Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FRAMTÍÐ FRJÁLSLYNDA
FLOKKSINS
Frjálslyndi flokkurinn hóf lands-þing sitt í gær. Af ræðu formannsflokksins, Guðjóns Arnar Krist-
jánssonar, má ráða að flokkurinn leitist
nú við að má af sér þann stimpil að hann
sé „eins máls flokkur“, en staðreyndin er
auðvitað sú að flokkurinn fékk í upphafi
fyrst og fremst fylgi út á andstöðu sína
við þá sjávarútvegsstefnu, sem ríkis-
stjórnin hafði fylgt.
Þótt sjávarútvegsmálin vægju þungt í
ræðu Guðjóns Arnars, var þar að finna
áherzlu á mörg önnur mál; ekki sízt
byggðamál og velferðarmál af ýmsu tagi.
Segja má að flokkurinn hafi þannig
breikkað málefnagrundvöll sinn en
stefna hans ber þó enn keim af því að
fundin eru mál, þar sem auðvelt er að
gera út á óánægju einstakra hópa með
ríkjandi ástand, fremur en að mótuð hafi
verið heildstæð stefna.
Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að ekki
eigi að taka Frjálslynda flokkinn alvar-
lega sem stjórnmálaafl. Eins og Guðjón
Arnar sagði í ræðu sinni, hefur flokkur-
inn komið á óvart. „Þegar ég lýsti því yfir
á landsfundi Frjálslynda flokksins fyrir
kosningar að stefnan væri að tvöfalda
fylgi flokksins, þótti mörgum það fíflaleg
bjartsýni,“ sagði formaðurinn. Reyndin
varð sú að í kosningunum jók Frjálslyndi
flokkurinn fylgi sitt úr 4,2% í 7,6% og tvö-
faldaði þingmannatölu sína, úr tveimur í
fjóra.
Síðan hefur flokkurinn notið 4–6%
fylgis á landsvísu samkvæmt skoðana-
könnunum. Flokksformaðurinn vill
stefna hærra: „Til þess að halda velli og
brjóta upp veldi fjórflokksins verður
Frjálslyndi flokkurinn að stækka yfir
10% fylgi.“ Guðjón Arnar sagði sömuleið-
is í ræðu sinni: „Við ætlum að stækka, það
er hægt. Fyrst og fremst byggist framtíð
okkar á eigin vinnu, og umfram allt verð-
um við að vinna vel og hafa sannfæringu
um að við eigum erindi í pólitík.“
Þetta er vafalaust rétt, en þó hefur
fleira áhrif á framtíð Frjálslynda flokks-
ins. Eins og áður sagði má ætla að fylgi
hans sé fyrst og fremst óánægjufylgi, og
ekki sízt sprottið af óánægju hluta kjós-
enda Sjálfstæðisflokksins með stefnu
hans í nokkrum málum. Guðjón Arnar
rær augljóslega á þau mið, er hann notar
t.d. hið gamla vígorð Sjálfstæðisflokks-
ins, „stétt með stétt“ í lok ræðu sinnar.
Fleiri, t.d. Borgaraflokkurinn undir
forystu Alberts heitins Guðmundssonar,
hafa áður sótt á sömu mið með góðum ár-
angri til skamms tíma, en að endingu náð
sáttum við Sjálfstæðisflokkinn á ný.
Helztu forystumenn Frjálslynda flokks-
ins, þeir Sverrir Hermannsson fyrrver-
andi formaður og Guðjón Arnar, koma úr
röðum sjálfstæðismanna. Sama á við um
leiðtoga frjálslyndra í borgarmálum, Ólaf
F. Magnússon, sem nú hefur gengið
formlega í Frjálslynda flokkinn.
Má ekki ætla að ef Sjálfstæðisflokkn-
um tekst annars vegar að skapa meiri
sátt um sjávarútvegsmálin í byggðum
landsins og hins vegar að laga stefnu sína
í velferðarmálum að málflutningi þeirra,
sem telja að ýmsir hópar, sem minnst
mega sín, hafi orðið undir í samfélaginu,
sé lítið orðið eftir af skoðanaágreiningi
Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda
flokksins?
Er eitthvað því til fyrirstöðu að for-
ystumenn þessara flokka skoði hvort ekki
séu einhverjir fletir á auknu samstarfi
þeirra á milli? Vilja forystumenn Frjáls-
lynda flokksins fremur stýra áhrifalitlum
smáflokki en ná stefnumálum sínum fram
í gegnum stóran flokk? Vilja forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins eiga á hættu
að 4–6% fylgi, sem alla jafna hefur til-
heyrt þeim, falli öðrum flokki í skaut?
ÁRANGURSRÍKT FORVARNARSTARF
Niðurstaða úttektar á forvarnarstarfiReykjavíkurborgar á árunum
1997–2003 leiðir í ljós þá ánægjulegu nið-
urstöðu að forvarnarstarf sem byggist á
traustum rannsóknum ber marktækan
árangur. Árangurinn er það góður að
Evrópuborgir ætla að horfa til Íslend-
inga og þeirra aðferða sem notaðar voru
hér á landi í víðtæku samstarfsverkefni
ECAD [European Cities Against Drugs],
en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, verður verndari verkefnisins.
Kristín A. Árnadóttir, skrifstofustjóri
borgarstjóra, segir spurð um aðdrag-
anda samþykktar stjórnarfundar ECAD
í Morgunblaðinu í gær, að ætlunin sé að
horfa til verkefnisins Ísland án eitur-
lyfja, en það var í gangi á árunum 1997–
2003. „Þar var byggt á öflugu rannsókn-
arstarfi og mældur árangur af þeirri
vinnu, en rannsóknir voru vegvísir í öllu
því starfi. Nú stendur til að nýta þessa
reynslu, þekkingu og aðferðafræði í fleiri
borgum og í samstarfi milli borga í Evr-
ópu,“ segir hún.
Á tímum sem einkennast af vaxandi
umræðu um – og jafnframt áhyggjum af
– vímuefnaneyslu ungmenna, eru fréttir
sem þessar ómetanlegar. Þær sýna og
sanna að með samstilltu átaki opinberra
aðila, foreldra og annarra forráðamanna,
er hægt að draga umtalsvert úr vímu-
efnaneyslu ungmenna. Tölurnar tala sínu
máli því eins og kom fram í máli Ingu
Dóru Sigfúsdóttur, hjá Rannsóknum og
greiningu, á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur
í fyrradag, hefur drykkja minnkað úr
44% í 26% á árunum 1998–2004, reyk-
ingar hafa dregist saman úr 23% í 13% og
hassneysla hefur minnkað úr 21% í 11%,
miðað við sama tímabil. Í frétt Morgun-
blaðsins í gær var ennfremur haft eftir
Ingu Dóru að hvað alþjóðlegan saman-
burð varðar sýni ESPAD-könnun frá
2003 að hlutfall tíundu bekkinga sem
drekka hefur minnkað úr 21% í 14% og
hlutfall sama árgangs sem verður fyrir
slysum eða meiðslum vegna áfengis-
neyslu hefur minnkað úr 14% í 4%.
Á fundinum í Ráðhúsinu kom fram að á
tíunda áratug síðustu aldar var svo kom-
ið að íslenskir unglingar voru í hópi
þeirra sem neyttu áfengis hvað oftast og í
því ljósi eru þetta mikil umskipti. En bet-
ur má ef duga skal. Það er því full ástæða
til að fagna því að næsta skef í forvörnum
í Reykjavíkurborg verði það að greina
styrkleika og veikleika hvers hverfis fyr-
ir sig svo hægt sé að sérsníða áætlun fyr-
ir öll hverfin og ná enn betri árangri.
Einnig virðist full ástæða til að hvetja
foreldra til að leggja sitt af mörkum til að
spyrna við vímuefnanotkun barna sinna.
Í því sambandi vekur athygli sá þáttur
rannsóknarinnar er leiðir í ljós mikilvægi
þess að eyða ekki einungis gæðatíma með
börnum sínum, heldur reyna einnig að
verja sem mestum tíma með þeim því
„tímamagnið skiptir ekki síður máli“,
eins og Inga Dóra orðaði það. Umhverfi
og þrýstingur frá jafningjum hefur að
sjálfsögðu sitt að segja hvað forvarnir
varðar, en hafa ber í huga að eftir sem áð-
ur gegna foreldrar veigamesta hlutverk-
inu í því að koma börnum sínum áfalla-
laust til manns.
Fyrsti togari Íslendinga,Coot, sigldi til hafnar íHafnarfirði þann 6. mars1905 eða fyrir rétt um 100
árum. Í tilefni þessa stóð sjávarút-
vegsráðuneytið í gær fyrir ráð-
stefnu um íslenskan sjávarútveg,
undir yfirskriftinni Fiskurinn og
framtíðin.
Árni M. Mathiesen, sjávarút-
vegsráðherra, sagði í opnunar-
ávarpi ráðstefnunnar að þótt marg-
ar ógnanir steðjuðu að sjávar-
útveginum væru að hans mati mörg
ný tækifæri til sóknar. Átök innan
greinarinnar og átök milli hennar
og þjóðarinnar væru ekki þau sömu
og áður og meiri sátt um sjávarút-
vegsmálin gerði greininni kleift að
einbeita sér betur að rekstri fyrir-
tækjanna. Þessu til stuðnings
nefndi Árni að fulltrúar sjómanna
og útvegsmanna hefðu náð kjara-
samningi sín í milli í fyrsta skipti í
um 10 ár án þess að ríkisvaldið
kæmi þar að. Þá væri fiskveiði-
stjórnunarkerfið orðið heildstætt
þar sem nú væri einungis byggt á
aflamarki og dagakerfið hefði verið
lagt niður. Síðast en ekki síst þá
hefði þjóðinni verið rétt sáttahönd
þar sem búið væri að taka upp auð-
lindagjald. „Allt þetta á að stuðla að
því að greinin fái að starfa í friði og
takast á við þau fjölmörgu og mik-
ilvægu verkefni sem sjávarútvegur-
inn stendur nú frammi fyrir,“ sagði
Árni.
Sjávarútvegur ekki vænlegur
fjárfestingarkostur
Elfar Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri, rifjaði á ráðstefn-
unni upp það sem hann kallaði
vatnaskil í íslenskum sjávarútvegi;
útfærslu landhelginnar sem kallaði
á aukin umsvif íslenskra sjávarút-
vegsfyrirtækja og innleiðingu
kvótakerfisins sem hann sagði hafa
leitt til hagræðingar og markaðs-
væðingar. Í kjölfarið hefði íslenskt
atvinnulíf almennt eflst og gerði
hann því skóna að greinin hefði
þannig leyst úr læðingi kraft sem
drifið hefði áfram útrás íslenskra
fjármálafyrirtækja að undanförnu.
Elfar sagði að þessa dagana
mætti líta á íslenska fjárfesta sem
evrópska fjárfesta, enda væru Ís-
lendingar nú með umsvif víða í Evr-
ópu. Elfar velti því síðan fyrir sér
hvað hinn „evrópski“ fjárfestir
þyrfti að hafa í huga ef hann íhugaði
að fjárfesta í íslensku sjávarútvegs-
fyrirtæki. Þannig myndi hann upp-
götva að bein erlend fjárfesting í
greininni væri óleyfileg, kvótaþakið
svokallaða hamlaði vexti fyrir-
tækja, framlegð væri skattlögð
aukalega, pólitísk óvissa um framtíð
fiskveiðistjórnunarkerfisins kæmi
upp á fjögurra ára fresti, pólitísk
rýrnun aflaheimilda væri viðvar-
andi, auk þess sem það væri litið
hornauga að hagnast í sjávarútvegi.
Þá færi opinbert eftirlit með sjávar-
útvegi vaxandi sem væri mörgum
innan greinarinnar áhyggjuefni.
Elfar sagði að þrátt fyrir þetta
mætti ekki gleyma því að mikið
hefði áunnist í sjávarútvegi. En
greinin byggi við aðstöðumun sem
þyrfti að jafna. Til þess þyrfti skýr-
ari leikreglur og pólitískan stuðning
og samvinnu, sundurleitni yrði að
gera að samstöðu. Hann minnti á að
kvótakerfið væri orðið 21 árs gam-
alt, það væri ekki lengur va
unglingur og ætti að geta
heiman. Núna væri tækifæ
klára það sem byrjað va
1984. Þá væri framtíð íslen
arútvegs mjög björt.
Slæm ímynd sjávarú
Þorsteinn Már Baldvins
stjóri Samherja, sagði að
leiki í sjávarútvegi gerði
erfitt fyrir. Stöðugt væri
krafla í gildandi reglur
breytingum. Nefndi ha
dæmi að ítrekað hefði v
fram á Alþingi frumvarp
skilnað veiða og vinnslu e
menn væru þvert á mót
tengsl veiða og vinnslu í
vegi þar í landi. Sagði hann
óstöðugleiki væri þess val
fjárfestar hefðu ekki áhu
lenskum sjávarútvegsfyrir
Nefndi hann að stórir fjá
borð við Burðarás hefðu
misseri dregið sig út úr
vegi og velti því fyrir sér h
væri vegna þess að erfitt
Fiskurinn og framtíðin, ráðstefna í tilefni togaraútg
Þorsteinn Már Baldvinsson, Jakob F. Ásgeirsson, Árni M. Mathie
Greinin fái sta
Krafan um hollustu og þæg-indi matvæla fer sífellt vax-andi og þar hefur fiskur
ákveðið forskot sem ber að nýta til
hins ýtrasta. Þetta kom fram í máli
þeirra sem ræddu horfur á mörk-
uðum fyrir sjávarafurðir á ráð-
stefnunni Fiskurinn og framtíðin
sem fram fór í gær.
Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins, ræddi kröfur neytenda til sjáv-
arfangs á ráðstefnunni. Þar vitnaði
hún í neytendakannanir sem sýna
að neytendur líta á fisk sem holla og
náttúrulega vöru, í ríkari mæli en
þeir velta fyrir sér hvað hún kostar
eða hvernig á að elda hana. Þetta
sagði Sjöfn að þyrfti að nýta til að
ná betur til neytenda, í samkeppni
og til að ná árangri. Hún sagði
mikla möguleika felast í því að und-
irstrika góð heilsufarsleg áhrif
sjávarfangs, m.a. í tengslum við
hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki
og ofþyngd. Hún sagði að verkefni
framtíðarinnar væri einnig að ná til
ungs fólks sem borðar sjaldnar fisk
en eldra fólk. Það gæti haft nei-
kvæð áhrif í framtíðinni og því mik-
ilvægt að snúa þeirri þróun við.
Quentin Clark, innkaupastjóri
bresku stórmarkaðskeðjunnar
Waitrose, rakti á ráðstefnunni inn-
kaupastefnu keðjunnar þegar kem-
ur að fiski. Sagði hann að mikið
væri lagt upp úr því að fiskurinn
kæmi úr sjálfbærum fiskistofni,
sem nýttur væri með ábyrgum fisk-
veiðum. Þannig selur keðjan ekki
fisk úr stofnum sem eru taldir í út-
rýmingarhættu eða eru úr ofnýtt-
um stofnum. Þá leggur Waitrose
jafnframt verulega áherslu á að
veiðarnar hafi ekki skaðleg áhrif á
umhverfið og hefur þannig sérstaka
velþóknun á línuveiðum að sögn
Clark. Hann sagði keðjuna einnig
leggja þunga áherslu á gæði og
rekjanleika, sem og ferskleika og
þar hefur línufiskur einnig ákveðið
forskot að mati Clarks. Með þessi
atriði að leiðarljósi ákvað Waitrose
árið 1999 að hætta að kaupa þorsk
úr Norðursjó en kaupa í stað þess
allan þorsk frá Íslandi.
Clark sagði að þægindi væri lyk-
ilorðið í ferskfisksölu í Bretlandi nú
um stundir, þ.e. að bjóða fisk sem
auðvelt er að matreiða á skömmum
tíma. Þá væri hollusta einnig mik-
ilvæg og krafan um þægindi sam-
fara hollustu yrði sífellt me
neytendanna.
Horfa í aurinn
Johann Lindenberg, stjórn
arformaður Unilever í Þýs
ræddi kröfur evrópskra ne
til sjávarafurða. Hann sagð
efnahagsþróun í Evrópu ré
mestu um þróun fiskiðnaða
álfunni. Nú um stundir vær
vöxtur tiltölulega lítill, eink
Þýskalandi, og við slíkar að
horfði fólk í aurinn og væri
staklega meðvitað um verð
matvörum. Sagði hann að g
ráð fyrir hóflegum hagvext
næstu 10 árum og á meðan
neytendur meiri áherslu á
fremur en gæði. Þeir mynd
að síður áfram gera kröfur
en á lágu verði. Hann sagði
Áhersla á hollustu og þ
Quentin Clark Magnús Gústafsson Johann Linden