Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 32

Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 32
32 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EITT óþægilegasta verk mitt til þessa var að lesa yfir að beiðni sveitarfélags skýrslu um ræst- ingar og hvernig mætti ná meiri afköstum hjá starfs- fólkinu, en það var einkum konur. Þetta var fólgið í því að fækka starfsmönnum og auka afköst þeirra, sem héldu vinnunni, m.a. með nýrri tækni í störfum og með nýjum og stærri tækjum og tólum o.s.frv. – Allur blær í umfjöllun um starfsfólkið var kuldalegur. Nú átti að nýta tímann betur og auka mjög afköstin. Aðferðin var svipuð og fram kemur í kvik- mynd Chaplins Modern Times (1936). – Stafsetning skýrslunnar var léleg, svo og málfarið, en hvort tveggja var þó hátíð hjá efn- inu og þeim anda, sem þar ríkti. Ég ákvað að vinna aldrei aftur slíkt verk. Þetta er rakið hér af þeim ástæðum, að nýlega las ég skýrslu frá menntamálaráðuneytinu, sem að inntaki og blæ öllum kallaði fram heldur óþægilegar minningar og alveg sömu tilfinningu og fyrr- nefnd skýrsla um ræstingarnar. Hér er átt við Breytta náms- skipan. Þar er afstaða til starfs- fólks í framhaldsskólum kuldaleg. Stafsetning í þessari skýrslu er betri en í hinni og einnig málfarið, en þó eru þar hnökrar. Það er þó léttvægt hjá þeim viðhorfum til starfsmanna skólanna, sem þar birtast. Nú á að láta ýmsa kenn- ara hætta, nýta tíma hinna miklu betur og beita ýmiss konar tölvutækni til að auka afköst. Nemendur skulu samkvæmt tilskip- unum að ofan vinna miklu meira og taka hraðar út þroska en áður! Og ef skóla- stjórnendur láta hóg- værlega í ljós efa- semdir í þessum efnum, þá er slíku tali bara vísað á bug. – Væri ekki betra að sýna hér meiri hógværð? Í Hávamálum er mælt með hófsamlegri meðferð valds: Ríki sitt skyli ráðsnotra hver í hófi hafa. Margt er gagnrýnt í vinnu kennara í Breyttri námsskipan. Um það má nefna nokkur dæmi (og áhugamenn um málfar geta fundið þar ýmislegt í leiðinni). Þar segir t.d., að það sé „slæmt að áhersla á þjálfun nemenda í munnlegri færni sé ábótavant“ (31. bls.). – Mikil áhersla er nú þegar lögð á ritun og munnlega færni í íslensku í mörgum skólum. Kennarar fela nemendum að halda erindi í tímum, og þeir eiga einnig að skila skriflegum verk- efnum. Bæði þau og erindin geta reynst sumum nemendum erfið, og þetta er oft viðkvæmt mál og vandmeðfarið á marga lund. – Gagnrýnt er, að „að áhersla á notkun upplýsingatækni í námi sé ábótavant í einstökum greinum“ (33. bls.). – Ég hef ekki rými til þess að svara þessari gagnrýni hér, en ég veit, að margir kenn- arar leggja alúð við þennan þátt. Ýmsir menn, einkum kennarar, hafa samið margs konar rit eða bækur til kennslu. Að þessu er vikið í skýrslunni með þeim hætti, sem búast má við: „Kennsla mið- ast óhjákvæmilega að mestu leyti við námsefnið sem er á boð- stólnum [svo!]. Kennslubækur í sumum námsgreinum á fram- haldsskólastigi teljast vera þurr- ar, of fræðilegar, unnar af van- efnum og ýti [svo!] ekki undir áhuga nemenda á greinunum“ (33. bls.). – Athyglisverð er afstaðan til þess fólks, sem hefur samið ýmis rit til kennslu, oft við erfiðar aðstæður. Öllum getur orðið á í meðferð máls, en æskilegt er að hafa hnökra sem fæsta. Ráðuneytið ætti sóma síns vegna að láta lesa vandlega yfir texta, sem ætlaður er til birtingar. – Í Breyttri náms- skipan eru mörg fleiri dæmi um hnökra, t.d. „… en tillögur að nýrri skipan byggir [svo!] á þriggja ára ramma“ (36. bls.). – Í skýrslu ráðuneytisins er lögð sér- stök áhersla á „gott málfar“ hjá nemendum, t.d. á 24. og 31. bls. Niðurstaða mín er sú, að þau rök, sem færð hafa verið fyrir styttingu eða skerðingu náms í framhaldsskólum, séu fátækleg, ef grannt er skoðað. Hið eina sem eftir stendur bitastætt er: sparn- aður. – Ef eitthvað er talið í raun mikilvægt og verðmætt, verða menn að hafa vilja til þess að kosta til þess töluverðu fé. Svo einfalt er það. – En verði stytting náms valin, þá geta menn hætt með öllu að tala um „mikilvægi“ kennslu. Slíkt tal yrði þá bara broslegt. Í Breyttri námsskipan er eink- um fjallað um fjármál og tæknileg skipulagsmál og það getur verið gott, svo langt sem það nær. En ég fann þar hvergi fjallað um menningu eða bókmenntaarf, og tölvan mín fann það ekki heldur. Þó eru þar settar fram ýmsar til- lögur, sem myndu hafa víðtæk áhrif í menntunar- og menningar- málum, einkum í íslenskukennsl- unni. – Það er fráleitt að nú skuli leggja minni áherslu á íslenska bókmenntasögu og bókmennta- fræði í skólum. Slík menntastefna samræmist ekki stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí 2003 um „að standa vörð um íslenska tungu, sögu og þjóðmenningu“. Þessi skýrsla er ekki heppileg sem grundvöllur fyrir ákvörðunum í menningar- og menntamálum þjóðarinnar. Ef áhrifamenn í ís- lensku þjóðfélagi telja slík mál mikils virði, þurfa þeir að íhuga nú þessi mál af samviskusemi og vandvirkni. Sagnfræðingar fram- tíðarinnar munu áreiðanlega huga að ákvörðunum í svo mikilvægum málum, er varða framtíð þjóð- arinnar, og sagan mun kveða upp sinn dóm um þessi mál. – Menn- ingarlegar forsendur í mennta- málum verða að vera traustar. Mistök í þeim efnum geta reynst þjóðinni harla dýr. Afdrifarík mistök í menntamálum Ólafur Oddsson fjallar um nám ’Niðurstaða mín er sú,að þau rök, sem færð hafa verið fyrir stytt- ingu eða skerðingu náms í framhalds- skólum, séu fátækleg, ef grannt er skoðað.‘ Ólafur Oddsson Höfundur er kennari og íslenskufræðingur. ÞEGAR litið er til baka og hugs- að af einlægni um liðið ár, þá verð- ur ekki beint sagt að maður geti hoppað hæð sína yfir árangri allra þeirra markmiða sem maður setti sjálfum sér áramótin á undan. Á áætlun var að gera þetta og hitt, standa sig gagnvart þessum og hin- um þannig að allir myndu hoppa hæð sína af gleði að hafa haft tækifæri til að auka við mann samskipti. Hvað mig snertir þá er fáum stórsigrum til að dreifa varðandi áætluð markmið, því þegar þetta tímabil er skoð- að kemur í ljós að undirrituð náði þeim áfangasigri helst að sitja á sama stólnum með litlum frávikum, vegna örkumlunar og góðu markmiðin fóru fyrir lítið. Málið er nefnilega að þegar við setjum okkur markmið þá hættir okkur flestum til þess að gera það miðað við þær hugmyndir okkar um sjálf okkur þar sem við erum sterkust og best en ekki aumkunarverðust og sem mest háð öðrum. Núna eru nýju áramótin gengin yfir og enn er spekingurinn að gera áætlanir. Ég er ekki að hanga í því sem ég þekkti áður heldur miða ég við það ástand sem aug- ljóslega er staðreyndasannleikur í mínu lífi. Það sem mér þótti mik- ilvægt í sammannlegum sam- skiptum fyrir fötlun, það skiptir ekki svo miklu máli í dag. Það sem ég kannski leit ekki á né setti inn á markmiðalistann, fær meira svig- rúm núna heldur en áður. Það er nefnilega svolítið öðruvísi að setja sér markmið heilbrigður en fatl- aður. Þegar svo er komið að ekkert er eftir nema viljinn, trúin og allt það í innra lífi þínu sem krefst ekki lík- amlegs heldur andlegs þróttar, þá ósjálfrátt verða markmiðin allt önn- ur. Í dag ganga mín markmið að- allega út á það að leggja grundvall- aráherslu á að halda sér til og stefna á að þau samskipti sem ég á við aðra séu meira hvetjandi en letjandi. Raunveruleiki minn er samt sem áður að ég er ekki sú Jóna sem ég var, göngulega, at- hafnalega né tækifærislega, heldur fötluð Jóna. Svo að mín markmið þessi áramót gengu út á það að láta allt það í lífi mínu sem í eðli sínu er jákvætt blómstra, kynna mér kirfilega þá möguleika sem búa í þeim sem hafa annars vegar fagþekk- ingu til þess að hvetja mig óbeint áfram og hins vegar þurft að takast á við svipaða reynslu og ég. Þegar ég lít í kring- um mig þá átta ég mig fljótt á því að margur hefur það mun verra heldur en ég, aðrir hafa það betra, en best hafa þeir það sem hafa óskerta heilsu. Þar sem ég var í þeim flokki fyrir tveimur árum þá fæ ég hroll þegar ég hugsa til þeirra markmiða sem ég gerði á meðan ég var heilbrigð því að þau voru meira og minna lituð af eigingirni og hroka þess sem sér lífið í takmörk- uðu skyni eigin möguleika á að ná langt, af því það er svo fátt sem heftir hann. Nýju markmiðin eru allt öðruvísi. Nú langar mig mest til að vinna markvisst að því að geta verið laus við eitthvað af þeim hjálpartækjum sem ég er þó bless- unarlega þakklát fyrir þrátt fyrir allt, en langar ekki, ef ég get kom- ist hjá því, að nota deginum lengur en þörf er á. Hluti markmiðanna er líka að fara reglulega innan um fólk, þrátt fyrir að geta ekki gert það eins og áður heldur í að- stæðum sem gefa tilefni til spurn- inga hvers kyns og hvatningarorða. Auðvitað er gott að fá slíka hvatningu en sannleikurinn er að þegar svona er komið þá verður sú hvatning sem kemur innan frá langmikilvægust. Ég veit hvað ég verð að hafa fyrir lífinu, hef sam- anburðinn frá því sem áður var, og þess vegna mun mín afstaða verða sá skilningur á nýrri framvindu sem verður langmikilvægastur. Það sem gerir mér kannski erfiðara fyrir er að ég var áður heilbrigð og þekkti það ástand í hálfa öld. Ef ég á eftir aðra hálfa öld þá þýðir ekk- ert fyrir mig að hugsa: Þú varst svona heldur þú ert svona og það þýðir ekkert að lifa í því sem var. Markmiðin eru því þessi: Að brosa við tilverunni. Þakka algóð- um Guði fyrir að ekki fór verr, og trúa því að það sé jafnmikil þörf á því í íslensku samfélagi að þeir sem eru skertir með einhverjum hætti séu virkir og ekki sé gert lítið úr vilja þeirra til lífsins. Við þurfum kannski pínulítið á stuðningi ann- arra að halda, en ég vil minna á, að þrátt fyrir að líkaminn láti undan, ef viljinn jafnsterkur og reynsla þess liðna margflókin, þá má ekki horfa á útlitið og hugsa: ,,Þessi get- ur ekki neitt“. Ef einhver vill kynna sér mín markmið á þessu ári þá liggja þau meðal annars í þessum lyfseðli: ég ætla að hafa gaman af lífinu og ekki láta breytt ástand brjóta mig niður heldur efla allt það sem innra með mér er. Þegar ég hef eðlilega miklu meiri tíma í fyrsta skipti fyr- ir sjálfa mig en áður þá dugir ekk- ert annað en að koma sér upp nýrri stundatöflu. Sannleikurinn er að allir þeir hæfileikar sem ég hafði áður hið innra, virðast eins og ósjálfrátt, kannski vegna sjálfs- varnar minnar, hafa stóreflst og það get ég nýtt mér. Svo að þið sjáið, elskurnar, að þó ég eigi bágt þá er mér engin vorkunn því að markmiðalistinn í ár er miklu lengri en hann hefur verið á und- angengnum 50 árum og mun áhugaverðari. Markmið í móðu Jóna Rúna Kvaran ’Ef ég á eftir aðra hálfaöld þá þýðir ekkert fyrir mig að hugsa: Þú varst svona heldur þú ert svona og það þýðir ekk- ert að lifa í því sem var.‘ Jóna Rúna Kvaran Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. FRAM hefur komið hjá félags- málaráðherra Árna Magnússyni að rétt væri að setja hömlur á verð lóða til nýbygginga í sveit- arfélögum. Helst er að skilja að nauðsynlegt sé að setja eitthvað há- marks- eða grunnverð á lóðir þannig að sveitarfélögin í land- inu geti ekki boðið út einstakar lóðir eða byggingarétt þeirra og tekið tilboði hæst- bjóðanda. Ekki er auðvelt að átta sig á hvernig ráð- herrann ætlar að gera þetta eða hvers vegna slík vitleysa verður til í félagsmálaráðu- neytinu. Mega sveit- arfélög sem eru í þeirri stöðu að mikill áhugi er á lóðum í sveitarfélaginu, ekki gera það mesta úr þeim eignum sínum með því að láta mark- aðinn verðleggja þær á hverjum tíma? Ráð- herra virðist vera á þeirri skoðun að tak- marka beri rétt sveit- arfélaganna til að ákveða þetta sjálf. Enn og aftur kemur í ljós hugur þessa ráð- herra til sveitarfélag- anna í landinu. Nú um hartnær tveggja ára skeið hafa staðið yfir viðræður milli ríkisins og sveitarfélaganna um tekjuskipt- ingu milli þessara aðila en sveit- arstjórnarmenn hafa lengi talið halla verulega á sveitarfélögin þegar kemur að því að ákvarða hvaða tekjur þau skuli hafa og hverjar tekjur ríkisins eigi að vera. Ekkert hefur gengið í þess- um viðræðum sem fara fram undir forystu félagsmálaráðherra og sveitarfélögin hafa mætt ótrúlegu skilningsleysi af hálfu ríkisvaldsins þegar kemur að því að leiðrétta rekstrargrundvöll þeirra. Lóðarlögga Ef hugmyndir ráðherrans um ríkisverð lóða nær fram að ganga hlýtur að þurfa að setja upp eitt- hvað eftirlit með því að ekki sé farið framhjá því verði. Spurning hvort ráðherrann verði ekki að setja á laggirnar eftirlitsstofnun og síðan lóðarlöggu til að nappa þau sveitarfélög sem fram hjá rík- isverðinu reyndu að komast. Gildir það sama um einstaklinga og fyrirtæki sem fengju úthlutað lóð á rík- isverði? Mættu þeir aðilar ekki heldur verðleggja eignirnar sem byggðar væru á lóðinni m.v. markaðs- verð á hverjum tíma? Markaðsverð fast- eigna mun alltaf myndast eftir fram- boði og eftirspurn og ekkert bendir til þess að lóðarverðið eitt og sér eigi sök á háu húsnæðisverði. Ætli ráðherranum sé ekki nær að líta sér nær. Er ekki komið nóg af rugli? Er ekki rétt að ráðherrann láti nú sveitarfélögin bara vera á þessu sviði og skipti sér ekki af þeirri verð- myndun sem verður á lóðum á hverjum tíma. Sveitarfélög sem berjast í bökk- um í rekstri sínum þurfa allt annað en afskipti félagsmála- ráðherra af lóð- arverði. Þau þurfa á því að halda að félagsmálaráðherra, sem fer með málefni þeirra, standi við bakið á þeim réttmætu kröfum sem þau hafa gert til skiptingu skatttekna en sé ekki að koma með tillögur um hvernig enn eigi að sníða þeim þrengri stakk en nú er. Kannski væri rétt af ráðherra að finna leið til að smíða brynju sem dygði sveitarfélögunum í stríðinu við ríkið, brynjusmíði er jú nokkuð sem hann virðist kunna. Nema að hann sé orðinn uppiskroppa með þær í öðru stríði? Eftirlitsstofnun lóðarverðs Jón Gunnarsson fjallar um lóðarverð Jón Gunnarsson ’Markaðsverðfasteigna mun alltaf myndast eftir framboði og eftirspurn og ekkert bendir til þess að lóðar- verðið eitt og sér eigi sök á háu húsnæð- isverði.‘ Höfundur er þingmaður fyrir Samfylkinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.