Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í MINNINGARRITI Flensborg- arskóla 1882–1932 eftir Guðna Jóns- son magister er eftirfarandi klausa um upphaf barnafræðslu í Hafn- arfirði: „Um 1875 mun hafa byrjað fyrsti vísir til barnaskóla í Hafnarfirði, og gekkst Þorsteinn Egilsson cand theol og kaupmaður í Hafnarfirði m.a. fyrir þeirri byrjun. Kennslan fór fyrst fram uppi á kvistinum á gamla húsi Jörgens Hansens kaupmanns og var Þor- steinn kennarinn. Hélt hann uppi kennslu þessari þar til barna- skóli var stofnaður í Flensborg, en það mun hafa verið haustið 1877, og varð hann þá kenn- ari þar.“ Í Íslandssögu I. bindi A–H, Alfræði Vöku Helgafells, 2. útg. 1998, segir eftirfarandi: „Skóli hófst ... í Hafn- arfirði og á Seltjarn- arnesi 1875. Flens- borgarskóli tók til starfa sem barnaskóli 1877.“ Á skólabyggingu, byggð á árunum 2001– 2002, ofan Hörðuvalla í Hafnarfirði, á hinu svo- nefnda Sólvangssvæði, er áletrun á gafli þeim sem að hinni fjölförnu Lækjargötu snýr: „Lækjarskóli stofn- aður 1877.“ Allir sem eitthvað þekkja til sögu barnafræðslu og skólamála í Hafn- arfirði vita að hér er rangt frá skýrt hverju eða hverjum sem um er að kenna. Hvort heldur það er þekking- arleysi eða aulaskapur sem hér ræð- ur ferðinni eða blanda af hvoru tveggja skal ósagt látið, en hitt er víst að hér er farið með rangt mál – stað- lausa stafi. Í aprílmánuði síðastliðins árs var bent á þessi mistök í grein í Fjarðarpóstinum sem mikla athygli vakti í bænum og var fræðsluráði og fræðslustjóra sérstaklega bent á að þeim bæri að láta fjarlægja þessa sögufölsun af skólaveggnum. En þessa aðila virðist skorta dug og djörfung til verksins og vera ráða- lausir gagnvart þessari endemis uppákomu því að enn er allt við það sama. Enn mun þó ekki örvænt um að Eyjólfur hressist, en verði það ekki ætti bæjarstjórnin að geta gripið til réttra aðgerða í málinu, enda er það vítavert framferði að falsa sög- una – og þegar í hlut á opinber skóla- stofnun þá er nú nánast bitið höfuðið af skömminni. Að lokum skulu svo tilgreind nokk- ur ártöl (staðreyndir) úr skólasögu Hafnarfjarðar: Upphaf barnafræðslu í Hafnarfirði 1875. Barnaskóli stofn- aður í Flensborg 1877 og var stofnun hans einkaframkvæmd. Kennsla hófst árið 1902 í nýjum barnaskóla við Suðurgötu sem byggður var fyrir op- inbert fé. Verktaki að þeim skóla var Jóhannes Reykdal og verkið vann hann fyrir Garðahrepp sem Hafnarfjörður til- heyrði þá. Tuttugu og fimm árum síðar, eða 1927, tekur Barnaskóli Hafnarfjarðar til starfa, en þá hafði Hafn- arfjörður öðlast kaup- staðarréttindi. Sá skóli var þá eini barnaskólinn í bænum, enda nafnið í samræmi við það. Nafn- inu var svo breytt í Lækjarskóla þegar kennsla hófst í nýjum skóla, Öldutúnsskóla 1961. Var sú nafnbreyt- ing í senn eðlileg og lýð- ræðisleg. Komin er hefð á það í Hafnarfirði að kenna nýja skóla við kunn örnefni sem næst þeim eru. Samkvæmt því heitir skólinn ofan Hörðuvalla Hörðuvalla- skóli og er furðulegt ef menn eru eitt- hvað að hika við þá sjálfsögðu og hljómmiklu nafngift. Í Lækjarskól- anum fer nú fram öflug fræðslu- starfsemi á vegum Námsflokka Hafn- arfjarðar og virðist þörfin hér sem annars staðar í þéttbýlinu fyrir nám- skeið og fullorðinsfræðslu fara vax- andi. Á síðustu áratugum hafa nokkr- ir skólar risið í Hafnarfirði, enda mikil gróska í mannlífinu, og allir hafa þeir fengið nöfn samkv. áður sögðu: Víðistaðaskóli 1971, Engidals- skóli 1978, Setbergsskóli 1989, Hval- eyrarskóli 1990 og Áslandsskóli 2000. Yngstur er svo skólinn ofan Hörðu- valla „Lækjarskólinn stofnaður 1877“! Er allt í lagi að falsa söguna? Snorri Jónsson fjallar um sögu barnafræðslu og skóla- mála í Hafnarfirði Snorri Jónsson ’Allir sem eitt-hvað þekkja til sögu barna- fræðslu og skólamála í Hafnarfirði vita að hér er rangt frá skýrt.‘ Höfundur er fyrrverandi yfirkennari. FORMAÐUR Fræðsluráðs Reykjavíkur, Stefán Jón Hafstein, spyr í Morgunblaðsgrein síðastlið- inn mánudag hvort skattgreið- endur séu tilbúnir að greiða fyrir 120–130% afkastagetu í skólakerf- inu. Það liggur í orðanna hljóðan, að höfundi finnst það fráleitt, enda virðast rök hans fyrir því, að rekstur allra skóla sé á hendi borgarinnar, fyrst og fremst snú- ast um rekstrar- hagkvæmni. Vandinn við þessa hugsun er, að þótt lágur einingarkostn- aður sé lykilatriði í rekstri fyrirtækja á markaði er hann ekki tækur mælikvarði til að rök- styðja einokun. Það væri til dæmis augljóst, að ef ein ríkisrekin skóverksmiðja framleiddi eina tegund af skóm í öðru hverju númeri, mætti stórlækka eining- arkostnað í skóframleiðslu. En vandinn er, að þarfir og óskir neytenda væru þá tæpast upp- fylltar. Sú staðreynd, að sumir foreldrar greiða skólagjöld til einkarekinna skóla, sýnir best að almenna kerfið þjónar ekki þörf- um barna þeirra. Þær væru óupp- fylltar ef þessir skólar væru ekki til. Hagræni mælikvarðinn á kosti eins skipulags umfram annað er nefnilega ekki einingarkostn- aður, heldur hversu vel þarfir fólks eru uppfylltar. Eru skattgreiðendur tilbúnir að greiða fyrir 120–130% afkastagetu í skólakerfinu? Svarið er tvíþætt: Í fyrsta lagi er ómögulegt að ná 100% nýtingu í kerfinu, jafn- vel þótt allur rekstur sé á hendi borg- arinnar, þótt ekki sé nema vegna þess sveigjanleika sem höfundur boðar sjálfur í grein sinni. Af- kastagetan verður því alltaf að vera talsvert yfir 100%. Í öðru lagi skiptir menntun máli fyrir foreldra. Stefán segir með- alframlag borgarinnar á nemanda 290–360 þús. kr. á ári. Kostnaður á hverja fjölskyldu í borginni gæti, gróflega reiknað, verið um 190 þús. kr. árlega. En nemendur í Ísaksskóla greiða, svo dæmi sé tekið, tæpar 135.000 kr. til við- bótar í skólagjöld á ári. Foreldrar þeirra eru greinilega tilbúnir að greiða rúmlega 70% álag til að uppfylla þarfir barna sinna. Er þá svo fráleitt að ætla, að enn fleiri foreldrar séu tilbúnir að greiða 20–30% aukalega? Er ekki einfald- lega bara fráleitt að spyrja um af- kastagetu? Á ekki miklu frekar að spyrja um menntun? Skiptir menntun kannski máli? Þorsteinn Siglaugsson fjallar um menntun ’Sú staðreynd, að sumirforeldrar greiða skóla- gjöld til einkarekinna skóla, sýnir best að al- menna kerfið þjónar ekki þörfum barna þeirra.‘ Þorsteinn Siglaugsson Höfundur er hagfræðingur. ÞEGAR maður hugsar um Sæ- mund Pálsson dettur manni fyrst í hug vinátta og tryggð. Í gærkvöldi sá ég frétt Páls Magnússonar sem líkt og Sæmundur hefur ferðast yf- ir hálfan hnöttinn til að nálgast Fischer, af virðingu fyrir hinum hrjáða meistara og vegna þess að honum finnst mannréttindi brotin. Sæmundur fær ekki að hitta vin sinn. Er þeir knúðu dyra var mesta skáksnillingi allra tíma hent í ein- angrunarklefa eins og óargadýri. Það er að koma býsna harkalega í ljós að einstaklingurinn Robert James Fischer er að fást við skrímsli og við vitum ekki ná- kvæmlega hvernig það lítur út. Skrímslið er marghöfða og getur birst í formi öryggisvarða, fangels- isstjóra, fulltrúa ráðuneyta, leyni- þjónustu, talsmanna af ýmsu tagi, og einstaklinga sem telja sig þess umkomna að senda út mannlýsingu á Fischer þó svo að þeir hafi aldrei hitt hann eins Ilja Gurevich gerði á dögunum. Það eru meira en fimm ár síðan nokkrir aðrir einstaklingar settust niður á heimili Guðmundar G. Þór- arinssonar og ræddu hinar hörmulegu að- stæður Bobbys Fisch- ers. Þá höfðu eigur hans geymdar í bú- slóðaleigu í Pasadena verið gerðar upp- tækar, hann var eft- irlýstur í öllum ríkjum Bandaríkjanna, land- laus maður og fjöl- skyldulaus; átti ekki þess kost að vera við útför móður sinnar og systur. Síðar var hul- unni svipt af meira en 900 blaðsíðna leyniskýrslu FBI um hann og móður hans. Upphaf og endir málafylgju gegn Fischer hafa verið yfirlýsingar hans í bræðiskasti í viðtali sem hann var leiddur út í af útvarpsstöð í Manila á Filippseyjum. En málfrelsið er ekki fyrir rétti eins og halda mætti heldur sá stór- kostlegi glæpur að Fischer fór að tefla aftur. Fyrir það skal hann þola hjól og steglu hvað sem það kostar. Við hina ágætu þegna Bandaríkj- anna og Japans sem starfa í sendi- ráðunum hérna og greiða fyrir við- skiptum og ýmsum góðum málum og hafa meira að segja tekið á móti fulltrúum RJF-nefndarinnar, sá japanski á efstu hæð Kauphall- arinnar, vil ég segja að manni sýn- ist ýmis gildni kristninnar – fyr- irgefning, umburðarlyndi, samúð – hafa farið halloka. Ef þið lesið þessar línur vil ég undirstrika þetta: Bobby Fischer hefur ekki gert flugu mein. Hann tefldi 30 skákir í Sveti Stefan og Belgrad ár- ið 1992. Skáklistin er hans lífstján- ing. Er ekki kominn tími til að tengja? Fischer líkist mörgum hetjum Ís- lendingasagnanna sem sjaldan gengu á vegum pólitískrar rétt- hugsunar. Tortryggni og biturð hafa grafið um sig í sálu hans. Hann segir hug sinn umbúðalaust en iðrast stundum beisklega. Það sagði Sæmundur mér áður en hann lagði af stað til Japans. Grettir Ás- mundarson var í útlegð í nærfellt tuttugu ár og Japanir og Banda- ríkjamenn eru hér í hlutverki Þor- björns önguls. Ushika-fangelsið er Drangey nútímans. Þessi aðför sem japönsk og bandarísk stjórnvöld stunda nú verður lengi í minnum höfð. Frægð aðalleikarans sér um það. „Bobby Fischer var aldrei Crosby, Stills and Nash …“ skrifaði Charles Krauthammer vegna endurkomu- einvígisins í Time sumarið 1992, „… hann var The Beatles.“ Þegar það er að renna upp fyrir mönnum að senda eigi Fischer í bandarískt fangelsi þar sem hann mun trúlega dvelja það sem hann á eftir ólifað upplýkst fyrir manni hvað einstaklingurinn er smár og leikurinn ójafn gegn þessu marg- höfða skrímsli. „Sagan mun dæma þá hart sem hafa gengið svo hart fram,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson á blaðamannafundinum í Tókýó í gærmorgun. Sæmundur í Japan Helgi Ólafsson fjallar um málefni Bobbys Fischers Helgi Ólafsson ’Bobby Fischer hefurekki gert flugu mein.‘ Höfundur er meðlimur RJF- nefndarinnar. ÞEGAR líður að kosningum eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Framboð einstaklinga er miklu meira en eft- irspurnin, sem segir að ekki sé vandkvæðum háð að kjósa menn með heiðarlegar hugsjónir til að vinna landi og þjóð raunverulegt gagn. En hvað eru menn að sækjast í? Jú, þeir eru að sækjast eft- ir ofurlaunum. En hvað hafa þingmenn í laun? Óbreyttur þingmaður hefur hvorki meira né minna en 708.000 krón- ur á mánuði auk launa- tengdra gjalda, sem ég get fest hendi á, sem sundurliðast með eft- irfarandi hætti: 440.000 krónur í grunnlaun á mánuði, 55.000 krónur sem er starfskostnaður, greiddur heimasími og gemsi 25.000 krónur, niðurgreiddur matur 30.000 krónur, dagblöð fyrir 8.000 krónur, metin vinnuaðstaða á dýrasta svæði á land- inu með tækjum, tólum, ritara og öðrum tilheyrandi kostnaði á 150.000 krónur á mánuði. Þá tek ég ekki inn í að allir þingmenn frá bíla- styrk eftir 30 km keyrslu samkvæmt dagbók. Ekki er tekið með í reikn- inginn að þingmenn sem koma utan af landi fá dreifbýlisstyrk. Þá ferðast fjöldi þingmanna út um allan heim á þingmannstíð sinni, svo ekki sé minnst á dagpeningana frægu. Þeir þingmenn sem gegna þingflokks- eða nefndarformennsku fá að auki 15% greiðslu ofan á laun sín. Hafa skal hugfast að þingmenn fá að auki ríkuleg eftirlaun. Ég spyr: Hvers vegna fá þeir starfskostnað greiddan upp á 55.000 krónur á mánuði? Þarf að borga þeim aukalega fyrir að mæta til vinnu? Ég spyr aftur: Af hverju á þjóðin að borga heima- síma þingmanna og fjölskyldna þeirra? Geta þingmenn ekki keypt sín blöð sjálfir og borgað fyrir sinn heimasíma? Af hverju þarf að greiða dreif- býlisstyrk til þing- manna sem koma utan af landi? Geta þeir ekki borgað þann kostnað sjálfir? Ég fullyrði að hægt væri að kjósa jafnhæfa og jafnvel hæfari frambjóðendur til þings fyrir mun lægri laun en nú tíðkast. Þjóðin er látin ofala þingmenn sína án þess að vera spurð. Hér er um sjálftöku launa að ræða, því ekki spurðu þeir okkur, þjóðina sem greiðir þeim launin. Það er mikil skömm að tug- þúsundir Íslendinga þurfa að láta sér nægja 15% af mánaðarlaunum þingmanna sér til framfærslu á mán- uði. Það er verið að gera okkur kjós- endur að athlægi. Þetta er hreinn og beinn skrípaleikur sem taka þarf á. Dæmi nú hver fyrir sig. Eru stjórnmálamenn á bóla- kafi í kjötkötlum þjóðarinnar? Ásgerður Jóna Flosadóttir fjallar um stjórnmálamenn ’Geta þingmenn ekkikeypt sín blöð sjálfir og borgað fyrir sinn heimasíma?‘ Ásgerður Jóna Flosadóttir Höfundur er stjórnmálafræðingur og kjósandi í Reykjavík. mbl.is smáauglýsingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.