Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 29

Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 29 MENNING Sumar- skórnir frá Gabor eru komnir Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 www.skor.is Teg. 882 Litur: Beinhvítur og svartur St. 36-42 Verð 9.995 Teg. 483 Litur: Svartur og beinhvítur St. 36-42 Verð 12.495 Teg. 174 Litir: Svartur og beige St. 36-42 Verð 11.495 Teg. 230 Litur: Hvítur/bleikur og hvítur/grár St. 36-42 Verð 9.995 Teg. 113 Litur: Hvítur, bleikur, svartur og grænn Stærðir: 36-42 Verð 10.995 Teg: 252 Litur: Rauður, blár og beige Stærðir: 36-42 Verð 12.495 Í TENGSLUM við ársfund Nor- ræna fjárfestingarbankans (NIB) í Helsinki, 3. mars 2005, var efnt til sérstakrar tónlistardagskrár í til- efni af því að Eistland, Lettland og Litháen urðu aðilar að bankanum ásamt Norðurlöndunum fimm um síðastliðin áramót. Var nýtt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson frum- flutt en tónskáldið hafði samið verkið að beiðni NIB til flutnings við þetta tækifæri. Tónverkið, sem er samið fyrir blásarakvintett, píanó, fiðlu og selló, nefnir tón- skáldið 5+3=1 Eining. Flytjendur voru Blásarakvintett Reykjavíkur og RIX Piano Trio frá Riga í Lett- landi. Var verkinu afar vel tekið af áhorfendum. „Þetta er samið með Norræna fjárfestingabankann í huga þar sem verkið hefst með kröftugu samspili fimm blásara og síðan bætist tríóið við og saman enda þau í fögrum samhljómi,“ sagði Atli Heimir í samtali við Morgunblaðið og segir fjölda hljóðfæraleikara og verkið sjálft endurspegla Norðurlanda- þjóðirnar fimm og nú Eystrasalts- löndin þrjú sem eru að bætast í hóp aðildarlanda að bankanum. „Ég var beðinn um þetta verk að tilhlutan Jóns Sigurðssonar aðal- bankastjóra sem nú er að láta af störfum og til að gleðja hann enn frekar þá útsetti ég tvo smáþætti eftir Mozart fyrir hljómsveitina sem voru fluttir við sama tækifæri í hinu glæsilega Folkets Hus hér í Helsinki,“ sagði Atli Heimir. Tónlist | Nýtt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson frumflutt í Helsinki Samhljómur Eystra- salts- og Norðurlanda Atli Heimir Sveinsson tónskáld ásamt Bryndísi Schram sendiherrafrú og Laufeyju Þorbjarnardóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar bankastjóra NIB, í kvöldverðarboði sem haldið var að loknum tónleikunum. Teikningar og önnur myndverk ápappír eru í tísku, hafa bandarísk-ir fjölmiðlar verið að segja síðustumisserin. Galleríið Pierogi í Will- iamsburg í New York hefur haft talsverðu hlutverki að gegna í kynningu á papp- írsverkum samtímalistamanna, en í skúffu- galleríi þess, „Flat files“, má skoða verk um 800 listamanna, fimm til tíu verk eftir hvern. Eigendur Pierogi, sem heldur upp á tíu ára afmæli um þessar mundir, eru hjónin Joe og Susan Amrheim. Hún er rithöfundur og sér um sýningarskrár gallerísins en hann er myndlistarmaður, auk þess að vera list- rænn stjórnandi beggja þátta gallerísins, teikningaskúffanna og hefðbundins sýning- arhalds með völdum hópi listamanna. Fjölþætt vinnubrögð Amrheim er sýningarstjóri sýningar Pierogi í Safni. Þar gefur að líta verk eftir hann sjálfan og sex þeirra listamanna sem galleríið er með á sínum snærum. Einn þeirra, Tavares Strachan frá Barbados- eyjum, kom til landsins og setti upp innsetn- ingu með brotnum bjórflöskum – verk sem við fyrstu sýn virðist óhapp en byggist við frekari skoð- un á talsverðri nákvæmni. Annar listamannanna, Brian Conley, vinnur út frá hugmyndum um tungu- mál skordýra, letur eða skrif í jarðveginum sem hann gerir afsteypur af og ljósmyndar. Kim Jones er performans-listamaður sem gerir teikningar af styrjaldarátökum og verk á jakka; dæmi um hvort tveggja er á sýningunni. Útgangspunktur verka Johns J. O’Connors eru upplýsingar um líf- fræðilegar breytingar, svo sem þyngdartap eða hárlos, sem hann spinnur teikningar út frá. Dawn Clements teiknar út frá kvikmyndum, eftirmyndir sviðsmynda, raunverulegra og skáldaðra. Oft eru þetta gríðarlöng verk, skeytt saman úr mörgum örkum. Daniel Zeller gerir afar smágerðar myndir með penna eða blýanti, fínlegan vef lína sem minna á smásjármyndir. Amrheim sjálfur gerir verk sem byggjast á fortíð hans í abstrakt málverki en efni- viðurinn eru orð og setningar úr listumræðunni, sem hann leggur saman í litrík lög. „Nýja málverkið“ Þótt það sé ekki algilt vinna flestir þessir lista- menn verk sín á pappír. Nafn Pierogi-gallerísins hefur oft borið á góma í listumræðu síðustu miss- era, þar sem fjallað hefur verið um auknar vinsæld- ir myndlistar á pappír – teikninga, grafíkur og ljós- mynda. Amrheim segir að vissulega hafi teikningar verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og minni það svolítið á umræðuna um ljósmyndun fyrir nokkrum árum, það sem hún var sögð vera „nýja málverkið“. „Upp á síðkastið hafa safnarar keypt mikið af verkum á pappír og sama má segja um söfnin,“ seg- ir Amrheim. „Þannig hefur stofnun kennd við Rothschild keypt gríðarlegan fjölda verka á pappír upp á síðkastið og mun gefa þær allar til Museum of Modern Art, þar sem þær verða sýndar á næsta ári. Þar á meðal eru verk nokkurra listamanna sem ég sýni nú í Safni. Það er svo margt áhugavert gert á pappír – og það er gott að senda þessi verk milli sýningarstaða, það fer svo lítið fyrir þeim. En fólk tekur verk á pappír alvarlegar en áður, það er ekki nokkur spurning. Margir listamenn vinna endanleg verk á pappír, en áður voru þessi verk frekar vörður á leið- inni að endanlegu verki í striga eða í þrívídd. Flestir listamenn hafa oftast unnið á pappír á einhverjum tímapunkti í sköpunarferlinu, en farið svo í ólíkar áttir.“ Verk á pappír einlægari Amrheim segir verk á pappír iðulega vera viðráð- anlegri fyrir kaupendur en aðra myndlist, en þau njóti líka sívaxandi virðingar – það endurspeglist í hækkandi verði. Hann segist selja mikið af teikn- ingum sem kosti frá 15.000 krónum. „Fólki þykir verk á pappír oft einlægari, meiri nálægð í þeim en til dæmis verkum á striga.“ Fólkið sem kemur að skoða teikningamöppurnar er afar ólíkt. Þetta eru sýningarstjórar að leita að sýnendum, safnarar að leita að ákveðnum hlutum, fólk af götunni með mis- sterkan bakgrunn í listhræringum samtímans og loks aðrir listamenn sem eru forvitnir að sjá hvað kollegarnir – þekktir sem óþekktir – eru að fást við. Pierogi sendir úrval teiknimappanna reglulega á sýningar í öðrum borgum Bandaríkjanna eða til annarra landa, og oft koma þær aftur hlaðnar nýj- um pappírsverkum frá sýningarstöðunum. Galleríið nýtur velgengni og tveir dagar vinnuviku Amr- heims fara í að skoða verk listamanna sem vilja koma sér á framfæri. Hann segir að Williamsburg sé kjörið svæði fyrir starfsemina, því þar sé mikil nýsköpun og grasrótarstarfsemi. „Ef ég hugsaði bara um að selja verk gæti ég allt eins flutt galleríið til Chelsea – en frekar myndi ég hætta þessu,“ segir hann. Samtímis sýningu Pierogi verður opnuð í Safni sýning á verkum Ingólfs Arnarsonar, myndlist- armanns og prófessors við Listaháskólann. Ásamt málverki er teikning helsti miðill Ingólfs og eiga verk hans það sameiginlegt að vera unnin af mikilli þolinmæði og nákvæmni. Sýningarnar í Safni, á Laugavegi 37, verða opn- aðar klukkan 17. Teikningar í tísku Morgunblaðið/Einar Falur Galleristarnir og sýningarstjórarnir Susan og Joe Amr- heim við eitt verka hans í Safni. Sýningar á verkum listamanna frá New York-galleríinu Pierogi og Ingólfs Arnarsonar verða opnaðar í Safni á Lauga- vegi 37 í dag og birtist mikill fjölbreytileiki í verkunum. Á MORGUN kl. 16 flytja 22 ungir söngvarar, sem allir eru nemendur í óperudeild Söngskólans í Reykjavík, rómantískar óperuperlur úr La Bohéme og La Rondine eftir Puccini, og úr Falstaff og Rigoletto eftir Verdi, í Salnum í Kópa- vogi. Þetta er 23. verkefni Nemendaóperunnar frá því að hún var stofnuð árið 1982. Tónlistar- stjóri og píanóleikari er Iwona Ösp Jagla og stjórnandi er Robin Stapleton hljómsveitarstjóri. Þær Hulda Sif Ólafsdóttir sópran og Dóra Steinunn Ármannsdóttir mezzósópran eru báðar að ljúka prófum frá Söngskólanum í vor, Hulda Sif 8. stigi, en Dóra Sif burtfararprófi, og báðar syngja þær hlutverk í Rigoletto í Nemendaóper- unni; Hulda Sif er hin saklausa dóttir Rigolettos, Gilda, en Dóra Steinunn er kráarkvensan Maddalena. Þær eru sammála um að gaman sé að syngja þriðja þáttinn úr Rigoletto, ekki síst þar sem hann bjóði upp á flott samsöngsatriði, – með- al annars kvartettinn fræga, og mikinn leik. „Þetta er mjög dramatískt – enda verð ég drepin í lokin; – slepp þó við að vera sett í poka,“ segir Hulda Sif og hlær. „Maddalena og Carmen eru mín hlutverk – svona kvendi!“ segir Dóra Stein- unn og tekur undir hlátur Huldu Sifjar, „en mér finnst mjög gaman að syngja svona dramatík.“ Þær stöllur ætla út í vor að námi loknu og reyna að komast inn í skóla í Þýskalandi og Aust- urríki. „Mig langar til Austurríkis, Salzburg er æðisleg borg, en ég hef heyrt að Vín sé ekki verri,“ segir Dóra Steinunn, en Þýskaland kemur auðvitað líka vel til greina, en afi Huldu Sifjar, Erlingur Vigfússon, söng í óperuhúsum þar um árabil. Dóra Steinunn er líka söngættuð, því afi hennar var Gunnar, bróðir Guðmundar Jónssonar óperusöngvara. Hulda Sif ætlar líka að reyna fyr- ir sér í Bandaríkjunum. Þær segjast ánægðar með hlutverkin sem þær fá í Nemendaóperunni. „Það eru margir í deild- inni og erfitt að koma því þannig fyrir að allir fái hlutverk,“ segir Dóra Steinunn, sátt við kvendið. „Það hafa aldrei verið svona margir í Óperudeild- inni, – frá upphafi,“ bætir Hulda Sif við. Morgunblaðið/Jim Smart Egill Árni Pálsson, Davíð Ingi Ragnarsson og Dóra Steinunn Ármannsdóttir. Slepp við að vera sett í poka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.