Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EKKI er lengur deilt um skað-
semi reykinga. Engin lögleg
neyzluvara er eins dýrkeypt mann-
kyni og reyktóbak. Sýnt hefur verið
fram á að helmingur reykinga-
manna læst af völdum reykinga,
helmingur fyrir sjötugt, og styttir
sá hópur líf sitt um að meðaltali
tuttugu ár. Þeir reykingamenn,
sem látast eftir sjö-
tugt, stytta að með-
altali líf sitt um átta
ár. Tölur um langvar-
andi heilsuleysi og ör-
kuml, sem tóbaksreyk-
ingar valda, er
erfiðara að leggja
fram.
Meðferð við sjúk-
dómum, sem rekja má
til reykinga, er lang-
vinn og dýr og því
miður oft ekki mjög
árangursrík. Þó hafa
orðið verulegar fram-
farir á síðustu árum
með tilkomu há-
tæknilækninga, sem
aukið hafa batahorfur
sjúklinga með reyk-
tengda sjúkdóma. Má
þar nefna hjarta- og
æðaskurðlækningar
og bætta meðferð á
langvinnum lungna-
sjúkdómum og
krabbameinum.
Það tók vís-
indamenn áratugi að
sannfæra almenning
um skaðsemi reykinga og smám
saman fóru stjórnvöld að átta sig á
vandanum. Íslenzk stjórnvöld hafa
verið í fararbroddi meðal þjóða við
að vekja athygli á skaðsemi reyk-
inga og hafa gert ýmsar ráðstafanir
til að stemma stigu við reykingum.
Áhugamannafélög eins og Krabba-
meinsfélagið, Hjartavernd og mörg
fleiri hafa barizt ötullega gegn
reykingum um áratuga skeið með
víðtæku fræðslustarfi og átt mjög
gott samstarf við stjórnvöld. Veru-
leg minnkun reykinga á Íslandi á
síðustu áratugum ber þessari bar-
áttu glöggt vitni.
Á undanförnum tveimur áratug-
um hafa augu manna í vaxandi
mæli beinzt að því, sem nefnt er
óbeinar reykingar. Að jafnaði er
það stærri hluti reyksins, sem rýk-
ur beint út í umhverfið, en sá, sem
fer ofan í reykingamanninn. Mörg
eiturefni í hliðarreyknum eru
þekktir krabbameinsvaldar svo sem
arsen, sem getur valdið lungna-
krabbameini, vinylklóríð, sem getur
valdið krabbameini í lifur og heila,
og benzene, sem getur valdið ill-
vígum blóðsjúkdómum. Kunn eru
að minnsta kosti fimmtíu önnur
krabbameinsvaldandi efni í tóbaks-
reyk. Þá er í hliðarreyk tíu sinnum
meira kolmónoxíð en í þeim reyk,
sem reykingamaðurinn andar að
sér, og minnkar þá geta blóðsins til
að flytja súrefni meðal þeirra, sem
anda að sér hliðarreyknum, og geta
komið brjóstverkir hjá þeim, sem
eru með kransæðaþrengsli.
Skiptar skoðanir eru um það,
hvort reykingar séu einkamál reyk-
ingamanna. Deila má um það, hvort
heilsuleysi og ótímabært fráfall sé
einkamál þess, sem
velur sér eða ánetjast
ákveðnum lífshættu-
legum lífsstíl. Deila má
um það hvort það
komi fjölskyldu hans
eða samborgurum við.
Hins vegar ætti ekki
að þurfa að deila um
það að reykingar inn-
anhúss, þar sem aðrir
þurfa að anda að sér
hliðarreyknum, eru
ekki einkamál reyk-
ingamannsins. Það er
ekki einkamál barns-
hafandi konu að
reykja. Það er ekki
einkamál foreldra að
reykja heima hjá sér
eða í bifreiðum sínum
þar sem börnin þeirra
komast ekki hjá því að
anda að sér hlið-
arreyknum. Það er
ekki einkamál reyk-
ingamannsins að
reykja á veitingahúsi
eða vinnustað þar sem
starfsmenn og aðrir
viðstaddir komast ekki
hjá því að anda að sér hlið-
arreyknum eða fella tár vegna
hans.
Gífurlegur alþjóðlegur skriðþungi
hefur á undanförnum árum mynd-
azt í baráttunni gegn reykingum.
Nokkrar þjóðir eru komnar upp að
hlið Íslendinga eða jafnvel framúr
okkur, einkum að því er varðar
verndun þegnanna gegn skaðlegum
áhrifum af reykingum annarra.
Tóbaksiðnaðurinn hefur áttað sig á
því að markaðir í Evrópu og Norð-
ur-Ameríku eru að dragast saman
og sækir nú á ný mið í Asíu og Afr-
íku. Íslenzk stjórnvöld hafa þegar
undirritað og staðfest sáttmála Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) um aðgerðir í tóbaksvarna-
málum (Framework Convention on
Tobacco Control) og ber að fagna
því. Rík ástæða er til að hvetja til
áframhaldandi aðgerða á Íslandi og
næsta skref er að taka fyrir reyk-
ingar á vinnustöðum, þar á meðal
veitingahúsum.
Einkamál?
Sigurður Björnsson
fjallar um reykingar
Sigurður Björnsson
’Á undanförn-um tveimur ára-
tugum hafa
augu manna í
vaxandi mæli
beinzt að því,
sem nefnt er
óbeinar reyk-
ingar.‘
Höfundur er yfirlæknir lyflækninga
krabbameina á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi. Hann er formaður
Krabbameinsfélags Íslands og félagi í
Læknum gegn tóbaki.
JÓN Þ. Þór skrifar að formi til
ritdóm um bók mína, Fiskurinn sem
munkunum þótti bestur. Íslands-
skreiðin á framandi slóðum 1600–
1800, í Morgunblaðinu 25. febrúar
sl. Nú þykir mér það almennt ekki
góður siður að höfundur geri at-
hugasemd við ritdóm nema hann sé
mjög svívirðilegur og þessi er það
alls ekki; þvert móti segir Jón Þ.
Þór sitthvað loflegt um bók mína í
pistli sínum. En eins og ég nefndi í
upphafi eru skrif hans aðeins rit-
dómur að formi til; eiginlegur rit-
dómur, það er umfjöllun um bók
mína, kosti hennar og lesti, er að-
eins um þriðjungur af pistli hans;
annar þriðjungur fjallar um það
hvers konar bók ég hefði átt að
skrifa fremur en þessa og þriðj-
ungur eru almennar hugleiðingar
um saltfisksölu
sem ekki hafa
snertiflöt við hina
þættina tvo.
Ég er þokkalega
sáttur við þann
hluta pistilisns þar
sem fjallað er um
bók mína, þann
þriðjung sem rit-
dóm má nefna;
hann er að vísu
stuttur og segir
fátt enda eru höf-
undi augljóslega
önnur viðfangsefni hugstæðari en
bókin. En þegar kemur að öðrum
þættinum, því sem Jón vill vita
meira um en finnst ekki í bókinni,
er ég ekki eins sáttur. Jón byrjar að
vísu þá hugleiðingu prýðilega: „Það
skal að vísu viðurkennt að það geta
varla talist mannasiðir að hnýta í
höfunda fyrir það sem ekki stendur
í bókum þeirra.“ Þetta er hárrétt
athugun sem Jón síðan
sniðgengur. En jafnvel
verra er að þessu næst
eyðir hann alllöngu máli í
að agnúast út í titil bók-
arinnar, Fiskurinn sem
munkunum þótti bestur,
og telur hann ekki end-
urspegla efni bókarinnar
nógu vel. Hér er eins og
Jón gleymi undirtitlinum,
Íslandsskreiðin á framandi
slóðum 1600–1800, sem er í
stuttu máli eins nákvæm
lýsing á efni bókarinnar og
ég gat hugsað mér.
Jón vill frekar að titillinn vísi til
tengsla Íslands við Hamborg á um-
ræddum tíma. Nú er það svo að tit-
illinn um matarsmekk munka er
fenginn úr skrifum Hamborgar-
kaupmannsins Johanns Mikaels
Hudtwalckers sem á 18. öld skrifaði
(sbr. bók mína, bls. 17), að Ham-
borg hefði fullnægt þörfum kaþ-
ólskra presta og munka eftir fiski
„aðallega með því að útvega þann
fisk, sem munkunum og prestunum
þótti bestur, en það var íslenska
skreiðin“. Grunnrannsókn bók-
arinnar var að kanna gildi þessara
orða, sem reyndust vera rétt.
Ég sakna þess líka eins og Jón Þ.
Þór að ekki er að finna í bók minni
nákvæman samanburð á verði og
magni hinna ýmsu fisktegunda sem
munkar í klaustrunum Stachov í
Prag og Klosterneuburg nálægt
Vínarborg neyttu á föstunni. En
eins og getið er í bókinni reyndist
vera af ýmsum ástæðum, ekki þó
skjalfræðilegum, erfitt að rannsaka
heimildir klaustranna á viðeigandi
söfnum; það tókst aðeins að skoða
nógu mikið efni til að staðfesta að
munkar þar neyttu Íslandsskreiðar
á 18. öld og greiddu mjög hátt verð
fyrir hana. Þetta var líka megintil-
gangur rannsóknarinnar. Lengra
varð ekki komist í bili. Auk þess
hamlaði það verðsamanburði fyrir
Strachovklaustur að algengt var
þar að telja magnið aðeins í
stykkjatali; 60 stykki voru keypt í
einu, og það er augljós munur á 60
stykkjum af síld og 60 stykkjum af
stórri Íslandsskreið.
Um síðasta þriðjunginn í pistli
Jóns Þ. Þór, um þróun salt-
fiskmarkaðar á 19. öld, gæti ég
einnig skrifað margt, en eins og
hann réttilega bendir á kemur það
efni umræddri bók minni nákvæm-
lega ekkert við og læt ég því máli
mínu hér lokið.
Munkar og Íslandsskreið á 18. öld
Gísli Gunnarsson
gerir athugasemd
við ritdóm Jóns Þ. Þór ’… skrif hans aðeinsritdómur að formi til;
eiginlegur ritdómur,
það er umfjöllun um bók
mína, kosti hennar og
lesti, er aðeins um þriðj-
ungur af pistli hans …‘
Gísli Gunnarsson
Höfundur er prófessor í sagnfræði.
ÓHARÐNAÐUR unglingur var
ég ofurkrítískur. Ég bar óhikað
saman óperuna Aidu í Gamla bíói
og Arena di Verona. Ég skildi
ekki hvers kyns stórvirki Garðar
Cortes og Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir og fleiri unnu
í litla óperuhúsinu við
Ingólfsstræti.
Þegar ég hóf söng-
nám var mikið blóma-
skeið hjá Íslensku
óperunni. Maður naut
þess að sjá hverja
óperuna á fætur ann-
arri, þótt Þjóðleik-
húsið brygðist sinni
lagaskyldu trekk í
trekk. Landsmenn
hafa enda með áhuga
sínum á óperustarf-
seminni í Gamla bíói
löngu sannað að rekstrargrund-
völlur sé fyrir óperu í húsi sem
hæfir. Gamla bíó er meingallað
hvað varðar svið og hljómburð og
samstarf við Þjóðleikhúsið um
flutning stórra óperuverka væri
óskandi. En þar sem Þjóðleikhúsið
hlítir ekki lögum er vandséð að
slík samvinna bjargi óperustarf-
seminni í bráð.
Undarleg skammsýni réð
ákvörðun um að
óperum og söng-
leikjum yrði úthýst
úr nýju tónlistarhúsi.
Nokkrir áhugamenn
um óperur, þ.á m.
söngvarar, mótmæltu
án árangurs. Það
þykir þó sjálfsagt að
leita til söngvara um
tónleikahald, enda oft
auðvelt að fylla sali
með sönglist, t.d. í
fjáröflunarskyni.
Mikið hefði verið gott
ef blaðamenn og gagnrýnendur
hefðu lagt orð í belg fyrr því að
þetta menningarslys á eftir að
kosta þjóðina milljarða króna þeg-
ar öll kurl koma til grafar.
Skýtur því skökku við að það
skuli vera framkvæmdastjóri Ís-
lensku óperunnar sem þarf að
verjast hörðum árásum. Upp-
sprettan var grein Jónasar Sen í
Lesbók Morgunblaðsins sem hann
hefur orðið að draga til baka að
nokkru leyti síðan. Vonandi lærir
hann af þessari bitru reynslu sinni
að vanda vinnubrögðin betur næst
þegar hann stingur niður penna.
Í Silfri Egils líkti Jónas Sen
óperunni við safn, nokkurs konar
vaxmyndasafn. En óperan er lif-
andi safn verka sem hafa lifað
dægurmenningu alda – og lifir
góðu lífi þrátt fyrir útvarp, sjón-
varp, kvikmyndir, tölvur og mynd-
bönd eða -diska. Enda fyllist óper-
an á 10 til 11 sýningum af
áhugasömum áhorfendum á þriðju
uppfærsluna á Toscu á 20 árum.
„Óperusafnið“ er nauðsynlegur
hlekkur í menningarkeðjunni og
fólk vill upplifa heitar tilfinningar
þessa síspræka listforms. Það
klappar ákaft í lok sýningar og
lætur sig einu gilda þó að gagn-
rýnendur hafi fussað og sveiað.
Jónas Sen vill sjá nýjar óperur.
En í þvílíkri tilraunastarfsemi
felst áhætta sem getur reynst ör-
lagarík á litlum markaði. Það er
margt sem taka verður með í
reikninginn. Sinfóníuhljómsveitin
grípur iðulega til gömlu og góðu
„safngripanna“ og stór óperuhús
erlendis leyfa sér sjaldan nýsköp-
un. Íslenska óperan verður og
seint vænd um að fara ekki nýjar
leiðir í uppfærslum á sígildum
verkum, eins og Jónas bendir svo
sem á.
Þar sem lög kveða á um að
Þjóðleikhúsið sýni eina óperu á ári
má e.t.v. knýja þar fram flutning á
nýjum íslenskum óperum, t.d. í
samvinnu við Myrka músíkdaga.
Nýsköpun í tónlist er íslensku
þjóðinni jafnmikilvæg og líf Ís-
lensku óperunnar.
Á dögunum kom fram hugmynd
í DV um að breyta Háskólabíói í
söngleikjahús. Einnig hefur verið
stungið upp á Borgarleikhúsinu.
Þetta eru skrýtnar hugmyndir á
sama tíma og viðurkennt er að
þessi hús gagnist ekki Sinfón-
íuhljómsveitinni. Íslenska óperan
græðir ekkert á því að flytja í hús
með sama sætafjölda og er í
Gamla bíói. Jónas nefnir í einni af
greinum sínum möguleikann sem
listrænn stjórnandi Íslensku óper-
unnar hefur lengi bent á en það er
einmitt 800 manna salur til óperu-
flutnings í tónlistarhúsinu sem á
að reisa. Sviðsbúnaður sem fylgir
óperu og sambýlið við hana kæmi
kaupstefnuhaldi í hinu nýja stór-
hýsi til góða. Reksturinn yrði hag-
kvæmari með aukinni notkun. Ég
skora því á stjórnvöld að fara yfir
fjárhagsáætlanir tónlistarhússins
og hafa í huga að Sinfóníu-
hljómsveitin, sem er rekin með al-
mannafé, verður framvegis að
greiða hærri leigu en hingað til.
Ég get svo ekki á mér setið að
benda á þá undarlegu staðreynd
að nú þegar er til á Hótel Nordica
salur svipaður þeim sem á að hýsa
ráðstefnur í tónlistarhúsinu.
Bjarni Daníelsson er sakaður
um einhæft val á söngvurum. Hér
er að mörgu að hyggja líka. Í
Toscu skila söngvararnir sínum
hlutverkum með mikilli prýði og
er ekkert út á það val að setja.
Augljóslega hlaut Bjarni að reyna
að nýta fastráðna söngvara við
óperuna eins vel og hægt var með-
an það skipulag var við lýði. Tveir
aðalsöngvaranna í Toscu misstu
nýverið stöður sínar og veitir
Bjarni þeim tækifæri til að reyna
sig í nýjum hlutverkum á sama
tíma og þeir eru að feta sig á al-
þjóðlegum óperumarkaði. Er
ástæða til að kvarta yfir því?
Annars er merkilegt að við, sem
eigum ekkert almennilegt óperu-
hús, skulum vera að þrátta um líf
og dauða óperunnar á sama tíma
og opnað er nýtt og glæsilegt
óperuhús í Kaupmannahöfn (með
þátttöku Íslendinga, Ólafur Elías-
son á listaverk í húsinu, Kolbeinn
Ketilsson á sviðið). Risið hafa
óperuhús (einnig fjölnota) t.d. í
Malmö, Gautaborg, víða í Finn-
landi og áform eru uppi um að
byggja óperuhús í Ósló.
Meðan frændur okkar eru í
bullandi uppbyggingu óperunnar
kveðum við upp dauðadóma í blöð-
um og sjónvarpi.
Er doðinn í
óperunni?
Gunnar Guðbjörnsson fjallar
um málefni Íslensku óperunnar ’Meðan frændur okkareru í bullandi uppbygg-
ingu óperunnar kveðum
við upp dauðadóma í
blöðum og sjónvarpi.‘
Gunnar Guðbjörnsson
Höfundur er óperusöngvari.
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöð-
unni er að láta TR ganga inn í
LHÍ og þar verði höfuðstaður
framhalds- og háskólanáms í
tónlist í landinu.“
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er
ein af þeim sem heyrði ekki
bankið þegar vágesturinn kom
í heimsókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson: „For-
ystumennirnir eru undantekn-
ingarlítið menntamenn og af
góðu fólki komnir eins og allir
þeir, sem gerast fjöldamorð-
ingjar af hugsjón. Afleiðingar
þessarar auglýsingar gætu því
komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mann-
kynið þarf fremur á leiðsögn að
halda í þeirri list að þola góða
daga en á helvítisprédikunum á
valdi óttans eins og á galdra-
brennuöldinni.“
Jakob Björnsson: „Það á að
fella niður með öllu aðkomu
forsetans að löggjafarstarfi.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar