson Linde segir að íslenska sam- félaginu hafi þótt sérstaklega vænt um heim- sókn Vigdísar Finnbogadóttir, forseta, 1988. „Hún snerti hverja taug í okkur,“ segir hún. „Það er hvergi betra að búa,“ segir Pauline Iwersen DeHaan, sem hefur átt heima á Pt. Roberts nær alla tíð. Afi hennar og amma í móðurætt, Páll Þorsteinsson og Oddný Árna- dóttir, fluttu frá Vík í Mýrdal til Victoria 1888 og þaðan til Pt. Roberts 1894, þar sem móðir hennar fæddist. Faðir hennar, Þorvaldur Iwer- sen, fæddist á Djúpavogi en flutti með for- eldrum sínum, Gustav Iwersen og Sigurbjörgu Malmquist, til Foam Lake í Saskatchewan rétt áður en fyrri heimsstyrjöldin hófst. „Þetta er mjög friðsælt svæði og hér eigum við góða vini,“ bætir Pauline við. Hún segir að viðhorfið sé það sama hjá hverri kynslóð. „Ég var mjög hreykin þegar dóttir mín sagði í viðtali að hér hefði hún átt góða æsku og hún vonaði að börn sín ættu eftir að upplifa það sama og hún.“ Frænkurnar Joan Thorsteinson Linde og Sylvia Thorstenson Schonberg taka í sama streng. Þær ólust upp á Pt. Roberts, fluttu í burtu vegna atvinnu sinnar um tíma en komu síðan aftur fyrir um 20 árum. ,,Þetta hefur allt- af verið paradís fyrir börnin,“ segja þær hvor í sínu lagi. Þó nokkuð hefur verið skrifað um landnám Íslendinga í Pt. Roberts. Nýlega kom út bókin Icelanders on the Pacific Coast, þýðingar á greinum sem Margrét J. Benedictson skrifaði í Almanak Ólafs Þorgeirssonar á árunum 1925 til 1943. Richard E. Clark skrifaði bókina Point Roberts, USA, the History of a Canadian Enclave. Runa Thordarson rekur söguna í bók sinni Echoes from the Past og Jónas Þór fjallar um landnámið í bókinni Icelanders in North America: the First Settlers. Víða kemur fram að umhverfið í Pt. Roberts minni á heimahagana á Íslandi og Ísland hefur alltaf átt sterk ítök í þessu fólki. „Móðurafi minn var frá Ísafirði og ég á ættir að rekja til Vigurs í Ísafjarðardjúpi,“ segir Sylvia Thor- stenson Schonberg, sem er kennari að mennt. „Ég hef skoðað mig um á þessum svæðum og draumurinn er að dvelja við skriftir í Vigur í einhvern tíma. Vonandi verður hann að veru- leika.“ Pauline Iwersen DeHaan hefur búið í Pt. Roberts nánast alla tíð. Til minningar um íslensku landnemana. Joan Thorsteinson Linde í Point Roberts. Fólk af íslenskum ættum hefur búið á Point Roberts í Washington-ríki í Bandaríkjunum síðan 1893 eða í um 112 ár. Steinþór Guðbjartsson skoðaði sig um á tanganum og hitti „íslenska“ heimamenn. Vill dvelja við skriftir í Vigur Morgunblaðið/Steinþór Sylvia Thorstenson Schonberg á sér þann draum að búa í Vigur í Ísafjarðardjúpi. steg@mbl.is FYRSTI diskur djasstríósins Cold Front kom út í Winnipeg í Kanada í vikunni og hefur tríóið fylgt útgáf- unni eftir með kynningu á nokkrum stöðum í Manitoba á nýliðnum dög- um. Gítarleikarinn Björn Thoroddsen hefur verið tíður gestur í Norður- Ameríku undanfarin ár og er greinilega orðinn nokkuð þekktur á meðal margra unnenda djassins. Fyrir rúmu ári stofnaði hann tríóið Cold Front með bandaríska bassa- leikaranum Steve Kirby frá St. Louis og kanadíska trompetleikar- anum Richard Gillis, sem er af ís- lenskum ættum, í Saskatchewan. Félagarnir hljóðrituðu disk í Winni- peg í ágúst á liðnu ári og kom hann út undir nafni tríósins í vikunni. Tríóið kynnti diskinn á tónleik- um í Manitobaháskóla á miðviku- dagskvöld, í Gimli á fimmtudags- kvöld og í Lundar í gærkvöldi en félagarnir koma auk þess fram á þorrablóti Íslendingafélagsins Fróns í Winnipeg í kvöld. „Viðtök- urnar hafa verið mjög góðar og þetta hefur verið mjög skemmti- legt,“ sagði Björn eftir tónleikana í Gimli. Cold Front kynnir disk í Manitoba Morgunblaðið/Steinþór Cold Front eða Richard Gillis, Steve Kirby og Björn Thoroddsen léku við hvern sinn fingur í Gimli á fimmtudagskvöldið. LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið annað kvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal Boðin verða upp um 160 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14 – 16, í dag kl. 10.00 – 17.00 og á morgun kl. 12.00 – 17.00. Sími 551 0400 Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is HELGI HALLGRÍMSSON NÁTTÚRUFRÆÐINGUR SJÖTUGUR Þessa dagana er í smíðum bók til heiðurs Helga Hallgrímssyni, náttúrufræðingi á Egilsstöðum, sem verður sjötugur 11. júní næstkomandi. Í henni verða greinar eftir 70 einstaklinga, fræðimenn sem aðra, og er efnið afar fjölbreytt, í stíl við áhugamál afmælisbarnsins. Bókin verður um 400 blaðsíður, litprentuð, og til hennar vandað í alla staði. Þau, sem áhuga kynnu að hafa á að vera á heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria), sem er jafn- framt áskrift að bókinni, en verð hennar er 6.000 krónur, eru beðin um að hringja í síma 467 1263 eða 899 0278, eða senda tölvupóst á sigurdur.aegisson@simnet.is fyrir 15. mars. Ritnefndin. ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.